Freyr - 01.08.2005, Side 27
SAUÐFJÁRRÆKT
væru ákveðnar vísbendingar um
slíkt þegar breytingar i fall-
þunga og mati voru skoðaðar í
samhengi. Þættir sem augljós-
lega draga í átt til hagstæðs
fitumats þarna í sýslu er að fall-
þungi er ívíð lægri en á mörgum
öðrum svæðum. f skýrsluhald-
inu eru ekki glöggar upplýsing-
ar um sláturtíma en þekkt er að
sumarslátrun hefur farið vax-
andi á þessu svæði síðustu árin
og dregur það einnig í þessa
áttina. Eins og áður er fitumat
dilkanna úr Barðastrandarsýslu
mjög hagstætt, eða 6,16, þrátt
fyrir mikinn vænleika dilka á
þessu svæði. Þarna er hlutfall
sumarslátrunar að öllum líkind-
um hærra en annars staðar á
landinu. I Suður-Þingeyjarsýslu
er nánast sama meðaltal eða
6,17. Það er nánast sama með-
altal og árið áður, samt örlitlu
lægra þá og kemur breytingin
aðeins á óvart í Ijósi minni fall-
þunga dilka á svæðinu 2004 en
árið áður.
Nánast ( öllum héruðum er
breyting í fitumatinu á jákvæð-
an veg sem sums staðar má
rekja beint til fallþungabreyt-
inga. Langsamlega mest breyt-
ing er í Norður-Þingeyjarsýslu
þar sem meðaltalið lækkar úr
7,34 í 6,60 sem er fádæma
mikil breyting. Sumarið 2004
var ákaflega þurrviðrasamt á
norðausturhorni landsins og
hafði veðráttan greinilega haft
mikil áhrif á gróður og þroska
gripa á því svæði. Lömb voru
talsvert léttari en í meðalári,
þau höfðu tekið út fullan
vöðvaþroska en fitusöfnun var
miklu minni en áður hafði þar
verið hjá dilkum. I Ijósi þessa
virðist hinn gríðarlegi munur
sem fram kemur í breytingum í
fitumatinu, annars vegar í Suð-
ur- og hins vegar Norðursýsl-
unni illskýranlegur. Slakasta
fitumatið haustið 2004 er í Ár-
nessýslu þar sem meðaltalið er
7,52 og á Snæfellnesi þar sem
það er 7,30. Það er í samræmi
við niðurstöður fyrri ára, dilkar í
þessum sýslum hafa verið of
feitir.
MAT FYRIR GERÐ
Þegar litið er á mat fyrir gerð þá
hækkar það í Þingeyjarsýslum
og Múlasýslum og örlítið í Vest-
ur-Skaftafellssýslu og Árnes-
sýslu, en í öllum öðrum héruð-
um er um lækkun á meðaltali
að ræða. Hin mikla hækkun í
Þingeyjarsýslunum stingur
nokkuð í augu, sérstaklega í
Ijósi verulegra breytinga á fall-
þunga í öndverða átt sem hefði
átt að stuðla að hliðstæðum
breytingum í mati fyrir gerð.
Besta matið fyrir gerð er í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu þar sem með-
altalið er 8,30, í Strandasýslu er
það 8,20 og ( Vestur-Húna-
vatnssýslu er meðaltalið 8,18.
Hlutfallið á milli matsins fyrir
gerð og fitu hefur talsvert verið
notað til að reyna að fá heildar-
mynd af gæðum, þó að það
hafi sína stóru annmarka og
þess vegna ætíð ástæða að
hvetja til vissrar varkárni við
notkun á hlutfallstölum sem eru
á jafn breytilegum skala og hér
um ræðir. Vitað er að á því
þungabili, sem dilkarnir eru,
liggja mörk í fitusöfnun þeirra
og þau ráða miklu um þetta
hlutfall. Þar sem meðalfallþungi
dilka er sitt hvoru megin við 14
kg er lítið farið að reyna á fitu-
söfnunareiginleika hjá dilkunum
og meginhluti þeirra fer eðlilega
í fituflokk 2 en lömb með mjög
skerta fitusöfnun í fituflokk 1.
Þar sem hins vegar meðalfall-
þunginn er orðinn 17 kg eða
meira fer að verða eðlilegt að
sjá gerbreytta mynd af dreifingu
[ fituflokkun.
Eins og vænta má, út frá því
sem þegar hefur komið fram, er
þróun ( þessu hlutfalli jákvæð
og fyrir landið mælist það 115
sem er þremur stigum betra en
á síðasta ári þegar það var þó
hærra en nokkru sinni fyrr. Yfir-
leitt er gott samræmi í þessu
hlutfalli á milli héraða frá ári til
árs. Eina stökkbreytingin, sem
verður þar á milli ára, er í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu þar sem þetta
hlutfall hækkar úr 109 í 126 en
breytingar í fitumati dilkanna á
þessu svæði eru ræddar hér að
framan. Eins og áður er matið
hagstæðast, þegar þessi mæli-
stika er notuð, í Suður-Þingeyj-
arsýslu þar sem hlutfallið reikn-
ast 130.
Þegar skoðaðar eru niður-
stöður fyrir einstök fjárræktarfé-
lög má sjá margar athyglisverð-
ar niðurstöður. Heildarmyndin
er mjög skýr um það að þau fé-
lög, sem mest skara fram úr eru
þau þar sem ræktunarstarfi hef-
ur lengi verið sinnt og það hvílir
á gömlum merg. Hér er sérstök
ástæða til að nefna niðurstöð-
urnar úr Sf. Mývetninga þar
sem meðaltal um gerð er 8,79
og fyrir fitumatið 5,90 þannig
að hlutfallið þarna á milli verður
149. Ljóst er að þarna er um að
ræða frábær kjötgæði en með-
alfallþungi þessara lamba er
ekki nema 14,3 kg. Til saman-
burðar skal nefna hið stóra fé-
lag Sf. Vatnsnesinga, en þar er
meðaltal tæplega 6.000 falla
fyrir gerð 9,15 og meðaltal úr
fitumati 7,50. Þarna er aftur á
móti um að ræða mjög væna
dilka, meðalfallþungi þeirra
17,9 kg. Þessar niðurstöður
sýna að hægt er að ná frábær-
um kjötgæðum samfara mikl-
um vænleika dilkanna. Til við-
bótar má nefna niðurstöður í Sf.
Von í Árneshreppi þar sem
meðaltal fyrir gerð er 8,81 og úr
fitumatinu 6,82 og í Sf. Kirkju-
bólshrepps er meðaltal fyrir
gerð 8,60 og úr fitumati 6,35,
en vænleiki dilka í báðum þess-
um félögum er mikill.
HÆSTU BÚ MEÐ
MAT FYRIR GERÐ
Með þessari grein hefur ætíð
fylgt tafla um þau bú sem eru
með hagstæðast mat um gerð
yfir landið. Þessi tafla er nú
mjög skorin niður og þar að-
eins birt þau bú sem eru með
meðaltal yfir 10,00. Þess má
geta að samtals 456 bú á land-
inu öllu, þar sem er kjötmat
fyrir 100 dilka eða fleiri haustið
2004, eru með meðaltal um
gerð yfir 8,00. Yfirlit um þessi
bú er öllum aðgengilegt á Net-
inu (www.bondi.is) og því er
mönnum vísað á frekari fróð-
leik þar.
Efsta búið í töflunni er hjá
Hjálmari og Guðlaugu á Bergs-
stöðum á Vatnsnesi en fyrir
612 dilka hjá þeim er meðaltal
fyrir gerð 11,03 sem þýðir að
lömbin eru með ívið betra mat
fyrir gerð að jafnaði en U, þ.e.
heldur fleiri dilkar hafa flokkast
í E en í lægri flokka en U. Þetta
verður að teljast frábær og ein-
stakur árangur. Hér er um að
Tafla 2. Bú (fjárræktarfélögunum þar sem kjötmat var á 100 föllum eða fleiri og meðaltal fyrir gerð
10,00 eða hærra haustið 2004
Eigandi Bú Fjöldi Fall Gerð Fita
Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum 612 18,9 11,03 7,60
Ægir Sigurgeirsson Stekkjardal 185 19,0 10,72 7,36
Þóra og Sigvaldi Urriðaá 473 18,3 10,59 8,26
Eyþór Pétursson Baldursheimi 237 13,6 10,38 5,51
Jón og Erna Broddanesi I 487 18,1 10,33 7,52
Jóhanna og Gunnar Akri 306 16,4 10,32 7,31
Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum 632 17,0 10,23 8,15
Hjörleifur Sigurðsson Grænavatni 250 14,0 10,23 6,22
Björn og Guðbrandur Smáhömrum 402 17,8 10,15 7,42
Félagsbúið Brautartungu 111 17,1 10,11 8,89
Tryggvi Eggertsson Gröf 241 20,2 10,10 8,00
Jökull Helgason Ósabakka 190 18,3 10,04 8,73
Sigfús og Lilja Borgarfelli 701 17,1 10,00 8,13
FREYR 08 2005