Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 32
Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur
fram að aukin framlög til heilbrigðis
kerfisins ná ekki til landsins alls. Það
eru að minnsta kosti tvær stofnanir
á norðausturhluta landsins sem
virðast ekki vera á dagskrá þessarar
ríkisstjórnar.
Geta ekki haldið sér á floti
Það er nefnilega þannig að þó svo
að heilbrigðisráðherra segi áherslu
vera lagða á að efla heilbrigðis
þjónustu um allt land er stað
reyndin samt sem áður sú að bæði
Heilbrigðisstofnun Austurlands og
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
geta ekki haldið sér á floti og Heil
brigðisstofnun Norðurlands er
beinlínis ætlað að hagræða í rekstri
sínum.
Hagræðing sem getur kostað það
að öryggi fólks er stefnt í hættu
því að íbúar Raufarhafnar og nær
sveita sjá nú fram á að um áramótin
er fyrirhugað að leggja niður full
búinn sjúkrabíl og vakt launaðra,
menntaðra sjúkraflutningamanna,
þjónustu sem tryggir öryggi íbúa
og kemur þeim fljótt og örugglega
áfram í réttar hendur heilbrigðis
starfsmanna í heimabyggð.
Þetta þýðir að fjórða stærsta heil
brigðisstofnun landsins nær alls
ekki að þjónusta með fullnægjandi
hætti þá 35 þúsund íbúa sem henni
er ætlað, því tek ég undir orð for
stjóra Heilbrigðisstofnunar Norður
lands, að þetta hljóti að vera mistök
– og þó.
Heilbrigðisráðherra leggur
áherslu á að hækka greiðsluþátt
tökuþakið, nefnir til sögunnar
ferðakostnað þeirra sem þurfa að
nýta sér heilbrigðiskerfið.
Í þessum orðum kemur það skýrt
fram að ekki standi til að rétta hlut
þessara heilbrigðisstofnana þar sem
ætlast er til að sjúklingar noti nauð
synlega þjónustu annars staðar en í
heimabyggð, það er kannski þann
ig sem ráðherra skilgreinir hugtökin
byggðamál og búsetujafnrétti.
Hugsanlega gerir ráðherra sér
ekki grein fyrir hvað felst í því að
færa þjónustu nær fólki, það er jú
misjafnt hvaða sjónarhorn fólk
velur sér.
Heilbrigðismál eru þau mál sem
landsmenn vilja í forgang og nú
nýverið benti landlæknir á þá stað
reynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu
sjálfstæða lífi og það kristallast í
áformum ríkisstjórnarinnar, lítill
vilji virðist vera til þess að breyta
því þannig að það virki sem best
fyrir alla.
Bjöguð forgangsröðun
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar
er bjöguð, það er skýlaus krafa að
heilbrigðisstofnanir á Norðaustur
landi fái stóraukningu á þessum fjár
lögum í meðförum Alþingis. Ég tel
það eðlilegt að þegar um er að ræða
fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá
nái aukningin til landsins alls. Eða
hef ég misskilið hlutina allverulega?
Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í
stefnumótun stjórnvalda?
Hefur landsbyggðin
orðið undir?
Anna Kolbrún
Árnadóttir
þingmaður
Miðflokksins
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum vel
gengni. Skynsamleg rannsóknar
blaðamennska er svo sannarlega
gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti
eftir tillögum að efni. Tillaga mín er
þessi: Beinið sjónum að fréttaflutn
ingi RÚV, sérstaklega að öllu því,
er að samskiptum kynjanna lýtur,
réttindum og stöðu karla/feðra og
kvenna/mæðra með hliðsjón af rétt
indum barna.
Lög bjóða, að fréttamenn RÚV
skuli leitast við að varpa ljósi á mál
efnin frá öllum hliðum, sýna aðgát,
gera sér far um réttmæti, sanngirni
og sannleika, sýna vönduð vinnu
brögð í hvívetna. Þar við bætist, að
fréttamenn skulu ekki vera hlið
hollir ákveðnum hugmyndafræði
legum hagsmunum.
Í umfjöllun um fyrrgreind efni
gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur
mínar grundvallast eingöngu á
eigin áhorfi, stundum stopulu, um
nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á
þá skiljanlega fyrst og fremst við
sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að
sperra eyrun, þegar flutt var þátta
röð í tilefni aldarafmælis almenns
kosningaréttar á Íslandi. Þar var
rangfært, að konur hefðu ekki haft
kosningarétt fyrir 1915. Kosninga
rétt til sveitarstjórna höfðu ákveðn
ar konur rétt eins og karlar frá 1881.
Fjöldi karla hafði heldur ekki
kosningarétt til Alþingis fyrir 1915.
Ég minnist þess ekki, að sambærileg
umfjöllun um karla hafi átt sér stað.
Mig hefur oft og tíðum rekið í
rogastans síðan, þó að einstök atriði
hafi liðið mér skýrt úr minni. Upp
þot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni
þeim tengt er áberandi. Margsinnis
hafa býsna áreiðanlegar rannsókna
niðurstöður verið virtar að vettugi í
umfjöllun um ofbeldi á heimilum og
ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur
þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi
fram. Ríkisútvarpið gerist vettvang
ur söfnunar fyrir Kvenna athvarfið,
sem er félagsskapur rekinn á hug
myndafræðigrunni kvenfrelsunar.
Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við
feður sína og þeim meinaðar sam
vistir við þau. Það er lögbrot. Aukin
heldur eru börnin hrifin úr skóla
sínum.
Kastljós stendur gagnrýnislaust
upp á gátt fyrir hverri konu, sem seg
ist kúguð af karlmönnum. Þar eru
m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur
og ærumeiðingar. Karlar, sem auð
velt er að auðkenna, eru jafnvel
„teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð.
Skilningur fréttamanna þáttarins
er á þá leið, beint og óbeint, að með
fréttamennsku sinni stuðli þeir að
því, að konur „skili skömminni“, og
kyndi undir „hreinsunareldi“, sem
kyntur er körlunum til hreinsunar
og yfirbóta. Þetta minnir óneitan
lega á karlabrennur fyrr á öldum.
En þá var hugmyndafræðin önnur.
Fréttamennirnir seilast langt í
túlkun orða viðmælenda sinna í
fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu,
sem í áratugi hefur barist fyrir réttri
feðrun sinni, túlkaði fréttamaður
t.d. ranga feðrun móðurinnar sem
leið hennar til að „skila skömm
inni“, því einu sinni var litið niður á
konur, sem eignuðust börn í lausa
leik, sagði hann.
Að þessu sögðu skora ég á starfs
fólk Kveiks að rannsaka ítarlega,
hvort lög um RÚV og almennt sið
gæði sé haft að leiðarljósi í áður
nefndri umfjöllun.
Opið bréf til Ríkisútvarpsins
– fréttaskýringaþáttarins
Kveiks
Arnar Sverrisson
eftirlaunaþegi
Margsinnis hafa býsna
áreiðanlegar rannsóknanið-
urstöður verið virtar að vett-
ugi í umfjöllun um ofbeldi á
heimilum og ofbeldi yfirleitt.
Þú finnur allt um mig og útsölustaði á www.regalo.is
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
2
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
9
3
-6
1
1
4
1
E
9
3
-5
F
D
8
1
E
9
3
-5
E
9
C
1
E
9
3
-5
D
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K