Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 18
Evrópumál ESA, eftirlitsstofnun EFTA, er með í undirbúningi að senda sjö dómsmál til EFTA-dóm- stólsins vegna vanefnda íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum þar sem hérlend stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipanir og reglugerðir í íslensk lög eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Eitt mál er komið þangað nú þegar. Framkvæmda- stjóri innra markaðssviðs ESA segir þessar tafir á innleiðingunum hreint aðgerðaleysi. Þau mál sem koma til kasta dómstólsins á næstu dögum vegna vanefnda á innleiðingu reglugerða og tilskipana er um réttindi launa- fólks, tilskipun um einföld þrýsti- hylki og tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem má í raun segja að séu sex mál. Tilskipun um réttindi launafólks átti að taka gildi í júní 2016. Hún leggur þá skyldu á stjórnvöld ein- stakra ríkja að til staðar séu lagaleg úrræði sem tryggja að launþegar geti nýtt sér þau réttindi sem þeir eiga að njóta í tengslum við frjálsa för launþega. Tilskipun um rekstraraðila sér- hæfðra sjóða var komið á sem svar við fjármálakreppunni og átti að innleiða í íslensk lög fyrir 1. október 2016. Markmiðið er að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja alhliða og skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Þar er á ferðinni lagarammi til að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja skil- virkt fjármálaumhverfi fyrir vog- unarsjóði sem og einkafjárfestingar. Ísland stendur sig lakast EFTA- ríkjanna í innleiðingu reglugerða og tilskipana og hefur verið lakasta EFTA-ríkið í nokkuð langan tíma. „Sú staðreynd að lög séu ekki innleidd á Íslandi skapar ójafnvægi milli EES-ríkjanna. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka upp lög og reglugerðir, til að mynda um til- skipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og einnig um réttindi launa- fólks. Þar eru réttindi sem búið er að samþykkja og íslenskt launafólk fær einfaldlega ekki að njóta. Þessi dráttur á innleiðingunni á Íslandi er hreint aðgerðaleysi,“ segir Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlits- stofnun EFTA (ESA). „Ástæða þess að við erum að fara áfram með þessi mál er sú að Ísland stendur ekki við inn- leiðingarfrestina sem Ísland hefur sjálft samþykkt,” útskýrir hann. „Áður en málin fara fyrir EFTA- dómstólinn hafa átt sér stað bæði formleg og óformleg samskipti við íslensk stjórnvöld til að ýta á eftir málunum og þær viðræður taka oft mánuði og jafnvel ár áður en mál eru síðan send dómstólnum,“ segir Gunnar Þór. Sett voru fram skýr markmið í utanríkisráðuneytinu um að hraða innleiðingu tilskipana í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. Einnig segir í nýjum stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ríkisstjórnin telji það vera eitt mikil- vægasta hagsmunamál Íslands að sinna framkvæmd EES-samnings- ins vel. Þannig þurfi Alþingi að vera virkara á því sviði. sveinn@frettabladid.is Hreint aðgerðaleysi stjórnvalda varðandi EES tilskipanir Ísland stendur sig lakast EFTA-ríkjanna í innleiðingu reglugerða. STJórNmál „Rannsóknir sýna að ef við náum ekki fólki inn þegar það er að kjósa í fyrsta sinn þá er ólík- legra að það mæti á kjörstað síðar á ævinni. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að leggja áherslu á nýja kjósendur,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF), en hún stýrir einnig verkefninu #ÉGKÝS í sam- starfi við Samband íslenskra fram- haldsskólanema (SÍF). Tinna fór nýlega á ráðstefnu LNU í Noregi þar sem hún kynnti #ÉGKÝS verkefnið. „Þar var mikið litið til Íslands vegna þess að við komum þarna með verk- efnið sem var pínu eins og sprengja í íslenskt samfélag, þetta var svo nýtt. Hugmyndirnar sem komu frá mismunandi Norðurlöndum voru settar saman í eitt og þetta var útfært út frá íslenskum aðstæðum. Þess vegna var mikið horft til okkar. Við tókum þeirra hugmyndir, það sem hefur virkað hjá þeim og þróuðum þær áfram.“ Norræna ráðherraráðið gaf út skýrslu 15. desember um lýðræðis- þátttöku ungs fólks á aldrinum 18-29 ára á Norðurlöndunum. Í skýrslunni kemur fram að meiri munur sé á kosningaþátttöku ungs fólks og þátttöku almennt í sveitarstjórnar- kosningum, en í öðrum kosningum. Á Íslandi er þriðja stærsta bil á milli almennrar kosningaþátttöku og kosningaþátttöku ungs fólks, á eftir Finnlandi og Noregi. Hér á landi hefur Hagstofan aðeins safnað  upplýsingum um kjörsókn eftir aldri síðan árið 2014. Ekki hafa verið birtar  tölur um kosningaþátt- töku í nýliðnum alþingiskosningum en í alþingiskosningunum árið 2016 var almenn kjörsókn 79,2 prósent en þátttaka ungs fólks 67,7 prósent og því munaði 11,5 prósentustigum. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 munaði 19 prósentustigum á almennri kjörsókn og kosningaþátt- töku ungs fólks. „Við höfum aldrei séð eins litla þátttöku og í síðustu sveitarstjórnarkosningum, í öllum aldurshópum. En núna vitum við hvernig kosningarnar fóru, við erum með tölfræði. Núna í fyrsta sinn getum við borið saman þátttöku og eftir það getum við farið að þarfa- greina hvaða hópar það eru sem mæta ekki,“ segir Tinna Isebarn. Í greiningum Hagstofunnar kom fram að minnst þátttaka er á meðal þeirra sem eru 20-24 ára bæði árin, og næst minnst er þátttakan á meðal þeirra sem eru nýir kjósendur, það er þau sem eru 18-19 ára. Í skýrslunni kemur fram að líkt og á Íslandi þá er kosningaþátttaka á hinum Norður- Mikilvægt að ná strax til yngri kjósenda Skýrsla um lýðræðisþátttöku ungs fólk á Norðurlöndum sýnir að á Íslandi er þriðji mesti munur á milli almennrar kosningaþátttöku og þátttöku ungs fólks. Mestur munur er í sveitarstjórnarkosningum. Ekkert sem bendir til að lækkun kosningaaldurs auki þátttöku. Kosið verður í sveitarstjórnir í maí, en mestur munur er á almennri kosningaþátttöku og þáttöku ungs fólks í slíkum kosningum á Íslandi. FréTTAblAðið/GVA Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um að kosningaaldur til sveitar- stjórnarkosninga verði lækkaður niður í 16 ár. Verði það samþykkt munu tæplega níu þúsund börn bætast við kjörskrá næstu kosn- inga, sem fara fram vorið 2018. „Það var haft samráð við okkur við gerð frumvarpsins. Þar undirstrik- uðum við að það er ekki nóg að lækka aldurinn, það þarf að fara í átak samhliða því. Við erum að sjálfsögðu að vonast eftir því að frumvarpið verði samþykkt, því þá setur það pressu á ráðuneytin að fylgja því eftir,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Hún segir undirbúning hafinn fyrir sveitar- stjórnarkosningar í vor, en þó vanti enn fjármagn í verkefnið. Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, telur lækkun kosningaaldurs vera jákvæða og hún muni ekki endilega hafa nei- kvæð áhrif á kjörsókn „Rannsóknir sem ég hef skoðað um lækkun kosningaaldurs, það eru þá helst rannsóknir á því þegar hann var lækkaður í 18 ár, sýna að þá dró aðeins úr kjörsókn til að byrja með. Það er ekkert sem bendir til þess að lækkun kosningaaldurs auki þátttöku. Fólk kemur bara fyrr inn. Það eru í raun önnur rök sem eru því til grundvallar að lækka kosningaaldurinn heldur en að auka almennt þátttöku. Það er ekki þar með sagt að fólk verði virkir þátttakendur. Skuggakosn- ingar og annað því líkt eru frábært framtak til að auka umræðu og vitund meðal ungs fólks.“ Telur lækkun kosningaaldurs jákvætt skref löndunum minni á meðal þeirra sem eru á aldrinum 20-24 en þeirra sem eru 18 til 19 ára. Talið er í skýrslunni að það megi rekja til þess að yngri hópurinn er líklegri til að búa hjá foreldrum sínum og verða fyrir áhrifum frá þeim. Eldri hópurinn er líklegri til að vera fluttur að heiman og umgangast meira jafnaldra sína. Þetta lífsskeið er að auki tengt þeim breytum sem oftast benda til lítillar kjörsóknar eins og lágum tekjum, lágu menntunarstigi og að vera ein- hleypur og eiga engin börn. Í skýrslunni er þó vikið að því að aðrir þættir gætu haft meiri áhrif á kosningaþátttöku en aldur. Þar er talað um til dæmis innflytjendur, tekjulága og þá sem eru með lægra menntunarstig. Mismunandi niður- stöður koma frá Norðurlöndunum en í Finnlandi var talið að aldur hefði áhrif á kjörsókn, en í Noregi var sýnt fram á að aðrir þættir eins og hjúskap- arstaða, tekjur, menntun og uppruni hefðu áhrif. lovisaa@frettabladid.is 0 10 20 30 40 50 60 70 80 n Kosningaþátttaka í sveitar- stjórnarkosningum árið 2014. Almenn kjörsókn: 66,5% n Kosningaþátttaka í forsetakosn- ingum árið 2016 Almenn kjörsókn: 75,7% n Kosningaþátttaka í alþingiskosn- ingum árið 2016 Almenn kjörsókn: 79,2% 47,5% 64,7% 67,7% ✿ Kosningaþátttaka ungs fólks í kosningum 2014 og 2016 Á aldrinum 18-29 ára Það er ekkert sem bendir til þess að lækkun kosningaaldurs auki þátttöku. Fólk kemur bara fyrr inn. Eva Heiða Önnu- dóttir, doktor í stjórnmálafræði Tinna isebarn, framkvæmda- stjóri lUF. 2 1 . d E S E m b E r 2 0 1 7 F I m m T u d A G u r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b l A ð I ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -6 6 0 4 1 E 9 3 -6 4 C 8 1 E 9 3 -6 3 8 C 1 E 9 3 -6 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.