Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 76
2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r60 b í l A r ∙ F r É T T A b l A ð I ð Bílar Með sífellt meiri kröfum IIHS um öryggi nýrra bíla komust aðeins 15 nýir bílar í hæsta flokk, þ.e. „Top Safety Pick Plus“. IIHS hefur mælt öryggi bíla sem seldir eru í Banda- ríkjunum frá árinu 1959 og hefur það markmið að fækka slysum og meiðslum í umferðinni þar í landi. Í mælingum IIHS (Insurance Institute for Highway Security) fengu aðrir 47 bílar einkunnina „Top Safety Pick“, en náðu ekki í Plus-flokkinn. Af þessum 15 bílum eru 12 fólks- bílar og þrír jeppar. Athygli vekur að af þessum 15 bílum eru fjórir frá Subaru, sem ekki getur talist með stærstu bílaframleiðendum heims, né lúxusbílaframleiðandi. Kia, Hyundai, Genesis, sem er frá lúxus- bíladeild Hyundai og Mercedes Benz, eiga svo hvert sína tvo bílana á listanum góða. Þó svo þessar próf- anir séu gerðar á bílum sem seldir eru í Bandaríkjunum er aðeins einn bíll sem framleiddur er af banda- rískum bílaframleiðanda, þ.e. Lin- coln Continental. Listi þessara 15 nýju bíla sem teljast þeir öruggustu í umferðinni í ár er þessi: BMW 5 Series Genesis G80 Genesis G90 Hyundai Santa Fe Hyundai Santa Fe Sport Kia Forte Sedan Kia Soul Lincoln Continental Mercedes-Benz E-Class Mercedes-Benz GLC Subaru Impreza Subaru Legacy Subaru Outback Subaru WRX Toyota Camry Fimmtán öruggustu bílarnir í ár Subaru á fjóra bíla á þessum eftirsótta lista og Kia, Hyundai, Mercedes Benz og Genesis tvo hvert. Árið 2017 verður metár í sölu bíla á Íslandi, en við síðustu mánaðamót var búið að nýskrá 22.221 fólks- og sendi- bíl og stefnir heildarsala á árinu í um 23.300 bíla, en á fyrri helmingi þessa mánaðar bættust við 477 nýskrán- ingar. BL er með talsvert mikla for- ystu fram yfir önnur umboð landsins hvað sölu varðar, en BL hafði selt 6.157 bíla við síðustu mánaðamót. BL hefur aukið sölu sína um 23 prósent frá fyrra ári og var með 27,7 prósenta hlutdeild af heildarsölunni. Í fyrra var BL með 25,8 prósent af heildarsölunni og hefur því í ár enn aukið við sig tæpum tveimur prósentum og selur nú meira en fjórða hvern bíl sem selst á landinu. Næsta umboð á eftir BL í sölu er Toyota með 3.977 bíla nýskráða og 21 prósents vöxt á milli ára. Í þriðja sæti er Hekla með 3.587 bíla, Brimborg í fjórða með 3.263 bíla og Askja í fimmta með 2.740 selda bíla. Bílaumboðin á Íslandi eru nú níu eftir að Ísband bættist í hóp- inn í fyrra. Fjögur minnstu umboðin, þ.e. Suzuki, Bílabúð Benna, Bernhard og Ísband, ná ekki samanlagt sölu fimmta stærsta umboðsins, en heildar- sala þeirra er 2.310 bílar og markaðs- hlutdeild samtals 10,5 prósent. Af því er Suzuki með 702 bíla, Benni með 665, Bernhard 573 og Ísband 370 bíla. BL langstærsta umboðið Meira en fjórði hver nýr bíll frá BL í ár og salan þar á sjöunda þúsund bíla. Í ár hefur verið vöxtur í fólks-bílasölu á tveimur af stærstu bílamörkuðum heims, þ.e. í Kína og í Evrópu, en lítilleg minnkun í Bandaríkjunum. Að auki hefur verið vöxtur í löndum sem áður höfðu þurft að þola mikinn samdrátt í sölu, svo sem í Brasilíu og í Rússlandi. Salan í Japan hefur líka verið með ágætum og einnig í hinu fjölmenna Indlandi en þar í landi gæti stóraukin sala skipt miklu fyrir bílaframleiðendur á næstu árum. Á næsta ári er því til dæmis spáð að bílasala í Indlandi fari fram úr sölunni í Þýskalandi og nái 3,6 millj- óna bíla sölu og 10 prósenta aukn- ingu á milli ára. Hvað varðar bílasölu heimsins í heild í ár er búist við að hún aukist um 1 prósent og muni nema 85,7 milljónum bíla. Hægist á aukningunni í Kína Sala bíla í Kína heldur áfram að aukast og verður á milli 24 og 25 milljóna bíla í ár og spáð er að hún gæti farið yfir 25 milljónir bíla á næsta ári. Hin hraða aukning í bíla- sölu þar á undanförnum árum er þó á undanhaldi og tveggja stafa tölur í aukningu milli ára eru ekki sjáan- legar á næstu árum. Bílasala í Evrópu fer líklega í 15,6 milljónir bíla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í Bretlandi og álíka sölu á stærsta markaðnum í Þýskalandi. Það eru önnur lönd álf- unnar sem halda aukningunni uppi, svo sem Frakkland, Ítalía og Spánn. Ágæt aukning er líka í mörgum af minni löndum álfunnar og er Ísland þar ekki undanskilið. Þýskir bílaframleiðendur drjúgir Spáð er áframhaldandi vexti í sölu í hinum fjölmennu löndum Rúss- landi og Brasilíu á næsta ári og gæti munað um minna fyrir bílafram- leiðendur heims. Til marks um mikilvægi Þýskalands sem bílafram- leiðanda þá munu þýskir bílafram- leiðendur framleiða 16,7 milljónir bíla á næsta ári þar sem 5,6 milljónir þeirra verða framleiddir í heima- landinu og 4,3 milljónir verða fluttar til annarra landa, en 11,1 milljón bíla framleidd í öðrum löndum. Þýskir bílaframleiðendur framleiða fleiri bíla á ári en seljast í Evrópu allri á ári, en meirihluti þýskra bíla selst utan álfunnar. Vöxtur í bílasölu heimsins stefnir í 1% í ár Stefnir í sölu 85,7 milljóna fólksbíla og þar af 24,5 milljónir í Kína. Salan í Evrópu nemur 15,6 milljónum bíla. Sala bíla í Kína heldur áfram að aukast og verður á milli 24 og 25 milljóna bíla í ár og spáð er að hún gæti farið yfir 25 milljónir bíla á næsta ári. Meira en fjórði hver nýr bíll var frá BL í ár. Subaru Outback er einn af fimmtán öruggustu bílunum. 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 3 -8 8 9 4 1 E 9 3 -8 7 5 8 1 E 9 3 -8 6 1 C 1 E 9 3 -8 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.