Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 6
Á stórhátíðardögum átt þú að fá borgað stórhátíðarálag Stórhátíðardagar eru aðfangadagur og gamlársdagur eftir kl. 12, jóladagur og nýársdagur. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS Við komum því til skila Opnunartími pósthúsanna á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri 9:00-20:00 9:00-20:00 11:00–17:00 9:00–12:00 fimmtudagur föstudagur laugardagur sunnudagur 21. desember 22. desember 23. desember 24. desember Þú getur póstlagt jólakortin og jólapakkana þegar þér hentar. Allar nánari upplýsingar um opnunartíma pósthúsanna er að finna á postur.is/jol. Jóla- og nýárskveðja frá Ingvari Gíslasyni Sendi ættingjum og vinum hugheila jóla- og nýárskveðju. Með þökk fyrir allt hið liðna. Ingvar Gíslason fyrrverandi Alþingismaður. reykjanesbær „Hvers kyns þöggun eða afneitun gagnvart þessu málefni verður ekki liðin og bera stjórnend- ur, bæjaryfirvöld og aðrir þeir sem kunna að verða varir við framkomu af þessu tagi, sameiginlega ábyrgð á að uppræta hana,“ segir í yfir- lýsingu allra bæjarstjórnarmanna í  Reykjanesbæ um aðgerðir gegn einelti, kynbundinni og kynferðis- legri áreitni. „Í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu undanfarin misseri þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst reynslu sinni undir myllumerkinu #metoo vilja bæjaryfirvöld í Reykja- nesbæ árétta og renna styrkari stoðum undir þá afdráttarlausu stefnu að kynbundin og kynferðis- leg áreitni eða ofbeldi af nokkru tagi er ekki liðin á vinnustöðum sveitar- félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Vitnað er til  starfsmanna- stefnu Reykjanesbæjar þar sem fram kemur að leggi starfsmaður annan samstarfsmann í einelti eða sýni  honum kynferðislega áreitni, teljist hann  brjóta grundvallarregl- ur samskipta á vinnustað. Það geti leitt til áminningar og brottreksturs. „Ábyrgð Reykjanesbæjar sem vinnuveitanda nálægt eitt þúsund einstaklinga er afar rík. Leggja bæjaryfirvöld því ríka áherslu á að stjórnendur í sveitarfélaginu fái þjálfun og aðstoð við að greina og koma með kerfisbundnum hætti í veg fyrir kynferðislega og kyn- bundna áreitni í sínu nærumhverfi,“ segir bæjarstjórnin. – gar Reykjanesbær vinni kerfisbundið að því að uppræta kynferðislega áreitni Ábyrgð Reykjanes- bæjar sem vinnu- veitanda nálægt eitt þúsund einstaklinga er afar rík. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar Fjárlög Að mati Bílgreinasam- bandsins horfir til vandræða með fjölda notaðra bíla hér á landi og að offramboð verði á þeim innan skamms. Bílaleigur séu stór aðili á markaði og kaupi sífellt fleiri bíla í takt við aukinn ferðamannastraum. Bílgreinasambandið telur mikilvægt að bílaleigur haldi afslætti sínum af kaupum nýrra bíla til landsins. „Undanfarin ár hefur bílafloti bílaleiga hér á landi farið vaxandi í takt við aukinn straum ferða- manna hingað til lands. Allar spár benda til áframhaldandi vaxtar um einhvern tíma sem er mjög gott. Núna síðustu ár hefur ekki verið neitt vandamál með sölu notaðra bíla,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju. „Hins vegar, ef vöxturinn heldur áfram, verður hlutfall bílaleigubíla of hátt fyrir höfðatölu Íslands. Því gæti orðið mikið offramboð á notuðum bílum.“ Að mati Jóns Trausta gæti offram- boðið orðið til þess að bílaleigubílar lækki hratt í verði sem komi sér afar illa fyrir bílaleigurnar. Segir í umsögn sambandsins um fjárlaga- frumvarpið að afkoma bílaleiga hafi dregist mikið saman og að hætta sé á að hér safnist upp stórir flotar af gömlum óöruggum og mengandi bílaleigubílum. – sa Floti gamalla mengandi bílaleigubíla safnast upp á landinu Bílgreinasambandið hefur áhyggjur af fjölda bílaleigubíla. FréttaBlaðið/SteFán sTjÓrnsÝsla „Við ætlum að vanda okkur. Við erum ekki í neinni tímaþröng með þetta,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ákvað á fundi sínum í gær að taka til skoðunar stjórnsýsluhætti Sigríðar Á. Ander- sen dómsmálaráðherra við skipan landsréttardómara. L a n d s r é tt a r d ó m a ra r vo r u skipaðir í upphafi júnímánaðar. Áður en til þess kom skilaði sér- stök dómnefnd um hæfni þeirra umsögn um hverja nefndin taldi hæfasta til starfans. Dómsmála- ráðherra vék frá þeirri niðurstöðu í fjórum tilvikum. Í fyrradag dæmdi Hæstiréttur þá málsmeðferð ólög- mæta og var ríkinu gert að greiða tveimur umsækjendum 700 þús- und krónur hvorum í miskabætur vegna þessa. Eftir að dómurinn féll hefur dómsmálaráðherra meðal annars sagt að hún sé ósammála niður- stöðunni og að dómurinn leggi „ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti“. Þá hyggst Sigríður bregðast við með setningu reglna sem taka á því hvernig ráðherra eigi að bera sig að hyggist hann leggja aðrar tillögur fyrir Alþingi en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara. „Meðal þess sem við munum skoða er hvort ráðherrann sé heppilegur aðili til að setja sér reglur um hvernig hún á að fara með þetta vald sitt næst þegar hæfisnefnd skilar af sér,“ segir Helga Vala. Annað sem nefndin mun taka til skoðunar er staða þingsins. Við skipan dómaranna var ráðherra skylt að leggja tillögur sínar fyrir þingið. Ábyrgðin var þó ráðherr- ans en ríkið byggði sýknukröfu meðal annars á því að þingið hefði samþykkt tillögurnar og því væri ráðherrann ábyrgðarlaus. „Hefði Alþingi átt að leggjast í sérstaka rannsókn á málinu? Hlutverk þingsins var mögulega ekki nægilega skýrt í ferlinu,“ segir Helga Vala. Þá verður stjórnskipunarleg staða Sigríðar sem dómsmála- ráðherra einnig tekin til greina. „Burtséð frá því hvort forsætis- og fjármálaráðherra treysti dóms- málaráðherra til að gegna starfi sínu áfram þá er það hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit bæði með þingi og framkvæmdavaldi. Nefndin getur ekki látið eins og ekkert sé,“ segir Helga Vala. Hún segir að á fundinum í dag hafi miklar og góðar umræður sprottið um þetta og ýmsum hug- myndum hafi verið varpað fram. Nefndarmenn hafi gert sér grein fyrir alvöru málsins. Nefndin hefur kallað eftir öllum gögnum máls- ins og ætlar að kanna það ofan í kjölinn. „Þetta snýst um að auka traust á Alþingi og framkvæmdarvaldinu,“ segir Helga Vala. johannoli@frettabladid.is Ætla að kanna dómara- skipanina ofan í kjölinn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ákvað á fundi sínum í gær að taka stjórn- sýsluhætti dómsmálaráðherra við skipan landsréttardómara til sérstakrar skoðunar. Formaður nefndarinnar segir að í mörg horn sé að líta og nefndin muni flýta sér hægt. Hæstiréttur taldi að Sigríður hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sem á henni hvíldi. Sjálf hefur ráðherrann sagst ósammála dómnum. FréttaBlaðið/ernir Meðal þess sem við munum skoða er hvort ráðherrann sé heppi- legur aðili til að setja sér reglur um hvernig hún á að fara með þetta vald sitt næst þegar hæfisnefnd skilar af sér. Helga Vala Helga- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d a g U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a ð I ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -8 3 A 4 1 E 9 3 -8 2 6 8 1 E 9 3 -8 1 2 C 1 E 9 3 -7 F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.