Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 44
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Ég myndi lýsa mínum eigin fatastíl þannig að hann er alls konar og fer eftir skapi, veðri og vindum. Einhver lýsti honum sem klassískum en með smá tvisti en ég fylgi oftast eigin innsæi,“ segir Anna Hafberg hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá TM Software við að þróa rafræna sjúkraskrárkerfið Sögu. Á enn 25-30 ára gamla skó úr Evu Aðspurð segist Anna helst kaupa fötin sín á útsölum, hvar sem er. Þegar hún er stödd í útlöndum lítur hún gjarnan við í Cos og Uniqlo og skoðar hvað þar er í boði. „Cos er eftirlætisverslunin mín í útlöndum en hér heima reyni ég að eignast það sem íslenskir hönnuðir eru að gera. Uppáhaldsbuxurnar mínar eru frá Jónu Maríu og ég á topp frá Ræmunni, sem ég held mikið upp á. Maður á náttúrlega að versla í heimabyggð. Annars á ég föt mjög lengi, svo ég tali nú ekki um skó. Ég á til dæmis enn þá skó sem keyptir voru fyrir 25-30 árum í Evu, sem þá var og hét. Síðan hef ég verið svo heppin að fallegustu fötin mín hafa verið sérsaumuð á mig, bæði af mömmu sem saumaði á mig öll föt í upphafi og langt fram eftir aldri, og Petru Jónsdóttur skraddara sem saumaði til dæmis brúðarkjólinn minn,“ segir hún. Gamla flauelsdragtin aftur í tísku Hvaða föt eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Þægileg föt eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég á til dæmis svartan kjól sem ég fékk hjá Rakel Hafberg, bróðurdóttur minni, og ég nota hann mikið við ýmis tilefni. Hann er mjög hlýr og því hentar vel að klæðast honum þegar ég syng í köldum kirkjum, en ég syng með Dómkirkjukórnum. Ég get ekki undanskilið flauelsdragt sem var saumuð á mig um árið, hún kemur aftur og aftur í tísku. Ég gæti haldið endalaust áfram og held mögulega að allt í fataskápnum sé í uppá- haldi.“ Anna notar fylgihluti ekki mikið, fyrir utan eyrnalokka dagsdaglega. „Ég bý vel að því að eiga listrænt fólk að, pabbi, bróðir minn og bróðurdóttir hafa öll gert þá hluti sem ég nota mest spari.“ Hrífst af fólki með eigin stíl Hvað tískufyrirmynd varðar segist Anna helst hrífast af fólki sem fylgir sínum eigin stíl og hleypur ekki á eftir öllum nýjustu tísku- straumum. Þegar hún er spurð út í bestu og verstu fatakaupin segir hún að bestu kaupin séu klárlega fyrrnefndur ullarkjóll frá Rakel Hafberg, enda noti hún hann mikið bæði fínt og hversdags. „Allir skórn- ir mínir eru bestu kaup, mögulega eru einhver skókaup þau verstu ef þeir hafa ekki verið þægilegir. Ann- ars hafa hlutir tilhneigingu til að verða verstu kaup þegar þeir detta alfarið úr tísku. Það var erfitt að eiga föt frá 9. áratugnum lengi, axlapúð- arnir eltust ekki vel og erfitt að nota fötin þótt þeir væru teknir úr.“ Skósafnið í uppáhaldi Finnst þér gaman að klæða þig upp á? „Já, en ég geri allt of lítið af því. Það virðast vera æ færri tækifæri til þess. Hér áður fyrr átti ég það til að klæða mig upp á bara fyrir bíóferð, nú fer maður varla í bíó. En ég sæki tónleika af töluverðum móð og reyni þá að skipta allavega um föt.“ Hvaða flík gætir þú ekki verið án? „Ég er að reyna að aftengja mig fötum á þann hátt. Í raun þarf ég bara hlý föt á veturna og léttari um sumar, en vissulega gengur verr að losa sig við sumt en annað. Ætli ég nefni ekki bara skósafnið sem uppáhalds.“ Færðu þér nýja flík fyrir veturinn eða sumarið? „Ég fæ mér reglulega eitthvað nýtt, já, ætli það sé ekki óhætt að segja það og jafnvel flík eða tvær þar á milli.“ Tímalaust með tvisti „Buxurnar eru keyptar í steikjandi hita í Curacao, merkið heitir Bamali. Blúndutoppur er frá Evuklæðum, keyptur í Ræmunni í Kópavoginum. Kápan er keypt í Cos, eftir að hafa séða hana í einu landi en ekki keypt, séð eftir því og hún keypt í næstu ferð til London, kennir manni að kaupa strax.“ MYNDIR/ANTON BRINK „Silfrið er gert af pabba mínum og elsta bróður, heimasmíð. Eggið og eyrna- lokkarnir er Smyrilvarpið, nota það endalaust,“ segir Anna. Ullarkjóllinn er frá Rakel Hafberg. Anna Hafberg fylgir eigin inn- sæi þegar kemur að tísku. Hún er þekkt fyrir klass- ískan stíl með smá tvisti og kýs að kaupa föt í heimabyggð. Allir skórnir mínir eru bestu kaup, mögulega eru einhver kaup þau verstu ef þeir hafa ekki verið þægilegir. Annars hafa hlutir til- hneigingu til að verða verstu kaup þegar þeir detta alfarið úr tísku. þeir væru teknir úr.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -C 8 C 4 1 E 9 3 -C 7 8 8 1 E 9 3 -C 6 4 C 1 E 9 3 -C 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.