Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 90
Þetta er hreyfing þar sem áherslan er lögð á meiri sjálfsást og sjálfsmildi í samfélaginu. Andagift mun opna súkkilaði­setur í janúar á Rauðar­ árstíg. Þar munum við vera með rými þar sem verða opnir tímar fyrir hugleiðslu, tónheilun, sere móníur og alls konar gúmmelaði,“ segir Tinna Sverrisdóttir, tónlistar­ og leikkona. Tinna og Lára Rúnarsdóttir tón­ listarkona hafa stofnað hreyfinguna Andagift og vinna að opnun súkku­ laðiseturs 11. janúar, en hægt er að leggja þeim lið við opnunina í gegnum Karolina Fund. Blaðamaður hefur ekki heyrt um súkkilaðiseremóníur og spyr því í einfeldni sinni hvort um sé að ræða trúarsamtök eða einhvers konar költ. „Nei, alls ekki,“ svarar Tinna hlæj­ andi, „þetta kemur upprunalega frá Mayaindjánum í Gvatemala og hefur verið notað í þúsundir ára til að tengjast hjartanu og dýpka hug­ leiðslu. Þannig að þetta verður í raun og veru andlegt setur, fyrir hvern þann sem vill koma og taka sér stund frá amstri dagsins, aðeins staldra við og vera með sjálfum sér.“ En kakóið, hvernig virkar það? „Kakóið sem við erum að nota er hundrað prósent hreint kakó frá regnskógum Gvatemala. Eins og ég segi hefur þetta verið notað þar í margar aldir en er nú farið að breið­ ast út og er notað víða. Súkkulaðið er mjög kraftmikið og næringarríkt og hefur meðal annars hæsta magn­ esíuminnihald allra plantna. Svo að ef þú drekkur einn bolla af hreinu kakói hjálpar það til við að slaka á þreyttum og spenntum vöðvum og leiðir okkur því greiðar inn í djúp­ slökun. Sannað hefur verið að hugleiðsla og djúpslökun eru ein okkar bestu ráð til að sigrast á streitu. Súkkulaðið eykur einnig blóðflæði til heilans og vöðva sem styrkir fókus okkar og úthald. Svo það stuðlar bæði að líkamlegri og andlegri vellíðan.“ Tinna segir súkkulaðið vera sann­ kallaða ofurfæðu og að vakning hafi átt sér stað á síðustu árum um mátt þess. „Það er svolítið fyndið að vinna með súkkulaði að því leyti að við þekkjum það öll úr okkar daglega lífi, við fáum okkur Nóa Kropp og svona til að gera vel við okkur en staðreyndin er sú að margt súkkulaði er stútfullt af sykri, mjólk og öðrum aukaefnum og eftir situr aðeins lítið magn af raunverulegu súkkulaði. Því er meginmunurinn að súkkulaðið sem við notum er hreint og óunnið og þannig helst næringarinnihald plöntunnar óskert. Við höfum verið að vinna í einkaseremóníum með fólki sem er að kljást við kvíða og þunglyndi og höfum séð mikinn árangur. Ástæðan er sú að súkkulaðið eykur endorfín­ framleiðslu og kemur jafnvægi á hormónaframleiðsluna. Margir kannast líklega við að fá sér súkkulaði til að líða betur. Þarna kemur útskýringin. Svo það er alveg magnað að vinna með súkkulaðið samhliða andlegri iðkun og sjá hvað það hjálpar mörgum að gæða sér á ilmandi bolla áður en slakað er á huga og líkama.“ Sagan bak við Andagift hófst með því að Tinna fór í nám til Gvatemala í febrúar síðastliðnum. Um var að ræða hálfgerða skyndiákvörðun eftir að Tinna hafði sjálf farið í súkku­ laðiseremóníu hér á landi. „Ég hætti í vinnunni minni, keypti flug og fór út. Það var alveg magnað. Þetta voru tveir mánuðir þar sem ég var að læra um kakóplöntuna og hvernig á að vinna með hana, tónheilun og hugleiðslu. Þannig að í raun og veru er þetta ein tegund af jóga en það eru margir vinklar á því – því jóga er ekki bara stöðurnar og flæðið. Við vinnum með að nota bæði röddina og hljóðfæri til þess að leiða fólk inn djúpa slökun og djúpa heilun. Það er margsannað að ef þú notar ákveðin hljóð og hreina tóna hefur það áhrif á taugakerfið okkar og innkirtlakerfið.“ Eftir að Tinna kom heim fóru þær Lára að vinna saman og héldu seremóníu þangað sem mættu sex­ tíu manns. Hún segir að sérstaklega í ljósi allra þeirra byltinga sem eigi sér stað um þessar mundir – #metoo, #égerekkitabú, #höfumhátt – finni hún fyrir mikilli eftirspurn eftir rými þar sem fólk getur slakað á frá amstri hversdagsins og gefið sér stund til að anda djúpt og tengjast inn á við. Þær vinna líka með námskeið – Lára hefur verið með kvíða­ stjórnunar námskeið fyrir unglinga og Tinna hefur verið með námskeið fyrir ungt fólk, sérstaklega stelpur, til að auka sjálfstraust í listsköpun en sú vinna hófst þegar hún starfaði með Reykjavíkurdætrum. Tinna segir súkkulaðisetrið munu nýtast öllum þeim sem vilja gefa sér stundar frið í amstri dagsins. stefanthor@frettabladid.is Súkkulaðisetur í miðbænum Súkkulaðiðsetrið verður opnað á Rauðarárstíg í janúar. Þar verður hægt að slaka reglulega vel á. FRéttablaðið/anton bRink Ég hætti í vinnunni minni, keypti flug og fór út. Það var alveg magnað. Þetta voru tveir mánuðir Þar Sem Ég var að læra um kakóplöntuna og hvernig á að vinna með hana, tónheilun og hug- leiðSlu. Þær tinna Sverris- dóttir og lára rúnarsdóttir hafa stofnað Andagift, hreyfingu með áherslu á að auka sjálfsást og sjálfsmildi í samfélaginu. Þær nota mátt súkku- laðis til að komast að þessu marki sínu, en Tinna lærði allt um hann í Gvatemala. KRINGLAN / SMÁRALIND JÓLAGJÖFIN HENNAR FÆST Í VERO MODA Bali kjóll 4.990 kr. 2 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r74 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 3 -9 2 7 4 1 E 9 3 -9 1 3 8 1 E 9 3 -8 F F C 1 E 9 3 -8 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.