Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 8
Heilbrigðismál Sala á íslensku nef- tóbaki dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tíma- bil í fyrra. Tóbaksgjald var hækkað um 77 prósent í ársbyrjun 2017 og virðist nú allt stefna í að sala ÁTVR á neftóbaki dragist saman milli ára í fyrsta skipti frá 2013. Það ár var tóbaksgjaldið síðast hækkað hraustlega en síðan hefur neyslan aukist verulega ár frá ári. Sérfræð- ingur í tóbaksvörnum segir þó að ekki sé bara hægt að stóla á hækk- anir, aðrir þættir þurfi að spila inn í. Nýjar tölur frá ÁTVR sýna að seld voru rúmlega 34 tonn af neftóbaki á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017, eða 4,7 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra þegar seld höfðu verið 35,8 tonn. Svo fór að 39,9 tonn af neftóbaki voru seld það ár en ef fram heldur sem horfir má áætla að salan í ár endi í 37 tonnum. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja prósenta hækkun á tóbaksgjaldi sem leiða mun til hækkunar heildsöluverðs um 1,7 prósent að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Íslenska ríkið tekur nú til sín um 76 prósent af hverri seldri dós í formi virðisaukaskatts og tóbaks- gjalds auk heildsöluálags ÁTVR, sem nemur 18 prósentum. ÁTVR selur neftóbakið í heild- sölu til verslana í sölueiningum sem eru 20 stykki af 50 gramma dósum. Slík eining kostaði 1. janúar 2014 í heildsölu 29.243 krónur en kostar nú 47.052 krónur. Smásöluaðilar kaupa því hverja 50 gramma dós á 2.352 krónur frá Neyslustýring á neftóbaki ber árangur Mikil hækkun á tóbaksgjaldi í ársbyrjun virðist ætla að hafa þau áhrif að draga úr neftóbakssölu ÁTVR í fyrsta skipti frá árinu 2013. Fyrstu ellefu mánuði ársins dróst salan saman um tæp fimm prósent samanborið við fyrra ár. Þegar tóbaksgjald á neftóbak hefur verið hækkað hraustlega undanfarin ár sýna tölur að neysla minnkar, í það minnsta tímabundið. Huga þarf þó að fleiru en hækkunum. 40 35 30 25 20 15 10 5 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017* 25,5 tonn 30,2 tonn 28,8tonn 27,6tonn 32,9 tonn 36,1 tonn 39,9 tonn 34,1 tonn* 10%*** 10% 75% 100% 3% 0% 2,5% 77% ✿ Neftóbakstonn og tóbaksgjaldaþróun b re yt in g m ill i á ra -7 ,2 6% ** b re yt in g m ill i á ra 10 ,5 2% b re yt in g m ill i á ra 9, 7% b re yt in g m ill i á ra 19 ,2 % b re yt in g m ill i á ra -4 ,1 6% b re yt in g m ill i á ra -4 ,6 3% b re yt in g m ill i á ra 18 ,4 % *jan-nóv. **M.v. selt magn 37 tonn *** Hækkun tóbaksgjalds í ársbyrjun ÁTVR og er algengt verð á dós út úr búð nú rúmar þrjú þúsund krónur. Til samanburðar kostaði dósin að jafnaði um 700 krónur í verslunum árið 2010 og hefur verðið sem neyt- endur greiða fyrir dósina því hækk- að um 328 prósent síðan. Með fyrir- huguðum tóbaksgjaldshækkunum eftir áramót mun dósin út úr búð vafalaust enn á ný hækka eitthvað, neytendum til armæðu. Þegar tölur yfir sölu ÁTVR á nef- tóbaki og breytingar á tóbaks- gjöldum frá árinu 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að þegar komið hefur til verulegrar hækkunar tóbaksgjalda á neftóbak verður samdráttur í sölu næstu tólf mánuði. Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaks- gjaldið um 75 prósent og dróst sala ÁTVR saman um 4,6 prósent það ár. Ári síðar var gjaldið hækkað aftur um 100 prósent með þeim áhrifum að annað árið í röð dróst salan saman, um rúm 4 prósent. Frá ársbyrjun 2013 til loka árs 2016 kom ekki til neinna verulegra hækkana á tóbaksgjaldi enda jókst sala ÁTVR á neftóbaki á tímabilinu úr 27,6 tonnum á ári í 39,9 tonn. Í ársbyrjun 2017 hækkaði tóbaks- gjald á neftóbak enn á ný, sem fyrr segir og stefnir allt í að það skili sér í rúmlega 7 prósenta samdrætti í sölu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, segir að reynslan sýni að hækkun skatta á tóbak sé einfaldasta og árangurs- ríkasta leiðin til að draga úr heilsu- tjóni af völdum tóbaksneyslu og hafi einna mest áhrif á ungt fólk. Samdráttur í sölu í kjölfar hækkana sýni þá virkni. Íslendingar séu aðilar að rammasamningi um tóbaks- varnir (FCTC) þar sem kveðið er á um þörfina á virkri verðstýringu til að draga úr tóbaksneyslu en einnig að virkt samtal þurfi að vera á milli velferðarráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins þar sem verðstefnan er yfirfarin og reglulega. Fleiri þættir en skattahækkanir þurfi þó að spila saman til að lausnin verði ekki tímabundin. „Fræðin setja verðstýringu í fyrsta sæti og svo koma viðvaranir, merkingar, takmarkanir á aðgengi, fræðsla og forvarnir og aðstoðin við að hætta að nota tóbak. Þetta þarf allt að spila saman. Verðið er ein- faldasta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækk- un á tóbaki.“ mikael@frettabladid.is 328% er hækkun smásöluverðs neftóbaksdósar frá 2010. Verðið er einfald- asta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækkun á tóbaki. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna Selt magn neftóbaks á fyrstu 11 mánuðum ársins jafngildir 682 þúsund dósum. Dómsmál Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skip- aður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínós- dóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðar- efni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ D a v í ð Þ ó r B j ö r g v i n s s o n , settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur sak- sóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sak- fellda í héraði. Verði eingöngu gerðar sýknu- kröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án mál- flutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldr- ei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndar réttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttar- halda,“ segir Hafþór. – aá Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis samgöNgur Fimm ríkisstofnanir fá á næstu vikum afhenta sjö vel útbúna Nissan Leaf-rafbíla frá BL að undangengnu útboði hjá Ríkis- kaupum. Kaupverð bifreiðanna sjö er rúmar 25 milljónir króna en for- svarsmenn Ríkiskaupa segja vaxandi áhuga hjá stjórnendum og rekstrar- aðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænna bifreiða í þjónustu þeirra. Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Háskóli Íslands muni kaupa þrjá bíla en ÁTVR, Landbúnaðarháskóli Íslands, Nátt- úrufræðistofnun og Tollstjóri einn hver. Aðspurður um kaupverðið segir Halldór að tilboð BL hafi hljóðað upp á 3.590.000 krónur fyrir hvern bílanna sjö en hverjum þeirra fylgja vetrar- og sumardekk, heima- hleðslustöð og þriðji lykill. Ljóst er að Ríkiskaup hafa náð hagstæðum innkaupum á rafbílunum. „Bifreiðarnar eru mjög vel búnar. 360 gráðu myndavél, sólarsella í vindskeið, led-aðalljós, svartar felgur, svartir speglar og svartar rúður.“ Ný tegund Nissan Leaf-rafbíla, með nýtt útlit, stærri rafhlöðu og aukið drægi er væntanleg á mark- að á næsta ári en Halldór segir að bílarnir sem keyptir voru séu eldri gerðin með 30 kWh rafhlöðu. Ríkis- kaup segja kaup á vistvænni bif- reiðum vera að aukast jafnt og þétt hjá ríkisstofnunum en í dag eru um 4,5 prósent bifreiðaflota ríkisins vistvænni bifreiðar á borð við raf- magns- og hybrid-bifreiðar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir raf- bílinn koma til með að leysa af Hyundai-smábíl sem starfsmenn stofnunarinnar nota innanbæjar og í styttri ferðir á höfuðborgarsvæð- inu. Bifreiðin hafi sparað dýrar ferðir til Reykjavíkur eftir að stofn- unin flutti í Urriðaholt í Garða- bæ. Jón Gunnar segir flestar aðrar stofnanir nota leigubíla í sambæri- legar ferðir, sem væri dýrari kostur fyrir Náttúrufræðistofnun. Bif- reiðin hafi verið komin á tíma og því ákveðið að endurnýja. „Rafmagnsbíll ætti að auka enn á þennan sparnað í rekstri,“ segir Jón Gunnar en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um endurnýjun á jeppum stofnunarinnar sem báðir séu komnir á tíma. „Við viljum rafvæða ef það er mögulegt.“ – smj Fimm ríkisstofnanir rafbílavæðast fyrir 25 milljónir króna Sjö Nissan Leaf-rafbílar munu bætast við ríkisstofnanaflotann í byrjun næsta árs. FréttabLaðið/Pjetur 2 1 . D e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m T u D a g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -9 7 6 4 1 E 9 3 -9 6 2 8 1 E 9 3 -9 4 E C 1 E 9 3 -9 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.