Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 72
Í rauninni vorum við bara tvo daga í upptökum, þriðji dag­urinn fór í að hlusta og láta taka af okkur myndir,“ segir Tómas R. Einarsson kontra­bassaleikari um upptöku­ ferli hins nýja disks hans og Eyþórs Gunnarssonar píanista, Innst inni. Segir þá reyndar hafa hist áður en upptökur hófust til að fara yfir efnið. „Við vorum komnir með lögin nokk­ urn veginn í puttana, lokuðum svo bara augunum, læstum bílskúrnum hans Eyþórs og hurfum inn í okkur – heyrðum bara rödd hvor annars og svöruðum henni. Það var enginn upptökumaður, bara við tveir. Eyþór ýtti á takkann.“ Tómas tekur fram að eitt grund­ vallaratriði gildi við allar upptökur, það sé andinn. „Við kunnum þetta sem við erum að gera en öllu skiptir hvernig hugarástandið er. En Eyþór bjó til gott kaffi, ég kom með gott bakkelsi og við byrjuðum dagana mjög jákvæðir.“ Tónsmíðarnar á Innst inni eru ballöður eftir Tómas og það var hann sem átti frumkvæðið að plöt­ unni. Samstarf hans og Eyþórs er heldur ekki nýtt af nálinni. „Eyþór er búinn að spila á meira en tíu plötum sem ég hef gefið út með minni músík,“ segir hann og rifjar upp fyrstu kynnin árið 1981. „Þetta var í Brautarholtinu. Tónlistarskóli FÍH var nýstofnaður og tekinn þar til starfa. Ég stóð þarna með minn fyrsta kontrabassa og við flygilinn sat einn af strákunum í Mezzoforte, Eyþór, við spiluðum saman eitt, tvö lög, eitthvað svoleiðis, og ég man hvað það var mikil sveifla í spilinu hjá honum. Jesús minn, hugsaði ég, án þess að segja neitt.“ Á þessum tíma kveðst Tómas hafa verið í hljómsveitinni Nýja kompaníið og á níunda áratugnum hafi þeir oft spilað saman, hann og Mezzofortestrákarnir, þeir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karls­ son, auk Sigurðar Flosasonar og Rúnars Georgssonar, meðal annars á plötu sem kom út 1985 og hét Þessi ófétis djass, sem innihélt aðallega músík Tómasar. „Svo komu mínar plötur hver af annarri og ég hringdi alltaf af og til í Eyþór. Ég hef aldrei verið svikinn af hans spili.“ Tómas segir Eyþór hafa gefið sér sjálfstraust sem lagasmið, hann hafi verið svo glúrinn að spila hljóma. „Ég samdi lög sem voru með dálítið nútímalegri hljómum en áður tíðk­ uðust í djassinum hér, og þeim sem eldri voru gekk misvel að spila þau. Svo hljómuðu þau eins og dýrðin sjálf þegar Eyþór var við hljóðfærið.“ Og áfram heldur Tómas að hæla Eyþóri, sem fer örugglega hjá sér þegar hann les þetta! „Eyþór hefur alltaf spilað vel á mínum plötum en oftar en ekki átt glæsilegustu tilþrifin í rólegum lögum, ballöðum, eins og eru á ferð­ inni á nýja diskinum. Eyþór hefur stundum kallað sig rómantískan töffara. Ég hugsa að það fari nærri lagi. Ég skil hans línur, þær eru rök­ Lokuðum augunum og læstum okkur inni Þeir Tómas R. og Eyþór Gunnarsson stilla sér upp utan við bílskúrinn hjá Tómasi. Mynd/BalduR KRisTjánsson Þeir Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson hafa þekkst í 36 ár og á þeim tíma tekið marga spretti á tónlistarvellinum. Nýlega tóku þeir upp ballöðudisk á þremur dögum. Hann heitir Innst inni. Þar eru ellefu lög eftir Tómas. Gunnþóra Gunnarsdóttir Bækur Saga Ástu HHHHH Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Benedikt Prentun: Bookwell, Finnlandi síðufjöldi: 443 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Saga Ástu, tólfta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, fjallar ekki aðeins um eina konu heldur er um að ræða sögu heillar ættar og fólksins sem sveimar í kringum hana. Vissulega er Ásta þó burðar­ ásinn og saga hennar er rakin með ýmsum hliðarsporum frá fyrsta andardrætti og þar til hún situr ein í sinni íbúð, fullorðin konan, og skrifar bréf til þess sem hún elskar. Inn í þá sögu fléttast dramatísk saga foreldra hennar, föðurbróður, systur, stjúpmóður og fleira fólks sem allt tekst á ein­ hvern hátt við það að elska – jafn­ vel aðeins of mikið – og leita sér að stað í þessum heimi. Sögumaðurinn hefur sterka nær­ veru og er raunar ein af persónum bókarinnar um leið og hann semur söguna og segir frá því hvernig gengur við skriftirnar, en hann viðurkennir fúslega að hafa ekki fullkomin tök á frásögninni. Óhjá­ kvæmilega tengir lesandi sögu­ mann við söguhöfund og finnst jafnvel að þessi sama rödd hafi heyrst í fyrri bókum hans. Þegar líður á lesturinn vaknar svo grunur – sem síðar breytist í fullvissu – um að sögumaður tengist persónum þessarar bókum sterkum böndum. Saga Ástu er sumpart bók um eigin tilvist. Sjónarhornið er ávallt hjá sögumanninum en hann færir sig frá einni persónu til annarrar, frá einum tíma til annars, og alls ekki í línulegri röð. Hann stekkur fram og til baka, stundum að því er virðist tilviljanakennt, og það kemur fyrir að lesandinn áttar sig ekki á því um leið hjá hvaða per­ sónu hann hefur staldrað við í hvert skiptið. Þó svo sögumaður dvelji aldrei lengi í einu við hverja og eina persónu, eru þær dregnar skýrum dráttum. Öllu heldur: Aðgreinandi dráttum. Ásta er til að mynda ákaflega þokukennd persóna, per­ sóna sem erfitt er að henda reiður á – rétt eins og Helga móðir hennar sem ung sneri baki við eiginmanni sínum, Ástu sjálfri og systur hennar. Aðrar persónur eru frá upphafi skýrari, svo sem Sigvaldi, faðir Ástu, sem er salt jarðar, jarðbundinn og vinnusamur og á þar af leiðandi afskaplega erfitt með að skilja kviklynda fyrri eiginkonu sína og fiðrildið sem dóttir hans er og hvað þá þær byrðar sem svo þungt hvíla á þeim. Hraðinn og takturinn í sjálfum textanum greinir líka persónur að. Yfir köfl­ unum sem fjalla um Sig­ valda er einhver andans ró – texti þar sem hægt er að draga andann djúpt og lesa í ró og næði. Jafn­ vel þótt hann liggi milli heims og helju fyrir neðan stigann sem hann datt úr. Yfir köflunum sem fjalla um Helgu og Ástu er meiri ókyrrð og óvissa og það er sömuleiðis eins og sögu­ maður sé ekki jafn öruggur með sjálfan sig með þeim og öðrum persónum. Þess­ ari ókyrrð er komið til skila með því að skipta snöggt á milli, hætta við, fara til baka, stökkva áfram, sem og orðavali og stíl. Sagan gerist að stórum hluta í Noregi og Reykjavík en þegar við færum okkur út á land, á sveitabæ sem liggur við að nái út fyrir endimörk þessa heims, er eins og annar andi færist yfir söguna – og sjálfa Ástu líka, þótt hún þurfi til þess vissan aðlög unar tíma. Þá hægist takturinn svo um munar enda liggur við að tíminn standi kyrr á stað sem er svona fjarri öllu og öllum. Þegar hjartað missir taktinn 2 1 . d e S e m B e r 2 0 1 7 F I m m T u d A G u r56 m e n n I n G ∙ F r É T T A B L A ð I ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 3 -A 1 4 4 1 E 9 3 -A 0 0 8 1 E 9 3 -9 E C C 1 E 9 3 -9 D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.