Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2017, Blaðsíða 4
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | Um helgar 11–19 Fjölskyldubók ársins Sævar Helgi segir frá plánetum og tunglum í sólkerfinu okkar þar sem líf gæti hugsanlega leynst Iðnaður Talið er fimm milljónir evra þurfi til að koma til móts við kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur á kísilmálmverksmiðju United Silicon. Þetta kemur fram í mati norska ráðgjafarfyrirtækis- ins Multiconsult, sem rannsakað hefur búnað verksmiðjunnar fyrir stjórn og kröfuhafa fyrirtækisins. Þá leggja ráðgjafarnir til að ráðist verði í viðbótarfjárfestingu upp á 20 milljónir evra svo verksmiðjan teljist fullkláruð og eins og best verður á kosið í iðnaðinum. Á nýju ári stefnir stjórn United Sili- con að því að ganga til viðræðna við mögulega kaupendur að verk- smiðjunni. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík var stöðv- aður af Umhverfisstofnun þann 1. september síðastliðinn. Í tilkynn- ingu frá Umhverfisstofnun frá þeim tíma sagði að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi stofnuninni borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Við skoðun hafi komið fram að frávik frá starfsleyfi United Silicon hafi verið alvarleg. Frá þeim tíma hefur farið fram ítarleg skoðun á búnaði fyrirtækis- ins. Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, segir fjármagns- þörfina hafa verið vanreiknaða frá upphafi. „Það er rétt að það er metið svo að um 25 milljónir evra þurfi til að fyrirtækið verði eins og best verður á kosið og áætlanir gengu út á,“ segir Karen. Hún bætir við að í skýrslu úttektaraðila komi fram að grunnhönnun ofnsins sjálfs sé góð en augljóst sé að ódýr og óvand- aður jaðarbúnaður sé orsök tíðra bilana sem bæði skapaði erfiðleika í framleiðslu og rekstri auk þess sem Multiconsult telur þau vandkvæði meginorsök lyktarmengunar á svæðinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru mögulegir kaupendur að verksmiðjunni tæplega tíu tals- ins. Karen vildi ekki tjá sig um fjölda kaupenda en sagði að nokkur áhugi virtist fyrir hendi. Stjórn myndi lík- ast til hefjast handa á fyrstu dögum nýs árs við að ræða við þessa aðila um kaup á verksmiðjunni. Fram- haldið ráðist svo af því hvað komi út úr þeim viðræðum. – sa Þrír milljarðar til að koma verksmiðju United Silicon aftur í gang Það er rétt að það er metið svo að um 25 milljónir evra þurfi til að fyrirtækið verði eins og best verður á kosið. Karen Kjartans- dóttir, talsmaður United Silicon Dómsmál Kona og karlmaður, bæði um tvítugt, voru sakfelld fyrir rán í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt dómnum þykir sannað að ákærðu hafi í sameiningu blekkt eldri mann með samskiptum við hann á samfélagsmiðlum og talið honum trú um að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Þau fengu brotaþola til að bjóða sér inn heima hjá sér undir þessu yfir- skini en þegar inn var komið rudd- ust aðrir tveir menn inn og réðust að manninum með exi, kylfu og byssu, þvinguðu hann í gólfið og veittu honum ýmsa áverka þar á meðal stungusár á læri, sár á sköflungi, rifbrot og hruflsár á hálsi. Meðan þessu fór fram kröfðu þeir manninn um peninga. Atlögunni lauk þegar nágranni kom að og hringdi á lög- reglu en á flóttanum höfðu ákærðu með sér verkjalyf, sígarettur og iPhone 5 síma. Málavöxtum er þannig lýst í dóm- inum að lögregla hafi verið kvödd að húsi við Reynimel í Reykjavík vegna innbrots. Brotaþoli greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði samið um að tvær vændis- konur kæmu til hans þetta kvöld en hann hafði áður verið í sambandi við stúlku á netinu og síðar einnig karlmann og hefði þeim samist um að tvær stúlkur kæmu til hans. Önnur stúlkan og karlmaður hefðu komið til hans um klukkan níu þetta kvöld og sagt að hin stúlkan væri á leiðinni. Skömmu síðar hefði verið barið að dyrum og þegar hann opnaði hefðu þrír grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á hann ásamt manninum sem þegar var kominn. Mennirnir hafi verið vopn- aðir öxi, hafnaboltakylfu og tveir þeirra auk þess með vasahnífa. Þeir hafi krafið sig um peninga en þegar hann neitaði því hefðu þeir beitt sig ofbeldi. Grunur tók að beinast að ákærðu eftir rannsókn á síma brotaþola og játuðu dómfelldu að hafa komið í íbúðina. Karlmaðurinn játaði aðild að hluta en benti á aðra menn sem helstu skipuleggjendur brotsins. Þá játaði konan að hafa komið í íbúð- ina sem tálbeita. Enn er óupplýst hverjir það voru sem ruddust inn og réðust á brota- þola eftir að ákærðu voru komin inn til hans. Konan var ekki ákærð fyrir þátt í líkamsárásinni en karlinn var sýknaður af þeirri ákæru vegna sönnunarskorts. Brotaþoli var einn um að bera að hann hafi ráðist á hann með fyrrgreindum hætti ásamt hinum óþekktu mönnum en að mati dómsins styðja önnur gögn málsins ekki framburð brotaþola um aðild hans að líkamsárásinni. Konan hlaut 6 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir ránið en karlmaðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í þrjá mánuði óskil- orðsbundið en hann rauf skilorð með broti sínu og var dæmdur hegningarauki. Auk þeirra tveggja sem sakfelld voru fyrir ránið var þriðji maður- inn ákærður í málinu, en hann var sýknaður, aðallega vegna sönn- unarskorts en einnig vegna nafna- ruglings í ákæru þar sem nöfnum hans og meðákærða var ruglað saman. Lögum samkvæmt má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru er greint frá né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Ákvæðið heimilar þó leið- réttingu á misritun en í dóminum er ekki fallist á að misritun nafna ákærðu sé aukaatriði sem leiðrétta megi með bókun. Þar sem hin ákærðu voru sýknuð af líkamsárás og aðrir árásarmenn eru óþekktir, var enginn sakfelldur fyrir líkamsárásina. adalheidur@frettabladid.is  Kröfðu manninn um peninga Tvö voru sakfelld fyrir rán eftir beitingu blekkinga með notkun tálbeitu. Ráðist var á brotaþola með hníf- um og kylfu en enginn var sakfelldur fyrir líkamsárás. Gerendur höfðu síma, lyf og tóbak upp úr krafsinu. Myndin tengist fréttinni ekki. NordicPhotos/Getty Brotaþoli sagði lögreglu að hann hefði samið um að tvær vændiskonur kæmu til hans umrætt kvöld. sa m g ö n g u r Samgöngufélag Íslands hefur skoðað hvað þurfi til að ná megi útsendingum útvarps í þeim veggöngum, þar sem ekki nást útvarpssendingar eins og er. Þetta kemur fram í erindi félagsins til samgönguráðherra, Vegagerðar- innar og sveitarfélaga. Í Fjallabyggð þar sem bæði Héðinsfjarðargöng og Stráka- göng er að finna kveðst bæjar- ráðið taka undir nauðsyn þess að útvarpssendingar náist í veggöngum. Það myndi auka öryggi. „Bæjaryfirvöld hafa tekið málið upp við Vegagerðina án árangurs og er unnið að gerð erindis til Vegagerðarinnar vegna málsins,“ segir bæjarráðið. – gar Útsendingar í veggöngum TrÚmál Ríkisútvarpinu (RÚV) hefur ekki borist beiðni frá biskupi Íslands eða Biskupsstofu um að endurupp- taka aftansöng jóla. Hvert aðfangadagskvöld er aftan- söngur á dagskrá RÚV og flytur biskup predikun í guðsþjónustu þeirri. Aftansöngurinn er vanalega tekinn upp nokkrum dögum fyrir aðfangadag en að þessu sinni þann 14. desember síðastliðin. Frá því að athöfnin var tekin upp hefur kjararáð kveðið upp um tæp- lega fimmtungs hækkun launa biskups. Sú ákvörðun mun ekki hafa áhrif á orð hans í pre- dikuninni. „Biskup mætti í aftansönginn með til- búna ræðu. Sú ræða stendur óhögguð,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, yfirmaður inn- lendrar dagskrár hjá RÚV. – jóe Predikun ekki tekin upp á ný 2 1 . D e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T u D a g u r4 F r é T T I r ∙ F r é T T a b l a ð I ð 2 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 3 -6 F E 4 1 E 9 3 -6 E A 8 1 E 9 3 -6 D 6 C 1 E 9 3 -6 C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.