Fréttablaðið - 20.12.2017, Side 56

Fréttablaðið - 20.12.2017, Side 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Kristínar Ólafsdóttur BAKÞANKAR Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjört- um ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunar- efni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eigin- lega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkun- ina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdrag- anda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smára- lind, einhvern tímann þegar jóla- gjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavökt- um í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á banka- reikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Hvert fór hún? Glæsilegar jólagjafir michelsen.is ALLIR VILJA WOW PAKKA Komdu skemmtilega á óvart og gefðu flug til einhverra af 37 áfangastöðum okkar. EINFÖLDUSTU JÓLAGJAFAINNKAUPIN Farðu inn á wowair.is, veldu upphæð að þínu skapi og við sjáum um rest. Settu WOW í pakkann í ár. WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Opið allan sólarhringinn í öllum verslunum 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 D -F 1 F 0 1 E 8 D -F 0 B 4 1 E 8 D -E F 7 8 1 E 8 D -E E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.