Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 135. tölublað 105. árgangur
HREYFIVIKA
UMFÍ - 29.05-04.06
HrEYfiVIka.Is
BAÐST
AFSÖKUNAR Á
VINSÆLDUNUM SAMTAL YFIR TÍMA OG RÚM
SÝNING Í GERÐARSAFNI 44GUÐRÚN FRÁ LUNDI 12
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Vandamálið sem snýr að slökkviliði
og björgunarsveitum er að ef að það
verður bruni, náttúruhamfarir eða
slys þá er ekki vitað hvort fólk sé í
hættu inni í húsnæðinu, hvar það er
statt eða hversu margir,“ segir Bjarni
Kjartansson, sviðsstjóri forvarnar-
sviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins. Hann segir að þær upplýsingar
séu nauðsynlegar
til að getað bjarg-
að fólki í bruna og
rústum. Jafnframt
sé erfitt að fylgj-
ast með því hvort
brunavarnir og út-
gönguleiðir séu
fullnægjandi til að
tryggja öryggi
íbúanna fyrir-
fram. Niðurstaða
könnunar um fjölda fólks sem býr í at-
vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
var kynnt fyrir stjórn Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins á fundi hennar í
gær. Borgar- og bæjarstjórar sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu eiga
allir sæti í stjórninni, en slökkviliðs-
stjóra var falið að gera athugun á bú-
setu fólks í atvinnuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu.
Erfitt er að gera sér grein fyrir um-
fangi óleyfisbúsetu, sem er búseta
fólks í atvinnuhúsnæði, þar sem lög-
heimilisskráningar eru almennt ekki
leyfðar í slíku húsnæði. Könnunin var
framkvæmd með ábendingum og
vettvangskönnunum og jafnvel þó að
niðurstöður hennar séu ekki nákvæm-
ar þá gefa þær vísbendingar um að
óleyfisbúseta á höfuðborgarsvæðinu
sé að aukast frá árinu 2008 þegar eld-
varnareftirlitið gerði nákvæma úttekt.
Hátt í 4.000 búa í atvinnuhúsnæði
Skortur á lögheimilisskráningum hamlar eftirliti slökkviliðs með öryggi íbúa
Bjarni
Kjartansson. MÓleyfisbúseta ... »14
Iðnaðarmenn eru að breyta gömlu Áburðarverk-
smiðjunni í kvikmyndaver. Gamall búnaður er fjar-
lægður og kemur þá í ljós hvað húsin eru stór.
Áformað er að hefja kvikmyndagerð í húsnæðinu
fyrir lok árs. Páll Hjaltason arkitekt segir hús
Áburðarverksmiðjunnar hafa verið hönnuð fyrir
sprengingar. Þannig hafi þök ekki verið áföst bygg-
ingum, svo þau gætu lyfst upp í sprengingu. »10
Morgunblaðið/Hanna
Úr áburði í kvikmyndir í Gufunesinu
Nýja kvikmyndaverið er að mótast
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
79 þingfundir, sem samtals stóðu í rúmlega
383 klukkutíma, voru haldnir á 146. löggjaf-
arþingi, sem frestað var í fyrradag. Lengsti
þingfundurinn var rúmlega 15 og hálf klukku-
stund og lengsta umræðan varði í rúma 42
tíma, en þá var fjármálaáætlun rædd.
53 frumvörp urðu að lögum, 23 þings-
ályktunartillögur voru samþykktar og af
þeim 305 skriflegu fyrirspurnum sem lagðar
voru fram var 192 svarað, samkvæmt sam-
antekt Alþingis.
Þingræður í vetur voru alls 3.902 og at-
hugasemdir 3.653. Samtals töluðu þingmenn í
320 klukkustundir og var meðallengd þing-
ræða 3,6 mínútur. Nýliði í hópi þingmanna
var ræðukóngur Alþingis að þessu sinni, það
var Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður
Vinstri-grænna, sem talaði samtals í 933 mín-
útur í 125 ræðum og 196 athugasemdum.
Þetta eru um 16 klukkustundir.
Fast á hæla Kolbeins fylgdi flokkssystir
hans, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem tal-
aði mest á síðasta löggjafarþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, talaði skemmst
allra þingmanna, en hann talaði í 23 mínútur.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, talaði næstminnst.
Í ávarpi sínu við frestun þingfunda sagði
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis,
að endurskoða þyrfti starfsáætlun Alþingis
með tilliti til fjármálaáætlunarinnar. Hún
þyrfti meira rými í vinnuskipulagi þingsins.
»18
Töluðu sam-
tals í 320 tíma
Nýliði er ræðukóngur
Ljóst var, eftir
að niðurstaða
hæfnisnefndar
um skipan dóm-
ara við Landsrétt
lá fyrir, að hún
myndi ekki
hljóta braut-
argengi á Al-
þingi.
Þetta segir
Sigríður Á. And-
ersen dómsmálaráðherra í grein í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Þar segir hún að rökstuðningur
hennar hefði þar engu breytt,
sjálfri hefði henni fundist niður-
staða nefndarinnar of einstreng-
ingsleg.
„Þessi reynsla gefur tilefni til
þess að velta því fyrir sér hvort
þingið sé í stakk búið til þess að
axla þessa ábyrð, hvort það sé yf-
irleitt sanngjarnt að ætlast til þess
af því með tilliti til hlutverks þess,“
segir Sigríður og segist geta fullyrt
nú, í ljósi reynslu sinnar, að endur-
skoða þurfi reglur og fyrirkomulag
við veitingu dómaraembætta.
Segir að niðurstaða
nefndarinnar hefði
ekki verið samþykkt
Sigríður
Andersen
Hrafnhildur
Lúthersdóttir,
sundkona úr SH,
er orðin sig-
ursælasti Íslend-
ingur í sögu
Smáþjóðaleik-
anna. Hrafnhild-
ur vann til gull-
verðlauna í 400
metra fjórsundi í
gær, á leikunum í
San Marínó, og hefur nú unnið til
19 gullverðlauna í einstaklings-
greinum á Smáþjóðaleikum. Hún
hefur þar með tekið fram úr Erni
Arnarsyni.
Hrafnhildur keppti fyrst á Smá-
þjóðaleikum árið 2007 og eru leik-
arnir í San Marínó því hennar
sjöttu. » Íþróttir
Sigursælust Íslands
á Smáþjóðaleikum
Hrafnhildur
Lúthersdóttir. Þegar Glitner Sverige, sænskur banki
sem var í eigu Glitnis þegar hann féll, var
auglýstur til sölu eftir bankahrun var eig-
ið fé hans 190 milljónir sænskra króna.
Enga aðstoð var að fá frá sænska ríkinu
líkt og Carnegie-bankinn fékk, og var
samið um að Glitner Sverige yrði seldur
sænska HQ-bankanum fyrir 60 milljónir.
Forstjóri Glitner Sverige og annar af
stofnendum og aðaleigendum HQ-banka
voru mágar. Þetta kemur fram í umfjöllun
Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, pró-
fessors í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, sem áður hefur tiltekið opinberlega
ýmis dæmi sem tengjast sölu á bönkum
Glitnis á Norðurlöndunum. »26
Mágurinn keypti
Glitni í Svíþjóð