Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Pastel - útgáfuhóf í safnbúð Listasafns Íslands. Sunnudaginn 4. júní kl. 14. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningaropnun í Myndasal laugardaginn 3. júní kl. 14: Fuglarnir, fjörðurinn og landið. Ljósmyndir Björns Björnssonar Hugsað heim – Inga Lísa Middleton Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Síðasta sýningarhelgin: Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þessi sýning byggir á hugleið- ingum um það hvernig hugmyndir og túlkanir breytast,“ segir Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri í Gerðarsafni í Kópavogi, um sýn- inguna Innra, með og á milli eftir myndlistarkonurnar Theresu Himmer, Emily Weiner og Ragn- heiði Gestsdóttur. „Sérstaklega byggir hún á því hvernig maður kemur hlutum til skila á milli landa- mæra, tungumála og jafnvel tíma.“ Þrír ólíkir listamenn Theresa, Weiner og Ragnheiður eru hver frá sínu landinu og með ólíkan listrænan bakgrunn. Þessi sýning, líkt og fyrri sýning þeirra í Brooklyn fyrir tveimur árum, er eins konar samtal milli listamann- anna þriggja. „Við Ragnheiður og Emily vorum í sama myndlist- arskóla í New York og hittumst þar árið 2011,“ segir Theresa, sem er frá Danmörku en búsett á Íslandi. „Þetta verkefni byrjaði eiginlega 2015 þegar við fórum að deila á meðal okkar hugmyndum um ólínu- legar tímarásir og hvernig tákn og merki ferðast um menningarheima þar sem þau eru notuð í ólíku sam- hengi. Þetta varð að samsýningu okkar í Soloway-galleríi í Brooklyn haustið 2015. Við vildum allar endi- lega halda áfram þessu samtali okk- ar.“ Á sýningunni í Gerðarsafni hefur mikilvægur listamaður bæst í hóp þremenninganna en það er Gerður sjálf. Gerði Helgadóttur (1928-1975) er hér boðið að taka þátt í samtali listamannanna og kallast verk þeirra á sýningunni því á við störf og ævi Gerðar. „Ég held að samhengi Gerðar- safnsins og ævi Gerðar hafi skipt miklu máli í ramma sýningarinnar og hafi gert uppsetninguna að tals- verðri áskorun,“ segir Malene Dam sýningarstjóri. Dam starfar í Kaup- mannahöfn og hefur einkum stýrt sýningum sem huga að líðandi stund og femínískri eða hinsegin túlkun á mannkynssögunni. „Hvernig setur maður upp samtal þriggja nútímalistamanna við mann- eskju sem er ekki lengur á lífi en skildi eftir sig mjög margbreytileg verk?“ spyr hún sig. „Mér finnst við hafa gert það á mjög spennandi hátt, með því að finna það sem okk- ur fannst áhugavert og fannst tengjast listamönnunum í verkum Gerðar. Allar þrjár tala þær sínu eigin myndmáli og nálgast listina hver á sinn máta. Við sjáum samtal þessara hugsunarmáta og hvernig þeir leitast allir við að lesa í tíma og rúm. Öll verkin á sýningunni vísa til þess hvernig hlutir ferðast í gegn- um tíma og rúm og verða hluti af samtölum Þannig verður Gerður hluti af samtalinu.“ Samtal milli jafningja „Ég nálgast þetta með miklu til- liti til rýmisins,“ segir Theresa, sem er menntuð í arkitektúr. „Það skipti okkur allar máli að samtalið við Gerði yrði samtal milli jafningja. Það átti ekki að setja Gerði upp á stall og tengjast henni á „lóðréttan“ hátt byggðan á kynslóðabili og arf- leifð. Ég hafði áhuga á því hvernig saga Gerðar væri túlkuð og sögð; hvernig safnið heldur nafni hennar á lofti og þá leið sem arkitektinn fer í að búa til umgjörð um verk henn- ar. Hvernig er hægt að túlka safn- rýmið sem rammann um ævi og störf Gerðar?“ Theresa segist hafa leitað til vina Gerðar og þá sérstaklega til Elínar Pálmadóttur sem ritaði ævisögu hennar. „Ég ætla að sýna ljós- myndir af verkum Gerðar í heim- ilislegu og persónulegu umhverfi. Til dæmis er mjög persónulegt safn smáskúlptúra eftir Gerði í íbúð Elínar. Mér finnst áhugavert hvern- ig húsrýmið verður ramminn utan um verkin; hvernig verkin verða leikmunir í persónulegri frásögn þegar þeir birtast í heimilisrými sem ber öll merki þess að þar sé lif- að góðu lífi.“ Safnið var þó einnig notað. „Ég tók upp myndband í sýningarsaln- um þar sem ég tek fyrir nálgun Gerðar á hugmyndir heimspekings- ins George Gurdjieff, sem hafði mikil áhrif á listahreyfinguna í Par- ís þegar Gerður var þar. Gurdjieff skipulagði hugmyndir sínar eftir svokölluðu „enneagrami“ sem ég teiknaði inn í salsrýmið. Í mynd- bandinu dansar Saga Sigurðardóttir í kringum táknið á gólfinu hugleið- ingardans í anda Gurdjieff. Með þessu móti skapast tengsl milli hug- myndafræði Gerðar og safnhúsnæð- isins, sem okkur fannst of ótengt Gerði og verkum hennar.“ Tákn í tíð og tíma „Við vorum allar að hugsa um það hvernig hægt væri að miðla merk- ingum á milli kynslóða, menninga og tímabila,“ segir Emily Weiner, sem er bandarísk og menntuð í mál- aralist, „og hvernig tákn sem eiga sér mörg hundruð ára sögu geta skotið upp kollinum í nútímamenn- ingu. Merkingin sem miðlað er gæti verið trúarleg, heiðin eða táknræn – mörg þessara málverka eru mjög fjölræð.“ Weiner tekur eitt málverka sinna til dæmis. „Lítum á þessa píramída- mynd og þríhyrningstáknið. Þrí- hyrningurinn er í senn valdatákn fyrir píramídann en finnst einnig á endurreisnartímanum í myndbygg- ingu Mónu Lísu og aftan á hverjum einasta bandaríska dollaraseðli sem ramminn utan um hið alsjáandi auga Guðs. Hvernig birtast sömu táknin hvað eftir annað í ólíkum menningarheimum á ólíkum tíma- bilum?“ Með táknunum vísar Weiner einnig í líf Gerðar og á við hana  Sýning þriggja listamanna opnuð í Gerðarsafni í tengslum við Gerði Morgunblaðið/Hanna Kátar Malene Dam með Theresu Himmer og syni hennar, David Mána, Emily Weiner og Ragnheiði Gestsdóttur. Samtal yfir tíma og rúm TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Lagið sem opnar þessa plötu kall- ast „Einn“ og er það við hæfi. Lag númer eitt, plata númer eitt og höf- undurinn, sem nefnir hana eftir sjálfum, stendur og fellur með henni – einn. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur hefur píanó- og hljóm- borðsleikarinn Tómas Jónsson leikið með margvíslegum tónlistar- manninum íslenskum en á þessari plötu stígur hann fram sem lista- maður og ber á borð fyrir okkur eigin tónsmíðar, alls tíu talsins. Tómas útskrifaðist frá FÍH fyrir fimm árum og sama ár hlaut hann tilnefninguna „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistarverðlaununum (og þessi plata hér var tilnefnd sem plata ársins í Opnum flokki á sömu verðlaunum í ár). Síðustu ár hefur Tómas leikið með fjölbreyttum hópi listamanna, bæði á hljóm- Áleitin værðarstef leikum og á hljómplötum, hérlendis og erlendis og sem dæmi hefur hann unnið með Ásgeiri Trausta, Hjálmum, Memfismafíunni, Fjalla- bræðrum, Helga Björnssyni, Sigríði Thorlacius, Uni Stef- son, Björg- vini Gísla- syni, Brynhildi Oddsdóttur og Skafrenningunum og einnig var hann í uppfærslu Vesturports á Í hjarta Hróa hattar. Tómas hefur keyrt samnefnda sveit í tengslum við eigið efni þar sem þeir Guðmundur Óskar Guð- mundsson, Magnús Trygvason Eliassen, Rögnvaldur Borgþórsson og Hilmir Berg Ragnarsson koma við sögu. Leggja þeir gjörva hönd á plóg hvað þessa plötu varðar en uppistaðan er samt sem áður Tómas Jónsson er ein af vonarstjörnum hins ís- lenska djass, en plata hans, samnefnd honum og auk þess hans fyrsta, læðist lymskulega undir skinnið á hlustandanum. Síðustu tónleikarnir að sinni í tón- leikaröðinni Frjáls eins og fuglinn verða haldnir í dag kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Á þeim koma fram Arn- hildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar, Marta Kristín Friðriks- dóttir sópran og Einar Dagur Jóns- son tenór. Á efnisskránni verða ýmsar frægar óperuaríur, sóló og dúettar, úr Töfraflautu Mozarts og einnig eftir Puccini, Donizetti o.fl. Að auki munu þau flytja nokkrar af perlum íslenskra sönglaga. Marta fór með sigur af hólmi fyrr á árinu í söngkeppninni Vox Dom- ini sem haldin var af Félagi ís- lenskra söngkennara og hlaut nafn- bótina Rödd ársins 2017. Hún hefur nám í haust við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Marta söng hlutverk Pamínu í uppfærslu Söngskólans í Reykjavík á Töfraflautunni nú í vor og Einar Dagur söng hlutverk Tamínós. Samstillt Marta, Arnhildur og Einar. Frjáls eins og fugl- inn í síðasta sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.