Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinnubrögðinhjá Reykja-víkurborg halda áfram að vekja furðu. Nú hefur verið greint frá því að síðar í þessum mán- uði verði gestum og gangandi boðið að stíga á borgarhjól. Slíkt fyrirkomulag má finna víða um heim og er því ekkert einsdæmi. Gegn gjaldi er hægt að taka hjól á einum stað til að komast leiðar sinnar og skilja eftir á öðrum. Margir munu eflaust fagna þessari nýjung í borginni. Ekki stendur þó öllum á sama eins og fram kemur í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins nú um helgina. Þar segir Stefán Helgi Valsson, sem rek- ur Reykjavík Bike Tours og býður upp á hjólaferðir og hjól til leigu, að allt að 90% sam- dráttur verði hjá hjólaleigum við tilkomu borgarhjóla sem þessara. Í greininni finnur Einar Her- mannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins JCDecaux á Ís- landi, sem rekur biðskýlin fyrir strætisvagna í borginni, að því að ekki hafi verið haldið útboð. Borgin hafi fyrir rúmu ári aug- lýst eftir áhugasömum rekstr- araðilum, en ekkert hafi verið vitað um hvað til stæði að hjólin yrðu mörg eða hvenær ætti að láta til skarar skríða. Einar sagði að fyrirtækið hefði ekki viljað vera með á þessu stigi, en myndi taka þátt í útboði þegar þar að kæmi. Útboðið fór aldrei fram. Þess í stað var tilkynnt að samið hefði ver- ið við flugfélagið WOW. Verða hjóla- stöðvarnar átta alls. Einar segir þetta sérstakt þar sem hjólastöðvarnar séu allar í borgarlandi. Á næsta ári hyggist borgin einmitt bjóða út rekstur strætóskýlanna, sem nú er í höndum JCDecaux, með þeim rökum að hún sé að láta eftir borgarland. Í fréttaskýringunni koma fram þau svör frá borginni að enginn þeirra fjögurra aðila, sem funduðu með borginni vegna auglýsingarinnar í fyrra hafi verið tilbúinn að leggja fram bindandi tilboð. Í haust hafi hins vegar tveir aðilar haft samband. WOW var annar þeirra og í kjölfarið hafi verið samið við flugfélagið. Margt hefur aflaga farið í þessu ferli. Hjá borginni hafa menn greinilega ekki velt því fyrir sér hvaða áhrif það hefði á þau fyrirtæki sem fyrir eru að opinbert bolmagn yrði notað til að gera nýjum keppinauti kleift að hasla sér völl með því að tryggja honum aðgang að stöð- um í borginni þar sem jafnan er margt um ferðamanninn. Þá getur borgin varla ætlast til þess að fyrirtæki geri bind- andi tilboð í verkefni sem er óljóst og óskilgreint. Það getur ekki verið afsökun fyrir því að halda ekki útboð að þau fyr- irtæki sem þá gáfu sig fram hafi ekki verið tilbúin að skuldbinda sig. Vinnubrögð vegna borgarhjóla vekja spurningar} Án útboðs Mun færri inn-flytjendur útskrifast úr fram- haldsskólum en nemendur af ís- lenskum uppruna. Aðeins 31% inn- flytjenda sem inn- rituðust í fram- haldsskóla árið 2004 hafði lokið námi sjö árum síðar eins og fram kemur í Morg- unblaðinu í dag. 62% nemenda af íslenskum uppruna höfðu lokið námi á þeim tíma. Þessar tölur eru ekki góðs viti. Það getur ekki talist eðli- legt að helmingi færri innflytj- endur ljúki námi, en nemendur af íslenskum uppruna. Líklegt er að þennan mikla mun megi að stórum hluta skrifa á skort á íslenskukunn- áttu. Mikilvægt er að innflytj- endur sem hingað koma á grunnskóla- eða framhalds- skólaaldri læri íslensku og hafi sömu tækifæri og aðrir til að afla sér mennt- unar. Hér er ekki verið að boða ný sannindi. Í lögum er kveðið á um að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á íslensku- kennslu. Síðan segir: „Með kennslunni er stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda og að þeir geti stundað nám í grunnskólum og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi.“ Það er hins vegar eitt að setja lög og annað að framfylgja þeim. Oft er sagt að foreldrarnir flytji til nýs lands til að búa börnum sínum betra líf. Takist það hins vegar ekki og þau flosni upp úr námi og verði ut- angátta í samfélaginu sé það ávísun á vandamál. Þess vegna þarf að fara ofan í saumana á því hvers vegna þetta mikla brottfall á sér stað og finna leiðir til úrbóta. Það gengur ekki að helmingi færri inn- flytjendur ljúki framhaldsskóla en nemar af íslenskum uppruna} Of mikið brottfall Í áratugi vann Jóhannes Gunnarsson þrotlaust starf við uppbyggingu Neyt- endasamtakanna og velgdi gjarnan undir uggum þeim sem reyndu að snúa á neytendur hér á landi. Hann fór gjarnan hægt yfir í málatilbúnaði sínum en ábúð- arfullur náði hann að sannfæra hina hörðustu kapítalista um að pottur væri víða brotinn í versl- un og viðskiptum. Allt virtist þetta starf unnið af mikilli hugsjón og ekki verður Jóhannes sakaður um að hafa skarað eldi að eigin köku á vettvangi samtakanna. En svo þótti Jóhannesi komið nóg, líkt og karl- inum í Gullna hliðinu forðum, en ólíkt þeim ólánsmanni var það ekki gigtin sem jafnaði um Jóhannes heldur sú staðeynd að hann þekkti sinn vitjunartíma, skildi að það var gott að hleypa nýjum forystumanni að félaginu. Átta mánuðum síðar standa Neytendasamtökin í björtu báli og óvíst að þau eigi lengur það erindi við íslenskt sam- félag sem þau sannarlega áttu meðan Jóhannesar naut við. En hvað veldur því? Svarið við þeirri spurningu liggur í aug- um uppi og tengist þeim löngu kunnu sannindum að menn eru sjaldnast vel bærir til að velja með góðu sína eftirmenn. Og það hefur sannast með afgerandi hætti í tilfelli Neyt- endasamtakanna. Við félaginu tók maður sem á síðustu árum hefur helst unnið það sér til frægðar að skrifa níð um nafngreinda ein- staklinga og hefur því víða verið haldið fram að fyrir það hafi hann þegið fjármuni úr vasa almannatengsla- fyrirtækis sem lengi hefur tengst vafasömum bankamönnum sem kunnu fótum sínum ekki forráð um miðjan síðasta áratug. Hafa skrif for- mannsins einkum miðað að því að fella sök á saklaust fólk og klína á það annarlegum hvötum og ábyrgð á því hvernig fór fyrir viðskiptabönk- unum árið 2008. Þótti mörgum sem formaðurinn færi vel af stað í hinu nýja embætti sínu sem formaður Neytendasamtakanna og gerði hann sig breiðan í öllum skilningi þess orðs og hafði gott og nærri algjörlega hindrunarlaust aðgengi að fjöl- miðlum í öllum gassaganginum. Sá gangur reyndist hins vegar mikið gönuhlaup og innan örfárra vikna varð stjórn samtakanna ljóst að ef ekki yrði stigið niður fæti, myndi formanninum með glórulausum fjárútlátum, sem helst fólust í óhóflegum launagreiðslum til hans sjálfs og leigu á bíl undir hann einnig, takast að ganga af samtökunum dauðum. Í stað þess að skammast sín og biðjast afsökunar á dóm- greindarleysinu hefur formaðurinn hins vegar allur færst í aukana og segir hann stjórnina alla fara með fleipur. Neitar hann öllum ásökunum og dregur hvergi af sér. Því miður eru viðbrögð hans ekki trúverðug. Jóhannes Gunnarsson mátti sjá allan þennan darraðar- dans fyrir – og raunar allir þeir sem kusu hinn nýja formann. Þeir hinir sömu bera nú ábyrgð á því að bjarga samtökunum og formanninum um leið frá sjálfum sér. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill „Neitendasamtökin“, eða hvað? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Alexander Gunnar Kristjánss. agunnar@mbl.is Einungis 31% innflytjendasem innrituðust í fram-haldsskóla árið 2004hafði lokið námi sjö árum síðar, samanborið við 62% nemenda af íslenskum uppruna. Þetta kom fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráð- herra við fyrirspurn Nichole Leigh Mosty, þingmanns Bjartrar fram- tíðar. Í fyrirspurninni er farið fram á sundurliðun eftir kynjum og skól- um á árunum 2010-2016. Þær tölur liggja hins vegar ekki fyrir þar sem upplýsingakerfi framhaldsskólanna, Inna, skráir ekki uppruna nemenda. Nýjustu upplýsingar frá Hagstofu Íslands taka til þeirra 4.830 nem- enda sem hófu nám í framhalds- skólum haustið 2004. Af þeim nem- endum hafði 2.961 útskrifast sjö árum síðar en 1.316 hætt námi, eða 27%. Mjög mikill munur er á brott- falli eftir uppruna nemenda. Mest er brottfallið hjá fyrstu kynslóð inn- flytjenda, eða 65%, samanborið við 26% hjá nemendum með engan er- lendan bakgrunn. Minnst er brott- fallið þó hjá íslenskum nemendum sem fæddir eru í útlöndum, eða 21%. Boðar starfshóp Nichole segir mikilvægt að bregð- ast við þessum mikla mun. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um mikilvægi þess að efla stuðning við tvítyngda nem- endur og kennslu í íslensku sem öðru máli og sú vinna sé nú rétt að hefjast. Hún á von á að setjast niður með ráðherra í sumar og ræða þær hugmyndir sem hún hefur og segir mögulegt að starfshópur verði skip- aður á næstunni. Þessi málaflokkur stendur Nichole nærri, en hún er sjálf fædd og uppalin í Bandaríkjunum og flutti hingað til lands árið 1999. Þá vann hún á leikskóla í mörg ár og var leikskólastjóri í fimm ár áður en hún settist á þing. Hún segist sjá mikinn mun á því hvernig börn með- taki námsefni eftir því hvort þau hafi íslensku sem annað mál og eða læri málið frá fæðingu. Þetta sé mál sem hafi brunnið á henni lengi. Í grunnskólum séu nú um 10% barna tví- eða fjöltyngd, það sé of stór hluti til að gefa þeim ekki sérstakan gaum. „Við viljum ekki að 10% af börnum okkar komist ekki í gegnum framhaldsskóla,“ segir Nichole. Gögnin ekki greind vegna manneklu Aðspurð segist Nichole ósátt við hve gamlar tölur hafi fengist frá Hagstofunni og segir koma til greina að starfshópur verði settur af stað til að rýna í gögnin. Ásta M. Urbancic hjá Hagstofu segir gögn stofnunarinnar um fram- haldsskólanema bjóða upp á að brottfall sé sundurliðað eftir ár- göngum og uppruna nemenda, eins og farið var fram á í fyrirspurninni. Hagstofan haldi bæði utan um nem- endaskrá í framhaldsskóla og gagnagrunn um íbúa eftir uppruna og með því að samkeyra megi fá umbeðin gögn. Spurð hvers vegna slík greining hafi ekki farið fram nú, þegar fyrirspurnin barst, segir Ásta að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki séð sér fært að leggjast í þessa vinnu vegna manneklu. Því hafi ráðuneytið þurft að gera sér að góðu tölfræði um nemendur frá árinu 2004. Innflytjendur tvöfalt lík- legri til að hætta í námi Brottfall nemenda úr framhaldsskólum Nemendur sem innrituðust árið 2004 en höfðu hætt námi 7 árum síðar Enginn erlendur bakgrunnur Meðaltal: 27% Fæddu/ur erlendis, íslenskur bakgrunnur Einhver erlendur bakgrunnur, meðaltal* Innflytjandi Heimild: Mennta- og menningarmálaráðherra *Erlent foreldri, innflytjendur og önnur kynslóð 26% 21% 65% 42% Morgunblaðið/Golli Hátt fall Nýnemar í MR eru boðnir velkomnir með tolleringu Gamlar tölur » Nýjustu tölur eru um nem- endur sem hófu nám 2004. » Aðeins 38% karla höfðu út- skrifast fjórum árum síðar samanborið við 52% kvenna. » Brottfall úr framhaldsskóla er minnst meðal íslenskra nemenda sem fæddir eru er- lendis. » 12 konur útskrifast úr fram- haldsskóla fyrir hverja 10 karla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.