Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 kl 11. Ferming. Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs þjóna. Guðmundur Sig- urðsson leikur á orgel og stýrir söng Barböru- kórsins. Kaffisopi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa og sögustund fyrir börn kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna ásamt messuþjónum. Mótettukórinn syngur, organisti er Hörður Áskelsson, Baldvin Odds- son leikur á trompet í athöfninni. Annar í hvítasunnu: Messa og ferming kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og messuþjón- um. Mótettukórinn syngur, organisti er Hörð- ur Áskelsson. Árdegismessa kl. 8 alla mið- vikudaga. HÁTEIGSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson, organisti Kári All- ansson. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir messu. Þriðjudagskvöldið 6. júní kl. 19.30 verður samkoma í safnaðarheimilinu þar sem Vassula Rydén flytur boðskap um frið og kærleika og einingu kirkjunnar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameiginleg messa Hjalla- og Digranessafnaðar í Hjalla- kirkju kl. 11. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir og sr. Toshiki Toma leiða stundina. Organisti Guðný Einarsdóttir. Kór Hjallakirkju leiðir söng og messusvör. hjallakirkja.is HOLTASTAÐAKIRKJA Í LANGADAL | Í dag, laugardaginn 3. júní kl. 11, verður messa í kirkjunni. Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar og Holtastaðakirkju leiðir söng undir stjórn Hug- rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Fermt verður í athöfninni. Sr. Bryndís Valbjarn- ardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Með- hjálpari er Kristín Jónsdóttir. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Ferming- armessa kl. 13 Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt Kristínu Árna- dóttur djákna. Meðhjálpari er Steindór Runi- berg Haraldsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Hátíð- armessa annan í hvítasunnu kl. 11. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Inga Heiðars Jóns- sonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir. HREPPHÓLAKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Þorbjörg Jóhannsdóttir. HRUNAKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming kl. 13.30. Kirkjukór syngur og organisti er Stefán Þorleifsson. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA | Hátíðamessa og ferming kl. 10.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11, samkoma á ensku kl. 14. Annar í hvítasunnu: útvarpsmessa kl. 11. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Hátíðarguðsþjónusta verður annan í hvíta- sunnu, 5. júní kl. 14 í St. Pauls kirkju. Kamm- erkórinn Staka syngur. Orgel og kórstjórn annast Stefán Arason. Ferming. Prestur Ágúst Einarsson. Messukaffi í Jónshúsi í um- sjón Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 20. Hópur frá Færeyjum sér um samkomuna. Al- menn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum í umsjón hjónanna Maxine og John Ingalls kl. 20 annan í hvítasunnu. Þau segja frá starfi sínu í Kanada, prédika og syngja. KEFLAVÍKURKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta og ferming kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Arnór Vilbergsson leikur á orgelið og sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Hátíðar- guðsþjónusta kl.12.15. Sóknarprestur, Bald- ur Rafn Sigurðsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Með- hjálpari Árni Hinrik Hjartarson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. Barnakór frá Lúx- emborg syngur. Lesnir verða ritningarlestrar og bænir beðnar á nokkrum tungumálum. LANGHOLTSKIRKJA | Fermingarathöfn kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Edda Hlíf Hlífarsdóttir guðfræðinemi og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. LAUGARNESKIRKJA | Kl. 11 ferming- armessa. Hátún 12, betri stofan kl. 13. Helgistund með sr. Davíð Þór, Arngerði Maríu og Hjalta Jóni. Síðasta helgistund vetrarins. LÁGAFELLSKIRKJA | Messa í Lágafells- kirkju kl. 11. Ferming, prestur er Ragnheiður Jónsdóttir, Rut G. Magnúsdóttir djákni að- stoðar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Einsöngur: Diddú og Rrezarta Jónsdóttir. Organisti Kjartan Jósefsson Ogni- bene. Kirkjuvörður Lilja Þorsteinsdóttir. NESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffi á Torginu. Annar í hvítasunnu: Ávaxtatré og vorsöngvar kl. 18. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Ásta Camilla Gylfadóttir landslagsarkitekt fræðir um garðyrkju og við setjum niður ávaxtatré í garði kirkjunnar. Sumarlegar veit- ingar og Steinunnarborð með litum og mynd- um fyrir börnin. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöldmessa kl. 20 annan í hvítasunnu. Sr. Pétur Þor- steinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Með- limir úr Graduale Nobili leiða sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Krist- jánsson tekur vel á móti öllum. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Hátíðarmessa á kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Moln- ár, prestur Guðbjörg Arnardóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti: Douglas A. Brotchie. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Org- anisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almenn- an safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. Stafholtskirkja í Stafholtstungum | Ferm- ingarmessa kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur sem leik- ur á orgelið. Prestur: Jón Ásgeir Sigurvinsson. STRANDARKIRKJA | Messa annan í hvíta- sunnu kl. 14, organisti Miklos Dalmay. Kór Þorlákskirkju. Guðmundur Brynjólfsson pré- dikar. Sóknarprestur. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Ferming- armessa kl. 13. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar, prestur Guð- björg Arnardóttir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíð- arhelgistund kl. 20. Arnhildur Valgarðsdóttir spilar á orgel og leiðir söng. Prestur: Hulda Hrönn Helgadóttir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Þórhildur Ólafs prófastur setur sr. Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur inn í emb- ætti. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Með- hjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. Kaffi- samsæti að athöfn lokinni. ÞORLÁKSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 13.30. Morgunblaðið/ÓmarSelfosskirkja ✝ Erna Margrét Jóhann-esdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 2. janúar 1937. Hún lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum 22. maí 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Einarsdóttir, f. 28. febrúar 1909 í Austur- Húnavatnssýslu, d. 28. des- ember 1986 í Vestmanna- eyjum, og Jóhannes Gunnar Gíslason, f. 14. júlí 1906 í Út- skálum á Tjörnesi, d. 2. jan- úar 1995 í Vestmannaeyjum. Bróðir Ernu er Hjálmar Þór Jóhannesson, f. 23. september 1940. Hinn 31. desember 1955 giftist Erna Sveinbirni Hjálmarssyni, f. 11. sept- ember 1931, d. 27.október 2016. For- eldrar hans voru Guðbjörg Helgadóttir, f. 16. október 1898, d. 23. júní 1958, og Hjálmar Jónsson, f. 5. júní 1899, d. 25. júlí 1968. Börn Ernu og Sveinbjörns 25. júní 1963, kvæntur Guðnýju Þóris- dóttur. Synir þeirra eru Darri, f. 1994, Nökkvi, f. 2000 og Hugi, f. 2008. 4) Ás- dís Ingunn, f. 9. ágúst 1968. Dætur hennar og Kristjáns Þórs Jakobssonar eru Guðrún Ósk, f. 1994 og Elísa, f. 1999. Erna ólst upp á heimili foreldra sinna á Kanastöðum í Vestmannaeyjum. Hún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum þar í bæ vorið 1953 og hóf þá verslunarstörf og síðan skrifstofustörf hjá Tanganum í Eyjum. Þar vann hún fram eftir ári 1955. Samhliða barnauppeldi og heim- ilishaldi lagði hún stund á saumaskap með áherslu á kjólasaum í um einn og hálfan áratug. Á árinu 1972 fór hún á vinnumarkað að nýju og vann auk hefð- bundinna heimilisstarfa við umboð Happdrættis Háskóla Íslands í Vest- mannaeyjum til 2005. Frá ársbyrjun 1973 til hausts 1974 sinnti hún þessu starfi í Reykjavík meðan jarðeldar í Vestmannaeyjum og afleiðingar þeirra hindruðu búsetu fjölskyldunnar þar. Hún var virkur félagsmaður í Odd- fellowstúkunni Vilborgu um árabil og gegndi þar trúnaðarstörfum. Útför Ernu fer fram frá Landakirkju í dag, 3. júní 2017, klukkan 13. eru: 1) Guðrún, f. 22. október 1955, gift Gunn- laugi Claessen. Sonur þeirra er Sveinbjörn, f. 1986, í sambúð með Gróu Björgu Baldvins- dóttur. Dóttir Guðrúnar og stjúpdóttir Gunn- laugs er Erna Margrét, f. 1980. Börn Ernu og Leifs Steins Árnasonar eru Arnór Steinn, Berg- lind Björt og Jakob Kári. Börn Gunnlaugs af fyrra hjóna- bandi eru Þórdís, f. 1974 og Haukur, f. 1977. 2) Guðbjörg Helga, f. 1. ágúst 1957, gift Sigurði Vigni Vignissyni. Börn þeirra eru Birna Vigdís, f. 1979 og Daði Már, f. 1991. Birna Vigdís er gift Davíð Halldórssyni og dóttir þeirra er Elma Björg. Sonur Birnu er Dagur, fað- ir Davíð Arnórsson. Dóttir Davíðs Hall- dórssonar er Saga Margrét. 3) Egill, f. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. ... Þerrðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda’ og þraut. (Erla skáldkona) Elsku mamma Þetta hafðir þú að leiðarljósi í lífi þínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún, Guðbjörg, Egill og Ásdís. Tengdaforeldrar mínir luku sinni jarð- vist með stuttu millibili. Við sjáum nú á eftir Ernu einungis sjö mánuðum eftir fráfall Svenna. Hjá henni var aðdragand- inn stuttur, andstætt því sem átti við um eiginmanninn. Við kveðjum í dag heiðurs- konu með söknuði. Þessi tímamót kalla fram ótal minning- ar af góðu fólki allt frá fyrstu kynnum af verðandi tengdaforeldrum mínum fyrir margt löngu. Þau hófust í heimsókn okkar Guðrúnar til átthaga hennar á fögrum sumardegi. Eftir móttökur við hlaðið veisluborð á Kirkjubæjarbraut fannst húsráðendum rétt að skreppa í bíltúr með okkur til að sýna aðkomumanninum Heimaey. Hér og hvar var stansað til að njóta þess sem fyrir augu bar á þessari fallegu eyju. Meðal annars var ekið upp á Stórhöfða, sem var og er þekktur fyrir ákveðna sérstöðu í veðurlýsingum RÚV. Þar sem við stóðum á höfðanum nefndi ég hvort landsmenn hefðu ekki fengið full ýkta mynd af þessum stað, enda voru þar ekki 15 eða 20 vindstig þann daginn, held- ur blankalogn og bærðist ekki hár á höfði! Svar þeirra var að þau hefðu margsinnis áður komið á staðinn, en það kæmi þægi- lega á óvart að ná að upplifa logn á Stór- höfða. Í kjölfar þessarar fyrstu ferðar fylgdu fjölmargar aðrar sumarferðir okk- ar og barnanna á „ Hótel tengdamömmu“ í Eyjum að ógleymdum stökum ferðum um áramót og páska. Eitt áttu þær allar sammerkt og það var að tíminn leið allt of hratt og komið að heimferð fyrr en varði. Erna var glæsileg og vönduð kona og bjó yfir ríkum mannkostum. Hún hafði það sem stundum er kallað góða og hlýja nærveru. Hluti þess var glaðlyndi, bros í augum og smitandi hlátur. Hún var dug- leg og ósérhlífin og það sýndi sig best meðan hún stýrði enn barnmörgu heimili. Hún drýgði þá tekjur þess með því að læra og stunda saumaskap, þar sem hún gat uppfyllt óskir viðskiptamannsins um hvort heldur var brúðarkjól eða einfaldari flík. Erna var líka félagsvera og þátttaka í starfi Oddfellowstúkunnar Vilborgar í um 40 ár var henni mikils virði, en hún gegndi þar einnig trúnaðarstörfum. Líklega hef- ur þessi eiginleiki einnig ráðið nokkru um þá ánægju sem hún hafði af starfi sínu fyr- ir Happdrætti Háskóla Íslands í rúm 30 ár þar sem margir áttu erindi á hennar fund í hverjum mánuði til að endurnýja miðann sinn. Erna var þeirrar gerðar sem fólk laðast að. Það kom af sjálfu sér að hún var vinamörg. Ég þakka tengdamóður minni fyrir samfylgd sem aldrei bar skugga á. Henni tengist fjöldi góðra minninga. Erna bætti það mannlíf sem hún var hluti af. Fari elskuleg tengdamóðir mín í friði, friður Guðs hana blessi. Gunnlaugur Classen. Með þessum orðum kveð ég þig elsku amma mín. Með söknuði en miklu þakk- læti í hjarta. Ömmu mína sem tók á móti mér í þennan heim og minnti mig reglu- lega á það að hún var sú fyrsta sem sá mig. Amma Erna eða amma E.T., eins og ég kallaði hana frá því ég var lítil stelpa að reyna að stafa, var eins og ömmur gerast bestar. Amma var alltaf einstaklega þol- inmóð við okkur barnabörnin og á Kirkju- bæjarbrautinni fengum við að leika okkur með öll húsgögn og allt postulín sem fannst á heimilinu. Snúa öllu á hvolf og gera tjald í stofunni úr öllum stólunum og teppunum. Amma var svo glæsileg kona og passaði alltaf að líta vel út. Á heimilinu átti líka allt sinn stað og hún var einstaklega snyrtileg. Hún var á mörkunum að vera of snyrtileg og skömmuðum við hana stundum fyrir að nota of mikla sápu þegar hún var farin að fá sár á hendurnar. En hún hló bara að okkur og hélt áfram að skrúbba. Hún var rosalega hláturmild og sá yfirleitt fyndnu hliðina á málunum. Eins og þegar hún var farin að gleyma aðeins, hló hún að vitleys- unni í sjálfri sér. Amma átti ekki áfallalausa ævi og barðist oftar við krabbamein en flestir, en alltaf stóð hún upp og jafnaði sig á ógn- arhraða. Hún kvartaði lítið og stundum of lítið því hún vildi nú ekki trufla læknana. Í fyrra kom svo stærsta áfallið þegar elsku afi veiktist og lést eftir baráttu við sama sjúkdóm. En saman áttu þau mörg ár sem gott er að minnast. Amma og afi hringdu í mig á hverjum einasta afmælisdegi frá því ég man eftir mér. Það verður skrítið að heyra ekki í ykkur meir en ég geymi síðasta símtalið okkar ömmu í hjarta mínu. Ég var einstaklega þakklát að hafa þig viðstadda brúðkaup okkar Davíðs í vetur og þú lagðir á þig langt ferðalag til að geta verið með okkur. Fyrir það verð ég æv- inlega þakklát og veit að afi var með okk- ur þar líka, sitjandi á stól úti í horni eins og hann hafði óskað sér. Við áttum ýmislegt sameiginlegt, elsku amma, en kannski mest ást okkar á sósum og mun sósuskammturinn minn alltaf minna mig á þig. Því meiri sósa því betra. Takk fyrir allt elsku amma E.T. Þín Birna Vigdís. Eftirfarandi orð um hana ömmu í Eyj- um skrifa ég einungis sjö mánuðum eftir að hafa ritað minningargrein um afa sem kvaddi í lok október sl. Það er sannanlega skammt stórra högga á milli. Við kveðjum í dag ömmu eftir baráttu hennar við erfið veikindi sem höfðu að lokum betur. Afi tekur á móti henni fagnandi hinum megin hliðsins eftir stuttan viðskilnað. Þau hjón- in voru gift í 60 ár og ekki leið langur tími milli þeirra þegar kom að því að kveðja þennan heim. Það er fallegt til þess að hugsa að þau eru nú aftur sameinuð og halda vegferð sinni áfram hönd í hönd. Þegar litið er tilbaka trúi ég því að þau hafi verið sköpuð hvort fyrir annað. Minningar mínar um hana ömmu eiga það sammerkt að fallegt bros hennar, hlát- ur og gleðilegt viðmót koma við sögu í þeim öllum. Mjóu dömusígaretturnar til- heyra einhverjum minningarbútum en það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. Gestrisnin var meiri en gengur og gerist og það þekkja þeir sem komu í heimsókn á Kirkjubæjarbrautina. Við elstu barna- börnin vorum m.a. dekruð langt umfram það sem eðlilegt getur talist þegar við fengum að gista uppi á lofti hjá ömmu og afa um þjóðhátíð. Í því sambandi eru mér sérstaklega minnisstæð árin 2005 og 2006 þegar prinsinn úr bænum reisti þjóðhátíð- arbækistöðvar sínar á Kirkjubæjarbraut- inni. Höfðinglegar móttökurnar slógu öllu öðru við; nýbakað brauð, kökur, kruðerí og svellköld nýmjólk. Amma þekkti sinn mann. Síðan var haldið í dalinn og alla jafna komið heim snemma morguns. Þeg- ar heim var komið beið nætursnarl á eld- húsborðinu svo þjóðhátíðargesturinn fengi nægjanlega orku til að drífa hátíðina á enda. Síðan, þegar barnabarnið vaknaði upp úr hádegi, brást ekki að skemmtigalli hans beið við rúmstokkinn, nýþveginn og brotinn saman. Þá má ekki gleyma veisl- unum sem haldnar voru áður en haldið var í dalinn þar sem m.a. lambakjöt var borið fram á laugardagskvöldinu og lundaveislu snarað fram á sunnudeginum. Þessa gest- risni leyfi ég mér að kalla fyrsta flokks dekrun. Þannig var hún amma nefnilega, hugsaði vel um alla í kringum sig og sá til þess að öllum liði vel. Hótel amma var sannanlega fimm stjörnu!. Ég vildi óska þess að ég fengi að heim- sækja þau gömlu hjónin á Kirkjubæjar- brautina aftur. Því miður fæ ég þá ósk mína ekki uppfyllta. Eftir standa þó minn- ingarnar, gleðilegar og fallegar. Þær mun ég að sjálfsögðu varðveita vel. Ég tók það loforð af ömmu þegar ég hitti hana í síð- asta skipti í byrjun maí sl. að hún byði mér í lundaveislu næst þegar við hittumst. Ég mun að sjálfsögðu herma það loforð upp á hana þegar sá tími kemur. Þangað til fær afi að njóta góðgætisins, sæll og glaður. Fyrir elsku ömmu er ég þakklátur. Hún var góð kona og umfram allt yndisleg amma sem ég var svo heppinn að fá að eiga að í rúmlega 30 ár. Ég mun hlusta vandlega eftir góðlátlegum hlátri hennar á Kirkjubæjarbrautinni um helgina. Óm- ur hans mun vafalaust heyrast. Guð geymi hana og varðveiti. Sveinbjörn Claessen. Með söknuði í hjarta kveð ég Ernu vin- konu mína og þakka allar samverustundir sem voru margar og góðar en áttu að verða miklu fleiri. Mikið er ég fegin að við gátum samfagnað með Birnu Vigdísi og Davíð á brúðkaupsdegi þeirra þann 19. nóvember en þá var Svenni þinn nýfarinn eftir erfið veikindi. Einstakt æðruleysi ein- kenndi baráttu Ernu síðustu vikurnar sem hún lifði. Erna var hógvær og heilsteypt persóna sem gott var að eiga sem vin. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Sandra. Erna Margrét Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.