Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Saga hvarfakúta undan bifreiðum
2. Myndskeiði af Tiger í fangelsinu...
3. Ástæðulaust að óttast Costco-pöddur
4. Læknum Hrafnistu sagt upp
Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og
norski píanóleikarinn Mathias Hal-
vorsen halda tónleika í Hannesarholti
í dag kl. 17. Á efnisskránni verða verk
úr ýmsum áttum og stefnum sem
eiga sameiginlegt að hafa verið sam-
in á seinni hluta 20. aldarinnar, m.a.
verk eftir John Adams, Miklós Rózsa
og Dimitri Shostakovich.
Á morgun kl. 20 mun svo dúettinn
Blyde Lasses frá Hjaltlandseyjum
leika í Hannesarholti. Blyde Lasses
skipa þær Claire White og Frances
Wilkins, en þær hófu að leika saman
á fiðlu og „concertinu“ árið 2006.
Tónlistarhefð Hjaltlandseyja nýtur
sín vel í flutningi þeirra, sem og
sagnahefðin, eins og segir í tilkynn-
ingu.
Hulda, Halvorsen og
Hjaltlandseyjadúett
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum sunnan jökla í dag en líkur á síðdegisskúrum
norðan til. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast vestanlands.
Á hvítasunnudag Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni og á annesjum
norðan til. Rigning eða súld víða sunnan til á landinu, einkum SA-lands en skýjað með
köflum og stöku skúrir norðan til. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NV-lands.
Á mánudag Norðaustlæg átt, 5-10 m/s. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast SV-til.
Kvennalandsliðið í körfuknattleik
sótti í sig veðrið á Smáþjóðaleik-
unum eftir ferðaþreytu og tap í
fyrsta leiknum gegn Möltu og landaði
silfurverðlaunum. Ísland vann í gær
sannfærandi sigur á öflugu liði Lúx-
emborgar 59:44 og er það fyrsti sig-
ur íslensku kvennanna á Lúxemborg
síðan 2009. Lúxemborg ætlaði sér
sigur á mótinu. »3
Spiluðu betur og betur
eftir ferðalagið langa
„Það er nokkuð augljóst hjá
þessu liði að ekkert annað
kemur til greina en að vinna
þessa keppni. Að vinna
Meistaradeild Evrópu á
þessu keppnistímabili er
skýrt markmið okkar,“ segir
Aron Pálmarsson sem á
möguleika á að vinna
Meistaradeild Evrópu
um helgina með liði
sínu Veszprém frá
Ungverjalandi. »4
Verður Aron
Evrópumeistari?
Gylfi Þór Sigurðsson er einn af fimm
leikmönnum í íslenska landsliðs-
hópnum í knattspyrnu sem hefur
spilað alla deild-
arleiki síns fé-
lagsliðs það
sem af er þessu
ári. Ragnar
Sigurðsson
hefur spilað
minnst á
árinu, aðeins
þrjá leiki með
Fulham.
Sautján úr hópn-
um hafa nýlokið
vetrartímabili
með sínum lið-
um en hinir sex
eru á miðju
sínu keppn-
istímabili. »1
Fimm hafa spilað alla
leikina á árinu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ásta Dóra Finnsdóttir, 10 ára píanó-
leikari, varð í 4.-5. sæti í flokki 10 ára
og yngri á alþjóðlegri píanókeppni í
Szafarnia í Póllandi á dögunum og
fékk sérstaka viðurkenningu fyrir
árangurinn. Keppnin, sem nú var
haldin í 25. sinn, er kennd við Fryde-
ryk Chopin og voru 55 börn og ung-
lingar víðs vegar að úr heiminum
valdir samkvæmt ferilskrá úr fjölda
umsækjenda til keppni í þremur ald-
ursflokkum.
„Þetta er fyrsta keppnin mín í út-
löndum,“ segir Ásta og leggur
áherslu á að hún hafi upplifað margt
nýtt. Sérstaklega hafi áskorunin
verið meiri en hún hafi átt að venjast
heima. „Svo eignaðist ég vini frá
Japan, Singapore, Þýskalandi og alls
konar.“ Finnur Þorgeirsson, faðir
Ástu, bætir við að í raun hafi hún
fengið tækifæri í þessari keppni til
þess að bera sig saman við bestu
píanóleikara heims á þessum aldri
og það hafi verið ómetanleg reynsla.
Ásta hefur verið í píanónámi í
tæplega sex ár. Hún byrjaði undir
handleiðslu Önnu Fossberg Kjart-
ansdóttur í Suzuki-deild Tónlistar-
skólans á Álftanesi og ári síðar fór
hún í Allegro Suzuki-tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Þar var hún áfram
með Önnu sem kennara fyrsta árið
en hefur síðan notið kennslu Krist-
ins Arnar Kristinssonar. Þó að hún
sé aðeins 10 ára byrjaði hún í fram-
haldsnámi í fyrra og er í formlegu
framhaldsnámi eftir að hafa lokið
grunnprófi og prófi á miðstigi.
Draumur að veruleika
Ásta hélt sína fyrstu einleikstón-
leika á Barnamenningarhátíð í
Hörpu fyrir um mánuði og var það
jafnframt formleg útskrift hennar úr
sjöundu og síðustu bók námsins í Su-
zuki. Hún var verðlaunahafi Nót-
unnar árin 2014, 2015 og 2016 og
sigraði í sínum flokki í EPTA-
keppninni 2015. „Að vera píanisti er
draumur sem mig hefur alltaf langað
til þess að vera,“ segir hún.
Píanónámið útheimtir mikla
þrautseigju og æfingu en Ásta sér
ekkert nema ánægju við áhuga-
málið. „Þetta er allt svo skemmti-
legt, en mér finnst skemmtilegast að
sýna hver ég er þegar ég spila á pí-
anóið. Ég ímynda mér hvað er að
gerast í laginu sem ég er að spila
hverju sinni og þá finnst mér ég
skína eins og stjörnur á stjörnu-
himninum.“
Ásta segir að hún hafi átt leik-
fangapíanó sem lítið barn og það hafi
kveikt áhugann. „Ég man ekki alveg
af hverju ég byrjaði að spila en mér
fannst áhugavert að spila á leik-
fangið þótt það hafi ekki verið alvöru
píanó. Svo sendu pabbi og mamma
mig í tónlistarskóla og það virkaði
vel.“
Eins og stjarna á himninum
Ásta Dóra
Finnsdóttir vekur
athygli í Póllandi
Morgunblaðið/Hanna
Draumur Ásta Dóra Finnsdóttir á lokatónleikum og skólaslitum Allegro Suzuki-tónlistarskólans í fyrrakvöld.
Skólaslit Ásta Dóra Finnsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson kennari.
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 6. júní. Fréttaþjón-
usta verður um hvítasunnuhelgina
á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is.
Hægt er að koma ábendingum um
fréttir á netfangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskriftardeildar er
opið í dag, laugardag, frá kl. 8 til 12
en lokað er á hvítasunnudag og
annan í hvítasunnu. Þjónustuverið
verður opnað aftur á þriðjudag kl.
7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og
netfangið askrift@mbl.is.
Blaðberaþjónusta er opin í dag,
laugardag, frá kl. 5-12. Hún verður
opnuð á ný á þriðjudag kl. 5. Hægt
er að bóka dánartilkynningar á
mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins
er 569-1100.
Fréttaþjónusta
mbl.is um helgina