Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2017, Blaðsíða 6
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulag- inu hefur vakið mikla athygli um all- an heim og er ekki góð. Þetta er ekki neitt fagnaðarefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra en bendir jafnframt á að þrátt fyrir ákvörðun forsetans ætli fjöldi ríkja og borga innan Bandaríkjanna að halda sig við markmið samkomu- lagsins. „Ljósið í myrkrinu er kannski hinn mikli frumkvöðlakraftur Bandaríkj- anna og vilji fjölda ríkja, borga og fyr- irtækja að ná markmiðum Parísar- samkomulagsins. Ákvörðun forsetans er engu að síður bakslag í hinni al- þjóðlegu samvinnu í loftlagsmálum.“ Spurður hvort Ísland geti brugð- ist við með einhverju móti segir Guð- laugur mestu máli skipta að ganga fram með góðu fordæmi. „Við höfum staðið okkur mjög vel með notkun á endurnýjanlegri orku og lagt mikla áherslu á að sækja okkar markmið samkvæmt Parísarsamkomulaginu.“ Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Guðlaugs Þórs og segir það reiðarslag í loftlagsmálum að stærsta hagkerfi heims skuli segja sig frá markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta sé áhyggjuefni fyrir allan heiminn. „Núna reynir enn frekar á stað- festu Íslendinga í umhverfismálum. Samband ungra framsóknarmanna ályktaði í vetur um rafbílavæðingu landsins og það er einn þáttur sem líta þarf til, auk fjölda annarra,“ seg- ir Sigurður Ingi og minnir á mik- ilvægi þess að draga úr kolefnisspori landsmanna t.d. með því að neyta ís- lenskrar framleiðslu. Morgunblaðið/Ómar Fordæmi Loftslagsmál eru ekki einkamál einstakra ríkja og telur utanríkisráðherra Ísland geta lagt sitt af mörkum. Vandamál allra  Afstaða forseta Bandaríkjanna í loftlagsmálum áhyggju- efni  Ísland getur svarað með því að sýna gott fordæmi „Enn og aftur sannar íslenskur landbúnaður gildi sitt, enda mikil- vægt að kaupa vörur sem ekki þarf að flytja langar leiðir á markaði. Auðvitað framleiðum við ekki allt hér en við eigum að nýta það sem við getum framleitt. Þá þurfum við einn- ig að efla skógrækt t.d. með bændum landsins.“ Tækifæri fyrir Kína Ingrid Kuhlman, félagi í París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ís- land standi við gefin loforð í Par- ísarsamkomulaginu, segir ákvörðun Donalds Trump vera mikið áhyggjuefni en um leið tækifæri fyrir aðrar þjóðir að stíga fram og taka forystu. „Kínverjar og Evrópusambandið hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna ákvörðunar Trumps og ljóst að bæði ríki ætla sér að taka forystu í loft- lagsmálum,“ segir Ingrid og bendir á að milljónir starfi við grænan iðnað m.a. í Bandaríkjunum og því mikið í húfi efnahagslega fyrir ríki að helt- ast ekki úr lestinni. „Ísland þarf að spýta í lófana þótt margt sé vel gert hér á landi. Við mengum t.d. of mikið miðað við höfðatölu,“ segir Ingrid. Loftlagsmál » Bandaríkin hafa sagt sig frá Parísarsamkomulaginu. » Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni standa við samkomulagið. » Evrópusambandið og Kína vilja taka forystu í loftlags- málum enda mikið í húfi. »Margt þarf að gera betur á Íslandi þó að margt sé vel gert. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Hansakaupmenn&Marsípan sp ör eh f. Haust 8 Í þessari glæsilegu ferð ætlum við að fræðast um heimsborgina Hamborg og fallegustu borg Norður-Þýskalands Lübeck, sem báðar teljast til hinna þekktu Hansaborga. Í Hamborg siglum við um gamla vöruhúsahverfið við höfnina og sjáum hina stórfenglegu tónlistarhöll Elbphilharmonie, en í Lübeck fræðumst við um marsípangerðina sem þessi miðaldabær er hvað frægastur fyrir. 26. september - 1. október Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 148.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Við erum rétt að átta okkur á þessari niðurstöðu, við erum að sitja yfir því hvernig hún mun birt- ast í verklagi og endurmati. Það er ljóst að við verðum að meta hvert mál fyrir sig,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, um nið- urstöðu Hæsta- réttar í máli VR gegn Vinnu- málastofnun í gær. VR og einn félagsmaður þess höfðaði mál gegn Atvinnuleys- istryggingasjóði, Tryggingasjóði, sjálfstætt starfandi einstaklingi, ís- lenska ríkinu og Vinnumálastofnun vegna styttingar á tímabili atvinnu- leysisbóta úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Styttingin var talin óheimil enda skerti hún bótarétt félags- manna í VR sem þáðu atvinnuleys- isbætur 31. desember 2014 eða sóttu um slíkar bætur 1. janúar 2015 og eftir það. Óvíst hversu margir fá bætur „Það eru auðvitað einhverjir sem kunna að hafa orðið fyrir skaða og fá hann bættan, en það er ekki öruggt að það séu einhver hundruð manna. Það þarf að setj- ast yfir það,“ segir Gissur. Hann segir jafnframt að Vinnu- málastofnun sé byrjuð að yfirfara hverjir gætu átt von á bótum. „Við munum reyna að flýta þessari vinnu eins og kostur er,“ segir Gissur og bætir við að vænta megi svara í næstu viku um fjölda og upphæðir. Þá mun Vinnumálastofn- un funda með velferðarráðuneytinu á næstu dögum. „Við eigum eftir að fara yfir þetta með ráðuneytinu sem ber ábyrgð, að hluta til, á þessari lagasetningu og meta hver kostnaðurinn er.“ Áminning um vönduð vinnu- brögð við lagasetningu Hann segir að stofnunin sé byrjuð að áætla hvernig hún muni tækla málið og segir niðurstöðu Hæstaréttar vera áminningu um vandaðri vinnubrögð. „Þetta er svo sem sérstakt mál og kannski áminning um að það er nauðsyn- legt að vanda sig við lagasetningu.“ Vinnumálastofnun skoðar hverjir eiga rétt á bótum Morgunblaðið/Ómar Bætur Vinnumálastofnun segir að málið muni skýrast í næstu viku.  Stytting bóta- tímabils óheimil Gissur Pétursson Anna Sigríður Einarsdóttir Magnús Heimir Jónasson Af þeim 15 dómurum, sem í vikunni voru skipaðir í nýjan Landsrétt, eru átta núverandi héraðsdómarar. Samkvæmt upp- lýsingum frá dómsmálaráðu- neytinu verða stöðurnar aug- lýstar í haust og verða nýir dóm- arar ráðnir frá og með 1. janúar 2018. Af þeim héraðsdómurum sem skipaðir voru í Landsrétt eru sex úr Héraðsdómi Reykjavíkur og er þar Ingveldur Einarsdóttir talin með sem er skráð í leyfi á vef Hér- aðsdóms Reykjavíkur en hún er settur hæstaréttardómari um þessar mundir. Ásamt Ingveldi fara úr Hér- aðsdómi Reykjavíkur Arnfríður Ein- arsdóttir, Ásmundur Helgason, Hervör Þorvaldsdóttir, Jón Finn- björnsson og Ragnheiður Harð- ardóttir. Mun fara yfir málið Þá eru tveir dómarar úr Héraðs- dómi Reykjaness skipaðir í Lands- rétt en það eru þau Ragnheiður Bragadóttir og Þorgeir Ingi Njáls- son, sem er jafnframt dómstjóri dómsins. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, einn þeirra fjögurra umsækjenda, sem hæfisnefnd hafði talið hæfasta í starfið, en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti út fyrir aðra umsækjendur, íhugar nú að leita réttar síns vegna ákvörðunar ráðherra. „Ég mun fara yfir málið,“ sagði Jóhannes Rúnar í samtali við mbl.is í gær. Spurður um hversu langan tíma hann hygðist taka sér til að skoða málið svaraði hann því til að hann þyrfti að afla sér gagna áður en lengra væri haldið. Átta stöður héraðsdómara lausar í haust  Dómarar úr héraðsdómum í Landsrétt  Jóhannes íhugar að leita réttar síns Jóhannes Rúnar Jóhannsson Hálendisvegir opna í fyrra fallinu þetta árið. Dettifossvegur eystri og norðurhluti Kjalar hafa opnað. Einn- ig er búið að opna út í Flateyjardal en Norðurfjörður er enn lokaður. Vegagerðin og Umhverfisstofnun birtu kort um ástand fjallvega á heimasíðu Vegagerðarinnar í gær. Slík kort hafa stofnanirnar lagt fram frá árinu 1989. Dettifoss eystri og norðurhluti Kjalar. Jón Jónasson, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni, segir kort yfir ástand fjallvega væntanlega detta út á næstu árum. „Á kortinu er hægt að sjá allar leiðir sem enn eru notaðar. Hálendisleiðir eru ekki allar inni á korti Vegagerðarinnar um færð á landinu. Skyggðu svæðin á kortinu sýna þær leiðir sem enn eru lokað- ar.“ Jón segir kortagerðina vera hálfgert „hjálparstarf“ við Vatnajök- ulsþjóðgarð og bæjarfélög sem eiga vegi á hálendinu en hafa ekki tök á að fylgjast með þeim og skrá stöð- una. Hann segir ferðaþjónustuaðila og fleiri nýti sér kortið og fylgist með stöðunni á hálendinu. Jónas bendir á að allir vegir séu meira og minna lokaðir eins og vana- lega. „Einhverjir eru í fyrra fallinu eins og norðurhluti Kjalar sem hefur að meðaltali opnast 9. júní en opnar nú viku fyrr.“ Fjallvegir opnast viku fyrr en í meðaltalsári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.