Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 4
’
Það borgar sig að skila hjólunum á sinn stað, en
þeir sem skila ekki eftir notkun eða skemma hjólið
eiga von á allt að þúsund evra sekt. Þetta segir Svanhvít
Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Þetta þekk-
ist einnig í Bretlandi, en þar er sektin allt að 300 pund.
INNLENT
ANDRI STEINN HILMARSSON
ash@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017
Hjólað í borginni og í borgina
Um miðjan þennan mánuðeiga Reykvíkingar og gest-ir þeirra von á mikilli sam-
göngubót; borgarhjólum, sem oft
eru kölluð Boris Bikes, eftir hinum
skrautlega og geðþekka Boris John-
son, fyrrverandi borgarstjóra Lund-
úna. Fólk getur hoppað á hjólin á
einum stað og af því á öðrum, en
hjólastöðvarnar verða átta talsins á
víð og dreif um borgina og hjólin
hundrað fyrst um sinn.
Gjaldið verður 400 krónur fyrir
fyrsta hálftímann en 600 krónur
fyrir hvern hálftíma eftir það.
Greiða þarf fyrir leiguna með
kreditkorti.
Margir borgarbúar fagna þessari
nýjung en aðrir eru uggandi og
ósáttir við borgaryfirvöld. Reynsla
annarra borga er að allt að 90 pró-
senta samdráttur verði hjá hjóla-
leigum við tilkomu borgarhjóla sem
þessum, til dæmis í Lundúnum.
Þetta segir Stefán Helgi Valsson,
eigandi Reykjavík Bike Tours, sem
gerir út hjólaferðir ásamt því að
leigja hjól, yfirleitt til erlendra
ferðamanna. Hann kveðst búinn
undir mikinn samdrátt í viðskiptum.
„Mér þykir undarlegt að borgin sé í
þessu,“ segir hann. „Þeir skaffa átta
bestu staði borgarinnar, til dæmis
Ráðhúsið og Skólavörðuholtið. Þar
sem allir ferðamennirnir eru.“
Rekstur hjólastöðvanna var hins
vegar aldrei boðinn út. Í mars á síð-
asta ári auglýsti Reykjavíkurborg
eftir áhugasömum rekstraraðilum.
Fjórir lýstu sig áhugasama og
fundaði borgin með þeim í kjölfarið,
þar sem borgin fór yfir áherslur
sínar og þeir áhugasömu fóru yfir
hugmyndir sínar. Þar á meðal var
fyrirtækið JCDecaux á Íslandi, sem
m.a. rekur biðskýlin fyrir strætis-
vagna. JCDecaux er með stærstu
fyrirtækjum í heimi í hjólaleigu, en
það rekur hjólaleigur í 70 borgum.
„Það var ekkert vitað um hvað
hjólin yrðu mörg eða hvenær ætti
að framkvæma þetta,“ segir Einar
Hermannsson, framkvæmdastjóri
JCDecaux á Íslandi, um fundinn
með borginni. Danskur sérfræð-
ingur kom til landsins til þess að
sitja fundinn með fyrirtækinu.
„Borgin vissi ekki hvort þetta ættu
að vera sjálfvirkar stöðvar eða hálf-
sjálfvirkar. Við vildum ekki taka
þátt í því, en sögðumst vilja taka
þátt í útboði þegar þar að kæmi. En
svo varð aldrei útboð og allt í einu
var WOW komið inn í myndina.“
Einar segir það sérstakt að
rekstur hjólastöðvanna hafi ekki
verið boðinn út í ljósi þess að JC-
Decaux sé um þessar mundir að
búa sig undir útboð á rekstri
strætóskýlanna á næsta ári, þar
sem rökin fyrir útboðinu eru að þar
sé borgin að láta eftir borgarland.
„Meginástæða þess að borgin fer
með strætóskýlin í útboð er að þau
standa á borgarlandi,“ segir hann.
Í svörum frá Jóni Halldóri Jónas-
syni, upplýsingafulltrúa Reykjavík-
urborgar, segir að enginn þeirra
fjögurra aðila sem funduðu með
borginni vegna hjólaleigunnar hafi
verið tilbúinn að leggja fram bind-
andi tilboð um afnot af borgarlandi
síðastliðið vor. „Í haust höfðu tveir
aðilar samband við borgina og lýstu
yfir áhuga á rekstri hjólaleigu.
Þessum tveimur aðilum var einnig
boðið að leggja fram tilboð á sama
hátt og þeir sem voru á undan þeim
og skilaði annar þeirra, WOW, til-
lögu til borgarinnar í mars 2017. Í
kjölfarið var gerður samningur við
WOW um afnot af borgarlandi,“
segir Jón Halldór.
Samningur Reykjavíkurborgar
og WOW air felur í sér úthlutun á
borgarlandi sem WOW air greiðir
fyrir, en er þó ekki sérleyfissamn-
ingur um rekstur á hjólaleigu. Hins
vegar skuldbindur borgin sig til að
úthluta ekki leyfum fyrir veru
hjólaleiga annarra aðila í hundrað
metra radíus við hjólaleigustöðvar
WOW.
Einar segir það hafa komið sér
verulega á óvart þegar hann sá að
borgin hefði gengið til samninga við
WOW air án útboðs. „Við hefðum
tekið þátt í útboðinu,“ fullyrðir Ein-
ar. „Okkur reiknast til að tekjur
WOW geti numið allt að 60 millj-
ónum á ári,“ segir hann og bætir við
að þá sé virði auglýsingarinnar fyrir
WOW látið ótalið.
Drepur litlu karlana
Stefán Helgi segir það ósanngjarnt
að Reykjavíkurborg útvegi WOW
citybike forskot umfram aðrar
hjólaleigur án þess að útboð hafi
farið fram. „Þetta er svona eins og í
blaðburðinum í gamla daga. Sum
hverfi voru betri en önnur, og sum
horn betri en önnur,“ segir Stefán,
sem hefur áhyggjur af því að WOW
air sé fyrst og fremst að fara af stað
með hjólaleiguna til að auka sýni-
leika fyrirtækisins. Hann á von á
því að WOW air niðurgreiði þjón-
ustuna með verði sem hann geti
ekki keppt við. „Það er eiginlega
verið að drepa okkur litlu karlana.“
Boris Bikes setja svip sinn á
Lundúnir. Eflaust má segja
það sama um bleiku
WOW-hjólin sem eru
væntanleg í mánuðinum.
Ljósmynd/Birt með leyfi
Rekstur hjólastöðva var ekki boðinn út hjá Reykjavíkurborg. Ein stærsta hjólaleiga heims í yfir 70 borgum skilaði ekki bindandi
tilboði í reksturinn þar sem hugmyndir borgarinnar um hjólaleiguna voru óljósar. Fyrirtækið ætlaði að taka þátt í útboði.
Hjólastöðvarnar átta verða allar
í kringum miðbæ Reykjavíkur.
Sú vestasta við Vesturbugt á
Granda, syðst í Nauthólsvíkinni
og alveg að Laugardalslaug og
Húsdýragarðinum til austurs.
Aðrar stöðvar verða við Hall-
grímskirkju, Hlemm, ráðhús
Reykjavíkur og Lækjartorg.
Í minnisblaði frá árinu 2014 er
það tekið skýrt fram að mark-
hópur hjólaleigunnar sé allir, þ.e.
borgarbúar, innlendir og erlend-
ir ferðamenn og fólk á leið í og
úr vinnu.
Samningur Reykjavíkurborgar
við WOW air gildir út árið 2018
en með möguleika á framleng-
ingu til ársins 2020. Ekki er gert
ráð fyrir fjárgreiðslum af hálfu
borgarinnar til WOW air vegna
verkefnisins og greiðir WOW
stöðugjöld og afnotagjöld og
eins er WOW air gert að reka
hjólaleigustöðvarnar hið
minnsta sex mánuði á ári.
Opið minnst sex
mánuði á ári
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn