Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 31
Mengunin hvarf ekki við þá samþykkt, en það varð bara svo miklu auðveldara að uppfylla skilyrðin. Tímasetningar sem hafðar voru til viðmiðunar voru notaðar með sama hætti. Þær hentuðu okkur Íslend- ingum mjög illa, því að það sem við höfðum þegar gert umfram aðra, var fyrir vikið ekki metið eins og vert væri og eðlilegt. Ísland virðist nú af einhverjum óútskýrðum ástæðum hafa hengt sig aftan í ESB í málinu. (Hver ákvað það?) Nú vitna yfirvöld hér nið- urlút og beygð í það, að ESB muni ekki „viðurkenna“ endurheimt votlendis sem fullnægjandi aðgerð, þótt vísindin geri það. Gæti Jón pírati ekki notað tækifær- ið utan þings til að spyrja hvað ESB kæmi það „fokk- ing“ við? Of lítil heilindi Í umræðunni eru þeir þó fordæmdir mjög sem eru sagðir neita að fylgja vísindunum möglunarlaust. Tímasetningar ákveðnar í Kyoto og síðar voru mjög heppilegar fyrir Evrópu. Þá var Þýskaland að sam- einast. Yfirgengilega mengandi verksmiðjuhrúgöld af öskuhaugum kommúnismans lokuðust hvert af öðru. Ekki af því að nú hefðu allir áhyggjur af meng- un. Heldur af því að þessi starfsemi stóðst ekki eftir að niðurgreiðsla hætti og átti þá minni en enga mögu- leika í samkeppni. Ógrynni verksmiðja lokaði, og hefði gert það jafnhratt óháð loftslagssáttmálum. Allt þetta fékk Þýskaland til frádráttar! Og í sáttmál- unum var leyft margvíslegt brask, þar sem þjóðir gátu keypt sér losunarvottorð með því að fá viður- kenningu t.d. í Rússlandi um að mengandi stóriðja hefði lokað. Urðu menn að halda slíkum hrúgöldum gangandi þar til að braskið hafði gengið í gegn í hverju tilviki. Allt var þetta mjög ógeðfellt og dró úr trúverðugleika aðgerða og stakk þó mest í stúf við væmnar hátíðarræðurnar á ráðstefnunum. Áhyggj- urnar, sem menn þóttust hafa, litu öðruvísi út þegar glitti í kúnstirnar sem notaðar voru til að sleppa bil- lega. Það er auðvitað mjög óviðeigandi að ríki séu lát- in komast upp með ómerkilegar leikbrellur af þessu tagi, þegar hinum vísindalega grundvelli er óspart veifað á milli atriða. Hroki er ekki vísindaleg aðferð Hitt er annað mál að um þann grundvöll er enn tölu- vert deilt og sú umræða er alls ekki í nægjanlega góð- um farvegi. Bréfritari er þeirrar skoðunar að lofts- lagsmál og fullyrðingar vísindamanna um hlýnun jarðar hljóti allur heimurinn að taka mjög alvarlega. Það eru enn skiptar skoðanir um margt í þeim fræð- um og umræðum sem tengjast málaflokknum. Það er nauðsynlegt að hlusta eftir slíkum sjónarmiðum og greina um hvað ágreiningurinn snýst. Það á ekki að vera marktækur ágreiningur eða deila um vel mæl- anlega þætti. Því verður ekki neitað, að hitastig á jörðinni hefur farið hækkandi síðustu áratugi. Sumir mótmæla þó uppgefnum tölum og telja að ekki sé samfella í þessari hitun og fram hjá því sé horft. Sjálf- sagt er að fara málefnalega yfir þau sjónarmið og gera um leið ákveðnar kröfur um að þeir sem gagn- rýni niðurstöður langflestra útgefinna rannsókna geri það með vísindalega marktækum hætti. Ella láti þeir það vera. Ágreiningurinn Hinn raunverulegi ágreiningur stendur miklu fremur um það, hvort hlýnunin stafi af umsvifum mannsins á jörðinni eða reglubundnum eða óreglulegum sveiflum sem eru þekktar langt aftur í tímann. Hlýnun af þessu tagi og mun meiri hefur oft orðið áður og ekki sýnilegt eða líklegt að maðurinn eða aðrar dýrateg- undir hafi borið ábyrgð á því. Þetta umræðuefni er áhugavert og ber að ræða málefnalega. Enda varðar málið miklu. Stafi hlýnunin nú ekki frá bralli manns- ins á hans stutta jarðneska skeiði, og þá einkum þess- ar síðustu fáu aldir, nær málið ekki lengra. Því þá er nokkuð augljóst að núverandi þróun verður ekki breytt með því að maðurinn bæti hegðun sína. Þeir, sem þrá léttu leiðina ljúfu út úr öllum vanda, freistast til að halla sér að þessari niðurstöðu. Það sé ekkert við þessu að gera og því best að leiða það hjá sér. En umræðuna verður þó að taka af fullri einurð. Það verður ekki annað sagt að það hefur skaðað möguleika á því að ná öflugri samstöðu, sem er nauð- synlegt eigi árangur að nást, að sumir helstu tals- menn í málaflokknum hafa haldið honum í eins konar trúarlegum farvegi. Þeir, sem viðra önnur sjónarmið, eru uppnefndir. Kallaðir „afneitarar“. Í sumum öflugum trúarbrögðum nútímans, sem fara víða sínu fram, geta þeir sem afneita réttri trú átt dauðan vísan. Mildari útgáfan í loftslagsmálum eru „efasemd- armenn“. Það er óþarft og illa gert svo mikilvægum málstað að fella hann inn í farveg trúar og telja þá sem ekki samþykkja allt undanbragðalaust villuspámenn, sem óþarft sé að virða svars. Vafalaust er að þeir sem hafa mjög ríka hagsmuni af því að ekki verði þrengt að starfsemi þeirra vegna ótta við hlýnun jarðar, telja fjármunum vel varið við að ráða vísindamenn í sína þjónustu og í þágu síns málstaðar. En í fyrsta lagi eru ekki allir þeir vísindamenn sem viðrað hafa ólík sjón- armið launaðir erindrekar hagsmunaafla. Og jafnvel þeir sem eru það eiga að fá áheyrn, beiti þeir vísinda- legum aðferðum við að undirbyggja sinn málstað. Þótt kostirnir væru tveir er annar enn betri Þekkingu á náttúruvísindum hefur fleygt fram á síð- ustu árum. Tækjabúnaður af fullkomnustu gerð gerir mönnum kleift að fylgjast með þróuninni, bæði stað- bundið og utan úr geimnum. Auðvelt er að fylgjast með ís og jöklum. Þeir, sem telja vísindalegan grund- völl ekki nægjanlegan fyrir þeim afgerandi spám og fullyrðingum sem vekja fólki svo mikinn ugg verða að leggja fram heilsteypt, vísindaleg og trúverðug sjón- armið. Mjög stór hópur velmetinna vísindamanna leggja nafn sitt og heiður við niðurstöðuna um hlýnun af völdum mannsins. Staðreyndin er einnig óneitanlega sú, að áhættan af því að hafast ekki að er bersýnilega meiri en sú að bregðast við á grundvelli þeirra upplýsinga sem aflað hefur verið með vísindalegum aðferðum, þótt ein- hverjir telji að draga megi hluta ályktana í efa. Þar við bætist, að þótt ýmsir þættir náttúruverndar falli ekki beint að hættu sem fylgir hraðri hlýnun andrúmslofts þá eiga aðgerðirnar góða samleið um margt. Um það verður naumast deilt að fjölgun mannkyns, aukin neysla og stórvaxandi framkvæmdageta reynir á þolrif jarðarinnar og möguleika tegundanna. Á það er stundum bent, sem innlegg í þessa umræðu, að eitt „sæmilegt“ eldgos á Íslandi þurrki út afraksturinn af stjórnvaldaaðgerðum í loftslagsmálum til margra ára, ef ekki áratuga. Þótt þetta kunni að vera rétt og satt og þá mjög nöturlegt, þá eru það samt ekki rök fyrir því að maðurinn geri ekki allt sem hann má til að tryggja sjálfum sér, öðrum dýrategundum og gróðri jarðar bærilega framtíð á þessum hnetti. Þótt miklu hafi verið kostað til þegar, hefur ekki tekist að koma manninum upp varahnetti. Þessi verður því að duga í þúsund ár eða milljón. Það getur iðulega verið þægilegt að koma sér upp góðri afsökun fyrir að gera ekki neitt. En hún verður að vera mjög góð. Morgunblaðið/RAX 4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.