Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017 H var værum við án Donalds Trump mætti spyrja. Vafalítið kæmi svarið fljótt frá mörgum: „Miklu betur stödd.“ Nýtur hann aldrei sannmælis? Trump heldur enn vel í traustustu stuðningsmenn sína vestra, þótt almennar vinsældamælingar líti ekki vel út. Ekki síst þegar niðurstöður þeirra eru bornar við stöðu annarra forseta á sama tímapunkti þeirra forsetatíðar. En þó er rétt að hafa í huga jafnframt að slíkar mæl- ingar segja litla sögu um hversu gifturíkir forsetarnir reyndust. En einn hópur er til sem gæti vart neitað því, að lífið yrði óneitanlega flóknara og meira fyrir því haft, án Trumps. Það eru fjölmiðlarnir vestra og jafn- vel víðar. Ekki síst „the mainstream media“ sem er samheiti yfir suma öflugustu fjölmiðlana, einmitt þá sem þykja allir hafa vel merkjanlega vinstri slagsíðu, í mismiklum mæli þó. Úttektir óháðra greinenda sýna að allt að 90 prósent meginfrétta þessara fjölmiðla af forsetanum eru undir neikvæðum eða mjög neikvæð- um formerkjum. Enginn forseti í síðari tíma sögu hefur mátt búa við slíkt andóf fjölmiðla frá fyrsta degi. Daglega er nýjum sprengifréttum slegið upp á for- síður eða í meginfréttatímum stöðva. Allar eru sagðar byggjast „á traustum nafnlausum heimildum í stjórn- kerfinu“ og hefur slíkum fréttum fjölgað gríðarlega og langt umfram það sem áður taldist boðlegt fyrir blöð og aðra fjölmiðla. Með öðrum orðum er látið eins og stjórnkerfið mígleki, þar með taldar meginleyn- þjónusturnar þrjár. (Á Íslandi eltist opinberi refsi- vöndurinn mánuðum saman við að finna út, hver kom efnislega réttri og nauðsynlegri frétt í fjölmiðla). Vandinn við framangreinda leka, frá „traustum nafnlausum heimildum“ vestra er sá, að stór hluti þeirra hefur reynst fleipur eitt, uppspuni frá rótum, og þó náð að tröllríða umræðunni frá morgni til mið- nættis heima og heiman. Einn fjölmiðillinn, „stór og virtur“ birtir fyrstur og þá hafa allir hinir afsökun fyr- ir að taka átt í leiknum. Aðeins einum fjölmiðli varð á, hinir hlutu að treysta upplýsingum svo vandaðs mið- ils! Þegar leiðréttingin kemur loks er hún lítt sýnileg og vekur enga athygli því að það er komin ný sprengja á forsíðuna. Hinir „virtu“ fjölmiðlar, sem gengið hafa til þessa leiks, réttlæta það með því, að Trump sé beinlínis hættulegur, bæði Bandaríkjunum og heimsbyggðinni, og sú staðreynd helgi tilganginn sem aftur helgi með- ulin. Eins og fyrr sagði er traust almennings í Bandaríkj- unum á Trump lægra en var á fyrirrennurum hans eða um 40% eða rétt rúmlega það. Það stendur þó miklu hærra en traustið sem almenningur hefur á þeim fjölmiðlum sem telja sig handhafa sannleikans í skiptum við forsetann. Donald trompar út og allt trompast Nýjasta fagnaðarhátíð fjölmiðlanna í Trumpfréttum stendur yfir núna eftir að Trump tilkynnti að hann myndi afturkalla aðild Bandaríkjanna að svo kölluðu Parísarsamkomulagi um loftslagsmál. Þetta kom enn meira á óvart, því þetta var loforð sem Trump hafði gefið kjósendum sínum ótal sinnum, en flestir alvöru stjórnmálamenn hafa lengi litið á það sem vanmátt- armerki að efna kosningaloforð sín. En hvernig getur Trump framið þennan gerning með einu pennastriki? Hvert stórmennið af öðru hefur sagt síðasta sólar- hringinn að þetta sé eitt mesta stórmál aldarinnar og varði mannkynið allt. Var ekki Obama forseti búinn að undirskrifa stórvirkið og fá staðfest á sínu þingi, eins og önnur aðildarríki samningsins höfðu gert? Nei, ekki alveg. Obama lét sér nægja „forseta- tilskipun“ og slík gildir aðeins jafnlengi og næsta for- seta hentar. Eins og minnt hefur verið á undirritaði Clinton for- seti Kyoto-sáttmálann, þann fyrsta af slíkum, þótt hann vissi að EKKI EINN þingmaður öldungadeild- arinnar styddi þá gjörð. En hann fékk klapp fyrir og sagt var að þetta væri a.m.k. táknrænt. Obama lagði málið ekki heldur fyrir þingið til staðfestingar. Því þótt stuðningur við slíkan sáttmála hafi aukist úr engu í þinginu þá vildu demókratar þar ekki fá málið þangað fyrir þing- og forsetakosningar. Nú eru allir búnir að gleyma því, að Bush yngri felldi Kyoto-undirskrift Clintons úr gildi. Það varð uppistand þá í einhverja daga út af því og sumir boð- uðu heimsendi eins og sumir gera núna. Vandinn er sá að þótt málstaðurinn sé stór og góður þá er lofts- lagssamningur ekki það galdratæki hjálpræðis sem talað var um í hátíðarræðum. Hann snýst um meg- inmarkmið og vinsamleg fyrirheit undirskriftarríkj- anna, sem enginn er samt í rauninni bundinn af. Þess vegna gat Obama skrifað undir og sleppt því að láta þennan milliríkjasamning fyrir þingið. Það er ekki stjórnlagabrot í Bandaríkjunum að skrifa undir samning við eða með öðrum þjóðum ef samningurinn er ekki bindandi fyrir Bandaríkin, aðeins óskalisti. Samningurinn er fyrir vikið mun veikari en ella og því var töluverð andstaða við að hafa hann í því formi. Mun lausbeislaðra en látið var Því er nú fagnað að Kína og Indland séu með í lofts- lagssáttmála núna. En eru þau með? Kína fær frest til að byrja á því að gera eitthvað sem mælist eftir svo sem 15 ár frá undirskrift. Trump myndi skrifa undir slíkan samning á morgun. Jafnvel í gær. Almenn mengun hjá Kínverjum er orðin slíkt stórmál fyrir al- menning þar, að það getur orðið til þess að þeir geri eitthvað fyrr en eftir 15 ár. En það hefur ekkert með samkomulagið að gera. Fyrirvarar Indverja eru svo stórbrotnir að það er mjög vafasamt að hægt sé að telja þá með. Það er ekkert „apparat“ til að fylgja eft- ir hástemdum yfirlýsingum Parísarfundarins. Það eru auðvitað til fylgi við „apparöt,“ sem kosta sitt, en þau hafa hvorki boðvald né refsivald gagnvart einum eða neinum. Afríka bendir á að sú álfa þurfi að fá að auka sína mengun verulega áður en hægt sé að fara að gera sömu kröfur til hennar og þróaðra ríkja og nýlenduvelda sem fóru ránshendi um lönd sem þau höfðu slegið eign sinni á. Löndin þar voru fengin til að vera með að nafninu til með loforðum um mikil fjárframlög til þeirra og áttu Bandaríkin ein að greiða þrjá milljarða dollara af því. Ýmsir óttast að stór hluti slíkra framlaga hljóti sömu örlög og stór hluti þróunarframlaga hefur hlot- ið áratugum saman í löndum sem ekki búa við stjórn sem lýtur lögum eða lýðræði. Bandaríkin höfðu þegar greitt 1 milljarð dollara í þetta „verkefni,“ en Trump hefur skrúfað fyrir. Samt er hamrað á því í sumum fjölmiðlum að ákvörðun hans um að hverfa frá Par- ísarsamkomulaginu fái ekki gildi fyrr en eftir tæp fjögur ár! Undantekning sannar reglu Ótal undantekningar eyða henni Það þurfti að teygja heilbrigða skynsemi út og suður áður en samstaða náðist meðal „40 þúsund fulltrúa“ (!) í París, því að margir (jafnvel flestir) fengu að vera með sín prívat látalæti í málinu. Það er ekki í fyrsta sinn. Enn er flest óljóst um hina íslensku fram- kvæmd. Allir muna hvernig innanlandsflug ríkja var á sínum tíma undanþegið mengunarskilmálum lofts- lagssamþykkta. Evrópusambandið ákvað svo að flug á milli ríkja inna ESB væri í rauninni innanlandsflug. Allt orkar koltvímælis þá gert er, en síður sé ekk- ert gert, sagði karlinn ’ Því er nú fagnað að Kína og Indland séu með í loftslagssáttmála núna. En eru þau með? Kína fær frest til að byrja á því að gera eitthvað sem mælist eftir svo sem 15 ár frá undirskrift. Trump myndi skrifa undir slíkan samning á morgun. Jafnvel í gær. Reykjavíkurbréf02.06.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.