Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 21
skýrir Linda og bætir við að fjöl- skyldan sé gífurlega ánægð með ákvörðunina, sem tekin var í sam- starfi við arkitektinn í fjölskyldunni, Björn Skaptason. Linda notar snjallforritið Insta- gram mikið og er mjög virk þar. Hún segist jafnframt sækja mikinn inn- blástur úr forritinu. „Það er svo ótrú- lega þægilegt app til að sækja sér innblástur, vista hjá sér hugmyndir, skoða áfram svipaðar hugmyndir og fara svo beint inn á Instagram-síðu fyrirtækja og jafnvel kaupa hlutinn, allt án þess að fara út úr appinu.“ Spurð hvar parið versli helst inn á heimilið segir Linda það mjög fjöl- breytt og bætir jafnframt við að þau versli bæði innanlands og utan. „Ég vanda valið vel áður en ég versla inn á heimilið og hugsa mikið um orkuna sem kemur frá þeim hlutum sem ég kaupi, hún þarf að vera jákvæð og góð. Mér finnst voða notalegt að vera með mikið af blómum á heimilinu, innan og utandyra, Gróðrarstöð Ingi- bjargar í Hveragerði er þar í miklu uppáhaldi hjá mér. Nýlega keypti ég nokkur veggspjöld hjá Svörtum fjöðrum, en ég hreinlega elska vegg- spjöldin hjá þeim.“ Linda segir eldhúsið tvímælalaust eftirlætisstað fjölskyldunnar á heim- ilinu. Fjölskyldan eldar mikið saman og segir hún þriggja og hálfs árs son þeirra hafa jafnframt gaman af því að taka þátt í eldamennskunni. Spurð að lokum hvort eitthvað sé í eftirlæti í hverfinu nefnir Linda fyrst og fremst náttúruna í kring. Enda út- sýni yfir hafið og mikil gróðursæld í hverfinu. „Það er yndislegt að labba hér um í hverfinu. Þú ert rétt svo komin út úr húsinu þegar þú ert kom- in inn í algjöra náttúruparadís. Gönguleiðir, fallegir fossar og hestar svo fátt eitt sé nefnt.“ Stofan er ákaflega rúmgóð. Sófaborðið málaði Linda, en það kemur úr fjölskyldunni. Baðherbergið er stílhreint og bjart. Þaðan er inngengt í þvottahúsið. Linda Benediktsdóttir sækir mikinn innblástur í Instagram. Barnaherbergið er bjart og skemmtilegt. Mottan er frá hönnunarhúsinu OYOY en náttborðið frá Kartell. Linda er fagurkeri fram í fingur-góma, bæði þegar kemur aðmat og heimilinu. Hún er eig- andi vefsíðunnar www.lindaben.is þar sem hún leggur áherslu á að blogga um og mynda góðan mat og fallegt heimilið. Auk þess er hún eigandi vef- síðunnar www.makkaronur.is þar sem hún bakar makkarónur og selur, ásamt því að vera matarbloggari fyrir Kost. Linda segir stílinn á heimilinu ein- faldan, stílhreinan og fágaðan en á sama tíma svolítið afslappaðan. „Mér finnst skipta máli að heim- ilisfólkinu líði vel á heimilinu. Við Ragnar, maðurinn minn, keyptum þetta hús fokhelt og höfum innréttað það frá grunni. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að hafa heimilið stíl- hreint en á sama tíma hlýlegt. Við vildum hafa alla fasta hluti svo sem innréttingar og annað sem mest klassískt og tímalaust, elta svo tísku- bylgjur með smáhlutum á heimilinu. Við vildum hafa gott flæði á heimilinu og því færðum við til dæmis borðstof- una þannig að hún væri betur tengd stofunni og tengdum saman eldhús og borðstofu með því að láta innrétt- inguna flæða yfir allan vegginn,“ út- Hjónaherbergið er stílhreint en hlýlegt og fallega innréttað. 4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Borðstofu­ skápur. Ómeð­ höndluð eik og gler í hurðum. 99.995 kr. 199.990 kr. Borðstofuborð. Ómeðhöndluð eik. 100 x 240 cm. 89.990 kr. 179.990 kr. Borðstofustóll. Svart Bonded­ leður og eikarfætur. 9.995 kr. 19.990 kr. AFSLÁTTUR 50% CASTELLO EXTRA TILBOÐ CASTELLO LÍNAN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.