Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 24
HEILSA Erfitt getur reynst að ná sandi úr handklæðum. Edik gerir þar krafta-verk, losar bæði sandinn og drepur bakteríur. Því er gott að dýfa handklæðunum í edik og setja þau svo í þvottavélina. Handklæðið á sólarströndinni 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017 Foreldrar í Þýskalandi sem bólusetja ekki börnin sín geta sætt sektum allt að 2.500 evrum, eða um 280.000 íslenskum krónum. Heilbrigðisráðherra þar í landi sagði þetta vera nauðsynlegt til að herða lögin vegna mislingafaraldurs. Móðir þriggja barna dó í síðastliðinni viku vegna mislinga. Ríkis- stjórnin vill að leikskólar tilkynni um þá for- eldra sem geta ekki sýnt fram á að þeir hafi bólusett börnin sín. Í Þýskalandi hefur það þó ekki enn verið skilgreint sem brot á lög- um að hafna bólusetningu, eins og er á Ítal- íu. Börn þeirra foreldra sem ekki bregðast við bólusetningarráðgjöf geta hins vegar átt í hættu á að vera rekin úr dagvistun. Lögin taka gildi nú í júní. Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin WHO eða segir að fara ætti yfir mislingasögu barna áður en þau byrja í skóla og þau sem ekki geti sýnt fram á tvær sprautur eigi að fara í bólusetningu. MISLINGAR Bólusetning skylda í Þýskalandi Í Þýskalandi hafa greinst 410 tilvik af mislingum það sem af er 2017, en 325 allt árið 2016. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hef-ur lengi unnið í því forvarnarstarfi aðkenna fólki að þvo sér rétt um hend- urnar. Bæði erlendis og hérlendis því þrátt fyrir greiðan aðgang að sápu og vatni virðist fólk ekki vera að nota það á réttan hátt, sem getur skipt sköpum við að stöðva útbreiðslu ýmissa sýkinga, svo sem inflúensu, niðurgangs og augnsýkinga. BBC greindi frá stórri rannsókn fyrir helgi sem náði til 3.000 manns í Bandaríkjunum og Brasilíu, en hún leiddi heldur hættulegar nið- urstöður í ljós fyrir heilsu almennings. 10% aðspurðra slepptu því alfarið að þvo sér um hendur eftir salernisferðir og 33% notuðu aldrei sápu. Í þessari sömu rannsókn komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að við snert- um ýmiss konar yfirborð hluta í almennum rýmum um það bil þrisvar sinnum á klukku- stund og snertum munn okkar og nef örlítið oft- ar. Með þessu komast bakteríur auðveldlega of- an í vit okkar, en þess má geta að smit með snertingu er langalgengasta smitleið sjúkdóma, algengari en úðasmit. Ekki er vitað til að gerð hafi verið rannsókn hérlendis á handþvotti en rannsóknir um víða veröld á handþvotti gefa til kynna að skortur á handþvotti sé ekki aðeins vandamál vanþróaðri ríkja heldur einnig Vesturlanda. Þannig kom fram í tímaritinu European Cleaning Journal fyrir nokkrum árum að 32% Breta þvo sér ekki um hendurnar og af þeim sem þó gera það nota aðeins 42% sápu. Þá hafa rannsóknir sýnt að skortur á hreinlæti veldur dauða meira en 3.000 Dana á hverju ári. Það ætti því ekkert endilega að gera ráð fyrir því að Íslendingar séu í betri málum. Hitinn skiptir ekki máli En hvernig á að þvo hendurnar og hversu lík- legt er að við erum að gera það rétt? Margir telja að að hiti vatnsins skipti miklu máli við handþvott og í bandarískri könnun töldu 70% að hann hefði veruleg áhrif. Stað- reyndin er sú að til að heitt vatn ætti að gera raunverulegt gagn við handþvott yrði það að vera sjóðandi heitt, þar sem margar bakteríur þola mun meiri hita en hendur manns þola án þess að fá brunasár. Önnur bandarísk rannsókn sem sneri að því að skoða bakteríur á höndum fólks eftir að það hafði meðhöndlað hrátt kjöt og þvegið sér um hendurnar með misheitu vatni sýndi að það skipti engu máli hvort vatnið var heitt eða kalt, bakteríurnar voru jafnmikið til staðar. Hitinn á vatninu skiptir því í raun mestu máli upp á það hversu lengi við þvoum hend- urnar. Ef vatnið er of heitt eða of kalt er lík- legra að við höfum styttri þolinmæði í þvottinn, svo að mátulega og þægilegt heitt vatn er best. Svona gerir þú þetta Það er sem sagt sápan sem er aðalmálið en ekki síður hvernig hún er notuð. Þannig ætti í raun aldrei að þvo sér með skartgripi. Þegar fólk þvær sér um hendur án þess að taka hringana af skilur það oft eftir bakteríur sem leynast þar undir, jafnvel mikil óhreinindi. Þau svæði sem oftast vilja gleymast en luma oft á óhreinindum eru svæðið milli fingranna, fingurgómar og neglur. Ef rétt er farið að og hendurnar þvegnar hátt og lágt mun hefðbundin sápa og vatn fjarlægja 90% af bakteríum á höndum og það ætti alla jafna að vera nóg nema fólk starfi við matvæla- framleiðslu eða á sjúkrahúsi þar sem eru notuð aukalega sótthreinsandi efni. Margir velja sérstaklega handsápur og al- mennt hreinsiefni sem eru merkt þannig að þau hafi sérstakt bakteríudrepandi efni. Efnið í þessum vörum er oftast triclosan, en nokkrar rannsóknir hafa sýnt að það gerir ekkert um- fram það sem venjuleg sápa gerir til að bægja burt bakteríum og getur í raun verið skaðlegt. Þeir sem kunna að þvo sér vel eru ekki gull- tryggðir því nokkrum sekúndum síðar geta þeir eyðilagt þvottinn með því að menga hendurnar að nýju við þurrkunina. Skítugt handklæði er þar oftast orsökin en einnig þurrkar fólk stund- um of fast með pappírsþurrkum, særir húðina og þá eiga bakteríur greiðari gang. Margir telja að þeir séu alveg öruggir ef þeir láti hendurnar í blásara eða þorna sjálfar en það er misskiln- ingur. Blásarinn er oft lengi að þurrka og marg- ir hafa ekki þolinmæðina en fólk þarf, miðað við meðalblásarann, að bíða í 45 sekúndur eftir að hendurnar þorni. Þá hefur verið bent á það að kröftugustu vélarnar geti dreift bakteríum auð- veldlega þegar hendur eru ekki nægilega vel þvegnar – óhreinundum er blásið um salernin. Bakteríur berast auðveldar með vatni, svo að ef þú snertir hluti með aðeins örlítið votar hendur ertu líklegri til að smitast af bakteríum. Það sem vísindamenn víða um heim hafa því leitt í ljós síðustu misserin er að sápan og vatn, á því hitastigi sem þú kýst sjálfur, skiptir mestu máli og heima hjá þér þarftu að passa að skipta oft um handklæði. Á opinberum stöðum eru pappírsþurrkurnar áskjósanlegastar. Smit með snertingu er lang- algengasta smitleið sjúk- dóma, algengari en úðasmit. Thinkstock Meirihlutinn þvær sér ekki rétt Ónógur handþvottur er ekki aðeins vanda- mál vanþróaðri ríkja. Á Vesturlöndum er stór hluti fólks sem ekki þvær sér rétt eða hreinlega sleppir því eftir salernisferðir. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Flest snjallúr eru góð í að mæla púls en léleg í að mæla kaloríubrennslu, samkvæmt rannsókn sem fram- kvæmd var af Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Nið- urstöður gefa til kynna að fólk ætti að fara varlega í að nota úrin til að ákvarða hvað það eigi að borða. Ná- kvæmni sjö úra var könnuð með 60 sjálfboðaliðum, en þeir voru fengnir til að ganga, hlaupa og hjóla. Rann- sókn leiddi í ljós að sex af sjö úrum sem voru prófuð voru góð í að mæla púls þeirra sjálfboðaliða sem voru með úrið, með undir 5% villuhlutfall. Þetta voru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Band, PulseOn og Mio Alpha 2, en Samsung Gear S2 var með ögn hærra villuhlutfall, eða um 6,8%. Þegar kalo- ríubrennsla var könnuð kom í ljós að öllum úrunum skeikaði um meira en 20%. Rannsakendur segja að þetta sé vandamál ef fólk borði samkvæmt því hve miklu það brennir yfir daginn. Einnig sé mjög mikill munur á kaloríubrennslu á milli fólks, en það fer eftir stærð og þyngd þess. Því sé varhugavert að taka of mikið mark á kaloríufjöldanum sem úrin birta. Snjallúr geta haft jákvæð áhrif á virkni fólks þrátt fyrir ónákvæmni. Á ÉG AÐ BORÐA ÞENNAN ÍS? Snjallúr ónákvæm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.