Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 14
HEILSA
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017
Hvenær fór að bera á ofþyngd hjá þér?„Ég hef í raun alltaf verið of þung-ur. Svo var það svona um sextán,
sautján að það fór allt úr böndunum.“
Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú
þyngdist og af hverju þetta fór úr böndunum?
„Nei, í rauninni ekki. En ég er matarfíkill.
Ég er ekki nammigrís, en matarfíkill.“
Varstu alltaf að reyna að grenna þig?
„Já, já, það var oft reynt. Og það var ekkert
mál að taka af sér þrjátíu kíló bara sísvona.
Það fór hratt. En svo kom þetta alltaf aftur.
Og alltaf meira.“
Aðalsteinn segist hafa verið kominn í 120 kg
strax um sextán ára. Spurður hvernig honum
hafi liðið á þeim tíma segist hann lítið hafa tek-
ið eftir þessu sjálfur. „Fólk var ekkert of dug-
legt að benda mér á það, þannig að það var
ekki fyrr en of seint að ég tók eftir þessu.“
Hvað er það þyngsta sem þú hefur verið?
„Tæp 190 kíló. Maður var orðinn ansi stór.
Ég fór að finna fyrir því í hittifyrra. Ég gat
ekki labbað hálfa Smáralindina. Þá var ég al-
veg búinn, rennsveittur og illt í hnjánum. Ég
hef alltaf verið hraustur, sem hefur kannski
aftrað því að ég hafi tekið alvarlega á málunum
fyrr. Líkaminn hefur ekki fundið fyrir því en
svo kom þetta bara allt í einu. Þá var líkaminn
greinilega að segja stopp.“
Fannst þér fólk horfa á þig?
„Já, svona undir lokin. Ég fór upp í 150, 160,
170. En svo frá þeirri þyngd og upp í tæp 190 var
þvílíkur munur í ummáli. Þegar ég fór upp í það
var fólk farið að horfa. Ég var svo miklu stærri.“
Hvernig var að gera venjulega hluti, eins og
að sitja í flugvél?
„Það var náttúrulega vandræðalegt. Ég fór
út í hittifyrra þegar ég var upp á mitt versta.
Þá var setið á rófubeininu,“ segir Aðalsteinn
og útskýrir að hann hafi þurft að tylla sér
fremst í sætið þar sem hann komst ekki á milli
armanna. „Svo voru bara sett föt yfir svo það
sæist ekki að ég væri ekki í belti af því að belt-
ið fór ekkert utan um mann, ekki einu sinni
með framlengingunni. Og ef maður var að
drífa sig og henti sér inn í bíl, þá braut maður
bara miðjuna. Hugurinn fylgdi ekki alveg.“
Hvað hefur þú reynt að gera til að létta þig?
„Ég reyndi stundum að fara í ræktina en
það var of hægur árangur. Svo reyndi ég tvisv-
ar að fara á lágkolvetnakúrinn og hann þrusu-
virkar,“ segir hann en bætir við kílóin hafi allt-
af komið aftur.
Aðalsteinn segir að mataræðið hafi farið úr
böndunum; bæði voru skammtarnir allt of
stórir og svo var ekki alltaf hollustan í fyrir-
rúmi. „Ég fór stundum út í sjoppu og keypti
hamborgaratilboð með fjórum hamborgurum
og frönskum og öllu. Þetta var bara minn
kvöldmatur, ég var kominn með svo rosalega
stóran maga,“ segir hann og viðurkennir að
hann hafi oft reynt að fela það hversu mikið
hann borðaði í raun. „Maður skammaðist sín
náttúrulega svo mikið. Það fylgir þessu svo
mikil skömm þegar þetta er komið út í svona
rosalegar öfgar. Þegar þú ert farinn að borða
svona mikið er það sem segir þér að þú sért
saddur orðið svo brenglað.“
Þú varst þá ekkert saddur af einum ham-
borgara?
„Það var bara forréttur! Það var orðið svo
slæmt þarna undir lokin að stundum þegar
manni var boðið í mat byrjaði maður á því að
koma við í sjoppu. Bæði til að vera viss um að
vera saddur og líka til að vera ekki ókurteis og
borða of mikið í matarboðinu. En ég var alltaf
sá sem sat lengst og í raun fór ég ekkert fyrr
en borðið var orðið tómt. Ég var alveg botn-
laus. Þetta er bara fíkn eins og hver önnur.
Nema þetta er auðvitað fíkn sem sést.“
Aðalsteinn ákvað í byrjun árs 2016 að eina
úrræðið væri að fara í aðgerð og valdi hann að
fara í magaermina.
Hvernig fréttirðu af þessari aðgerð?
„Ég er frá Ólafsfirði og það eru held ég flestir
Ólafsfirðingar búnir að fara í magabandið,“ segir
hann og brosir. „Það hefur alltaf verið talað mik-
ið um þetta í kringum mig, kannski viljandi.
Þannig að ég pantaði tíma hjá Auðuni og ég
sagði honum að ég væri í raun kominn á botninn
og því væri ég kominn til hans. Þá vissi ég ekk-
ert um neitt annað en magabandið og hjáveituna
en ég sagðist ekki vilja hjáveituna og vildi band-
ið. Þá horfði hann svona á mig, af því að ég var
svo stór, og sagði mér frá erminni. Í rauninni átti
ég ekki mikið eftir og ég þurfti að fara í aðgerð
þar sem ég myndi léttast mikið og hratt.“
Heldurðu að þú hafir verið kominn í lífshættu?
„Mér fannst það á honum, já. Ég var reynd-
ar ekki kominn með sykursýki, sem kom lækn-
um alltaf á óvart.“
Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan Aðalsteinn
fór í aðgerðina þar sem meirihluti maga hans
var fjarlægður.
Ég var alveg
botnlaus
Aðalsteinn Reykjalín er þrítugur flugvirkjanemi. Hann átti
lengi í baráttu við yfirþyngd og varð þyngstur um 190 kíló. Þá
ákvað hann að botninum væri náð og fór í magaermiaðgerð.
Nú, fimmtán mánuðum síðar, líður honum stórvel og hefur
misst nánast helming þyngdarinnar, eða 90 kíló.
Gréta var orðin 120 kíló aðeins 19 áragömul. Hún fór til Bretlands og varau pair-stúlka hjá Auðuni og konu
hans, sem einnig er læknir. Segist hún þá hafa
farið að forvitnast um magabandið. „Ég fór
hægt og rólega að kynna mér þetta. Auðuni
fannst ég fullung en ég var fljótt harðákveðin
í að fara í aðgerðina.“
Ef við spólum lengra til baka, varstu of
þung sem barn?
„Nei, ég var alltaf rosa fín. Það var svona
upp úr fimmtán ára að ég fór að þyngjast.
Reyndar var ég alltaf með hærra BMI en vin-
konur mínar og upplifði mig svakalega feita,
þó að ég hafi verið í kjörþyngd. Svo fannst
mér ég ekkert fitna fyrr en ég var allt í einu
orðin mjög feit. Þetta er mjög skrítið, mér
fannst ég ekki svo rosalega feit eins og ég sé í
dag á myndum að ég var orðin. Ég auðvitað
forðaðist allar vigtir og klæddi þetta mikið af
mér,“ segir Gréta. „Svo var ég orðin tæp 120
kíló þegar ég fór á vigt eftir að hafa forðast
hana í rosalega langan tíma. Ég hélt að ég
væri svona 90-95, og mér brá svakalega.“
Hún dregur upp símann og sýnir blaða-
manni myndir af sér og er hún óþekkjanleg.
Hvernig finnst þér í dag að horfa á þessar
myndir?
„Ég man hvað það var alltaf erfitt að hafa
sig til, það var allt ómögulegt. Þetta var svo
mikið vesen. En ég var alltaf samt ánægð þeg-
ar ég leit í spegil. En það var svona tilfinning;
að þetta væri „as good as it gets“. Ég var
aldrei ánægð með að vera svona feit en ég var
heldur ekkert að brjóta mig niður. En ég vildi
ekki vera svona.“
Fannst þér þú borða meira en aðrir?
„Mér fannst það aldrei! En eftir á að hyggja
borðaði ég miklu meira en allir aðrir. Í dag
borða ég svipað og vinkona mín sem er í kjör-
þyngd en þá skildi ég ekki af hverju ég var
feitari en hún. Mér fannst ég borða jafn mikið
en þá var ég kannski búin að borða samloku
með skinku og osti klukkutíma áður en við
fórum út að borða. Svo var ég líka að borða
mörgum sinnum á dag.“
Gréta fór í magabandsaðgerð í október 2010
og sér ekki eftir því.
„Í dag er ég svo fegin að ég var ekki að
draga þetta. Ég var búin að prófa Herbalife,
ég var búin að prófa OA, búin að prófa einka-
þjálfun og matarprógramm og ætlaði alltaf að
Bandið gaf mér
stjórn á mataræðinu
Gréta Halldórsdóttir er 26 ára flugfreyja hjá WOW air.
Hún var orðin 120 kíló þegar hún fór í magabands-
aðgerð og hefur lést um rúm 50 kíló.
Morgunblaðið/Ásdís
Gréta var ein af fyrstu Íslend-
ingum til þess að fá magaband,
en hún fór í aðgerð fyrir tæp-
um sjö árum. Hún hefur haldið
sér í kjörþyngd síðan, fyrir ut-
an þegar hún gekk með barn,
og er alsæl með magabandið.