Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 29
4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Allianz Arena í München
Stórlið Bayern München lék lengi á Ólympíuleikvangi borgarinnar en núverandi
leikvangur, Allianz Arena, var tekinn í notkun 2005. Ásýnd vallarins er glæsileg;
ytri byrðið er úr uppblásnum loftpúðum og hægt að lýsa upp í mismunandi lit-
um. Leikvangurinn er rauður þegar Bayern leikur þar, blár þegar 1860
München á heimaleik og hvítur þegar landslið Þýskalands mætir til leiks! Skoð-
unarferðir eru daglega og kosta 19 evrur fyrir fullorðna, um 2.000 krónur.
AFP
Emirates í London
Heimavöllur Arsenal frá 1913 til vors 2006 var gamli, góði Highbury í Isl-
ington-hverfinu í norðurhluta Lundúnaborgar. Um haustið flutti liðið sig um
set og hreiðraði um sig á Emirates, stórglæsilegum leikvangi sem er aðeins
steinsnar frá þeim gamla, eins og sjá má á myndinni. Útveggur gömlu aðalstúk-
unnar á Highbury var verndaður og stendur óbreyttur en á svæðinu er nú fal-
leg íbúðarbyggð og útigarður þar sem grasvöllurinn var. Boðið er upp á dag-
legar skoðunarferðir um Emirates-leikvanginn, verð er 22 pund fyrir
fullorðinn, 2.800 krónur.
AFP
Old Trafford
í Manchester
Manchester United er uppáhaldslið
fjölda Íslendinga en hægt er að mæla
með því við alla áhugamenn um fót-
bolta sem koma til borgarinnar að
skoða Leikhús draumanna, eins og
þetta glæsilega mannvirki er kallað.
Það hefur stækkað mikið og breyst
síðan sá sem þetta skrifar kom þar
fyrst fyrir nákvæmlega fjórum áratug-
um. Boðið er upp á skoðunarferðir
um leikvanginn nokkrum sinnum á
dag, þar sem m.a. er komið í búnings-
klefa heimaliðsins og glæsilegt safn
þar sem saga United er rakin. Ferðin
tekur 80 mínútur og kostar 18 pund
fyrir fullorðna, um 2.300 kr.
AFP
Stade Louis II í Mónakó
Fótboltavöllurinn er á fjórðu hæð, þar undir bílageymsla en í húsinu er fjölbreytt íþróttaaðstaða, m.a. 50 metra sundlaug,
íþróttasalur með sætum fyrir 2.500 áhorfendur, skrifstofur allra íþróttafélaga furstadæmisins og ólympíunefndar. Gamli
Stade Louis II-völlurinn var í flæðarmálinu neðan Le Rocher, klettsins þar sem furstahöllin er, en svæðið þar sem völl-
urinn er nú, íbúðabyggingar og hótel, er landfylling frá níunda áratugnum. Um hálftíma akstur er frá Nice en handhægara
að taka lestina. Skoðunarferðir um Stade Louis II eru í boði virka daga og kosta 5 evrur fyrir fullorðna, ríflega 500 kr.
Ferðamálastofa Mónakó
Anfield Road í
Liverpool
Heimavöllur Liverpool tók miklum
breytingum síðasta vetur þegar aðal-
stúkan – Main Stand – var stækkuð
gríðarlega og svæðið í kringum leik-
vanginn hefur tekið stakkaskiptum á
síðustu árum. Stemningin á vellinum
þykir einstök en líka er gaman að
koma þangað utan leiktíma. Daglegar
skoðunarferðir eru í boði og kostar
hefðbundin ferð 17 pund fyrir full-
orðna, um 2.200 kr. Farið er út að
vellinum, í búningsherbergin og víðar
og hægt að kynna sér glæsta sögu fé-
lagsins á safninu. Einnig er hægt að
kaupa skoðunarferð með gömlum
leikmanni en þær kosta 40 pund fyrir
fullorðna, um 5.000 kr.
AFP
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir