Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 12
HEILSA 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017 Magabönd og magaermar eru 99% afþví sem við gerum hér,“ segir Auð-un og útskýrir að aðgerðirnar tvær henti mismunandi hópum. „Magaböndin eru fyrst og fremst fyrir fólk með þyngdarstuð- ulinn 30-45 (BMI). Auðvitað er hægt setja magaband í þá sem þyngri eru en það er svolít- ið erfiðara að glíma við þegar þyngdarstuðull- inn er kominn hærra, þá þarf aðeins sterkari aðgerð til þess að ná góðum árangri og þess vegna erum við líka með magaermina. Svo er- um við með það sem heitir magablaðra, fyrir þá sem eru léttari og erum við ekki að nota hana mikið, helst þegar við erum að undirbúa mjög þungt fólk, 200 kíló eða yfir, sem þarf að létta sig fyrir skurðaðgerð,“ segir Auðun. 70.000 fullorðnir mælast með offitu Auðun segist vinna í samstarfi með sjúklingum varðandi hvaða aðferð þeir eigi að velja. „Þetta er fólk að leita eftir hjálp og það er mín laga- lega og siðferðilega skylda að skýra frá því hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Og í raun hafa Íslendingar nokkra möguleika. Eitt er að- gera enga aðgerð og halda áfram í ræktinni og vona að næsti danski kúr komi og bjargi öllu. En hjá mínu fólki, sem er með þyngdarstuðul yfir 35-40, og jafnvel með kæfisvefn og fleira, þá er árangurinn af slíku næstum því núll, ef litið er til lengri tíma. Það er ein meðferðin, að gera ekki neitt, og það eru allflestir sem kjósa það,“ segir Auðun. „Við skulum átta okkur á því að á Íslandi eru 70.000 fullorðnir með þyngdarstuðulinn yfir þrjátíu og mælast með offitu. Það er meira en helmingur Íslendinga í yfirþyngd, með þyngd- arstuðul yfir 25 og 28% í offituflokki en í Bandaríkjunum eru það yfir 30%. Og það er bara að versna. Það er áætlað að það séu um 7.000 til 12.500 manns hérlendis með sjúklega offitu og væru kandídatar í aðgerð,“ segir Auð- un. Miklir offitufordómar Hér á landi þurfa sjúklingar sjálfir að bera kostnað af aðgerðunum sem kosta á bilinu ein til ein og hálf milljón. „Eins og annars staðar í heiminum erum við bara að skera 1% af því fólki sem við gætum skorið, því miður. Þó að þetta sé eina áhrifaríka aðferðin og ekki bara það, heldur er hún mjög arðbær þjóðfélaginu. Ef þú tekur bara lyfin sem sykursjúkir þurfa og sparar það í fjögur ár, þá ertu komin með aðgerðina,“ segir Auðun. „Eftirspurnin er svo gríðarleg og það eru takmarkaðir peningar til í heilbrigðiskerfinu, það er því miður staðreynd að það er ekkert sérstaklega „sexy“ að vera með offitusjúkdóm. Það eru ákveðnir sjúk- dómar sem eru meira í „tísku“ og það er litið niður á þessa sjúklinga. Þeir þjást verulega mikið, og þeim er mismunað. Það er gríðarlegt verk að vinna þarna og offitufordómarnir eru miklir. Svo er gaman að sjá þegar fólk er búið að missa vigtina þá fær það sjálfstraustið aftur og það hellir sér út í lífið og líður betur.“ Magabandið virkar vel hérlendis Auðun segir magabandsaðgerðina gefa góða raun. Hann gerði rannsókn á 729 Íslendingum með magaband og sýndu niðurstöðurnar að á Mikilvægt að fyrirbyggja offitu Auðun Sigurðsson bjó í Bretlandi í áratugi og framkvæmdi þar þúsundir offituaðgerða, bæði magaermi og magabandsaðgerð- ir. Nú er hann fluttur heim og hefur nóg að gera að setja maga- bönd í Íslendinga sem hafa tekið þeim fagnandi. Auðun Sigurðsson hefur gert yfir sex þúsund magabandsaðgerðir og segir árangurinn góðan á Íslandi. Morgunblaðið/Ásdís Aðalsteinn gerir tvenns konar aðgerðir,hjáveitu og magaermi, og segir þærbáðar gefa góðan árangur. Einnig kjósa sumir magaslöngu, svokallaðan krana, og þarf einungis magaspeglun til að koma henni fyrir. „Í hjáveitunni er ekkert fjarlægt heldur einungis tengt framhjá. Í erminni er hluti magans fjarlægður en engar aðrar breyt- ingar gerðar á líkamanum. Sjúklingum finnst þessi staðreynd aðlaðandi og þeim finnst þetta minni aðgerð,“ útskýrir hann og segir báðar aðgerðirnar vera öruggar. Lækning við sykursýki Aðgerðirnar taka á milli 30 og 45 mínútur og eru gerðar með kviðsjártækni. „Í stað þess að kalla þetta offituaðgerðir er nú reynt að nota heitið efnaskiptaaðgerðir í staðinn, en með því er lögð áhersla á að báðar aðgerðirnar hafa gríðarleg áhrif á efnaskipti líkamans. Efna- skiptasjúkdómar eru hættulegustu sjúkdóm- arnir tengdir offitu, eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar og hár blóðþrýstingur. Báðar aðgerðirnar hafa reynst mjög góðar í baráttunni við sykursýki af gerð 2 – og þá sér- staklega hjáveitan. Ef þú ferð í hjáveitu eru 70% líkur að þú læknist af sykursýkinni og getir þar með hætt á lyfjum. Ef einstaklingur er með erfiða sykursýki geta læknar íhugað slíkar aðgerðir, jafnvel þótt sjúklingurinn sé ekki í yfirþyngd,“ segir Aðalsteinn og bætir við að þessi hlið málsins mætti vera sýnilegri í umræðunni um meðferð sykursýki á Íslandi. Missa 60-80% af ofþyngdinni Hvað er talið að fólk missi mikið af ofþyngd- inni við ermina? „Það er mikilvægt að skilja muninn á heildarþyngd og ofþyngd. Ofþyngd er allt sem er yfir 25 í BMI. Með erminni má gera ráð fyr- ir að um 60-65% ofþyngdar hverfi en í hjáveit- unni 75-80%.“ Hverjar eru neikvæðar hliðar ermarinnar? „Það er kannski óvissan um langtíma- árangur. Svo er hún ekki góð fyrir fólk með slæmt bakflæði og getur jafnvel valdið bak- flæði. Þeir sem fara í ermi þurfa hugsanlega að fara í magaspeglun á nokkurra ára fresti til eftirlits á neikvæðum áhrifum bakflæðis. Magaermin er ekki alveg eins kraftmikil og hjáveitan, þannig að þú getur ekki gert ráð fyrir að léttast alveg jafn mikið,“ segir hann. „20-25 ára reynsla er komin á kosti og galla hjáveitunnar. Einungis 7-8 ára reynsla er komin á ermina og menn hafa smá áhyggjur af því hvernig hún reynist til lengri tíma. Maginn getur þanist út aftur, eða líkaminn hugsanlega aðlagað sig á annan hátt sem minnkar árangurinn til lengdar.“ Enginn árangur af megrunum Af hverju er svona erfitt að léttast? „Enn og aftur erum við að tala um efnaskipti líkamans, þetta samspil á milli hormóna frá meltingarveginum og heilastöðva sem stýra því hvernig við umgöngumst mat, t.d. hvenær við erum svöng eða södd. Þetta eru gríðarlega öfl- ug boðkerfi. Ef við erum svöng er erfitt að segja: ég ætla ekki að borða núna, ég ætla ekki að borða meira. Þú borðar gjarnan þangað til þú finnur að þú sért að verða saddur. Annað vandamál er að ef við þyngjumst notar heilinn nýju þyngdina sem nýtt viðmið. Því miður still- ir hann ekki núllpunktinn niður aftur þótt við grennumst. Hann lítur svo á að við líðum nær- ingarskort og gerir allt til að auka þyngdina aftur,“ segir Aðalsteinn. Hann telur afar erfitt fyrir fólk í yfirþyngd að ná kjörþyngd upp á eigin spýtur. „Erfitt er að finna góðar rannsóknir sem sýna viðvarandi árangur á neinum aðferðum, eins og megrunum. Það er ástæða fyrir því að til eru 20 þúsund megrunarkúrar með nafni,“ segir Aðalsteinn. „Eitt gott dæmi er nýleg rannsókn þar sem fylgst var með öllum þátt- takendum í Biggest Loser í Bandaríkjunum í sex ár. Einungis tveir þátttakendur héldu náð- um árangri sex árum síðar; þar af hafði einn farið í hjáveituaðgerð eftir að hafa fengið 80% þyngdartapsins til baka. Þetta er klassískt dæmi. Ef fólk er mótíverað og með gott stuðn- ingskerfi í kringum sig geta allir létt sig. En því miður ná fáir að viðhalda þeim árangri og það er vandamálið.“ Eru allir offitusjúklingar matarfíklar? „Nei, alls ekki, langt því frá. Það er auðvelt að hafa sterkar skoðanir á þessum hópi. Við erum fljót að koma með sleggjudóma. Grunn- vandamálið hjá þessum einstaklingum er að Aðgerð borgar sig upp á tveimur árum Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir er öllum hnútum kunnugur hvað varðar offituaðgerðir. Hann telur magabandið ekki hent- ugan kost en segir að magahjáveita, magaermi og magaslanga hafi hjálpað mörgum. Hann telur að sjúklingar sem eru með BMI stuðul yfir 40 eigi að fá aðgerðir niðurgreiddar. Aðalsteinn segir að eina ráðið til að losna við offitu og halda henni af sé að fara í aðgerð. Hann tel- ur ekki ráðlagt að nota magaband og segir að víða erlendis sé sú aðgerð ekki valkostur lengur. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.