Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Góðir staðir eru til fuglaskoðunar á Akureyri og ná-grenni. Út er kominn bæklingur, með lýsingu á náttúru og fuglalífi, sem má sjá rafrænt á www.visitakureyri.is Viltu skoða fugla? 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017 REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Full búð af NÝJUMVÖRUM Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani Af Wikipedia Camp Nou í Barcelona Heimsókn á Camp Nou, heimavöll Barcelona, er vel þess virði eins og á reyndar við um alla þá leikvanga sem hér eru nefndir. M.a. er komið við í blaðamannastúkunni, þar sem frá- bært útsýni er niður á grasið, farið í búningsherbergi gestaliðsins, niður að vellinum og í varamannaskýlin og á leiðinni út er hægt að kíkja inn í litla kapellu þar sem leikmönnum gefst kostur á að fara með bænirnar sínar fyrir eða eftir leik. Svo er glæsilegt, mjög tæknivætt safn félagsins skoðað. Ferðir eru daglega og kosta 25 evrur fyrir fullorðna, 2.800 kr. Af vef FC Barcelona Santiago Bernabéu í Madrid Heimavöllur Real Madrid er einn sá glæsilegasti í Evrópu. Hann heitir eftir Santiago Bernabéu, goðsagnakennd- um forseta félagsins, sem var einmitt við stjórnvölinn þegar leikvangurinn var byggður, en hann var tekinn í notkun 1947. Mannvirkið hefur stækkað mikið og breyst síðan. Boðið er upp á daglegar skoðunar- ferðir þar sem m.a. er komið við í búningsherbergi heimamanna og á stórglæsilegu safni þar sem saga þessa sigursælasta félags Evrópu er rakin með nýjustu tækni. Verð fyrir full- orðna er 24 evrur, um 2.700 krónur.Af vef Real Madrid Gaman að fara á völlinn – allt árið Fjöldi Íslendinga fer utan að vetri, horfir á „sitt“ fótboltalið, upplifir oftast frábæra stemningu á leikjum og heldur iðulega í skoðunarferð um leikvanginn. Það getur líka verið gaman að fara á völlinn í sumarfríinu þótt leikmenn séu víðs fjarri. Hér eru nokkur dæmi um glæsilega og óvenjulega leikvanga. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Juventus Stadium í Tórínó Leikvangurinn í Tórínó er nýlegur. Stórlið Juventus og hitt borgarliðið, FC Torino, léku lengi á Stadio Comunale (sem nú er nefndur Stadio Olympico, eftir vetrarólympíuleikana sem haldnir voru í borginni 2006) en fluttu 1990 á völl kenndan við Alpafjöllin, Stadio delle Alpi. Hann var byggður fyrir heimsmeistaramótið sama ár en þótti hins vegar ekki vel heppn- aður, var rifinn 2009 og sá nýi byggður á sama stað. Heimaleikir Juventus fóru fram á Stadio Olympico til 2011, þegar flutt var á nýja völlinn. Mikill munur þykir að ekki er lengur hlaupabraut í kringum völlinn, áhorfendur eru nær grasflet- inum og stemningin miklu betri. Boðið er upp á skoðunarferðir um leikvang Juventus alla daga vikunnar nema þriðju- daga. M.a. er farið í búningsherbergin og glæsilegt safn félagsins skoðað. Verð fyrir fullorðna er 22 evrur, um 2.500 kr. Allianz Riviera í Nice Völlurinn í Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands er í sjálfu sér ekkert merki- legur; minni útgáfa af Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Íslendingar á ferð um Rivíeruna gætu þó haft gaman af því að koma við þar sem karlalandslið Íslands sló England út úr EM í fyrra með 2:1 sigri í 16 liða úrslitum. Þar skor- uðu Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson og að leikslokum stigu Eggert Magnússon og Dorritt Moussaieff ógleymanlegan sigurdans. Boðið er upp á daglegar skoðunarferðir, verð er 10 evrur fyrir fullorðna, rúmlega þúsundkall. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.