Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 2
Hvað felst í því að vera staðartónskáld?
Staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti fær það verkefni að
semja nýtt tónverk sem frumflutt er á hátíðinni. Ég samdi tvö lít-
il verk sem frumflutt verða af Hljómeyki nú um helgina. Verkin
eru æfð á staðnum í vikunni fyrir tónleika og staðartónskáldi
gefst kostur á að vinna það með kórnum. Oft eru eldri verk eftir
staðartónskáld flutt á hátíðinni.
Hvað er um að vera um helgina í Skálholti?
Um helgina verða tvö mjög spennandi tónleikaprógrömm
með kórnum Hljómeyki, flutt á laugardag kl 13 og kl 16.
Seinni efnisskráin er svo endurtekin á sunnudag kl. 14. Á fyrri
tónleikunum verður flutt stórt og mikið verk, Ljósbrot, eftir
John Speight fyrir kór og orgel, sérstaklega samið fyrir Skálholts-
kirkju með innblæstri frá gluggunum hennar Gerðar Helgadóttur
sem prýða kirkjuna. Á seinni tónleikunum eru styttri verk eftir
John Speight, Oliver Kentish, Bettinelli, Þóru Marteinsdóttur,
Tormis, Pärt, Holma, Messiaen ásamt frumflutningi á nýju verk-
unum eftir mig.
Fyrir hvaða atriði ert þú spenntust?
Ég er mjög spennt að heyra Ljósbrot í heild sinni og svo er alltaf
sérstök upplifun að heyra frumflutning á manns eigin verkum í
umhverfi sem þessu með eðalflytjendum.
Um næstu helgi verða tónleikar sem eru tileink-
aðir þér, hvað getur þú sagt okkur um það?
Tónlistarhópurinn Nordic Affect mun um næstu helgi flytja
nokkur af eldri verkum sem ég hef samið fyrir hópinn ásamt einu
nýju verki. Á síðustu árum hefur hópurinn pantað þónokkur verk
af mér og nú verða nokkur þeirra saman á einum portrett-
tónleikum.
Hver er munurinn á því að vinna sem sjálfstætt
starfandi tónskáld og að vinna með Amiinu?
Það er mjög ólíkt að starfa sem tónskáld og í hljómsveit. Það fylgir því
mikil einvera að semja tónlist til flutnings fyrir aðra. Í Amiinu fæðist tónlist-
in í samvinnu og samtali við hljómsveitarfélagana. Þar er lýðræði og mismun-
andi möguleikar eru prófaðir og ræddir. Það samtal gerist bara inni í hausnum
á tónskáldinu og sjaldan gefst kostur á að heyra útkomuna fyrr en verkinu er
lokið og það tekið til flutnings. Það er mjög ólík orka í því að semja tónlist sem
aðrir flytja og að búa til tónlist sem maður flytur sjálfur. Mér þykir mjög gott
að blanda þessu saman í minni vinnu, einverunni og því að vinna með öðrum.
Hvað er síðan næst á dagskrá hjá þér?
Næst á dagskránni er sumarfrí en í haust taka við upptökur á verkum í
Bandaríkjunum, tónleikaferðalög með Amiinu auk nokkurra verkefna
sem eru á bruggunarstigi ennþá.
Morgunblaðið/Golli
MARÍA HULD MARKAN SIGFÚSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Sigríður Rúna Þóroddsdóttir
Akureyrarsundlaug, því hún er svo
stór, þægilegt að synda í henni,
flottir pottar og æðisleg rennibraut.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds-
sundlaugin
þín?
Óðinn Rögnvaldsson
Laugardalslaug, því ég hef margra
ára reynslu þar.
Morgunblaðið/Nína
Kjartan Óli Helgason
Grafarvogslaug, út af rennibraut-
inni.
Elma Rut Valtýsdóttir
Árbæjarlaug, því maður kemst á
milli svæða án þess að fara upp úr
lauginni.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Einvera
og samvinna
góð blanda
María Huld er í hljómsveitinni Amiinu og er staðartónskáld
Sumartónleika í Skálholti sem byrja um helgina.
Nýverið var sagt frá því að byrjað væri að taka gjald fyrir að nota sal-erni á neðstu hæð Hörpu en það er algerlega sjálfsagt að rukka fyrirþessa þjónustu. Hinsvegar er það verðið sjálft sem er hægt að setja
spurningarmerki við en 300 krónur er dágóð upphæð. Ég hef oft farið á salerni
á meginlandi Evrópu sem þarf að borga fyrir og man ekki betur en það kosti
um 50 evrusent, eða um 60 krónur. 100 krónur hefði verið nær lagi. Þannig
hefði þessi þjónusta samt náð að vera hvað dýrust á Íslandi eins og svo margt
annað. Þetta er samt ekki einsdæmi en einnig eru rukkaðar 300 krónur á sal-
erni við Vesturgötu. Spurningin sem
vaknar er af hverju þarf allt að vera
svona dýrt á Íslandi? Er ekki nóg af
sögum þess efnis nú þegar? Nýverið
var það smurða rúnstykkið á Húsavík
sem kostaði 1.190 krónur (en var víst
ciabatta-brauð sem virðist vera ígildi
rúnstykkis á sterum) og tepokinn á
hótelinu sem kostaði 400 krónur en
var nú víst helber misskilningur.
Hann er þá margur misskilningurinn.
300 krónur til að pissa er samt
staðreynd og sú staðreynd er farin að
skila sér á hinn mikið notaða ferðavef
Tripadvisor.com. Einn gestur tekur
sérstaklega fram að þetta háa gjald
hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að gefa Hörpu fjórar stjörnur í stað
fimm og segir verðið „fáránlegt“. Nokkrir þeirra sem skrifa umsagnir segjast
jafnframt hafa verið rukkaðir fyrir salerni þrátt fyrir að eiga miða á tónleika í
húsinu.
Það er mikilvægt að það sé góður aðgangur að salerni og er Kaupmannahöfn
til fyrirmyndar í þeim málum. Stór og falleg almenningssalerni eru í mið-
bænum, til dæmis við Nýhöfn og við Amagertorg, mönnuð og vel hirt salerni,
sem er ókeypis að nota þó flestir kjósi að skilja eftir einhverja aura fyrir starfs-
fólk.
Það væri gaman að hafa sambærilegt almenningssalerni í miðbæ Reykjavík-
ur. Klósettaðstaðan sem var neðanjarðar við Bankastræti 0 var byggð árið
1930 en var lokað fyrir nokkrum árum. Nú er þarna pönksafn sem er skemmti-
legt heim að sækja. Ég hefði samt heldur viljað hafa salernin þarna áfram,
snyrtileg og mönnuð klósett sem greitt væri eitthvað smáræði fyrir að nota.
Undantekningin sem
sannar regluna? Hagstætt
verð á veitingastað við
Grettislaug í Skagafirði.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Af dýrum
salernisferðum
Pistill
Inga Rún
Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
’Einn gestur tekur sér-staklega fram að þettaháa gjald hafi orðið tilþess að hann hafi ákveðið
að gefa Hörpu fjórar
stjörnur í stað fimm og
segir verðið „fáránlegt“.