Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 12
HEILSA 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 Inni á stofunni, sem líkist mesthuggulegu hótelherbergi, er tví-breitt rúm, grjónapúðar á gólfi og stór plastlaug. Einnig má finna þar hægindastól sem þær ljósmæður kalla ömmustól. Á veggnum hanga átta polaroid-myndir af brosandi ungu fólki með nýfædd börn sín á milli sín. Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir er afar ánægð með að fæð- ingarstofan sé loks opnuð, en fæð- ingin hefur verið löng og ströng. Vantaði fleiri valkosti „Þetta er gert af hugsjón. Fæðing- arstofum hefur verið að fækka á landinu undanfarin ár og áratugi og langflestar fæðingar eru inni á Landspítala. Okkur fannst vanta fleiri valkosti. Ég og Arney (Þórar- insdóttir) ljósmóðir höfum verið í heimafæðingum síðan árið 2010 og fórum að reka okkur á það æ oftar að það vantaði svona stað fyrir þennan hóp, fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu sem höfðu ekki tækifæri á að fæða heima hjá sér. Við getum boðið upp á samfellda þjónustu, við kynnumst konunum og fjölskyldum á meðgöngunni, fylgjum þeim eftir og erum svo með þeim í fæðingunni og í sængurlegunni. Það hafa verið að leita til okkar konur utan af landi sem vantaði einhvern tengilið hérna. Okkur fannst agalegt að það væri enginn staður fyrir þessar konur og það var það sem ýtti okkur út í að opna hér. Þetta er búið að vera draumur margra ljósmæðra að opna svona fæðingarheimili. Þau eru til víða erlendis og það er mælt með að þau séu hluti af þjónustunni af því að Fæðing í friði og ró Hrafnhildur Halldórsdóttir, ljósmóðir og annar eigenda fæðingarstofunnar Bjarkarinnar í Síðu- múla, segir stofuna góðan valkost fyrir margar heilbrigðar konur sem ekki vilja fæða á spítala. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir er einn af stofn- endum Bjarkarinnar, fæð- ingarstofu í Síðumúla. Morgunblaðið/Ásdís ’ Við reynum að trufla ferlið sem allra minnst. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með að allt gangi vel fyrir sig þannig að ljósmóðirin er til staðar fyrir konuna, eins og hún þarf. Oft líður parinu bara ofsalega vel saman. útkoman er svo góð,“ segir Hrafn- hildur. „Það vantaði hérna og við ákváðum að láta reyna á þetta.“ Hrafnhildur segir að tvö ár séu lið- in frá því að ákvörðunin var tekin um að opna stofuna en allt tekur sinn tíma og það var fyrst í maí á þessu ári að draumurinn varð að veruleika. Ein fæðingarstofa er í húsnæðinu og segir Hrafnhildur það nægja, a.m.k. til að byrja með. Eftirspurnin er strax orðin mikil og er pláss fyrir aðra stofu ef þarf. „Við höfum verið að fá fyrir- spurnir alveg frá því að við fórum að undirbúa þetta og fundum strax að það var mikill áhugi og velvilji.“ Stutt á Landspítalann Á fæðingarstofunni er enginn læknir og ekki er boðið upp á mænurótar- deyfingu. „Við notum náttúrulegar verkjastillingar; vatn, nálastungur og nudd,“ segir Hrafnhildur og út- skýrir að ef fæðingin þarfnast lækn- isfræðilegra inngripa flytjist konan á spítalann en það sé sjaldan. „Ef fæðingin dregst á langinn eða konan telur að hún þurfi meiri verkjastillingu flytjum við hana upp á Landspítala,“ segir hún. „Það er alltaf hluti kvenna sem flyst þangað og það er miklu algengara þegar konur eru að fæða sitt fyrsta barn, eða rúmlega þriðjungur þeirra,“ segir Hrafnhildur og bend- ir á að ekki sé langt að fara úr Síðu- múla á Landspítalann ef þörf er á. Parið fær gott næði Fyrirkomulagið er þannig að ávallt eru tvær ljósmæður við fæð- inguna og þar af hefur a.m.k. önn- ur þeirra fylgt konunni í gegnum mæðraeftirlit. Þannig þekkir konan, eða parið, þá ljósmóður sem tekur á móti. Hrafnhildur segir að þær reyni að láta parinu líða sem best; vera til staðar en trufla lítið. „Við reynum að trufla ferlið sem allra minnst. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með að allt gangi vel fyr- ir sig þannig að ljósmóðirin er til staðar fyrir konuna, eins og hún þarf. Oft líður parinu bara ofsalega vel saman og gott að leyfa þeim að fá gott næði þó auðvitað fylgjumst við með hjartslætti barnsins. Hér er ró og friður.“ Heimafæðingar og fæðingar á Björkinni eru greiddar af sjúkra- tryggingum en konur sem fæða á Björkinni þurfa að greiða lágt að- stöðugjald. „Þetta á að vera fyrir alla.“ Dagur litli sefur vært í gömlumSilver Cross-vagni í stof-unni. Hann er rétt mánaðar- gamall og dafnar vel hjá foreldrum sínum Fríðu og Þorsteini. Dagur er eitt af átta börnum sem fæðst hafa á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Síðu- múla er viðtalið var tekið. Fengu bæði nálastungur Forsagan af þeirri ákvörðun að eiga barnið þar er sú að foreldrarnir fóru á fæðingarnámskeið þar um miðjan maí. „Það var vinapar okkar sem von átti á barni á svipuðum tíma sem skráði okk- ur á námskeiðið en svo eignuðust þau barnið fyrir tímann þannig að við fór- um ein. Við vissum ekkert hvað var þarna og mættum bara. Það var ekki fyrr en leið á námskeiðið að við áttuð- um okkur á því að við værum á fæðing- arstofu,“ segir Þorsteinn en þau héldu að þar væru einungis húsakynni til námskeiðahalds. Fram að þeim tíma hafði Fríða ver- ið í mæðraeftirliti á Seltjarnarnesi en ljósmæðurnar hjá Björkinni tóku við henni þegar hún var kominn 36 vikur á leið. „Við náðum í raun bara tveim- ur mæðraskoðunum hjá þeim áður en hann fæddist,“ segir Þorsteinn. „Við fengum nálastungur í mæðraskoðun. Meira að segja ég fékk nálastungur!“ segir hann. „Til að slaka á,“ segir Fríða og hlær. „Það var bara yndislegt. Við lágum þá í rúminu þar sem hún seinna átti Dag í. Það gerði þetta ennþá yndislegra,“ segir hann. Fríða nefnir að gott hafi verið að kynnast stofunni fyrirfram. „Við fengum að taka inn rýmið, tengjast því,“ segir Fríða. Þau segjast fljótlega eftir nám- skeiðið hafa ákveðið að eiga barnið þarna. „Sérstaklega líka af því að maður vinnur með ljósmæðrunum og fær að kynnast þeim áður og myndar traust. Sem mér finnst mjög mikil- vægt,“ segir Fríða. „Þegar við vorum búin að kynna okkur starfsemi Bjarkarinnar vorum við bæði viss um að þetta væri eitt- hvað fyrir okkur. Fjölskyldur okkar voru ekki endilega á sama máli. Af því að þarna er ekki læknir. Reyndar tók mamma Fríðu þessu mjög vel því hún hafði eignast sitt fyrsta barn á Fæð- ingarheimilinu á Eiríksgötu og segir það hafa verið bestu fæðinguna af fjórum. En það tekur aðeins fáeinar mínútur að komast undir læknis- hendur ef eitthvað gerist,“ segir Þor- steinn. „En við vorum alveg viss. Hitt kom ekki til greina eftir að við kynnt- umst Björkinni.“ Fæðingin yndisleg upplifun Nóttina sem Fríða fékk hríðir hringdi Þorsteinn í ljósmóðirina. Hún kom heim til þeirra til að meta stöðuna og fóru þau þaðan upp á fæðingarstof- una um klukkan sjö um morguninn. Drengurinn fæddist nokkrum tímum síðar, 52 cm, 13 merkur og alheil- brigður. „Alveg fullkominn,“ segir Fríða. Þar dvöldu þau fram eftir degi og fóru svo heim með drenginn. Þau segja bæði að fæðingin hafi verið dásamleg upplifun. „Ljósmæðurnar eru þarna til staðar en það fer ekki mikið fyrir þeim. Þær voru ekki að segja Fríðu hvað hún ætti að gera, heldur leyfðu henni að taka við hríð- unum. Þannig var það líka strax eftir fæðinguna. Hann fór bara beint á bringuna á Fríðu og við lágum þarna og hlógum og grétum til skiptis. Svo bara fóru þær og leyfðu okkur að vera í friði í langan tíma, það var ekk- ert verið að vigta og mæla strax,“ segir hann. Fríða tekur í sama streng. „Þetta var yndislegt. Við vor- um bara með kertaljós og okkar tón- list og þetta var í raun alveg stórkost- legt,“ segir Fríða. „Ég er ekkert mjög hrifin af spítölum og er viss um að ég hefði stífnað upp að vera þar með einhverjum sem ég þekkti ekki,“ segir hún. Bókin hans Dags Þorsteinn segir Dag hafa komið sem sólargeisla inn í líf þeirra eftir erfiða tíma en móðir hans lést í apríl eftir baráttu við krabbamein, aðeins 55 ára gömul. Eftir lát hennar fóru þau í gegnum þúsundir ljósmynda sem hún skildi eftir sig og fundu þau þá gamla minningabók sem fólk skrifar gjarn- an í staðreyndir og skemmtilegar minningar um ungbarn sitt. Bókina hafði móðir hans keypt fyrir tuttugu árum þegar hún gekk með þriðja barn sitt, drenginn Dag. Því miður missti hún fóstrið eftir hálfa með- göngu. „Því var bókin alveg auð. En þetta er bókin hans Dags. Þannig var það aðeins nafnið Dagur sem kom til greina hjá okkur og nú á okkar Dag- ur þessa bók,“ segir Þorsteinn og sýnir blaðamanni dagbókina sem ber þess merki að vera frá öðru tíma- skeiði. „Þetta hefði verið fyrsta blóð- skylda barnabarn mömmu. Hún fékk að vita nafnið áður en hún kvaddi. Henni þótti mjög vænt um það. Það var mjög tilfinningarík stund. “ Hlógum og grétum til skiptis Fríða Dís Guðmundsdóttir og Þorsteinn Surmeli eignuðust frumburðinn sinn Dag Þorsteinsson Surmeli 2. júní síðastliðinn. Drengurinn er eitt af fyrstu börnum sem fæðast á fæðingarstofunni Björkinni í Síðumúla í Reykjavík, nýrri fæðingarstofu sem var opnuð í maí. Segja þau upplifunina hafa verið dásamlega. Móðir Þorsteins, sem lést nýlega, missti barn eftir hálfa meðgöngu fyrir tuttugu árum. Barnið átti að fá nafnið Dagur og hafði hún keypt dagbók fyrir hann. Gamla dagbókin er nú bókin hans Dags. Fríða og Þorsteinn eignuðust frumburð sinn Dag á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Síðumúla. Morgunblaðið/Ásdís ’Hann fór bara beint ábringuna á Fríðu ogvið lágum þarna og hlóg-um og grétum til skiptis. Svo bara fóru þær og leyfðu okkur að vera í friði í langan tíma, það var ekkert verið að vigta og mæla strax.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.