Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2017
Nú stendur yfir hátískuvika í París en þar sýna hönnuðir hátísk-
una fyrir veturinn 2017-2018. Einstaklega mikið er lagt í fatnað-
inn sem sýndur er og mikið gert í höndunum. Mörg tískuhúsin
sýna brúðarfatnað eða föt sem eru við hæfi brúða og er vel hægt
að fá innblástur með því að skoða myndir frá hátískuvikunni. Á
meðfylgjandi myndum má sjá að ýmiss konar skraut fyrir hár
og andlit er áberandi og ljær fatnaðinum ævintýralegan blæ.
Brúðarklæði á
hátískuviku
AFP
Ævintýralegt hárskraut og
andlitsskraut er á meðal þess
sem sjá má á hátískuviku í París.
Fallegt höfuðskraut getur gert mikið. Hér má sjá myndir frá sýningum Zuhairs Murads og Elie Saab (í miðið).
Jean Paul
Gaultier.
Frumleg
notkun á
perlum.
„Jafnvel íslensk hross eru farin að ferðast loftleiðis
landa og heimsálfanna á milli,“ segir í frétt um
hrossaútflutning sem birtist 3. maí árið 1960 en
fyrirsögnin er „Á vorhaga í Kanada eftir 8 stundir“.
„Skelfing eru þau ósjálfbjarga, þar sem þau
þjappa sér saman um borð í bifreiðinni, eins og til
að leita styrks hvert hjá öðru,“ stendur þar og svo
er hleðslunni lýst.
„Forklyftu með grindakassa á örmunum, er ekið
upp að flugvélinni. Fyrsta bifreiðin ekur aftur á bak
að forklyftunni, dyr eru opnaðar og jarpt höfuð,
með stór, dökk augu birtist í gættinni. Höfuðið
hverfur þó skjótt inn aftur því Litla-Jörp vill af
tvennu illu, fremur dvelja hjá félögum sínum í bif-
reiðinni, heldur en að leggja út í óvissuna,“ segir
þar en allt gekk þó upp að lokum.
„Risavaxinn flugþjónustumaður klifrar upp á
kassann og ýtir á lend Litlu-Jarpar. Hún lyftir höfð-
inu, andar djúpt að sér tæru, svölu, íslenzku fjalla-
loftinu í síðasta skiptið, hneigir síðan höfuðið í þög-
ulli uppgjöf fyrir vilja mannsins og fetar hægt um
borð.“
GAMLA FRÉTTIN
Vorhagi í Kanada
Með ró þarfasta þjónsins horfir þessi hestur út um rifu á
flutningabifreið þeirri sem flutti hann út á Keflavíkurflugvöll.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Beyoncé
tónlistarkona
Shakira
tónlistarkona
Salka Sól Eyfeld
tónlistarkona
ILVA Korputorgi, s: 522 4500
www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Revolve-borðstofuborð. Grá borðplatameð viðarfótum. 100 x 220 cm. 119.900 kr.
Nú 79.900 kr. Framlenging 45 x 100 cm. 19.900 kr. Nú 13.900 kr. Bow-stóll. Grátt
áklæðimeð viðarfótum. 24.900 kr. Nú 16.900 kr.
ÚTSÖLULOK
LOKADAGUR 9. JÚLÍ
50%AFVÖLDUMVÖRUMALLTAÐ
Revolve-borðstofuborð
Nú 79.900.
SPARAÐU 40.000
Mjúk gormadýnameð tvöföldu lagi
af ® PillowSoftTM svamp.
99 x 191 cm. 89.900 kr. Nú 44.900 kr.
193 x 203 cm. 179.900 kr. Nú 89.900 kr.
50%
Andorra-hægindastóll. Dökkgrár eða
ljósgrár 27.900 kr. Nú 16.400 kr.
Square-sessa. 45 x45x7 cm.
Kemur í 4 litum. 2.995kr. Nú1.797kr.
40%
25-35%AF ÖLLUMSUMARVÖRUM
Panama-stóll
Nú 8.900
SPARAÐU 5.000
VARA HÆTTIR
Serta Camari - 99x191 cm
Nú 44.900
SPARAÐU 45.000
Panama-stóll. Gulur13.900kr. Nú8.900kr.
40%
AF ÖLLUM
SESSUM