Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 28
Í júní lagði ég land undir fót og heim-sótti Japan með fjölskyldunni. Viðferðuðumst fimm saman í hóp og þó
að aldursbilið hafi verið mjög breitt
fundu allir eitthvað við sitt hæfi.
Áður en ferðast er til Japans er mikil-
vægt að ákveða sig fljótlega hvort
ferðast eigi um landið. Sé þess óskað er
mikilvægt að panta svokallaðan túrista-
passa í Shinkansen-hraðlestinni fyrir
ferðina. Passann er einungis hægt að
panta á netinu. Við dvöldum rúmar
þrjár vikur í Japan og völdum því 14
daga passa. Shinkansen kemur fólki á
milli staða á ákaflega fljótlegan og þægi-
legan máta.
Við byrjuðum á því að dvelja viku í
Tókýó, tókum síðan lestina til Kyoto,
þar sem við dvöldum í fimm daga, þaðan
í tveggja daga stopp í Miyama og Hiros-
hima, Osaka og enduðum svo aftur í
Tókýó.
Troðið en hljóðlátt
Japan er sérstakt land. Við lentum í
Tókýó á háannatíma og tókum lestina að
íbúðinni sem við höfðum leigt. Lestin
var gjörsamlega troðin, það troðin að á
tímabili efaðist ég um að við kæmumst
einhverntímann út. Það sem vakti þó
mesta athygli mína var, að þrátt fyrir
mannmergðina, mátti heyra saumnál
detta, enda japanska þjóðin með ein-
dæmum kurteis og tillitssöm. Þjónar,
verkamenn og þeir sem við áttum sam-
skipti við hneigðu sig umsvifalaust að
samtali loknu og tók það okkur smátíma
að venjast því að hneigja okkur eftir
stutt orðaskipti við gangandi vegfar-
endur og þjóna.
Til að mynda er glæpatíðni í Japan
mjög lág og oft hefur maður heyrt sögur
af því að gleymi maður veskinu sínu, sé
því skilað með peningunum í. Við lentum
einmitt í slíku þegar við gleymdum poka
á veitingahúsi. Þjónninn hljóp á eftir
okkur 300 metra með poka sem innihélt
lítinn og heldur ómerkilegan minjagrip.
Japanar eru mikil matarþjóð. Þá er
sjávarfangið vissulega áberandi, það var
með öllu, alls staðar. Einnig er ómiss-
andi fyrir kjötætur að leggja sér Kobe-
kjöt til munns í Japan.
Þá eru sjálfsalar á nánast hverju
götuhorni. Þar er upplagt að fá sér ís-
kalt grænt te og fleiri drykki í hitanum
og kostar hver drykkur um 100 jen, sem
nú eru um 100 kr. En ekki eru einungis
drykkjarsjálfsalar áberandi heldur
einnig sjálfsalar með mat, ramen-
súpum, leikföngum og áfengi svo eitt-
hvað sé nefnt.
Í Japan upplifir maður eitthvað nýtt á
hverjum degi, hvort heldur sem það er
ákveðið eða ekki; fjarstýrð klósett, sjálf-
sala með kattahúfum eða hunda-, kan-
ínu- og kisukerrur. Það er í raun allt í
Japan.
Frábært ferðalag um Japan
Japan er einstakt land, gjörólíkt okkar menningu á Íslandi. Að ferðast um Japan er sérlega einfalt og skemmtilegt.
Þarna eru ólíkir og heillandi áfangastaðir sem gaman er að heimsækja, hinum megin á hnettinum.
Texti og ljósmyndir: Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Í Japan upplifir mað-
ur eitthvað nýtt á
hverjum degi.
FERÐALÖG Það er mikilvægt að athuga í góðum tíma fyrir ferðalagið aðvegabréfið sé í gildi. Það getur valdið ákaflega miklu stressi eðajafnvel eyðilagt ferðalagið ef vegabréfið er útrunnið. Þegar vega-
bréf er endurnýjað þarf að taka með persónuskilríki; vegabréf,
ökuskírteini eða nafnskírteini. Bankakort eru ekki gild skilríki.
Athugaðu vegabréfið
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017
Tókýó, höfuðborg Japans, er einstakur staður.
Ljósadýrðin á Times Square bliknar samanborið
við helstu hverfi Tókýó. Í borginni eru vissulega
endalausir möguleikar og fjölbreytt hverfi hvert
með sína sérstöðu. Í Tókýó er ómissandi að kíkja
á Tsukiji-fiskmarkaðinn og, fyrir hugaða, að
bragða á fjölbreyttu og sjaldséðu sjávarfangi. Við
markaðinn er síðan garðurinn Hama Rikyu sem
notalegt er að heimsækja eftir ösina á fiskmark-
aðnum. Þar er upplagt að upplifa japanska te-
seremóníu í dásamlegu umhverfi í Nakajima-
tehúsinu við ána í garðinum. Verslunarhverfið
Ginza er sértaklega skemmtilegt. Þar eru fjöl-
breyttar verslunarkeðjur á borð við Uniqlo og
GU í bland við stóru tískuhúsin. Þá er varla hægt
að kveðja borgina án þess að heimsækja ein
frægustu og fjölförnustu gatnamót heims, Shibu-
ya. Við gatnamótin er stórt Starbucks-kaffihús
þar sem notalegt er að setjast niður með útsýni
yfir gatnamótin og mannfjöldann. Shibuya er
risastórt verslunarhverfi með öllum helstu búð-
unum. Ég mæli með að fólk komi við í frægu
versluninni Tokyu Hands þar sem hægt er að
kaupa nánast allt milli himins og jarðar.
Listinn af hlutum að gera í Tókýó er að sjálf-
sögðu ekki tæmandi en umfram allt legg ég til
að fólk gefi sér tíma til þess að skipuleggja ferð-
ina vel og upplifi eitthvað nýtt á hverjum degi.
TÓKÝÓ
Endalausir möguleikar
Það kennir ýmissa
grasa á Tsukiji-
fiskmarkaðnum.