Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 4
Vagga knattspyrnu kvennahérlendis er á Ísafirði. „Fót-boltafélag Ísafjarðar var stofnað 1912. Samkvæmt lögum þess gátu eingöngu piltar orðið félagar og þess vegna stofnuðu stúlkur Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt ár- ið 1914 og starfræktu í þrjú ár,“ seg- ir Sigmundur Ó. Steinarsson, rithöf- undur, blaðamaður til áratuga og fyrrverandi fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu. Sigmundur er haf- sjór fróðleiks og vinnur nú að bók um knattspyrnu kvenna á Íslandi, frá upphafi til þessa dags, fyrir Knattspyrnusambandið. „Stúlkurnar á Ísafirði æfðu og léku á hrossataðsvöllum, á Tangs- túni og Riistúni, 1914 til 1916. Þær voru á aldrinum 13-19 ára, meðal- aldur 15,8 ára,“ sagði Sigmundur í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins, í tilefni þess að Evrópu- keppni kvenna er framundan í Hol- landi. Íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í þriðju lokakeppni EM í röð. „Einar Oddur Kristjánsson gull- smiður var leiðbeinandi stúlknanna. Hann var frá Vopnafirði en fluttist til Ísafjarðar árið 1910, eftir nám í gullsmíði í Danmörku, þar sem hann kynntist knattspyrnu,“ segir Sig- mundur. Driffjaðrirnar í stofnun og starf- semi Hvatar voru Guðrún Skúla- dóttir og Bergþóra Árnadóttir. Fé- laginu var skipt í tvær fylkingar til keppni og voru þær Guðrún og Bergþóra fyrirliðar hópanna. „Þetta voru kjarnorkukonur sem settu mik- inn svip á bæinn í mörg ár í alls kyns félagsskap, meðal annars í leikfélag- inu,“ segir Sigmundur. „Guðrún var góð söngkona og stundaði um tíma söngnám í Kaup- mannahöfn. Hún tók þátt í mörgum söngskemmtunum á Ísafirði undir stjórn móðurbróður síns, Jónasar Tómassonar, tónskálds, organista og skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarð- ar, sem Jónas stofnsetti 1911 og var fyrsti tónlistarskóli Íslands. Jónas giftist Önnu Ingvarsdóttur, sem var liðsmaður Hvatar. Guðrún söng t.d. á konsertum með Sigvalda Kalda- lóns er hann heimsótti Ísafjörð og kynnti alþekkt og vinsæl sönglög sín.“ Á þeim tíma sem ísfirsku stúlk- urnar stofnuðu Hvöt átti Reykvík- ingurinn Anna Borg sér þann draum að stofna fótboltafélag fyrir stúlkur. Anna, síðar fræg leikkona, kom á fót félagi árið 1915, hafði ekki vitneskju um starfsemi Hvatar á Ísafirði og fé- lagið hóf í raun aldrei starfsemi. „Önnu dreymdi um að verða brautryðjandi í knattspyrnu eins og móðir hennar, Stefanía Guðmunds- dóttir leikkona, var brautryðjandi í danslist hér á landi,“ segir Sigmund- ur Ó. Steinarsson. Hann segir fámennan hóp 11 til 13 ára stúlkna í miðbæ Reykavíkur hafa verið með Önnu. „Það hefur þó tæpast verið móður minni neitt rífandi fagnaðarefni, þegar ég á tólfta ári [1915] vildi sjálf gerast brautryðjandi. Vinkonur mín- ar og ég höfðum fengið þá ljómandi hugmynd að stofna knattspyrnu- félag,“ segir Anna í endurminn- ingum sínum. Sigmundur segir að æfingar hafi loks getað hafist eftir mikil funda- höld um búninga. „En smátt og smátt rann móðurinn af Íslands fyrstu knattspyrnukonum – senni- lega vegna þess að okkur bárust til eyrna þau geigvænlegu tíðindi að maður fengi stóra fætur af að vera í fótbolta! Og það var þróun sem engri okkar leist á. Félagið var lagt niður – knattspyrnuferli mínum var lokið,“ segir Anna. „Ég veit það ekki með vissu, en ekki kæmi mér á óvart þó rekja mætti orðróminn um stóru fæturna til móður minnar,“ segir Anna enn- fremur. „Hún hafði að vísu aldrei með einu orði látið í ljós vanþóknun sína á þessari kvenfélagsstarfsemi okkar, en jafnan gætt þess að ég slægi ekki slöku við við dansæfing- arnar, og satt að segja þótti mér miklu skemmtilegra að dansa en sparka bolta.“ Litlum sögum fer af knattspyrnu- iðkun kvenna hérlendis aftur fyrr en 1949 þegar fimleikastúlkur úr ÍR, KR og Ármanni léku á grasbala í Tívolí í Vatnsmýrinni í fjáröflunar- skyni fyrir félögin. „Þetta var skemmtiatriði og sagt var að áhorf- endur hefðu skemmt sér konunglega yfir tilburðum stúlknanna,“ segir Sigmundur Ó. Steinarsson. Síðan hefur mikið vatn runnið úr Vatnsmýrinni. Knattspyrnukonur á Ísafirði Á myndinni, sem var tekin 14. júlí 1914, eru stúlkurnar í fyrsta og eina kvenna- knattspyrnufélaginu á Ís- landi, Hvöt á Ísafirði. 22 stúlkur í tveimur fylkingum dökkklæddar og ljós- klæddar, sem léku fyrsta kappleik kvenna á Íslandi. Efsta röð frá vinstri: Mar- grét Ólafsdóttir, Guðný Helgadóttir, María Marías- dóttir, Margrét Sigurðar- dóttir, Guðrún Helgadóttir og Anna Ingvarsdóttir. Þriðja röð: Fanney Jóns- dóttir, Ólafía Ólafsdóttir, Guðrún Andreassen, Sig- ríður Kristinsdóttir, María Bjarnadóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir. Önnur röð: Sigríður Sigurðar- dóttir, María Tómasdóttir, Anna Halldórsdóttir, Guð- rún Skúladóttir, Lára Magnúsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og Ingibjörg Helgadóttir. Sitjandi fremst: Kristín Björnsdóttir og Camilla Jónsdóttir. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 Guðrún Skúladóttir var önnur aðaldriffjöðrin í hópnum sem stofnaði Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt á Ísafirði 1914. Hún var þá á 18. aldursári. Tómas Jónasson, bóndi og fræðimaður á Hróars- stöðum í Fnjóskadal, var móðurafi hennar en meðal annarra afkom- enda hans eru tvær af landsliðskonunum sem leika fyrir Íslands hönd á EM í Hollandi, Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudótt- ir. Tómas var langalangalangafi Fanndísar í móðurætt en langalanga- langalangafi Rakelar í móðurætt! „Tómas Jónasson var sagður léttur á fæti, lipur og kunni handahlaup!“ seg- ir Sigmundur Ó. Steinars- son. Vert er að geta þess að fleiri A-landsliðs-menn í fótbolta eru afkomendur Tómasar; annars vegar Lárus Orri og Kristján Sigurðssynir, hins vegar Þorvaldur og Ormarr Örlygs- synir. Einnig Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Þórs/KA og fyrirliði landsliðs U-19. Frænka EM-fara stofnaði fyrsta og eina kvennafélagið Fanndís Friðriksdóttir Rakel Hönnudóttir ’ Fótboltafélag Ísafjarðar var stofnað 1912. Samkvæmt lögum þess gátu eingöngu piltar orðið félagar og þess vegna stofnuðu stúlkur Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt árið 1914 og starfræktu í þrjú ár. Sigmundur Ó. Steinarsson, blaðamaður og rithöfundur INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Stúlkur á Ísafirði brutu ísinn 1914 Unglingsstúlkur á Ísafirði stofnuðu Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt árið 1914 sakir þess að þær fengu ekki að vera með í Fótboltafélagi Ísafjarðar. Hvöt er eina knattspyrnufélagið eingöngu fyrir konur sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Fyrsti opinberi kvennaleikurinn Gengið til leiks í fyrsta opinbera knattspyrnuleik kvenna á Íslandi, viðureign Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvell- inum 20. júlí 1970. Þetta var forleikur að vináttulandsleik Íslands og Noregs í karlaflokki þar sem Hermann Gunnarsson gerði bæði mörk Íslands í 2:0-sigri. Fremst í flokki eru, frá vinstri, Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði Reykjavíkur (leikmenn voru úr Fram, Val og KR), Halldór Bachmann Hafliðason línuvörður, Sigrún Ingólfsdóttir dómari, fyrsta konan með dóm- arapróf á Íslandi, Hannes Þ. Sigurðsson línuvörður og Guðbjörg Jónsdóttir, fyrirliði Keflavíkur. Leikið var í 2 x 10 mín. Reykjavík vann 1:0 og það var Guðríður Halldórsdóttir úr Fram sem gerði eina markið. Leikmenn voru allt handboltast- úlkur og segir sagan að Hafsteinn Guðmundsson og Kjartan Sigtryggsson hafi farið yfir knattspyrnureglurnar með Kefla- víkurstúlkunum í rútunni á leiðinni til Reykavíkur! Til gamans má geta þess að áhorfendur voru á sjötta þúsund.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.