Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 35
9.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 John Green sló rækilega í gegn með bókinni Skrifað í stjörnurnar sem kom út á íslensku fyrir þremur árum. Fyrsta bók hans, Leitin að Alösku, vakti líka mikla athygli á sínum tíma og varð mjög umdeild fyrir sithvað sem í henni er. Aðalpersóna bókarinnar, Miles Hal- ter, heldur í heimvistarskóla til að losna frá dauflegu lífi heima fyrir og þar kynnist hann stúlkunni Alaska Young sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Eiríkur Brynjólfs- son þýddi bókina, Bókaormurinn gefur út. Fyrsta bók Johns Greens Fjällbacka-sögur Camillu Läckberg hafa notið vinsælda hér í gegnum árin. Nornin heitir nýjasta bók Camillu og fór þegar inn á sölulistann, eins og sjá má hér fyrir neðan. Í bókinni segir frá því er fjögurra ára stúlka hverfur frá bóndabýli rétt utan við Fjällbacka, en þrjátíu árum fyrr hvarf stúlka frá sama býli og fannst síðar myrt. Tvær þrettán ára vinkonur játuðu þann verknað á sig, en spurningar vakna um hvort þær hafi í raun framið morðið. Sigurður Þór Salvarsson þýddi, Sögur gefa út. Ný Fjällbacka-bók Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant heitir fyrsta skáldsaga Gail Honeyman. Söguhetja bókarinnar, Eleanor Olip- hant, lifir einföldu lífi, fer í vinnuna, alltaf eins klædd, borðar alltaf sama há- degismatinn, kaupir tvær vodkaflöskur fyrir hverja helgi og drekkur þær. Eftir því sem lesandinn kynnist Eleanor bet- ur áttar hann sig á að eitthvað hefur komið fyrir hana í æsku og að líf henn- ar mun ekki batna nema hún horfist í augu við það. Ólöf Pét- ursdóttir þýddi, JPV gefur út. Ekkert í himnalagi BÓKSALA Í JÚNÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 2 Með lífið að veðiYeomne Park 3 EftirlýsturLee Child 4 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 5 Morðið í GróttuStella Blómkvist 6 Talin afSara Blædel 7 BrestirFredrik Backman 8 NorninCamilla Läckberg 9 Sagan af barninu sem hvarf Elena Ferrante 10 Teppaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir / Þuríður Magnúsdóttir 11 Stofuhiti: ritgerð um samtímann Bergur Ebbi Benediktsson 12 Ljótur leikurAngela Marsons 13 Ítalskir skórHenning Mankell 14 Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant Gail Honeyman 15 Risasyrpa - Glóandi gullWalt Disney 16 Útilífsbók fjölskyldunnar Pálína Ósk Hraundal / Vilborg Arna Gissurardóttir 17 Stúlkan á undanJP Delaney 18 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 19 Vaiana - þrautabókWalt Disney 20 Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum Guðjón Ingi Eiríksson Allar bækur Ég er nýbúin að lesa bókina Vatns- melóna eftir írsku skáldkonuna Marian Keyes. Persónunar í bók- inni eiga allar við sín vandamál að stríða en húmorinn er hafður í hávegum. Sannkölluð skemmtilesning. Bókin sem ég er að lesa núna er Borgfirðingabók, Ársrit Sögufélags Borgarfjarðar 2017. Í henni las ég síðast greinina Spriklar afl í armi eftir Helga Bjarnason. Þar er fjallað um íþrótta- mót Borgfirðinga sem voru háð á bökkum Hvítár á ár- um áður sem voru miklar menningar- og skemmtisamkomur. Næst á leslistanum hjá mér er rit sem Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður í Kópavogi, sendi mér og heitir Sauð- fjárbúskapur í Kópavogi eftir Ólaf R. Dýrmundsson. Hlakka ég til að lesa það en amma mín var ein af þeim fyrstu sem byggðu Kópavog og bjó ég hjá henni á árunum 1972-73 og man eftir sauðfjárbúskap í bæn- um. ÉG ER AÐ LESA Jóhanna Skúladóttir Jóhanna Skúladóttir er héraðs- skjalavörður. Bókaforlagið Vandkunsten hefur gefið út á dönsku úrval ljóða eftir Sigurð Pálsson – Mit Hus (Ud- valgte digte). Anne Rohweder annaðist útgáfuna, en Erik Skyum- Nielsen þýddi ljóðin og skrifar eft- irmála um ljóðagerð Sigurðar. Ljóðin í bókinni eru valin úr ljóða- bókaröðum Sigurðar, Ljóð vega, Ljóð námu, Ljóð línu, Ljóð tíma og Ljóð orku, sem komu út á ár- unum 1975-2012. Á vefsetri Vandkunsten má lesa að Sigurður Pálsson hafi starfað sem leikskáld, prósasmiður og þýðandi, en helsta starf hans und- anfarinn hálfa fimmta áratug hafi verið að yrkja hugljúf ljóð sem flétti saman gamni og alvöru, til- finninganæmi og ævintýr- um, góðlát- legri kald- hæðni og skarpri hugs- un. „Með þrjósku hefur hann unn- ið að því að skapa úr ljóðum sín- um sérstakan heim, samfelldan heim sem fullur er af lífi og nýjum skilningi sem lýtur eigin lög- málum.“ LJÓÐASAFN Ljóð Sigurðar á dönsku BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 SUMARÚTSALA -30% verð áður kr . 316 .300 Lu ig i tungusóf i með st i l lanlegum hnakkapúðum verð nú kr . 221 .400 Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur sem gefa gust á vinnustaði. Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Gott úrval af gæðaviftum frá Honeywell. Margar stærðir og gerðir. Nánari upplýsingar hjá Donna ehf. vefverslun www.donna.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.