Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 Apple og Google hafa att kappi á snjallsímamarkað- inum síðustu tíu ár. And- svar Google við iPhone- símanum var Android- síminn HTC Dream, en hann hafði bæði snertiskjá og lyklaborð. Í dag ganga rúmlega 80% snjallsíma á Android- stýrikerfi frá Google, en 18% styðjast við iOS- stýrikerfi frá Apple. Hinn 29. júní 2007 mynduðustlangar raðir fyrir utanverslanir Apple-tölvuris- ans víðsvegar um Bandaríkin. Sumir höfðu með sér svefnpoka, aðrir regnhlífar eða útilegustóla, þúsundir viðskiptavina biðu tímunum saman eftir að verða fyrstar til að kaupa glænýjan iPhone-snjallsíma. Æði hafði gripið um sig sex mánuðum fyrr þegar Steve Jobs, forstjóri Apple-samsteypunnar, tilkynnti áætlun fyrirtækisins að gefa út sinn fyrsta síma. Draumóramaðurinn Jobs hefði tæplega getað séð fyrir hversu gríðarlega vinsæll iPhone- síminn ætti eftir að verða, eða afleið- ingar snjallsímabyltingarinnar sem hann hrinti af stað. Síminn sem breytti heiminum Tíu árum eftir að iPhone-síminn sprengdi sig inn á markaðinn hefur hann orðið að einni vinsælustu vöru í sögunni. Hátt í 1,2 milljarðar ein- taka hafa verið seldir á heimsvísu og hefur síminn gert Apple að einu verðmætasta fyrirtæki heims. Snjallsíminn hefur umbylt atvinnu- greinum allt frá tónlist til hótel- reksturs, ásamt því að gjörbreyta hvernig við höfum samskipti við fólkið og heiminn í kringum okkur. Snertiskjáir og stýrikerfi Augljósasta nýjung iPhone-símans var snertiskjárinn, en þótt snerti- skjáir hefðu verið til í rúma fjóra áratugi og að IBM hefði byrjað að framleiða síma með snertiskjá 15 árum fyrr, hafði engu fyrirtæki tek- ist að framleiða síma með eins vel heppnuðum og notendavænum snertiskjá fyrr en Apple gaf út iPhone-símann. Það var þó ekki snertiskjárinn sjálfur sem gaf iPhone-símanum forskot, heldur var það stýrikerfið iOS eða iPhone OS eins og það hét í fyrstu, en stýrikerf- ið er ein helsta ástæðan fyrir vin- sældum iPhone-símans. Smáforritin breyttu öllu Þrátt fyrir mikinn áhuga dyggra við- skiptavina Apple á iPhone-símanum seldist síminn ekki eins vel og búist var við á fyrstu mánuðunum. Það var ekki fyrr en Apple kynnti til leiks App Store, dreifingarþjónustu fyrir smáforrit, sem áhugi fjárfesta vaknaði og sala á snjallsímanum stórjókst. Fyrirtækið opnaði símann fyrir utanaðkomandi smáforrita- framleiðendum árið 2008 svo smá- forritum fjölgaði mjög, fljótlega var til smáforrit fyrir nánast allt á milli himins og jarðar. Snjallsímabyltingin Apple var ekki lengi eini tæknirisinn á snjallsímamarkaðinum, heldur slóst Google í hópinn með Android- stýrikerfið í fararbroddi aðeins ári eftir að iPhone-síminn kom í versl- anir. Í september 2008 gaf Google út fyrsta snjallsímann með Android- stýrikerfi í samstarfi við kínverska símaframleiðandanum HTC, en árið 2010 hóf Google samstarf við fleiri framleiðendur á borð við Samsung og Huawei. Í dag er meira en milljarður snjallsíma í notkun um allan heim, sem tengir notendur þeirra við um- heiminn á hátt sem aldrei hefur áður sést. Allt frá Kanada til Kenía eru snjallsímanotendur sítengdir við nær óendanlegan gagnagrunn upp- lýsinga, sem hefur gjörbreytt venj- um og samskiptum fólks og óneitan- lega bætt líf fjölmargra notenda. Engu að síður getur sí- tenging snjallsímanna verið varasöm, sér- staklega við akst- ur ökutækja. Samkvæmt skýrslu Sam- göngustofu um aksturshegðun hafa ríflega 40% aðspurðra á aldrinum 18-34 ára not- að farsíma til að skoða samfélags- miðla við akstur. Einnig hafa vanda- mál tengd símafíkn aukist, en samkvæmt rannsókn Deloitte lítur manneskja í Bandaríkjunum á aldr- inum 18-24 ára að meðaltali 74 sinn- um á símann sinn á degi hverjum. Afmælisútgáfa iPhone Í tilefni afmælisins mun Apple gefa út afmælisútgáfu af snjallsímanum á árinu, en síminn mun að öllum lík- indum heita iPhone 8. Fyrirtækið hefur ekki staðfest út- gáfudag en líklegt er að síminn komi út í september. Dulúð liggur yfir smáatriðum símans, en orðrómur innan tæknigeirans hermir meðal annars að „home“-takkinn fái að fjúka, hægt verði að opna símann með andlitsgreiningu og myndavélin verði betri en nokkru sinni fyrr. Auk þess mun Apple afhjúpa nýja iOS 11-stýrikerfið í haust. Áratugur snjallsímans Tíu ár eru síðan iPhone-snjallsíminn leit dagsins ljós og hrinti af stað snjall- símabyltingu sem breytti heiminum. iOS eða Android? Reuters Frá því að iPhone síminn var kynnur til leiks fyrir áratug hafa hátt í 1,2 milljarðar eintaka verið seldir á heimsvísu. ’ Allir eru með farsíma, en ég þekki ekki einn mann sem líkar við símann sinn. Ég vil gera síma sem fólk elskar. Steve Jobs ERLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is HONG KONG Tollverðir í Hong Kong fundu rúmlega 7,2 tonn af fílabeini um borð í malasískum gámi í vikunni, en um er að ræða eitt stærsta smygl þar sem fílabein hefur verið gert upptækt í landinu. Smygl á fílabeini er ólöglegt í Hong Kong og háar sektir og fangelsisvist bíða þeirra sem finnast sekir um slík smygl, en á hverju ári eru rúmlega 20.000 fílar veiddir ólöglega til að standa undir eftir- spurn á fílabeini. LESÓTÓ MASERU Leigubílstjórar í höfuðborg Lesótó bjóða nú farþegum sínum upp á fræðslu um al- næmi og umskurð karla, en verkefnið er unnið í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti Lesótó. Fræðslan er hluti af baráttu Lesótó við alnæmi, en landið hefur næsthæsta útbreiðsluhlutfall alnæmis í heiminum. Rúmlega 200 leigubílstjórar taka þátt í verkefninu en mark- miðið er að fræða almenning um hvernig á að hægja á útbreiðslu alnæmis. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR Sænski bílarisinn Volvo tilkynnti í vikunni að allir bílar sem koma frá fyrirtækinu eftir árið 2019 munu vera rafmagnsbílar eða blendingar. For- stjóriVolvo, Hakan Samuelsson, tilkynnti í vikunni að þessi ákvörðun markaði enda þess að fyrirtækið framleiði einungis bíla knúna af brunahreyflum. Bílafyrirtækið er ekki eitt um að taka skref í þessa átt. FRAKKLAND Frakkar vilja banna sölu bensín- og dísilbíla árið 2040, en það tilkynnti nýr um- hverfismálaráðherra Frakklands í vikunni. Aðgerðin er hluti af áætlunum Emmanuels Macrons til að „gera plánetuna græna á ný“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.