Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Gerum við hedd
og erum einnig með
ný hedd á flest allar vélar
Er heddið bilað?
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Við erum sérfræðingar
í heddum
Orri Vigfússon, stofnandi og formaður NASF,
Verndarsjóðs villtra laxastofna, var borinn til
grafar í gær að lokinni útför frá Hallgrímskirkju.
Líkmenn voru Árni Jörgensen, Noel Carr, Krist-
ín Róbertsdóttir, Mortan A. Carlsen, Marc Adrien
Marcellier, Jón Helgi Björnsson, Hólmsteinn
Hólmsteinsson og Hafsteinn Orri Ingvason. Sr.
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á
Landspítalanum, jarðsöng.
Morgunblaðið/Hanna
Útför Orra Vigfússonar gerð frá Hallgrímskirkju
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Við endurskoðun áforma um nýja
jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi í
Mývatnssveit horfa starfsmenn
Landsvirkjunar til minni virkjunar
en áður var gert ráð fyrir, eða 50
megavatta virkjunar í stað 90 MW
sem gert var ráð fyrir í umhverfis-
mati sem staðfest var á árinu 2004.
Ekki liggur fyrir hvenær formlegt
ferli við endurskoðun umhverfismats
virkjunarinnar hefst.
Bjarnarflagsvirkjun er í nýtingar-
flokki í rammaáætlun. Landsvirkjun
rekur þar litla virkjun, Gufustöðina í
Bjarnarflagi, sem hefur verið rekin í
tæpa hálfa öld. Hún er minnsta stöð-
in í eigu Landsvirkjunar og jafn-
framt sú fyrsta sinnar tegundar á
landinu. Hún nýtir gufu jarðhita-
svæðisins við Námafjall. Uppsett afl
rafstöðvarinnar er 3 megavött en
auk þess sér hún hitaveitu Skútu-
staðahrepps fyrir varmaorku, veitir
gufu til iðnaðarnota og sér Jarðböð-
unum fyrir jarðhitavatni. Stöðin er
því mikilvæg fyrir samfélagið í Mý-
vatnssveit.
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður
samskiptasviðs Landsvirkjunar,
segir mikilvægt að Gufustöðin sé
rekin áfram, þar til ný virkjun hefur
verið reist. Komið sé að endurnýjun
á búnaði og hefur verið unnið að und-
irbúningi þess að skipta út vélbún-
aði.
Forsendur hafa breyst
Landsvirkjun gerði á árunum
2003 og 2004 umhverfismat fyrir allt
að 90 MW jarðvarmavirkjun í Bjarn-
arflagi og tengingu hennar með há-
spennulínu við Kröflu og var það
staðfest af Skipulagsstofnun. Þegar
tíu ár voru liðin frá umhverfismatinu
óskaði Skútustaðahreppur eftir
ákvörðun um endurskoðun matsins.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunar frá
árinu 2014 var mælt fyrir um endur-
skoðun matsins í mörgum og veiga-
miklum atriðum, meðal annars
vegna reynslu sem fengist hefur af
rekstri annarra jarðvarmavirkjana
og vegna nálægðar virkjunarinnar
við Mývatns- og Laxársvæðið sem
verndað er með sérstökum lögum. Í
því sambandi var einnig horft til
stóraukins ferðamannastraums um
áhrifasvæði Bjarnarflagsvirkjunar.
Magnús Þór segir að ekki hafi ver-
ið ákveðið hvenær ferli fyrir nýtt
mat á umhverfisáhrifum Bjarnar-
flagsvirkjunar hefjist. Landsvirkjun
hafi verið að vinna að endurskoðun
virkjanaáforma. Þau feli í sér að
horft er til minni virkjunar en áður,
eða allt að 50 megavatta í stað 90
MW. Magnús Þór segir að auk þess
verði horft til ýmissa annarra þátta,
eins og lágmörkun áhrifa á umhverf-
ið.
Samsvarar fyrri notkun
Nýting í þágu allt að 50 MW jarð-
varmavirkjunar er ekki langt frá
þeirri nýtingu sem var á meðan Kís-
iliðjan var og hét en þá var nýttur
jarðhitavökvi sem svarar til allt að 45
MW raforkuframleiðslu.
Horft til helmingi minni virkjunar
Landsvirkjun endurskoðar áform um Bjarnarflagsvirkjun 50 MW uppsett afl í stað 90 MW
Ekki hefur verið ákveðið hvenær endurskoðun umhverfismatsins frá árinu 2004 fer í formlegt ferli
Morgunblaðið/RAX
Á Námafjalli Jarðhitinn undir Námafjalli nýtist fyrir virkjun í Bjarnarflagi.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Isavia mun annast öryggisleit í sam-
ræmi við auknar kröfur sem banda-
rísk yfirvöld hafa gert um flugvernd á
þeim flugvöllum sem eru síðustu við-
komustaðir áður en flogið er til
Bandaríkjanna.
Áður leit út fyrir að flugfélögin
myndu annast hið aukna eftirlit, en
Isavia hefur nú boðið verkið út og
mun Öryggismiðstöðin sinna því.
Að sögn Guðna Sigurðssonar, upp-
lýsingafulltrúa Isavia, munu flug-
félögin greiða fyrir þjónustuna.
„Það var stuttur fyrirvari og eftir
samráð flugfélaganna og Isavia var
niðurstaðan sú að Isavia sér um þessa
leit og fær undirverktaka til að fram-
kvæma hana,“ segir hann.
Leitin fer fram við brottfararhlið,
en Guðni kveðst lítið mega tjá sig um
hvernig hún verði framkvæmd vegna
alþjóðlegra flugvarnarreglna. Valið
verður af handahófi og aðeins hluti
farþega. Áður hefur komið fram að
hún feli m.a. í sér að raftæki farþega
verði skönnuð við brottför.
Fellur vel að forskoðun
Aðspurður segir Guðni að hið
aukna eftirlit hafi ekki áhrif á áætl-
anir um að hefja á flugvellinum for-
skoðun vegna flugferða til Bandaríkj-
anna. Forskoðunin felst í því að toll-
og vegabréfsskoðun yrði framkvæmd
hér á landi, en ekki vestanhafs líkt og
nú. Hafa Bandaríkjamenn sýnt því
áhuga að hefja forskoðun á Íslandi,
en nú er aðeins starfrækt forskoðun á
flugvellinum í Dublin á Írlandi. Isavia
auk innan- og utanríkisráðuneytis
kanna nú möguleika á forskoðun hér-
lendis, m.a. hvort skoðun lengi tengi-
tíma flugs.
„Þessi breyting felur það í sér að
forskoðunin verður í raun áhugaverð-
ari kostur. Þarna er verið að taka upp
eftirlit sem er í raun hluti af forskoð-
uninni. Þessar nýju ráðstafanir hafa
ekki áhrif á þá flugvelli sem eru með
forskoðun því þetta er hvort eð er til
staðar,“ segir hann.
Isavia annast hert eftirlit með
farþegum til Bandaríkjanna
Öryggismiðstöðin undirverktaki Flugfélögin greiða fyrir
Mótorhjólamað-
ur lenti í árekstri
við lítinn fólksbíl
sunnan við
Höfðabakkabrú í
Reykjavík á
fjórða tímanum í
gær og var hann
fluttur á sjúkra-
hús. Var hann að
sögn Slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu hugsanlega fótbrotinn.
Tveir voru í fólksbílnum en þeim
varð ekki meint af að sögn slökkvi-
liðs. Umtalsvert tjón varð þó á bíl
þeirra. Veginum var lokað í stutta
stund á meðan slökkvilið og sjúkra-
flutningamenn athöfnuðu sig á slys-
stað.
Mótorhjólamaður
var fluttur á sjúkra-
hús eftir árekstur
„Það verður áfram þokkalega hlýtt
og gott veður. Hlýjast inn til lands-
ins,“ segir Haraldur Eiríksson, veð-
urfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Hitinn var hæstur á Hellu í gær en
þar mældist 20,3 stiga hiti. Har-
aldur segir að það sem af er sumri
hafi hitinn ekki náð 20 stigunum á
jafn mörgum stöðum á landinu og í
gær. Hins vegar er ekki víst að hit-
inn geti náð 20 stigunum í dag líkt
og í gær en hann verður þó nálægt
20 stigunum.
Hitinn heldur áfram
að leika við Ísland