Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 11
Ljósmynd/Marinetraffic.com
M/V Viking Saga Skipið er skráð í
Bergen í Noregi og flutti seiði.
Norska flutningaskipið M/V Viking
Saga var sett í farbann á Bíldudal
30. júní sl., en við hafnarríkiseftirlit
kom í ljós að fjölmörg vottorð og
skírteini skipsins skorti.
Skipið taldist hæft til siglinga, að
öðru leyti en því að skírteinin sjálf
vantaði. Fékk það því heimild til tak-
markaðra athafna innan Patreks-
fjarðar og Arnarfjarðar, en skipið
flutti til landsins lifandi farm, seiði.
Farbanni hefur verið aflétt enda
hefur verið greitt úr málum skipsins
er varða vottorð og skírteini.
Kyrrsett á
Bíldudal
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Talsverðar breytingar hafa að
undanförnu verið gerðar á starf-
semi ferðaþjónustunnar á Hvera-
völlum. Í aðalbyggingunni á svæð-
inu hefur gistiaðstöðu í opnu rými
verið breytt í rúmgóðan veitingsal
og útbúin hefur verið hótelálma
með sex þriggja manna her-
bergjum. Með slíku er verið að
koma til móts við óskir ferða-
manna um betri aðstöðu á gisti-
stöðum.
„Áhugi fólks fyrir að gista í
fjallakofum; svefnpokaplássi í flat-
sæng, verður æ minni. Sú rómantík
er að hverfa, þó svo við séum
áfram með 30 pláss í gamla skál-
anum hér sem Ferðafélag Íslands
átti lengi,“ segir Pétur Gíslason,
staðarhaldari á Hveravöllum.
Árlega koma þúsundir ferða-
manna á Hveravelli, þar sem er
ágæt aðstaða sem bætt hefur verið
á undanförnum árum. Vilji for-
svarsmanna Hveravallafélagsins
ehf. hefur staðið til þess að koma
upp enn betri aðstöðu á svæðinu,
það er veitinga- og gistiaðstöðu
sem stæði nokkru ofar og norðar
en núverandi hús á svæðinu. Þar
stóð einnig til að koma upp góðri
hreinlætisaðstöðu. Skipulags-
stofnun var hins vegar á móti þeim
fyrirætlunum og þar við situr.
Dragi úr umhverfisálagi
„Menn vildu bæta ásýnd staðar-
ins og geta sinnt ferðamönnum enn
betur með góðri þjónustubygg-
ingu. Bílastæðin yrðu þá 200 til
300 metrum fjær hverasvæðinu en
nú er, en allt ætti þetta að draga
úr umhverfisálagi við hverina,“
segir Pétur. Hann hefur staðið
vaktina á Hveravöllum nokkur
undanfarin ár og hefur sterk
tengsl við svæðið eftir ferðalög um
hálendið mörg undanfarin ár.
Bæta aðstöðuna en ný-
byggingar ekki heimilar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hveravellir Pétur Gíslason staðarhaldari við þjónustubygginguna sem talsverðar breytingar hafa verið gerðar á.
Ólafur Arnarson sagði í gær af sér
sem formaður Neytendasamtak-
anna. Töluverður styr hefur staðið
um störf Ólafs undanfarna mánuði
en hann var kjörinn formaður á þingi
samtakanna í október. Stefán Hrafn
Jónsson varaformaður tekur við
starfi formanns tímabundið. Hann
segir helstu verkefni stjórnarinnar
að snúa rekstrinum við en samtökin
hafa verið rekin með tapi um hríð.
Lög Neytendasamtakanna gera
ráð fyrir að kosið sé til formanns á
tveggja ára fresti en ekki er sérstak-
lega getið til um hvernig bregðast
skuli við afsögn formanns. Stefán á
þó von á að þingi samtakanna verði
flýtt og kosið um formann á næsta
ári. Hann segir vilja fyrir því að
breyta kosningafyrirkomulagi þann-
ig að kjósa megi um formann raf-
rænt. Þannig gefist félagsmönnum
af landsbyggðinni betri kostur á að
taka þátt í starfinu þótt þing séu
haldin í Reykjavík.
Stjórn samtakanna lýsti yfir van-
trausti á störf Ólafs í maí og sagði í
kjölfarið upp ráðningarsamningi
hans. Var það að sögn gert vegna
óhóflegra útgjalda formannsins og
samráðsleysis við stjórn.
alexander@mbl.is
Ólafur segir af
sér formennsku
Þingi Neytendasamtakanna líklega flýtt
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Dæmi:
AULIKA TOP
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Sængu
rveras
ett
HOTELREKSTUR
ALLT Á EINUM STAÐ
Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl.
Útsala Útsala
40-50% afsláttur
Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Við erum á facebook
Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar
og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í
907 2003
og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið.
Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar:
0334-26-056200, kennitala 450670-0499.
TIL SÖLU
Fasteignin að Fiskislóð 61-65, Reykjavík. Alls 2.791 m2. Húsið er í
góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald. Í dag er rekin
fiskvinnsla í húsinu en fjölbreyttur atvinnurekstur er í næsta
nágrenni og miklir möguleikar sem felast í eigninni.
Afhending eignar yrði skv. samkomulagi við eiganda sem hefur
alla eignina í notkun í dag.
Áhugasamir kaupendur geta haft samband við Pál Kristjánsson,
hdl. í síma 849-5870 eða í gegnum netfangið pall@krst.is
Tryggvagata 11 | 101 Reykjavík | krst@krst.is | 551-6412
Allt um
sjávarútveg