Morgunblaðið - 11.07.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.07.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk Ljósmynd/Aðsend Hugmyndaríkar Frá vinstri: Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri, Íris Ósk Kjartansdóttir íþróttakennari og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir, lista- kona og sagnaþula. Þessar þrjár eru konurnar á bak við klifurvegginn. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Í þróttakennarinn okkar hérna í Urðarhóli átti hug- myndina að þessu,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri í leikskól- anum Urðarhóli í Kópavogi, en þar hefur verið komið upp stærðar- innar klifurvegg fyrir krakkana í leikskólanum til að njóta. Veggur- inn var formlega tekinn í notkun 11. maí síðastliðinn, á afmælisdegi Kópavogsbæjar, og hefur hann nú hlotið nafnið Ævintýraveggur. „Við erum heilsuleikskóli og eitt af okkar meginmarkmiðum er hreyfing, ásamt næringu og sköp- un. Klifurveggurinn ýtir svolítið undir þessar áherslur skólans, að auka samhæfingu, jafnvægi, kraft og þor. Þarna sameinast það allt saman í þessum klifurvegg,“ segir Sigrún en leikskólinn Urðarhóll hefur meðal annars hlotið YAP- viðurkenningu frá Special Olymp- ics á Íslandi vegna hreyfiþjálfunar barna frá 2ja ára aldri með mögu- leg frávik á hreyfiþroska. Þá segir á heimasíðu leikskólans að hann miði að því að auka gleði og vellíð- an barnanna með áherslu á nær- ingu, hreyfingu og listsköpun í leik. Innblástur í gömul ævintýri. Klifurveggurinn skartar fal- legum myndum sem gleðja augað, en allt eru það tilvísanir í hin og þessi ævintýri sem unnið er með í leikskólanum. „Við fengum smiði Kópavogsbæjar með okkur í lið og svo erum við með konu hjá okkur Gömul ævintýri fá nýtt líf í Kópavogi Svokallaður Ævintýraveggur var tekinn í notkun í leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi 11. maí síðastliðinn, en um er að ræða klifurvegg sem skreyttur hefur verið með myndum sem vísa í hin ýmsu ævintýri á borð við Geiturnar þrjár, Krummi í klettagjá og fleiri sögur sem Íslendingar þekkja vel. Veggurinn nýtur nú þegar mikilla vinsælda hjá börnunum í Urðarhóli. Sagnaþula Listamaðurinn Ingibjörg Ásdís, eða Imma eins og hún er kölluð, ein af hugmyndasmiðum Ævintýraveggsins, stendur hér stolt við hann. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að huga að hvað börnin geta gert sér til gagns og gamans í næsta mán- uði, eða síðustu dagana áður en al- vara lífsins tekur við í skólanum. Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Árbæjarsafn stendur fyrir hand- verksnámskeiðum fyrir 8 - 15 ára börn í ágúst. Námskeiðin eru annars vegar fyrir 8 til 12 ára og hins vegar fyrir 13 til 15 ára og standa til boða dagana 8. - 11. ágúst og 14. - 18. ágúst. Fátt jafnast á við að skapa fallega og gagnlega hluti með eigin hönd- um í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Á námskeiðinu læra börn- in margt skemmtilegt svo sem að tálga, vefa, mála, gera sultu, jurta- lita og margt margt fleira. Verkefnin eru við allra hæfi, fjölbreytt og skemmtileg. Kennararnir eru hand- verks- og listafólk sem vant er að vinna með börnum. Við efnisval er lögð áhersla á náttúruleg efni og endurvinnslu sem setur svip á hin sönnu listaverk. Nánari upplýsingar um verð, systkinaafslátt og fleira á vefsíðu Heimilisiðnaðarfélags Íslands, www.heimilisidnadur.is. Vefsíðan www.heimilisidnadur.is Morgunblaðið/Eyþór Gott Á handverksnámskeiðinu læra börnin meðal annars að búa til sultu. Tálgað, ofið, málað, sultað og jurtalitað í góðum félagsskap fjórir, Tristan Auer, Chahan Minassi- an, Cyril Vergniolsem og Karl Lagerfeld, sem hún hafði sér til fulltingis. Sá síðarnefndi er reyndar betur þekktur sem tískuhönnuður, og reyndar heimsfrægur sem slíkur. D’Amman var allsendis óhrædd við að fara ótroðnar slóðir, jafnvel brjóta niður veggi ef því var að skipta. Hún mun þó hafa farið var- lega í sakirnar í þeim efnum og ekki hreyft við marmaranum, speglunum og herbergjunum sem hafa ótvírætt menningarsögulegt gildi. Rétti maðurinn Lagerfeld tók sér árs umhugs- unartíma þegar d’Amman fór þess á leit að hann legði Crillon-verkefninu lið. „Ég vissi að hótelið þyrfti að Hið glæsilega Hotel de Crillon í Par- ís var opnað með pompi og pragt í liðinni viku eftir fjögurra ára gagn- gerar endurbætur og breytingar. Að vonum var ekkert til sparað og hvergi kastað til höndum. Eigend- urnir fólu Aline d’Amman, hjá Cult- ure in Architecture, arkitektastofu með aðsetur í Líbanon og París, að hafa yfirumsjón með verkinu. Henni var vissulega vandi á höndum, enda jafnan viðkvæmt að ráðast í breyt- ingar á sögulegum verðmætum, en hluta byggingarinnar hannaði Ange- Jacques Gabriel, einn nafntog- aðasti arkitekt Frakklands, árið 1753. Á vefsíðunni www.architectural- digest.com er d’Amman rómuð í há- stert sem og innanhússhönnuðirnir hafa sterk tengsl við 18. öldina en jafnframt að spegla franska nú- tímalist, lífsgleði og nýsköpun. Lag- erfeld var rétti maðurinn til að ná þeim áhrifum,“ sagði d’Amman í viðtali við fyrrnefnda vefsíðu. Lagerfeld fékk þann starfa að hanna tvær stórar svítur með út- sýni yfir Concorde-torgið og einnig lúxusherbergi sem hann tileinkaði Birman-kettinum sínum, Choupette. Veggirnir í Choupette-herberginu eru með svörtum og hvítum röndum og mynstrið á gólfteppinu innblásið af kattaklóri. Svíturnar eru í björtum gráum, beinhvítum, ferskju- og ljós- purpurarauðum litum. Lagerfeld kveðst hafa tilfinn- ingaleg tengsl við Crillon-hótelið, Hotel de Crillon í París fær andlitslyftingu Svítur og kattarherbergi að hætti Karls Lagerfelds Choupette Í herberginu sem tileinkað er Choupette er bæði bók um læðuna frægu og risastór mynd á vegg. AFP Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.