Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 17

Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sonur Donalds Trump, forseta Bandaríkj- anna, hefur viðurkennt að hafa komið á fundi tveggja af helstu aðstoðarmönnum Trumps í kosningabaráttunni á síðasta ári með rúss- neskum lögfræðingi sem er talinn tengjast stjórnvöldum í Kreml. Forsetasonurinn skipu- lagði fundinn eftir að honum var sagt að lög- fræðingurinn „kynni að hafa upplýsingar sem gætu verið gagnlegar í kosningabaráttunni“ gegn Hillary Clinton, forsetaefni demókrata. Fundurinn var haldinn 9. júní 2016, tveimur vikum eftir að ljóst varð að Trump yrði for- setaefni repúblikana, að sögn dagblaðsins The New York Times. Fundinn sátu sonur forset- ans, Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonur og einn af helstu ráðgjöfum for- setans, og Paul Manafort, sem var þá kosn- ingastjóri Trumps. Sonur forsetans segist hafa komið fundinum á fyrir milligöngu „kunningja“ sem hann hafi kynnst í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú alheimur árið 2013. Donald Trump yngri kveðst ekki hafa sagt þeim Kushner og Manafort frá efni fundarins áður en hann var haldinn. Manafort sagði af sér sem kosningastjóri um tveimur mánuðum eftir að fjölmiðlar birtu fréttir um að hann hefði tengst úkraínskum stjórnmálamönnum sem nutu stuðnings ráða- mannanna í Kreml. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort Manafort hafi gerst sekur um brot á lögum með tengslum sínum við erlend hagsmunaöfl. Donald Trump yngri sagði í yfirlýsingu að rússneski lögfræðingurinn Natalía Veselnít- skaja hefði sagt á fundinum að hún hefði upp- lýsingar um að menn, sem tengdust Rúss- landi, hefðu styrkt landsnefnd Demó- krataflokksins fjárhagslega og stutt Hillary Clinton í kosningabaráttunni. „Fullyrðingar hennar voru óljósar, margræðar og það var engin skynsemi í þeim. Ekki voru lagðar fram neinar upplýsingar sem studdu þær. Fljótlega kom í ljós að hún var ekki með neinar mik- ilvægar upplýsingar,“ sagði í yfirlýsingu for- setasonarins. Trump yngri segist hafa slitið fundinum þegar lögfræðingurinn hafi farið að tala um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn rússnesk- um embættismönnum sem talið er að séu við- riðnir mannréttindabrot. Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðirnar árið 2012 og Rússar svöruðu með því að banna ættleið- ingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. Ve- selnítskaja hefur starfað fyrir menn og fyrir- tæki sem talið er að tengist rússneskum stjórnvöldum. Óupplýstur forseti Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest er að nánir aðstoðarmenn Donalds Trump hafi átt fund með rússneskum ríkisborgara í kosn- ingabaráttunni, að sögn The New York Times. Talsmaður lögfræðinga forsetans sagði að Trump hefði ekki vitað af fundinum. Ásakanir um að samstarfsmenn Donalds Trump í kosningabaráttunni hafi verið í leyni- makki við Rússa hafa varpað skugga á fyrstu fimm mánuðina í forsetatíð hans. Nokkrar þingnefndir og sérstakur saksóknari eru að rannsaka ásakanirnar og meintar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að rússneskir hakk- arar, sem talið er að tengist leyniþjónustu og her Rússlands, hafi brotist inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og kosn- ingastjóra Hillary Clinton og lekið þeim í því skyni að koma höggi á hana í kosningabarátt- unni. Bandarísku leyniþjónustustofnanirnar telja að Pútín hafi fyrirskipað tölvuinnbrotin til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu forseta- kosninganna. Trump hefur neitað því að sam- starfsmenn hans í kosningabaráttunni hafi verið í leynimakki við Rússa og hefur dregið niðurstöður leyniþjónustumannanna í efa. Forsetinn ræddi málið við Pútín á fundi 20 helstu iðnríkja heims í Hamborg um helgina. Trump tísti á Twitter á sunnudag að hann hefði þjarmað tvisvar sinnum að Pútín til að fá svar við því hvort Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Pútín hefði neitað því. Heimskuleg tillaga Þingmenn úr röðum demókrata og repú- blikana gagnrýndu Trump fyrir að hafa ekki gengið nógu hart að Pútín á fundinum. Þeir sögðu að Trump hefði getað mótmælt tölvu- innbrotum Rússa með kröftugri hætti og virt- ist vera of viljugur til að leiða ásakanirnar á hendur þeim hjá sér, að sögn The Wall Street Journal. Þingmennirnir gagnrýndu einnig yfirlýs- ingu Trumps eftir fundinn um að þeir Pútín hefðu rætt um að koma upp sameiginlegri net- öryggissveit, meðal annars til að hindra tölvu- innbrot. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en kemst harla nálægt því,“ sagði repúblikaninn og öldungadeildarþing- maðurinn Lindsey Graham. Tillögunni var m.a. líkt við það að þjófur, sem staðinn væri að innbroti, byðist til að taka þátt í stofnun nefndar um innbrot. Ræddu við Rússa um Clinton  Nánir aðstoðarmenn Trumps í kosningabaráttunni áttu fund með rússneskum lögfræðingi sem teng- ist stjórnvöldum í Kreml  Kvaðst geta veitt þeim upplýsingar sem gætu verið gagnlegar í baráttunni AFP Bandamenn? Vladimír Pútín og Donald Trump takast í hendur í Hamborg. Netöryggissveit hafnað » Donald Trump hefur dregið í land með þá tillögu að Bandaríkjamenn og Rússar komi á fót sameiginlegri netöryggissveit til að hindra tölvuinnbrot. » Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokks- ins höfnuðu tillögunni algerlega, sögðu hana heimskulega og óframkvæmanlega. » Trump skýrði frá tillögunni í tísti á Twitter á sunnudag og utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra hans reyndu að útskýra hana. » Nokkrum klukkustundum síðar dró forsetinn í land með tillöguna á Twitter. „Sú staðreynd að við ræddum netöryggissveit þýðir ekki að hún geti orðið að veruleika. Hún getur það ekki,“ tísti hann. Börn taka þátt í „Litla nautahlaupinu“ (Encierro Txiki) á San Fermin- hátíðinni í Pamplona á Norður-Spáni. Hátíðin er haldin árlega og stendur í viku. Hundruð þúsunda manna sækja hana þótt alþjóðleg dýraverndar- samtök hafi gagnrýnt hana vegna illrar meðferðar á nautum. AFP Börn í nautahlaupi Talið er að um 300.000 manns hafi sýkst af kól- eru í Jemen á síðustu tíu vik- um, að sögn Al- þjóðaráðs Rauða krossins. Ástandið heldur áfram að versna vegna stríðsins sem geisar í land- inu og um 7.000 ný tilvik eru greind á hverjum degi. Vitað er um rúmlega 1.700 dauðsföll vegna kólerufaraldursins, að sögn emb- ættismanna Sameinuðu þjóðanna. Sjúkdómseinkennin eru í flestum tilvikum væg en kólera getur valdið miklum vatnskenndum niðurgangi og uppköstum. Bráð sýking getur leitt til blóðþrýst- ingsfalls og dauða á mjög skömm- um tíma. JEMEN Um 300.000 manns sýkt af kóleru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.