Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FormaðurborgarráðsReykjavík-
ur tjáði sig seint og
illa um viðbjóðinn
sem bíað hafði út
strandlengjur höfuðborg-
arinnar vikum saman, án þess
að fólkið, borgarbúarnir, væri
látið vita og gæti gætt sín og
barna sinna. Fjöldi starfsmanna
borgarinnar á veitusviði og heil-
brigðissviði vissi um vandræðin
og um ógnina sem af þeim staf-
aði.
Það eru sumardagar. Margir
borgarbúar eru í sumarfríi og
strandlengjan fagra heillar.
Vikur liðu og engar aðvaranir
bárust frá þeim sem ástæða var
til að ætla að stæðu vaktina.
Loks kvörtuðu borgarbúar í
fjölmiðlana. Af hverju ekki við
borgaryfiröld? Af því að þeir
vissu sem var að borgaryfir-
völdin hlutu að hafa vitað af
þessu. Ekkert í málinu gert og
vísvitandi þagað yfir því við og
gjörsamlega brugðist fólkinu
sem greiðir þeim launin.
Þegar formaður borgarráðs
komst ekki undan að standa fyr-
ir málinu, fyrst hvergi náðist í
borgarstjórann, sem er þó
endranær fjölmiðlaglaðasti
maður landsins. þá kom lítið og
ónýtt tíst. Hann sagðist telja að
það hefði verið „heppilegra“ ef
borgaryfirvöld og þær mörgu
stofnanir borgarinnar sem að
komu hefðu látið í sér heyra.
Engin iðrun, engin beiðni um
forlát og fyrirgefningu. Það
hefði verið „heppilegra“ var
orðið sem sökudólgarnir sjálfir
höfðu um alvarleg afglöp sín
gagnvart borgarbúum. Það
hefði sjálfsagt verið „heppi-
legra“ fyrir þá sjálfa að standa
ekki berstrípaðir í áliti gagnvart
borgarbúum í stórmáli eins og
þessu.
Þeir sem sendir voru til svara
voru ekki borgaryfirvöldin sem
glenna sig meira en góðu hófi
gegnir við öll önnur tækifæri.
Það voru embættismenn sem
enginn kannast við að hafa
heyrt eða séð nokkru sinni áður
sem voru látnir taka skömm-
ustulegir við hrópandi spurn-
ingum. Þeir komust ekki vel frá
því. Að mati embættismann-
anna voru það „verkferlar“ sem
brugðust vikum saman. Þessir
verkferlar hafa ekki sést eða
heyrst áður. En embættismenn-
irnir sögðust búnir að gera upp
við sig að skoða þessa verkferla.
Hvaða óráðshjal er þetta eig-
inlega?
Strendur borgarinnar eru
útbíaðar í saur og viðbjóði vik-
um saman og það eru „verkferl-
ar“ sem hafa ákveðið að almenn-
ingur sé ekki varaður við!
Síðustu árin hefur stjórnkerfi
borgarinnar margoft verið
splundrað í allar áttir. Sífellt
fleiri og óljósari „svið“ hafa ver-
ið stofnuð um verk sem áður
lutu ljósri ábyrgð.
Málaflokkar hafa
hvað eftir annað
verið hlutaðir í
sundur og ólíkum
þáttum skeytt sam-
an, þótt enginn ávinningur hafi
verið af því. Afleiðingin er ekki
aðeins sú að borgaryfirvöldin
sjálf hafa tapað þræði. Þau
máttu ekki við því. Eftir því sem
samhengi stjórnsýslunnar hefur
orðið óljósara hefur þjónustan
við borgarbúa versnað jafnt og
þétt um leið og kostnaður við
hana hefur farið úr böndum.
Embættisheiti sem borgar-
búar nauðaþekktu var fargað án
skynsamlegra skýringa en tekin
upp í staðinn ógagnsæ heiti þar
sem verksviðið deildist á svo
margar hendur að algjörlega
óljóst varð hvar ábyrgðin lá í
einstökum tilvikum. Þetta er
uppskrift að upplausn. Þetta
voru allt óþarfar breytingar,
gerðar breytinganna vegna, og
fúlgum fjár fórnað í vasa „ráð-
gjafa“ sem lágu yfir hverri
löngu vitleysunni af annarri.
Jafnvel gömul og gróin götu-
heiti voru lögð af vegna til-
gerðarþarfar meirihluta
borgarstjórnar með tilheyrandi
óhagræði og útgjöldum fyrir
borgarbúa og fyrirtæki þeirra.
Í áratugi hitti borgarstjórinn
tuttugu æðstu embættismenn
sína, sem höfðu þræði um allt
borgarkerfið, tvisvar í viku, árið
um kring. Stjórnskipulag borg-
arinnar var öfundarefni, ekki
síst fyrir ríkið. Það hefði engum
embættismanni dottið í hug að
láta stórmál, eins það sem hér
var nefnt, ónefnt á fundi með
borgarstjóra. Og þeir borgar-
stjórar sem tóku starf sitt alvar-
lega hefðu á sama fundi lagt
drög að viðbragðsáætlun sem
birt hefði verið ekki seinna en
strax.
Núverandi borgaryfirvöld
halda að borgin snúist um þá
sjálfa. Reykjavíkurborg á að
gæta að því umfram allt annað
að veita borgarbúum fullkomna
þjónustu með hagkvæmum
hætti, tryggja hreinlæti, snyrti-
mennsku, öryggi og framtíð, svo
sem með lóðaframboði og öfl-
ugri þjónustu fyrir unga sem
aldna. Það tekst ekki á meðan
stór hluti fjármunanna sem úr
er að spila hverfur í óráðsíu og
æðstu menn borgarinnar hafa
ekki áhuga á öðru en gervi-
vandamálum sem snerta ekki
borgarbúa beint. Hneykslið,
sem borgarbúar hafa þurft að
horfa upp á og fundið fnykinn af
að undanförnu er til komið
vegna þess að yfirvöldin í borg-
inni þekkja hvorki verkefni sitt
né vitjunartíma og myndu ekki
valda því, þótt hin einfalda
mynd rynni upp fyrir þeim.
Slíka menn þarf að finna í
fjöru sem fyrst. Það er ekki
kræsilegt en hjá því verður ekki
komist.
Ástandið í fjörunni
er lýsandi fyrir
yfirvöldin}
Brugðust borgarbúum
T
alsvert hefur verið ritað og rætt
um stöðu ferðamála hér á landi
með hliðsjón af þeim vaxtar-
verkjum sem greinin (og landið
sjálft, að mér heilum og lifandi)
hefur fundið fyrir. Því verður ekki neitað að
gullgrafaraháttur hefur látið á sér kræla –
eins og hjá alræmdum hr. Ciabatta og svo 500
króna tepokanum – og eins verður skortur á
salernum vart liðinn mikið lengur; ef svo fer
sem horfir verður ferðamennska á Íslandi
einna þekktust í formi erlendra vindjakka á
víðavangi með allt niðrum sig. Bókstaflega.
Landinn er líka misjafnlega ánægður með
fjölgun fólks á þeim stöðum á landinu sem
færri vita um og fólk situr eitt að. Við hjónin
vorum til dæmis á göngu í dásamlegu fjalla-
landslagi í uppsveitum Suðurlands ásamt vin-
ahjónum okkar um nýliðna helgi. Fátt var þar á ferli þó
að veðrið væri með ólíkindum gott, líkast til af því að
færri þekkja staðinn. Fyrst mættu vinahjónin þremenn-
ingum, og þegar við hjónin mættum þeim buðu þau góð-
an dag en einn þriðji tautaði ólundarlega: „Það er bara
traffík hérna …“ Þó var ekki aðra að sjá en okkur – alls
sjö talsins – svo langt sem augað eygði. Það var ekki
laust við að maður upplifði sig sem uppáþrengjandi
þarna í óbyggðum víðáttunum.
Að lokinni göngu sem tók alls á áttundu klukkustund
afréðum við að borða kvöldmatinn þar í nágrenninu,
enda liðið framyfir kvöldmatartíma, á nafntoguðum stað
sem bauð, að því er við höfðum heyrt, upp á lostætan mat
í veitingasal sem gefur kost á því að horfa inn
í fjós staðarins. Engu var um þetta logið,
maturinn einkar gómsætur, þjónustan prýði-
leg og verð í samræmi við það sem keypt var.
Enginn gullgröftur, bara gæði, snyrti-
mennska, þjónustulund og frumleg framsetn-
ing. Staðurinn lagði sig meira að segja fram
við að bera fram bjór í almennilegum glösum,
en enn þann dag í dag ber nokkuð á því að
veitingamenn gerist sekir um handvömm og
fúsk þegar kemur að bjórglösum og beri fram
tiltekinn bjór í glasi merktum einhverju allt
öðru. Það er hreint óverjandi frammistaða.
Mér datt reyndar í hug hvort fastagestir
umrædds staðar skimuðu niður í fjósið úr
veitingasalnum, brostu við og segðu með til-
hlökkun: „Sérðu þessa skjöldóttu kusu
þarna? Hún verður hamborgarinn minn hinn
daginn, á minn sann!“ Minnir á skondið atriði úr stór-
myndinni The Giant, þar sem börnin á búgarðinum ving-
uðust við gæfan kalkúna; gáfu fuglinum nafn og hentu í
hann fuglakorni af mikilli íþrótt. Verra var þó að blessað
ungviðið fékk skiljanlega áfall þegar fuglinn var borinn
fram ásamt margvíslegu meðlæti á þakkargjörð. Þá
vötnuðu þau músum meðan þau virtu vininn fyrir sér,
stríðalinn og steiktan í hel. En þannig gengur þetta jú
fyrir sig, nema hvað. Lýkur þar með pistlaþríleik þess-
um um landsbyggðina enda er ég kominn aftur til vinnu
eftir framúrskarandi skemmtilegt sumarfrí, þökk sé ekki
síst landsbyggðinni, kostum hennar og undrum.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Fjós og firnindi á landsbyggðinni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Snemmsumars gaf Umhverfis-stofnun út tilmæli um um-gengni ferðamanna á Horn-ströndum. Þar segir að
veruleg hnignun hafi átt sér stað á
ástandi nokkurra gönguleiða í frið-
landinu. Því er beint til ferðaþjón-
ustufólks að takmarka fjölda ferða-
manna í skipulögðum ferðum þegar
landið er viðkvæmt og að göngustafir
séu ekki notaðir innan friðlandsins
nema brýna nauðsyn beri til.
„Við höfum haft af því nokkrar
áhyggjur að menn séu að fara þarna
inn á svæðið þegar svæðið er ekki í
stakk búið til að taka á móti fólki, eft-
ir miklar rigningar til dæmis,“ segir
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá
Umhverfisstofnun.
Hann segir samstarf hafa verið
afar gott við þá ferðaþjóna sem fara í
skipulagðar ferðir frá Bolungarvík og
Ísafirði. Öllu erfiðara sé að fylgjast
með komum skemmtiferðaskipa inn á
friðlandið, en töluverð fjölgun hefur
verið á siglingum svokallaðra „ex-
cursion“-skipa á síðustu árum. Slík
skip eru fremur lítil og geta siglt inn í
víkur og firði.
„Landeigendur hafa ekki verið
mjög áfjáðir í að fá skemmtiferðaskip
inn í friðlandið, enda má segja að með
því breytist heilmikið eðli og ásýnd
friðlandsins.“
Ekki ástæða til að óttast
Ólafur segir að ekki sé sérstök
ástæða til að hafa áhyggjur af
skemmtiferðaskipunum, þó að smá
hræðsla hafi gripið þá sem sjá um
verndun friðlandsins er skemmti-
ferðaskipin fóru að venja komur sínar
inn í firðina.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson,
upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar,
tekur í sama streng. „Þetta hefur far-
ið miklu betur en við óttuðumst.
Menn urðu svolítið hræddir fyrir
nokkrum árum þegar þetta byrjaði
og sáu fyrir sér að það yrði kannski
stórkostleg aukning í þessu og að
skipin yrðu yfir nótt í fjörðunum. Það
hefur sem betur fer ekki gerst, svo sú
hræðsla hefur minnkað,“ segir Hálf-
dán.
Annars sé umgengni innan frið-
landsins almennt góð. „Það hefur
komið fyrir í gegnum árin að einn og
einn hópur hefur kannski ekki gengið
nógu vel um. Þó að það sé talsverður
ferðamannastraumur er þetta gríðar-
lega stórt svæði, þó að þéttast sé af
ferðamönnum í Hornvík. En dreif-
ingin er það góð að álagið hefur ekki
valdið neinum skaða, þannig séð,“
segir Hálfdán.
Hann segir að oftast sé um
óviljaverk að ræða, er jarðrask verði
á svæðinu. Göngustígar verði stund-
um ógreinilegir og því geri fólk þau
mistök að ganga utan þeirra.
Vanbúnir ferðamenn
Að sögn Hálfdáns kemur það
fyrir að ferðamenn séu vanbúnir til
ferða um friðlandið. „Það mætti
kannski setja kröfur um einhvern
lágmarksbúnað fólks sem fer inn á
svæðið. Við höfum lent í því að þrátt
fyrir að ferðaþjónar sem eru að selja
ferðir inn á svæðið hafi ráðlagt fólki
að fara ekki, fundist það of illa búið
til að fara í ferð, þá hefur fólk
samt ætlað að fara.“
Enginn getur bannað
fólki að fara vanbúið á Horn-
strandir, en Hálfdán segir að
kannski megi velta því upp að
setja kröfur um lágmarks-
útbúnað ferðamanna, út
frá öryggissjónar-
miðum. „Þetta er
stórt svæði og oft
mjög langt í næstu
hjálp og erfitt að
láta vita af sér.“
Almennt vel gengið
um Hornstrandir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hesteyri Umgengni í friðlandinu á Hornströndum er almennt góð, en
svæðið er víða viðkvæmt og stórir hópar ferðamanna geta valdið jarðraski.
„Sumarið hefur farið hægar af
stað en oft áður. Það hefur verið
ágætlega bókað í hópferðir en
minni lausatraffík,“ segir Díana
Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi
hjá Markaðsstofu Vestfjarða.
Hún segir að umgengni sé al-
mennt góð í friðlandinu. „Þetta
er samt svæði með nær engum
innviðum, svo að stórir hópar,
þó að þeir séu bara að rölta
þarna um og njóta, þeir geta al-
veg haft áhrif.“
Engar aðgangsstýringar eru
að friðlandinu. „Margir hafa
haft þann draum að það væri
bara einhver passi sem
myndi gilda inn á svæðið
eða að bara væri hægt að
fara með leiðsögumanni. En
þetta er í rauninni
bara land í einka-
eigu, svo það eru
engar svoleiðis
reglur sem hægt
er að setja,“ segir
Díana.
Sumarið fór
hægt af stað
VIÐKVÆMT SVÆÐI
Díana Jóhannsdóttir