Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Klárir Þessir ætluðu að fljúga gamla þristinum, DC 3, til Akureyrar, en vélin, amma flugsins hafði verið á flugdegi á Hellu um helgina. Gunnar Arthursson, Karl Hjartarson og Harald Snæhólm. RAX Hinn 28. júní 2017 kvað yfirskattanefnd upp úrskurð nr. 113/ 2017 í kæru erfingja í dánarbúi Auðar Sveinsdóttur sem sat í óskiptu búi eftir mann sinn Halldór Kiljan Laxness. Undirritaður þekkir vel til þess máls enda höfundur hinnar umræddu kæru og hef ég veitt erfingjum í dánarbúinu aðstoð og ráð allt frá árinu 2013. Grein þessi er ekki rituð í því markmiði að deila á niðurstöðu yf- irskattanefndar eins og hún snýr að umbjóðendum mínum heldur til að freista þess að vekja íslenska lista- menn á hvaða sviði sem þeir starfa til vitundar um þá feikilegu hættu sem að þeim nú steðjar og hvernig óskiljanlegri andúð íslenskra yfir- valda á Halldóri Laxness ætlar seint að linna Til að öðlast skilning á því hvaða áhrif tilvitnaður úrskurður yfir- skattanefndar kann að hafa á erfða- mál allra íslenskra listamanna sem skilja eftir sig höfundarverk er nauðsynlegt að líta til nokkurra staðreynda. Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998 og Auður hinn 29. október 2012. Í apríl 2002 hafði ekkjan gefið hinu íslenska ríki flestar eigur sínar, þ.e. eigur hennar og skáldsins, svo sem allt innbú á Gljúfrasteini, allt safn handrita hugverka Halldórs Laxness, allt bókasafn skáldsins og allt annað lausafé hverju nafni sem nefndist. Þessar eignir ásamt Gljúfrasteini sjálfum mynda nú eins og kunnugt er hornstein mikillar þjóðargersemar sem auk stórbrot- inna listaverka skáldsins verður þjóðinni kær um aldir og órjúfan- legur hluti þess sem best og fegurst er til í íslenskri menningu. Áður hafði skáldið falið Seðlabanka Ís- lands til varðveislu verðlaunagrip Nóbels, gullpeninginn sjálfan. Eftir hélt Auður höf- undarétti Halldórs. Höfundaréttur er merkilegt fyrirbæri að lögum. Þannig telst hann til fjármunarétt- inda og verður þar af leiðandi metinn til fjár, peningaverðs. Hann er eign og lýtur því eignarréttarákvæðum laga. Höf- undur fer með umráðarétt verka sinna og getur með vissum takmörk- unum framselt rétt sinn, þ.e. haft af honum tekjur. Þessi umráðaréttur er í grófum dráttum það sem erfist við andlát höfundar og í honum felst að erfingjar eins og höfundur í lif- anda lífi geta aflað tekna af höfunda- réttinum. Venjulega er það gert með beinni sölu verka listamannsins, t.d. málverka eða með samningum um tekjur af útgáfurétti verkanna. Í samræmi við reglur skattaréttar koma þær tekjur til fullrar skatt- lagningar hjá eigendum höfunda- réttarins, höfundi eða erfingjum. Enginn ágreiningur er um réttmæti þeirrar skattlagningar. Vafasamt er að hefja tæknilegar umræður á þessu stigi en í kæru þeirri sem yfirskattanefnd hafnaði með úrskurði sínum nr. 113/2017 fólst engin tilraun til að víkjast und- an skattlagningu tekna af útgáfu- rétti sem af höfundarétti er leiddur heldur til þess að fá viðurkennt að sæmdarréttur væri í eðli sínu verð- laus og óheimilt væri að áætla tekjur áratugi fram í tímann og skattleggja síðan núna einmitt þeim sömu áratugum áður en hinar skatt- lögðu tekjur verða til. Það er nefnilega svo að það sem ekki erfist og getur aldrei erfst eðli máls samkvæmt er hinn svokallaði sæmdarréttur því sá er bundinn höf- undi og verður aldrei frá honum tek- inn. Sæmdarrétturinn er því í raun óendanlega verðmætur en um leið algerlega verðlaus. Hafa ber einnig í huga að höf- undarétt og þar með útgáfurétt og sæmdarrétt eiga allir þeir sem skapa höfundarverk, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, myndlist, dans, hönnun hvers konar og raunar hvað annað sem sprettur fram í huga höfundar og hann kýs að miðla til annarra. Eins og áður sagði er fullkomlega eðlilegt að af þeim tekjum sem höf- undur og þar með erfingjar hans afla sér séu greiddir skattar, tekju- skattar, og er enginn ágreiningur um að listamenn skulu greiða slíka skatta að fullu eins og allir aðrir sem tekna afla. Vandinn vex þegar reynt er að skattleggja sæmd. Ein grundvallarregla íslensks skattaréttar er að tekjur skulu skattlagðar þegar þeirra er aflað, hugsanlega nokkru eftir að þeirra var aflað en aldrei áður en þeirra er aflað enda eðilega ekki með nokkru móti hægt að sannreyna óorðna framtíð. Það að finna leið til að skattleggja framtíðartekjur virðist, ef mið er tekið af kærumáli því sem hér er rætt, vera keppikefli skattyfirvalda. Regla sem þau gætu verið að freist- ast til að reyna að koma á, sé tekið mið af því sem fólgið er í úrskurði yfirskattanefndar nú og þar áður af meðferð erfðamálsins hjá sýslu- manni og matsmanni hans. Skatt- yfirvöld virðast að því best verður séð freista þess nú að koma á nýrri og áður óþekktri skattlagningarleið sem sé skattlagningu tekna sem enn ekki hefur verið aflað. Hin nýja regla, ef í gildi kæmist þó ekki væri nema vegna þess fordæmis sem þegar er fengið, mun að óbreyttu jafnvel gera kleift að áætla framtíð- artekjur af hvers konar eign sem erfist. Það jafnvel áratugi fram í tímann með því einu að beita afar umdeilanlegri tækni hagfræðinnar og skattleggja síðan tekjur þannig áætlaðar þótt engin trygging sé nokkru sinni fyrir því að umræddra tekna verði yfirleitt aflað. Að þessu gættu er jafnvel hugs- anlegt að verði þessi skilningur staðfestur gætu alls óvissar framtíð- artekjur af hvaða eign sem erfist hvort heldur er húseign, höfunda- réttur, málverk eða hvað annað sem skattyfirvöldum dytti í hug að ákveða orðið andlag skattlagningar á grundvelli heimildar til skattlagn- ingar framtíðartekna. Þessi ákafi í skattlagningu á afar vafasömum grunni er það sem ég vil eindregið vara við að íslenskir lista- menn og raunar íslensk þjóð láti yfir sig ganga. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 113/2017 er afar snjall. Þar er kær- unni hafnað en ekki á þeim grunni að matið sem skattlagningin byggist sé rangt. Þvert á móti er því hamp- að. Í niðurlagi úrskurðarins segir: „ ... og þar sem ekki verður séð að neinir slíkir ágallar séu á verðmatinu sem gera að verkum að það verði ekki lagt til grundvallar ákvörðun erfða- fjárskatts...“ Yfirskattanefnd kýs hins vegar að hafna kærunni á grundvelli ákvæða í skiptalögum sem kveða á um að gangi fram komið mat matsmanns ekki til yfirmats gildi það einfald- lega hversu rangt að efni og gerð upphaflega matið kunni að vera, jafnvel löglaust. Erfingjar sem þvingaðir eru að leggja út í gríðarlegan kostnað við mat og eiga ef til vill ekki þess kost að efna til stóraukins kostnaðar við yfirmat en leita þess í stað á náðir yfirskattanefndar í von um réttláta niðurstöðu fá þau skilaboð ein að ekkert sé á rök þeirra hlustað. Mat gildi sé ekki metið að nýju með yf- irmati. Þetta er alvara málsins. Þetta er það sem ekki má láta yfir íslenska listamenn ganga. Nú verður að leita til dómstóla og fá til þess þá lögmenn sem við eigum hæfasta í landinu. Meðal lögmanna býr afar mikil þekking fólks sem ítrekað hefur sýnt skattyfirvöldum fram á að við ofríkistilburði þeirra verði ekki unað. Leyfum því fólki að vinna verk sín og hnekkja þessari ósvinnu. Nú eiga íslenskir listamenn að rísa úr rekkju og safna liði. Nú eiga íslenskir listamenn sem sífellt eru burðarásar því sem næst allra til- burða til fjáröflunar í góðu skyni hér á landi með gjafavinnu sinni að segja: Þetta látum við ekki yfir okk- ur ganga. Íslenskir listamenn: Ég eggja ykkur lögeggjan. Erfingjar Hall- dórs Laxness standa sneypt eftir að hafa treyst á að skattyfirvöld tækju rökum og búa ekki að þeim fjár- munum sem þarf til að standa straum af málaferlum gegn hinu ís- lenska ríki. Ég er þess viss að verði nú brugð- ist við af afli muni dómstólar komast að farsælli niðurstöðu í þessu máli svipað og gerðist í aðför ríkisvalds- ins að prentfrelsi í landinu þar sem Halldór Laxness fór fyrir hópi manna er buðu valdinu birginn. Við Íslendingar njótum alla tíð þótt ef til vill öllum sé ekki í minni nú. Eftir Gunnar Haraldsson » Leggja erfðafjár- skatt á framtíðar- tekjur dánarbús Hall- dórs Kiljans Laxness. Gunnar Haraldsson Höfundur er hagfræðingur. Yfirvöld fara offari í skattheimtu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.