Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er óþarfi að stökkva upp á nef
sér, þótt samstarfsmönnum verði eitthvað á.
Reyndu að sýna eins mikinn sveigjanleika og
þér er unnt.
20. apríl - 20. maí
Naut Ekki er allt sem sýnist og það er þitt
verk að komast að hinu sanna. Marseraðu
fram með þá valkosti sem færa þér það sem
þú vilt – og innri andstæðingurinn heldur sig
til baka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér verður hrósað mikið fyrir ár-
angur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skil-
ið. Ekki aðeins veistu nákvæmlega hvað þú
vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því
framgengt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú lendir í þeirri aðstöðu að yfirráð
þín eru dregin í efa. Stattu á þínu og þá sýnir
sig að andstæðingurinn hefur engin tromp á
hendi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert sérstaklega sannfærandi í sam-
ræðum þínum við samstarfsfélaga og ætt-
ingja. Ef þú ert bæði kallaður og útvalinn
skaltu ekki skorast undan.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Veltu vandlega fyrir þér því máli sem
nú hefur verið lagt í þinn dóm. Enginn sagði
að samstarf væri auðvelt, en þú kaust þetta
af vissri ástæðu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu málin í þínar hendur og rannsak-
aðu þau ofan í kjölinn. Nú er heppilegt að
ljúka samningaviðræðum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að fá útrás fyrir sköp-
unarþrá þína svo þú kafnir ekki. Fólk breytist
aðeins ef það hefur fyrir því sjálft.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það tekur meiri tíma að undirbúa
atburð en atburðurinn sjálfur tekur – miklu,
miklu lengur. Einhver gefur þér tækifæri til
þess að láta ljós þitt skína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft bara að nefna það að þú
eigir í vanda og sérfræðingar í honum skjóta
upp kollinum. Njóttu þess og haltu áfram á
sömu braut.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er góð regla að hugsa áður en
maður talar og hún á ekkert síður við þig en
aðra. Gættu þess bara að ofmetnast ekki og
leyfðu samstarfsmönnum þínum að njóta
með þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það eru gerðar miklar kröfur til þín,
jafnvel svo að þér finnst nóg um. Ef þú þarft
að láta í minni pokann skaltu gera það með
reisn.
Ekki fer á milli mála að sambander á milli sjúkdóma og matar-
æðis, en hversu mikil áhrif hefur
það, sem við látum í okkur, á líðan
okkar? Þetta er viðfangsefni heim-
ildarmyndar, sem nefnist What the
Health eða Hver heilbrigður eftir
Kip Anderson og Keegan Kuhn. Í
myndinni fær bandarískur mat-
vælaiðnaður rækilega á baukinn.
Þá eru teknar fyrir ýmsar við-
teknar hugmyndir um hollustu.
Lyfjafyrirtækin fá sinn skammt og
sömuleiðis heilbrigðiskerfið í
Bandaríkjunum fyrir að einblína á
að halda niðri einkennum í staðinn
fyrir að ráðast að rót sjúkdóma. Í
leiðinni er flett ofan af tvískinnungi
hinna ýmsu samtaka, sem rekin
eru til að berjast gegn sjúkdómum
á borð við sykursýki, krabbamein
og hjartasjúkdóma og bent á að
þau séu svo háð matvæla- og lyfja-
framleiðendum um peninga að þau
ýti jafnvel undir óhollustu í stað
þess að vara við mat, sem eykur
líkur á krabbameini, hjartasjúk-
dómum og sykursýki.
x x x
Ekki var laust við að Víkverjayrði um og ó við að horfa á
þessa ágætu mynd og vakti hún
með honum meiri ugg en flestar
hrollvekjur. Þó var ekki laust við
að honum þætti fært í stílinn þegar
kom að því að hampa ágæti þess að
neyta aðeins grænmetis. Í mynd-
inni var rætt við tvo einstaklinga,
sem lengi höfðu átt við veikindi að
stríða og höfðu verið látnir bryðja
fleiri lyfjategundir en Víkverji
kann að nefna. Fólk þetta gat sig
varla hreyft fyrir krankleika þegar
kvikmyndagerðarmennina bar að
garði, en eftir að hafa einskorðað
sig við grænmeti í tvær vikur var
það orðið bráðhresst, hætt á öllum
lyfjum og komið á kreik á ný.
Sömuleiðis komu fram nokkrir ein-
staklingar, sem höfðu breyst úr
meðalskussum í ofurmenni við það
eitt að gerast grænmetisætur. Vík-
verji ætlar ekki að bera brigður á
hollustu grænmetisfæðis, en þetta
fannst honum heldur ósennilegt.
Þó hvarflaði að honum að reyna í
þeirri von að hann yrði farinn að
fljúga um með skikkju um hálsinn
klæddur sokkabuxum innan
tveggja vikna – eða í mesta lagi
þriggja. vikverji@mbl.is
Víkverji
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SUMARÚTSALA
-30% verð áður kr . 316 .300
Lu ig i tungusóf i með st i l lanlegum hnakkapúðum
verð nú kr . 221 .400
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum á röltinu fyrir helgi.
Það hafði borið til tíðinda að
skolpið rann viðstöðulaust í sjóinn
við Faxaskjól, en fjölmiðlar náðu
ekki í borgarstjóra til að spyrja
hverju sætti. Þetta barst í tal á
milli mín og karlsins, en hann var
einmitt að koma sunnan að. Hann
velti vöngum og tautaði:
Við Faxaskjól var svartur sjór
af saur svo fólki ofbauð slíkt. –
Borgarstjórinn í felur fór.
Finnst það kerlu honum líkt.
Magnús Halldórsson hefur orð
á því á Boðnarmiði að „borgar-
stjóri, formaður borgarráðs og
borgarritari fréttu fyrst um málið
í fjölmiðlum“:
Sjaldan málin ganga greitt,
gagnslitlir oft megum híma.
Því okkur sagt er aldrei neitt,
utan bara í fréttatíma.
Síðan bætti Magnús við, að „við
erum svo heppin hérna á Hvols-
velli að „burgmeister“ okkar
kemur í morgunsundið, þar frétt-
ir hann eiginlega allt sem máli
skiptir. Borgarstjóri Reykjavíkur
segist fyrst hafa frétt af skólp-
mengun við Faxaskjól í fjöl-
miðlum, þótt skólpdælukerfi borg-
arinnar hafi verið bilað dögum
saman:“
Þar er allt á fullri fart
sem fólkið heftir,
svo Dagur fréttir dáldið margt,
daginn eftir.
Gylfi Þorkelsson orti:
Aumur larfur, ætíð hvarf,
engum þarfur, blauður.
Alger skarfur, andlegt svarf,
eins og karfi rauður.
Og fékk að bragði þessa spurn-
ingu frá Jóni Val Jenssyni: „Ertu
að lýsa borgarstjóranum, sem
„ætíð hvarf“, þegar spyrja þurfti
út í skolpræsaflóðið?“
Gylfi Þorkelsson kvað svo ekki
endilega vera, – gæti eins verið
sjálfsmynd. – „En sem sagt, hverj-
um er frjálst að spyrða vísuna að
eigin þörfum.“
Gestur Jóhannsson orti í Vest-
urheimi laust fyrir aldamótin
1900 og virðist aldarfarið lítið
hafa breyst:
Hér ég staldra hugsandi
hreint mér taldist svarið.
Hví svo skjaldan skynsemi
skapar aldarfarið?
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af svörtum sjó og sam-
bandsleysi borgarstjóra
Í klípu
„LÁTTU MIG FÁ TÍÐINDIN
– ALGJÖRLEGA ÓFEGRUÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEYRÐU, SJÉFFI! ÞESSI KRÚTTLEGI HÉRNA
VILL VITA HVERS VEGNA VIÐ HÖFUM EKKI
BORGAÐ AF BÍLALÁNINU OKKAR Í ÞRJÚ ÁR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... heitar varir!
ÞRYKK!
HRÓLFUR, MAMMA ER ENN
ÓÁNÆGÐ EFTIR ÖLL ÞESSI ÁR
MEÐ AÐ ÉG HAFI GIFST ÞÉR!
TENNIS Í
SJÓNVARPINU
GAT ÉG BREYTT ÞVÍ AÐ
HÚN VAR ÞEGAR GIFT?
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum. Sálm. 46:2