Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Viðtökurnar fóru í raun fram úr
okkar björtustu vonum. Það gekk
náttúrlega á ýmsu með sýninguna
hér heima eins og frægt er orðið og
allt í góðu lagi með það,“ segir Gísli
Örn Garðarsson um viðbrögð áhorf-
enda þegar Óþelló í uppfærslu Þjóð-
leikhússins og Vesturports var sýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu í Bratislava á
alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Euro-
kontext í Slóvakíu fyrir skemmstu.
„Þetta var í fyrsta sinn sem við
sýndum verkið fyrir utan landstein-
ana. Sýningarnar voru tvær og bið-
listi á þær báðar. Mónólógar Hall-
gríms Helgasonar um rasima í
sýningunni vöktu mikla lukku, enda
hafa Slóvakar sýnt rasisma í verki
með því að loka landamærum sínum
alfarið fyrir flóttafólki. Þannig að
þetta var mjög góð upplifun og
áminning um það hvað Evrópa er
ólík.“
Í vetur bárust fréttir af því að
Óþelló hefði líka verið boðið á alþjóð-
lega leiklistarhátíð í Bogotá í Kólum-
bíu. Hvenær farið þið?
„Hátíðin fer fram í mars/apríl
2018. Í ljósi þeirra verkefna sem
framundan eru hjá okkur Nínu
[Dögg Filippusdóttur] verður að ráð-
ast hvort við getum farið á hátíðina,“
segir Gísli og vísar þar til frumsýn-
ingar þeirra og Borgarleikhússins á
People, places & things eftir Duncan
Macmillan sem greint var frá í
Morgunblaðinu í gær, en við komum
nánar að því síðar í viðtalinu.
„Það væri ekki í fyrsta sinn sem
við höfum þurft að afboða komu okk-
ar á hátíðina í Bogotá. Við sýndum
Hamskiptin þar fyrir um áratug og
var í framhaldinu boðið að sýna
Woyzeck. Ég held að ég hafi þegið
boð fimm sinnum og jafnoft þurft að
afboða komu Woyzeck af því að þetta
er á svo óheppilegum tíma. En þetta
er geggjuð hátíð, enda stærsta leik-
listarhátíð í heimi. Þarna eru sýndar
um 400 leiksýningar víðs vegar að úr
heiminum á þremur vikum.“
Er aldrei neitt mál að taka sýn-
ingar Vesturports upp aftur?
„Leikmyndin er alltaf geymd. Ég
held að ég sé með tíu fulla Eimskips-
gáma niðri á höfn fulla af öllum leik-
myndum Vesturports,“ segir Gísli og
tekur fram að Eimskip hafi verið
sterkur bakhjarl Vesturports um
áraraðir. „Þess vegna eigum við allar
leikmyndirnar okkar enn og því geta
sýningar okkar lifað svona lengi.“
Bjóst ekki við slíkum viðtökum
Í vetur sem leið frumsýndi Vestur-
port í samvinnu við Borgarleikhúsið
Elly sem sýnd var fyrir fullu húsi á
Nýja sviðinu 54 sinnum og komust
færri að en vildu. Hvernig lögðust
góðar viðtökur í þig?
„Ég bjóst ekki við að viðtökurnar
yrðu svona rosalegar, en maður veit
auðvitað aldrei. Mér finnst frábært
að sýningin hafi náð svona vel til
áhorfenda, því þetta er menningar-
og þjóðfélagssaga okkar Íslendinga.
Við erum að eðlisfari frekar lokuð
þjóð og tölum ekki um hlutina. Fæst-
ir vita hvernig líf Ellyjar var og hvað
það var mikið mál að lifa af sem lista-
maður í hennar sporum. Mér fannst
mikilvægt að varpa ljósi á það,“ segir
Gísli sem gengið hafði með hugmynd-
ina lengi í maganum, en fannst að
hann gæti ekki beðið mikið lengur
með að koma henni á svið. „Elly til-
heyrir kynslóð sem fædd er í kring-
um 1930 og margir af þeirri kynslóð
eru farnir. Þeim fer fækkandi sem
voru henni samferða og þess vegna
setti ég þetta í gang svo það væri
hægt að fá sögurnar frá fyrstu
hendi,“ segir Gísli og tekur fram að
hann sé sannfærður um að sýningin
muni njóta sín vel á Stóra sviðinu
þangað sem hún færist í haust vegna
mikillar eftirspurnar.
„Ég hefði ekki viljað flytja sýn-
inguna yfir á Stóra sviðið nema
vegna þess að ég er sannfærður um
að hún muni njóta sín þar og það
verður enginn afsláttur gefinn. Sætin
eru betri, þau eru númeruð og ég
held að áhorfendur muni njóta sýn-
ingarinnar í botn.“
Leikhúsið varpar ljósi á meinið
Í gær var upplýst að næsta leik-
stjórnarverkefni þitt verður upp-
færsla á People, places & things eftir
Macmillan annars vegar í Þjóðleik-
húsinu í Osló í febrúar 2018 og á Litla
sviði Borgarleikhússins í mars/ apríl,
en Nína Dögg Filippusdóttir, eigin-
kona þín, fer með aðalhlutverkið í ís-
lensku uppfærslu verksins. Hvers
vegna varð þetta leikrit fyrir valinu?
„Ég var að leika í sjónvarpsseríu í
Englandi 2015 þegar verkið var
frumsýnt og sá það á sviði. Inntak
þess kveikti í mér. Þetta er verk sem
er því miður mjög nálægt okkur
Nínu. Það er hræðilegur alkóhólismi
í fjölskyldum okkar, sérstaklega
Nínu megin. Þetta er viðfangsefni
sem er mjög nálægt okkur og hefur
verið í alltof langan tíma. Það eru því
miður margir Íslendingar að glíma
við alkóhólisma og afneitun eða með-
virkni í lífi sínu. Það er stór fylgi-
fiskur samfélagsins í kringum okkur
og leikhúsið er mjög góð leið til að
skoða þetta mein í tilteknu sam-
hengi.“
Leikritið segir frá leikkonu sem
eftir hneykslanlegt atvik á leiksviði
samþykkir loks að fara í meðferð
vegna áfengis- og fíkniefnavanda.
Ekki er annað að sjá en að hún sé
viljug til að takast á við vanda sinn,
en hún notar hins vegar það hversu
klár og meinfyndin hún er til að vefja
fólki um fingur sér. Með hlutverk
leikkonunnar fer Nína, en í öðrum
hlutverkum eru Björn Thors, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Hannes Óli
Ágústsson, Jóhann Sigurðarson,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sig-
rún Edda Björnsdóttir.
„Þetta er mjög gott verk fyrir
sterkan leikhóp að takast á við. Þó að
Nína sé í titluðu aðalhlutverki sé ég
leikritið fyrst og fremst sem en-
semble verk,“ segir Gísli og rifjar
upp að góð hópvinna hafi ávallt verið
mikilvægt leiðarstef í starfi Vestur-
ports. „Þetta sést skýrt í Faust þar
sem við gerðum Mefistós að þremur
djöflum til að búa til fleiri spennandi
hlutverk.“
Of stór skammtur af einveru
En hvers vegna langaði þig að
setja leikritið upp í tveimur löndum
nánast samtímis? Verður nálgunin sú
sama eða reiknar þú með að gera
tvær gjörólíkar sýningar?
„Það er góð spurning. Ég hef ekki
prófað þetta áður, þannig að ég hef
ekki hugmynd um hver útkoman
verður, en það er það sem er áhuga-
vert. Kannski verða þetta tvær alveg
eins sýningar eða gjörólíkar. Það fer
örugglega eftir því hvernig fyrsta
sýningin tekst til og hvort mér hafi
fundist ég finna essens eða kjarna
verksins. Ég er alltaf að reyna að búa
til samstarf á milli leikhúsa og lista-
manna frá ólíkum löndum, þannig að
við getum haft áhrif hvert á annað og
veitt hvert öðru innblástur,“ segir
Gísli sem verður með sama listræna
teymi í báðum löndum, Börkur Jóns-
son hannar leikmynd og Þórður Orri
Pétursson lýsingu, en búningahönn-
uður, tónskáld og kóreograf koma frá
Noregi.
Þú hefur áður unnið svona fjöl-
þjóðlega sýningu, þ.e. Bastarðar.
Eru einhver líkindi þarna á milli?
„Það sem ég áttaði mig á eftir á
með Bastarða var að það flókna í því
samstarfi fólst í því að þar kom hug-
myndin um samstarf fyrst og síðan
var reynt að semja verk fyrir leikar-
ana, sem áttu að tala þrjú mismun-
andi tungumál. Þannig að það varð
eins og gestaþraut að finna lausnina
á því. Það var einhvern veginn alltaf
skakkt. Það náði tæpast organískri
lendingu. Ferlið núna er miklu ein-
faldara. Vonandi leiðir það til hug-
mynda um frekara samstarf, eins og
Bastarðar áttu að gera. Hjá leikhús-
unum á Norðurlöndunum er sífellt
verið að leita leiða til að vinna saman,
en auðvitað er tungumálið ákveðinn
þröskuldur sem og kostnaðurinn. En
þetta er bara ein tilraun í þessa átt.“
Þið Nína hafið unnið mikið saman
undir merkjum Vesturports sem þið
stofnuðuð í samstarfi við fleiri á sín-
um tíma og sýnt úti um allan heim.
Hvernig gengur að púsla því saman
við fjölskyldulífið, því þið eigið tvö
börn sem eru 10 og fimm ára?
„Það var ekkert mál að ferðast og
sýna erlendis meðan börnin voru
yngri. Núna er dóttir okkar orðin tíu
ára, komin í skóla og með sjálfstæðan
vilja og nennir ekki að fara með okk-
ur út. Ég hef farið einn utan til að
leika í sjónvarpsþáttum og kvik-
myndum. Í fyrra dvaldi ég átta mán-
uði í Newcastle við tökur á Brjólfs-
kviðu meðan Nína var ein heima með
börnin. Það var glatað fyrir mig því
mér fannst ég missa af mjög miklu.
Þetta var langur tími og ég var langt
í burtu. Það fylgdi þessu ákveðinn
tómleiki eftir því sem á leið. Það
hreinlega dó eitthvað innra með mér.
Ég fékk alltof stóran skammt af ein-
veru í þessari löngu útgerð. Auk þess
bætti ekki úr skák að verkefnið
nærði mig of lítið þannig að það hefur
verið blanda af þessu tvennu. Fyr-
irfram hljómaði verkefnið mjög
spennandi, en það náði ekki flugi og
ég fann mig ekki í því. Strax við
heimkomuna lék ég í Eiðnum hjá
Baltasar og það var æðislegt og
nærði mig. Sama má segja um Varg-
inn sem ég lék í hjá Berki Sigþórs-
syni,“ segir Gísli og tekur fram að
hann sé með aldrinum og reynslunni
orðinn betri í því að hafna tilboðum
erlendis frá um prufur og verkefni
sem kalla á langa fjarveru frá fjöl-
skyldunni.
Fyrst og fremst leikhúsmaður
Sjáið þið Nína hlutina oft frá sama
sjónarhorni í listrænu samstarfi ykk-
ar eða takist þið hart á?
„Í vinnuferlinu erum við oft með
mjög ólíkar skoðanir. Hún, eins og
aðrir leikarar, virðir það að leikstjór-
inn er með ákveðna sýn. Maður reyn-
„Forréttindi að fá að starfa í
Gísli Örn Garðarsson er nýkominn
heim frá Slóvakíu með Óþelló
Ætlaði að leikstýra Hamlet hjá
Globe Mun leika Ríkarð III undir
stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar
Morgunblaðið/Ásdís
» „Síðan vorum viðkomin á gott skrið
með að ætla að bjóða
fleiri íslenskum leik-
stjórum að setja upp
sýningar í Globe.“
Fjölhæfur Gísli Örn
Garðarsson er með
mörg járn í eldinum.