Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Mikil ólga hefur verið undanfarið á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem hæl- isleitendur á vegum Útlendinga- stofnunar dvelja í húsnæði sem er fyrrverandi gistiheimili. „Við höfum heyrt af því að það sé verið að tilkynna þjófnað á reiðhjól- um. Þjófnaður í þessum hópi, eins og öðrum, er mál lögreglunnar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðs- stjóri hjá Útlendingastofnun. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, staðfest- ir að allmargar kvartanir hafi borist lögreglu varðandi hælisleitendur á Ásbrú. „Við reynum að fylgja þeim eftir eins og hægt er,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Morgunblaðið. Fyrr í þessum mánuði sagði Út- lendingastofnun upp leigu á Víði- nesi, húsnæði í eigu Reykjavíkur- borgar, sem stofnunin fékk til afnota fyrir hælisleitendur. Stofnunin kom þá um 40 hælisleitendum fyrir í hús- næðinu á Ásbrú. Mögulegt er að koma um 50 manns í viðbót fyrir, en stofnunin hefur tekið á leigu allt húsnæði Airport-inn-gistiheimilis- ins, sem getur hýst um 90 manns. Aðeins skammtímaúrræði Að sögn Þorsteins eru öryggis- verðir í húsi hælisleitendanna allan sólarhringinn sem fylgjast með ef eitthvað kemur upp á auk þess sem þar er öflugt myndavélakerfi. „Fólki er samt auðvitað ekki haldið inni, þessir einstaklingar eru náttúrlega frjálsir ferða sinna og við erum ekki að elta þá út um allar sveitir.“ Húsnæðið á Ásbrú er hugsað sem úrræði fyrir þá sem gert er ráð fyrir að stoppi stutt í málsmeðferðinni hjá Útlendingastofnun, svokölluð for- gangsmál, að sögn Þorsteins. „Markmiðið er að hver einstak- lingur dvelji þarna aðeins í nokkrar vikur áður en niðurstaða fæst í máli þeirra, sem er þá annaðhvort að þeir eru sendir heim á leið, koma inn í samfélagið eða annað úrræði fundið ef menn þurfa að dvelja hér í lengri tíma,“ segir hann. Þorsteinn segir ekki standa til að hætta starfsemi í húsinu á Ásbrú. „Ef við verðum vör við að eitthvað svona sé í gangi göngum við auðvit- að á fólk í húsinu og gerum því grein fyrir að þjófnaður sé ekki liðinn og biðjum öryggisverði að hafa augun opin gagnvart því ef það verður upp- söfnun á einhverjum aðbúnaði eða einhverju sem menn geta ekki gert grein fyrir. Þetta breytir hins vegar ekki notkun á húsinu. Þetta eru nokkrir einstaklingar sem þarf að taka á, eins og almennt er með slík mál. Þetta getur gerst hvar sem er.“ Ekki farið framhjá bænum Að sögn Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs í Reykjanesbæ, hefur verið mikil umræða á face- booksíðu sem heitir „Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri“ þar sem íbúar hafa tjáð sig um þjófnað og hegðan sem ekki samrýmist því sem Íslendingar eru vanir. „Þessi umræða hefur ekki farið framhjá bænum. Við fáum hins veg- ar ekki mikið af beinum kvörtunum til okkar heldur finnum fyrir þessari ólgu sem magnast upp á samfélags- miðlum. Fyrir nokkrum árum vor- um við með allt að 200 hælisleit- endur í Reykjanesbæ. Það var mjög erfitt að hafa svona marga í litlu samfélagi, það vakti ákveðinn ótta og hræðslu við útlendinga. Í kjölfar þess gerðum við nýja samninga og fækkuðum verulega í hópnum í sam- vinnu við Útlendingastofnun. Nú er- um við með 50 til 70 manns sem eru allt fjölskyldufólk og hefur það gengið sérlega vel. Það fer mjög lítið fyrir því fólki og það gengur mjög vel um á allan hátt,“ segir Friðjón og nefnir að það fólk sé til húsa um allan bæinn ólíkt því sem sé á Ásbrú. Hafa áhyggjur „Þessi ákvörðun Útlendingastofn- unar að fara upp á Ásbrú er gegn okkar óskum. Við höfum engin af- skipti af þessum hópi annað en að við erum í stöðugu sambandi við Út- lendingastofnun vegna þess að við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Friðjón og bætir við að auðvitað sé þetta vandamál fyrir Útlendinga- stofnun hvar hælisleitendur eigi að dvelja. „Einhvers staðar verða þeir að vera. Það mætti því vera meiri fræðsla og gæsla. Mér finnst við þurfa að gera þetta betur, vanda okkur við þetta og finna sátt við um- hverfið. Það vill enginn vera leið- inlegur í þessum málum og ég held að allir hafi einungis góðan hug,“ segir Friðjón. Útlendingastofnun greindi frá því fyrr í þessum mánuði að 130 ein- staklingar hefðu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum árs- ins er 500 en það eru um 80% fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs (275). Fjölgunin frá árinu 2016 bendir því enn til þess að um- sóknir um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið allt að 2.000 talsins, jafn- vel fleiri. Ólga vegna hælisleit- enda í Reykjanesbæ  Lögreglu hafa borist allmargar kvartanir frá nágrönnum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ásbrú Mikil umræða hefur skapast á facebooksíðunni „Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri“ um þjófnað sem tengist hælisleitendum. Olíumengunin í Grafarlæk í Grafar- vogi er mjög alvarlegur atburður, að sögn Snorra Sigurðssonar, verk- efnastjóra hjá skrifstofu umhverfis og garða hjá Reykjavíkurborg. Hef- ur hann komið að málinu ásamt heil- brigðiseftirlitinu, Veitum og slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segir heildarmynd málsins vera að skýrast en þó sé enn óljóst hver uppruni mengunarinnar er. Telja þau að olía hafi borist í ána í „einum stórum viðburði“. Þá situr talsverð olía í gróðrinum við lækinn. Vatnsmagn árinnar jókst í fyrradag vegna mikillar úrkomu og þar af leið- andi skolaði meiri olíu af bökkunum og niður ána. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að hreinsun að ánni. Kom slökkviliðið fyrir svokölluðum puls- um en þær draga í sig olíu og hemja þannig olíumengunina í ánni. Verið er að skoða aðrar leiðir að auki til þess að draga úr eða hægja á út- breiðslu mengunarinnar, að sögn Snorra. Mestar áhyggjur eru af því að olíumengunin berist í fjöruna, en lífríki fjörunnar er viðkvæmast fyrir olíumenguninni. elinm@mbl.is Litið alvarlegum augum á mengun  Mikil olía situr á bökkum Grafarlækjar Morgunblaðið/Ófeigur Olíumengun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að störfum við Grafarlæk. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa ekki enn fengið gögn um ákvörðun um uppreist æru Roberts Downey, en Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs, segir að gögnum um málið hafi verið lofað á næstu dögum. „Nefndin kemur saman aftur í ágúst og ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum búin að fá umbeðin gögn fyrir þann fund,“ segir hún, en á fundi nefndarinnar á þriðjudag var farið yfir þær reglur og ferli sem gilda um uppreist æru með ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðuneytis- ins. Hvað er uppreist æru? Með uppreist æru er ekki verið að náða dæmdan einstakling heldur að- eins að veita borgararéttindi, en víða í lögum er gerð krafa um óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum embættum eða störfum. Þannig er eitt kjörgengisskilyrði við alþingis- kosningar óflekkað mannorð. Ein- staklingur sem dæmdur er sekur um verk sem telst vera svívirðilegt að al- menningsáliti telst ekki hafa óflekk- að mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að sakborningur þurfi að hafa verið fullra 18 ára að aldri þegar brot var framið og refs- ing þarf að vera fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta. Sakavottorð hreinsast ekki við uppreist æru, aðeins bætist við ný færsla á sakavottorðið þar sem fram kemur að viðkomandi hafi fengið uppreist æru. Þverpólitískt mál Á vef dómsmálaráðuneytisins seg- ir að sótt sé um uppreist æru til ráðuneytisins. Ósk um uppreist æru þarf að vera skrifleg. Koma þarf fram nafn, kennitala og heimilisfang. Vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, t.d. frá vinnuveit- anda. Engar nánari skýringar eru á því hvaða kröfur eru gerðar til val- inkunnra einstaklinga. „Ég er engu nær eftir fundinn um það hvað átt er við með „valinkunnur einstaklingur“. Þeir sem sækja um uppreist æru velja sjálfir þá sem veita vottorð um hegðun. Þetta geta verið kennarar, meðferðarfulltrúar eða í raun hver sem er. Mér sýnast ekki vera nein takmörk á því,“ segir Svandís, en hún hefur gagnrýnt ferlið sem hún segir allt of vélrænt og kallar eftir því að sett verði á fót þverpóli- tísk nefnd. „Borgaraleg réttindi eru grundvall- armál sem ríkja á sátt um í samfélag- inu. Slík sátt er best tryggð með þver- pólitískri nefnd skipaðri fulltrúum allra flokka.“ Unnið að frumvarpi Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið þann 14. júlí sl. að fara yrði í heildarendurskoðun á löggjöfinni, en til greina kæmi að afnema heimild stjórnvalda í hegningarlögum til að veita einstaklingum uppreist æru en kveða í staðinn skýrar á um það í öðr- um lögum hvað felist í óflekkuðu mannorði hverju sinni. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um breytingu í haust. Vangaveltur um valinkunna menn  Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir fátt um svör, hvað átt sé við um vottorð valinkunnra manna til uppreistar æru  Kallar eftir þverpólitískri sátt um málið Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Lög Víða í lögum er gerð krafa um óflekkað mannorð einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.