Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 eins og Hittu mig í Bollakökukaffihúsinu, Vesturbæjarstelpur, Fal- legasta súkkulaðibúð Par- ísar, Sumareldhúsið á ströndinni og svo má telja. Colgan segir líka að bækur hennar byrji yfirleitt með stað í kollinum á henni, frekar en persónu. „Mér finnst mikilvægt að sjá fyrir mér samfélag eða ímynda Árni Matthíasson arnim@mbl.is S koski rithöfundurinn Jenny Colgan sló í gegn hér á landi með skáldsög- unni Litla bakaríið við Strandgötu í sumar. Þetta var fyrsta bók Jenny Colgan sem kemur út á íslensku, en alls hef- ur hún sent frá sér 24 bækur fyrir fullorðna og tvær barnabækur, auk þess sem hún hefur skrifað átta vís- indaskáldsögur undir nafninu Jenny T. Colgan. Vertu mjög heppin Þrátt fyrir þessi af- köst og vinsældirnar sem hún hefur notið segist hún hafa leiðst út í skriftir nánast fyrir tilviljun: „Það má eiginlega segja að ég hafi farið að skrifa bækur af því ég var ekki góð í neinu öðru. Ég vann á spítala um tíma og var öm- urleg í því starfi. Svo reyndi ég fyrir mér sem uppistandari og var ferlega léleg í því líka og spreytti mig við teiknimyndir, en er ekki nógu góð að teikna. Það kom mér því í opna skjöldu þegar hand- rit sem ég hafði sent til útgefanda var sam- þykkt til útgáfu. Inntak sögunnar ætti sennilega að vera: ekki gefast upp, en ég held að það gæti eins ver- ið: vertu mjög heppin.“ Eins og heiti bókanna bera með sér þá tengjast þau oft stöðum: Litla bakaríið við Strandgötu heitir fyrsta bókin á íslensku en svo eru bækur mér hvernig það væri að búa annars staðar eða flytja eitthvað annað. Ég er mikið á ferð og flugi og finnst frá- bært að koma á nýja staði, mér finnst allir staðir skemmtilegir.“ Þurfti að læra að elda Á vefsetri útgefanda Litla bak- arísins við Strandgötu, Angústúru, er bókin kynnt sem ástarsaga með uppskriftum og víst eru í henni upp- skriftir, eins og sú sem sjá má hér til hliðar. Colgan segir að hún hafi farið að bæta uppskriftum í bækur sínar þegar hún bjó í Frakklandi um tíma. „Þá voru börnin mjög lítil og í Frakklandi er í raun ekki hægt að kaupa tilbúinn mat, maður þarf bara að læra að elda. Ég gerði það því, smám saman og með harmkvælum, og fór að skrifa um það. Mér til furðu kunni fólk að meta uppskriftirnar. Það eina sem þú þarft að vita er að ef ég get eldað eftir þeim þá getur þú það örugglega líka.“ - Það er ekki hægt að segja ann- að en að þér hafi gengið flest í haginn sem rithöfundi, kom það algerlega flatt upp á þig? „Það hljómar kannski kjána- lega, en ég var ung og barnaleg í hugsun þegar ég byrjaði að skrifa og bjóst alls ekki við neinu. Ég man að ég reiknaði út hvað ég þyrfti ná- kvæmlega að hafa í tekjur ef ég myndi líka vinna sem þjónn. Það er því óhætt að segja að allt sem gerðist eftir það hefur komið mér á óvart. Ég er ótrúlega heppin með að hafa getað haldið áfram að skrifa í næst- um tuttugu ár og mér gengur sífellt betur og betur, sem skrifast vissu- lega á heppni að einhverju leyti en þó aðallega á það að ég er með svo góð- an útgefanda og fæ svo mikinn stuðning.“ Mikil fagnaðarlæti - Litla bakaríið við Strandgötu varð mest selda bók á Íslandi þegar hún kom út. Langar þig til að ávarpa íslenska lesendur þína? „Þetta var í fyrsta sinn sem ég kemst á toppinn og ég mun alltaf minnast þess hvað það var mikil gleðifrétt. Það urðu mikil fagnaðar- læti og mig langar svo mikið til að koma í heimsókn,“ segir Jenny Colg- an og bætir við á íslensku: „Þakka ykkur fyrir!“ Ekki gefast upp (vertu mjög heppin) Skoski metsöluhöfundurinn Jenny Colgan segist hafa farið að skrifa bækur vegna þess að hún hafi ekki verið ekki góð í neinu öðru. Skáldsaga hennar, Litla bakaríið við Strandgötu, skaust á topp Eymundsson snemma í sumar. Ljósmynd/Charlie Hopkinson Heppin Jenny Colgan segist heppin að hafa getað haldið áfram að skrifa í næstum tuttugu ár og að sér gangi sífellt betur og betur. Samtökin ’78 bjóða upp á Hinsegin tangó á opnu húsi samtakanna, Suðurgötu 3 kl. 20-23 í kvöld, fimmtudag 20. júlí. Gestakennarinn Helen La Vikinga leiðbeinir þátttak- endum, en hún hefur rekið Queer tangó-staði í Mekka tangósins Bue- nos Aires og í Malmö, auk þess sem hún túrar um heiminn og kennir tangó. Kvöldið byrjar á klukkutíma kennslu þar sem farið verður í grunnþættina að fylgja og leiða auk þess sem fjallað verður um hug- takið hinsegin tangó og kynntir möguleikar á að nota spuna til að tjá sig í tangóinum. Engin dans- kunnátta nauðsynleg og óþarfi að mæta með dansfélaga – bara góða skapið. Öll velkomin! Eftir kennsluna verður tangóball – Milonga frá kl. 21-23 þar sem Hel- en La Vikinga dj-ar gullaldar-- tangótónlist í bland við tango nuevo og tango electronica. Rut Ríkey, félagskona Samtak- anna ’78, aðstoðar við kennsluna, en hún hefur dansað tangó í 13 ár. Kennsla fer fram á íslensku og ensku og spænsku. Helen La Vik- inga gefur vinnu sína í kvöld með mikilli gleði – svo býður hún upp á helgarnámskeið dagana 22. og 23. júlí í Regnbogasalnum fyrir þau sem hafa áhuga á að kafa dýpra í undur tangósins. Nánari upplýsingar: www.proudo- ut.com. Vefsíðan www.www.proudout.com Allir dansa tangó Ekki þarf að mæta með dansfélaga í tangóinn í kvöld. Hinsegin tangó á opnu húsi Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í viðtalinu hér til hliðar segir Jenny Colgan að ef henni hafi tekist að baka eftir uppskriftunum sem hún birtir í bókum sínum þá geti allir bakað eftir þeim. Þessi focaccia- uppskrift er í Litla bakaríinu við Strandgötu: Focaccia Einu sinni keppti ég í focaccia- bakstri við vin minn sem er kokk- ur. Hann vann mig auðvitað en við vorum svo heppin að vera með útiofn sem gaf brauð- inu dásamlegt bragð. Keyrið ofninn ykkar upp í 220°C, það ætti að gefa því gott bragð (en passið að það brenni ekki). 500 g hveiti 1½ tsk. salt 325 ml volgt vatn 1 bréf ger 2 msk. ólífuolía Ostur / rósmarín / hvað sem þið viljið ofan á Blandið saman hveiti og salti. Hrærið gerinu út í vatnið. Bætið gerblöndunni og olíunni út í hveiti- blönduna. Hnoðið í tíu mínútur. Látið hef- ast undir viskustykki á hlýjum stað. Teygið deigið þar til það er um 20 x 30 sentimetrar og látið standa í 40 mínútur til viðbótar. Þrýstið fingrunum í hefað deigið til að gera litlar holur og bakið í 20 mínútur við 220°C. Takið brauðið úr ofninum og dreifið osti, jurtum og örlítilli ólífu- olíu yfir. Bakið svo í fimm mínútur til við- bótar. Brauð sem allir geta bakað FOCACCIA- UPPSKRIFT ÚR BÓKINNI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.