Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umræða um brunavarnir í kjölfar stórbrunans í London á dögunum og ennþá frekar um myglufarald- urinn sem hér hefur gosið upp get- ur gefið markaðsstarfi Steinullar hf. á Sauðárkróki byr undir báða vængi. Framleidd er óbrennanleg einangrun í verksmiðju fyrirtæk- isins á Sauðárkróki. Uppistaðan í hráefninu er sandur úr fjörunni og sjá Héraðsvötn um að fylla jafn- óðum í námuna. „Við höfum meðal annars notað þennan eiginleika steinullarinnar í markaðsstarfi frá upphafi,“ segir Einar Einarsson, framkvæmda- stjóri Steinullar hf. Fyrirtækið flyt- ur nokkuð út í Englands, aðallega sérstaka einangrun á loftstokka. Stokkarnir liggja inni í fjölbýlis- húsum og skrifstofubyggingum sem oft eru hábyggð mannvirki. Segir Einar að atburðir eins og gerðust í Grenfell-turninum í London veki at- hygli á mikilvægi óbrennanlegrar einangrunar við lagnir sem þessar, eins og önnur brunavarnamál. Magnús Sigfússon, sölustjóri Steinullar, segir að alltaf þegar stórbrunar verði gjósi upp umræða um brunavarnir. Það eigi ekki síður við hér á landi þegar stórtjón verða. Niðurstaðan verði þó oft sú að hún breyti engu, menn gleymi atburð- unum fljótt og aðgerðir fyrirtækja og tryggingafélaga vilji frekar verða í orði en á borði. Litlir á þessum markaði „Við megun heldur ekki gleyma því að við erum litlir á þessum markaði og erum í samkeppni við fjölda stórra fyrirtækja í Evrópu,“ segir Einar um frekari tækifæri til útflutnings í ljósi þessa atburðar. Steinull er fyrirferðarmikil og erfið í flutningum og því hefur Steinull hf. takmarkaða möguleika til að keppa á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið er með litla og sveigj- anlega verksmiðju og hefur náð að vera samkeppnisfært í framleiðslu á einangrun með álímdri álfilmu til að nota við loftstokka. Auk Englands fer þessi afurð til Þýskalands og Sviss og til Hollands þar sem hún er notuð í skip. Tryggustu við- skiptavinir Steinullar eru þó í Fær- eyjum, að sögn Magnúsar, en fyr- irtækið selur meginhlutann af allri steinull sem Færeyingar nota. Hækkun á gengi íslensku krón- unnar gagnvart pundi og evru og hækkun launa og annars fram- leiðslukostnaðar hér heima dregur úr samkeppnishæfni verksmiðj- unnar á erlendum mörkuðum og Einar segir erfitt að gera áætlanir um útflutning til langs tíma. Kuldabrýr í steinveggnum „Markaðurinn hefur alltaf til- hneigingu til að taka það ódýrasta sem völ er á og mikið þarf til að breyta því,“ segir Einar og færir sjónarhornið hingað heim, á hið hefðbundna íslenska byggingarlag þar sem húsin eru steypt upp, ein- angruð með plasti að innan og múr- að yfir. „Þetta er enn gert þrátt fyr- ir að lengi hafi verið bent á að byggingaaðferðin er röng. Það koma miklar kuldabrýr í húsin sem getur leitt til skemmda og myglu- gróðurs,“ segir framkvæmdastjór- inn. Magnús getur þess að Steinull hafi á árinu 1997 kynnt nýja afurð, Veggplötu, til einangrunar utan á hús, undir klæðningar. Magnús bendir á að veggplöturnar hafi þá eiginleika að vera óbrennanlegar og ekki þurfi að loka einangruninni með brennanlegri vindvörn sem í einhverjum tilvikum hefur valdið vandræðum við bruna hér á landi. Sala á Veggplötu gekk nokkuð vel fyrstu árin, notkunin jókst jafnt og þétt. „En mikið bakslag varð við hrunið. Byggingafyrirtækin horfðu á kostnaðinn og fóru að nota gamla íslenska steinvegginn á nýjan leik,“ segir Einar en bætir við: „Hugs- anlegt er að myglufaraldurinn sem mikið hefur verið í umræðunni að undanförnu snúi þessum hlutum hratt í baka og við erum farnir að merkja það í sölutölum á vegg- plötum. Salan hefur tvöfaldast á stuttum tíma.“ Magnús bendir á að gert hafi ver- ið ráð fyrir aukinni einangrun húsa í nýrri byggingareglugerð sem tók gildi á árinu 2012. Það hafi valdið óánægju. Umræðan hafi farið út í það að byggja þurfi litlar og ódýrar íbúðir sem fáir vilji búa í. Það og innmúraða plasteinangrunin séu dæmi um það hvað þeir sem byggja og selja íbúðir ráði miklu um þróun mála. Kröfur um einangrun sem gerðar voru í reglugerðinni en síðar dregn- ar til baka miðuðu að því að jafna, en þó aðeins til hálfs, þær kröfur sem gerðar eru á Norðurlöndunum. Einar segir að þau rök að hér sé nóg af heitu vatni til að hita húsin haldi ekki. Íslendingar verði eins og aðrir að fara vel með auðlindir landsins. Heita vatnið sé ekki óþrjótandi. Þá nefnir Magnús að í stað þess að auka einangrun húsa sem byggð eru á „köldum svæðum“ niðurgreiði ríkið rafmagn til húshit- unar. Hann bendir á að Íslendingar eigi, eins og aðrar þjóðir á Evr- ópska efnahagssvæðinu, að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um orkunýtingu bygginga fyrir árið 2020. Reglurnar gangi út frá því að ekki þurfi aðkeypta orku til hitunar húsa. Það kalli á aukna einangrun. Nágrannaþjóðirnar hafi verið að laga sig að þessum reglum með auknum kröfum um einangrun en hér hafi ekkert verið gert. Til að mynda séu enn sömu kröfur um ein- angrun í þaki og voru árið 1994. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær Íslendingar þurfa að auka kröfur um einangrun húsa,“ segir Magnús. Sömu iðgjöld Iðgjöld brunatrygginga stuðla ekki að notkun óbrennanlegrar ein- angrunar. Þau eru þau sömu hjá öll- um tryggingafélögunum, hvort sem húsin eru byggð með brennanlegri eða óbrennanlegri einangrun. „Þetta er staðan þótt félögin séu að lenda í stórtjónum á illa byggðum húsum með tilliti til brunahönn- unar,“ segir Einar Einarsson. Stórbrunar og mygla sýna að þörf er á bættri einangrun húsa  Steinull hf. á Sauðárkróki framleiðir óbrennanlega einangrun úr íslenskum sandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Litlar birgðir Framleiðslan stendur stutt við þessi misserin. Einar Einarsson framkvæmdastjóri og Magnús Sigfússon sölustjóri sjá tækifæri til aukningar. Framleiðsla Bráðinn sandur úr rafknúnum bræðsluofni lekur ofan á viftur sem þeyta honum svo úr verður steinull sem síðan er mótuð í plötur. Margir voru hissa á því þegar Einar Einarsson véltæknifræðingur sagði upp góðu starfi hjá ÍSAL í Straumsvík til að fara út í óvissuna, vinna að undirbúningi reksturs steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, fyrirtækis sem var bitbein í póli- tískri umræðu og ekki vel spáð fyrir. Hann tók til starfa sem framleiðslustjóri á árinu 1984, ári áður en verksmiðjan tók til starfa, og var ráðinn framkvæmdastjóri fjórum árum seinna. Einar hefur nú sagt starfi sínu lausu og hættir um ára- mót. Einar segir að það hafi haft áhrif á ákvörð- unina á sínum tíma að hann er frá Blönduósi. Þar búa foreldrar hans og tvær systur. Þá hafi hann áhuga á veiðum og séð fleiri tækifæri til þess að sinna áhugamálunum með því að búa úti á landi. „Já, það verða breytingar núna. Ég verð 65 ára í lok desember og er búinn að starfa hér í 33 ár. Það er allt of langur tími fyrir fyrirtækið og mig sjálfan,“ segir Einar og bætir því við að eftir ára- mót hefjist nýr kafli í lífinu sem eftir sé að skrifa. Magnús Sigfússon á einnig langan starfsferil hjá steinullarverksmiðjunni. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem dreifði steinull á höf- uðborgarsvæðinu árið 1993 og fór til starfa hjá fyrirtækinu sjálfu árið 2000. Hann hefur því starfað við sölu á steinull í 24 ár. Skrefin norður voru ekki þung því Magnús er frá Sauðárkróki. Hann starfar nú sem gæða- og markaðsstjóri og sölustjóri fyrirtæk- isins. Hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi reksturs  SJÁ SÍÐU 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.