Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 39
verið áratugum saman. Litið var niður á kaþ- ólska; þeir voru annars flokks þegnar. En átök og ofbeldi voru langt í frá hluti af daglegu lífi borgarbúa. Það átti eftir að breytast á ógnarhraða. „Við“ og „þeir“ urðu viðtekið orðaval. Hverf- in urðu einsleitari, mótmælendur af verka- mannastétt og kaþólikkar gátu ekki lengur lif- að saman í sátt og samlyndi. Lög og regla þurrkuðust nánast út. Enginn treysti lögregl- unni. Vopnaðir hópar tóku sér vald hennar og ofbeldisverkin voru oft grimmileg. Fólk var skotið í hnéskeljarnar, barið til óbóta, baðað tjöru og velt upp úr fiðri. Sprengjur voru sprengdar. Skotárásir gerðar. Báðar fylkingar báru ábyrgð á voðaverkunum. Foreldrar Billys ráku krá og eftir að Vand- ræðin hófust varð hún oft fyrir sprengjuárás- um. „En við sluppum alltaf lifandi,“ segir hann. Sum hverfi Belfast sluppu að mestu við átökin. Reynt var að girða miðbæinn af. Það tókst misjafnlega vel og varð til dæmis Eu- ropa-hótelið, sem er í hjarta miðborgarinnar, fyrir 36 sprengjuárásum. Það hlaut í kjölfarið viðurnefnið „mest sprengda hótel Evrópu“. En Norður-Írar supu þó allir seyðið af því sem fram fór. Þeir máttu eiga von á því á ferðalögum í öðrum löndum að vera álitnir hryðjuverkamenn, á þeim var leitað af minnsta tilefni. Það sem þótti fráleitt í vestrænum heimi á þessum tíma var daglegt brauð Norð- ur-Íra. Sprengjuleit á barnum Minningar Billys um hversdagslífið á þess- um árum eru óraunverulegar fyrir þá sem ekki upplifðu þessa tíma. Hann segist fljótt hafa að- lagast aðstæðum og hætt að kippa sér upp við einkennilegar uppákomur. „Þegar maður sat á barnum stormaði hópur lögreglumanna stund- um inn og bað okkur að lyfta fótunum frá gólf- inu. Þeir lýstu svo með vasaljósum undir borð- in og stólana. Þeir voru að leita að sprengjum sem hótað hafði verið að sprengja,“ segir Billy pollrólegur og sýpur á kaffinu. Í dag á hann fyrirtæki sem sérhæfir sig í að kynna ferða- löngum sögu borgarinnar, m.a. þá pólitísku. Í þeim ferðum deilir hann fúslega af eigin reynslu. 34 km langir múrar Múrarnir, sem kallaðir eru friðarmúrar, eru ekki bundnir við Belfast. Þá má finna víðar í landinu. Þeir eru allt frá því að vera nokkur hundruð metra langir og upp í það að teygja sig fimm kílómetra. Samtals eru þeir nú 48 talsins og um 34 kílómetrar að lengd. Fyrsti múrinn var reistur árið 1969 á svæði þar sem íbúarnir höfðu þá þegar komið upp tálmum. Þeim fjölgaði svo jafnt og þétt og hélt áfram að fjölga eftir að friðarsamkomulagið, Föstudagssáttmálinn svonefndi, var undirritað árið 1998. Í dag eru þeir vinsæll viðkomustaður ferða- manna sem rita skilaboð friðar á þá og minnast hinnar blóðidrifnu sögu Belfast-borgar. Hliðum enn lokað á kvöldin Des ólst upp í Lower Falls þar sem flestir íbúarnir voru kaþólskir. Á þeim slóðum, að- allega við götuna Falls Road, voru Vandræðin sérstaklega skæð. Við upphaf áttunda áratug- arins, er breski herinn var kvaddur á vettvang til að reyna að stilla til friðar, voru hlið sett upp við Falls Road og hverfunum lokað á kvöldin. Þó að friður ríki nú, tæpum tveimur áratug- um eftir að Föstudagssáttmálinn var undirrit- aður, eru hliðin enn á sínum stað og mörgum kann að koma á óvart að þeim er enn læst á kvöldin. Það þýðir þó ekki að íbúarnir séu inni- lokaðir á nóttunni en þeir þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast til síns heima. Ekki þykir enn óhætt að fjarlægja hliðin þótt að því muni koma í náinni framtíð. „Eng- inn vill þessar lokanir en þær hafa verið lengi. Hvað gerist þegar þær fara?“ segir Des. Hann segir að flestir séu á því að ekki sé hægt að taka hliðin niður í einni hendingu, slíkur gjörn- ingur þurfi að hafa aðdraganda. Fleira sameinar en sundrar En er þá raunverulegur friður ekki kominn á? Jú, að því leyti að óeirðir, sprengju- og skot- árásir eru úr sögunni og fólk óttast ekki lengur nágranna sína. En ástandinu nú má kannski frekar líkja við langt og árangursríkt vopna- hlé. Friðurinn verður ekki innsiglaður að fullu fyrr en múrar og hlið falla. „Stjórnmálaskoðanir skilja okkur enn að en það er miklu fleira sem sameinar okkur en sundrar,“ segir Des. Hann stendur á götuhorni við Falls Road og minnist átakanna sem hann varð sjálfur vitni að. Nú prýða litríkar myndir steinsteypta veggina við götuna sem var eitt sinn einn helsti vígvöllur Vandræðanna. Þær flytja margar hverjar pólitískan boðskap. „Nú fær fólk frekar útrás fyrir reiði sína í pólitísk- um veggmyndum en bardögum,“ segir Des. Bílarnir aka óhindrað í gegnum hlið göt- unnar enda sólin enn hátt á lofti. Það eru nokkrir tímar í lokun. „Nú er þetta hverfi venjulegt,“ segir Des um æskuslóðirnar en bætir svo við eftir smáhik: „En hvað er venju- legt?“ Íbúasamsetning Norður-Írlands hefur breyst hratt á stuttum tíma. Áður voru mót- mælendur í miklum meirihluta. Hlutföllin eru nú mun jafnari. Og þriðji þjóðfélagshópurinn er kominn til sögunnar: Innflytjendur. Hjóna- böndum milli mótmælenda og kaþólikka hefur fjölgað á ný. Það þykir vísbending um sættir. Jake segist nú eiga vini beggja vegna múrs- ins sem hann ólst upp við. Hann eigi auðvelt með að vingast við fólk og hefur sleppt takinu á reiðinni sem hann fann fyrir sem barn. „Það hefur reynst þrautin þyngri að fá sárin til að gróa,“ viðurkennir hann. „En nú veit ég að það er gott fólk í öllum liðum.“ En hvenær er tímabært að rífa niður múr- inn, jafna hann við jörðu? Kaþólikkar og mótmælendur starfa nú sam- an hlið við hlið og búa margir hverjir í blönd- uðum íbúðarhverfum. En margir kjósa þó enn að búa við öryggi múranna. Þeir óttast hvað gæti gerst yrðu þeir rifnir. Rætt um að rífa múrana Umræða um að fjarlægja múrana í Belfast hófst á opinberum vettvangi árið 2008 og árið 2011 samþykkti borgarstjórn að gera áætlun um niðurrif þeirra. Ári síðar var gerð könnun meðal íbúa og í ljós kom að 68% þeirra töldu enn þörf á múrunum til að koma í veg fyrir átök. Nú er stefnt að því að fjarlægja þá alla fyrir árið 2023, svo lengi sem tilraunaverkefni þar um gefi góða raun. Jake segist ekki vita hver rétti tíminn sé. Sjálfsagt sé hann ekki til. „Þurfa tvær kyn- slóðir hafa búið við frið?“ spyr hann en ein hef- ur þegar vaxið úr grasi eftir að friðarsam- komulagið var undirritað. „Eða eigum við að láta líða þrjátíu ár? Átökin stóðu í þrjátíu ár. Er þá þarft að halda friðinn í þrjá áratugi áður en múrarnir verða felldir?“ Hann segir stjórnmálamennina ekki búa við múrinn og inni í hverfunum þar sem minningar um stríðsátök, ofbeldi og sáran missi eru enn ljóslifandi. „Þeir búa ekki við þetta örygg- isteppi sem múrinn er í dag.“ Hvað gerist þegar hann fer er erfitt að segja fyrir um. En margt er á réttri leið þó að enn ríki tortryggni og aðskilnaður milli hópa. „Það er svo gott að sjá börnin mín alast upp án þess að hafa kynnst Vandræðunum af eigin raun,“ segir Jake og brosir. „Og ég vona að ég lifi nógu lengi til að sjá múrinn fara.“Veggmyndir Víða um Belfats má finna litríkar veggmyndir, margar pólitískar. Ljósmynd /Wikipedia Átök Í Shankill-hverfinu árið 1970. Vandræðin hafin fyrir alvöru. Ljósmynd /Wikipedia Sprengjan Í október árið 1993 sprengdu liðsmenn IRA sprengju í búð við Shankill-veg. Múrinn Steinveggur með gaddavír skilur að hverfi kaþólikka og mótmælenda enn í dag. Bretar Mörg hús í hverfum mótmælenda eru skreytt breska fánanum. 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.