Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í Norður-Kóreu er mannslífið talið minna virði en líf dýrs og einræðis- ríkinu er lýst sem helvíti á jörðu í bók eftir unga flóttakonu frá land- inu. Í bókinni Með lífið að veði, sem Al- menna bókafélagið hefur gefið út á íslensku, lýsir flóttakonan Yeonmi Park eymdinni í Norður-Kóreu, kúguninni og átrúnaðinum á harð- stjórunum í þessu lokaðasta ríki heims. Foreldrar höfundarins voru efn- aðri en flestir nágrannar þeirra í fyrstu en samt ekki hluti af pólitísku yfirstéttinni. Líf fjölskyldunnar ger- breyttist þegar faðir Yeonmi Park var hnepptur í þrælkunarbúðir fyrir að selja varning á svörtum markaði eftir efnahagshrunið sem varð í landinu á síðasta áratug aldarinnar sem leið þegar einræðisstjórnin gat ekki lengur reitt sig á aðstoð komm- únistaríkja. Stjórna tilfinningum íbúanna Park lýsir átrúnaðinum á Kim- unum sem hafa verið einráðir í Norður-Kóreu frá því að Kim Il Sung (stafsett svo í Norður-Kóreu) komst til valda eftir síðari heims- styrjöldina. Henni var kennt að láta aldrei skoðun sína í ljós, spyrja aldr- ei spurninga, gera aðeins það sem ríkisstjórnin sagði henni að gera, segja og hugsa. Hún trúði því að harðstjórinn Kim Jong Il, sonur fyrsta leiðtogans, gæti lesið hugs- anir hennar og að henni yrði refsað fyrir „slæmar hugsanir“. Henni var ennfremur kennt að leiðtoginn byggi yfir dularfullum krafti, gæti t.a.m. stjórnað veðrinu með hugaraflinu einu saman. Eina ástin sem íbúarnir mega tjá er ástin á leiðtoganum og alræði Kim-anna byggist að miklu leyti á pólitískri innrætingu frá blautu barnsbeini. Park segir að móðir sín hafi trúað áróðrinum og verið „sann- ur og stoltur byltingarsinni“. „Hún trúði því af einlægni að Norður- Kórea væri nafli alheimsins og Kim Il Sung og Kim Jong Il byggju yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Hún trúði því að Kim Il Sung stjórnaði sólarupprásinni … Hún var svo heilaþvegin að hún fylltist angist þegar Kim Il Sung dó. Það var eins og sjálfur Guð almáttugur hefði dá- ið. „Hvernig getur jörðin enn snúist um öxul sinn,“ velti hún fyrir sér.“ Seinna áttaði hún sig þó á því að Kim-arnir voru aðeins menn, „sem lærðu af Jósef Stalín, sovéska læri- föðurnum, hvernig ætti að fá fólk til að dýrka þá sem guði“. „Mig dreymdi einu sinni Kim Jong Il,“ skrifar Park um æsku sína. „Hann brosti, faðmaði mig og gaf mér sælgæti. Ég var svo hamingju- söm þegar ég vaknaði og lengi á eftir var þessi draumur það ánægjuleg- asta sem ég hafði upplifað.“ Park vitnar í norðurkóreska flóttamanninn Jang Sin Sung sem kallaði þetta fyrirbæri „tilfinninga- lega einræðisstjórn“. „Í Norður- Kóreu dugar ráðamönnum ekki að stjórna því hvert fólk fer, hvað það lærir, hvar það vinnur og hvað það segir. Þeir þurfa líka að stjórna til- finningum þess, gera það að þrælum ríkisins með því að tortíma sjálfsvit- und þess og hæfni til að bregðast við aðstæðum á grunni eigin reynslu.“ Sérfræðingar í að ljúga Ráðamenn og handbendi þeirra lýsa Norður-Kóreu sem fullkominni sósíalískri paradís og besta landi í heimi, þrátt fyrir hörmungarnar sem íbúarnir hafa mátt þola. „Ef til vill vissi ég einhvers staðar djúpt innra með mér að eitthvað væri rangt,“ skrifar Park. „Við Norður- Kóreubúar erum altént sérfræð- ingar í að ljúga, jafnvel að sjálfum okkur. Frosnu börnin, sem sveltandi mæður skildu eftir á öngstrætum, pössuðu ekki inn í heimsmynd mína og þess vegna gat ég ekki unnið úr því sem ég sá. Það var ósköp venju- legt að sjá lík á ruslahaugum eða fljótandi í ánni og eðlilegt að ganga framhjá án þess að gera neitt þegar einhver ókunnugur kallaði á hjálp … Mjög margt örvæntingarfullt fólk var á götunum og hrópaði á hjálp svo að maður varð að loka hjartanu til að sársaukinn yrði ekki of mikill. Eftir nokkra stund hættir þetta að skipta þig máli. Þannig er helvíti.“ Hryllingurinn afhjúpaður Veruleikinn í Norður-Kóreu er þannig eins langt frá því að líkjast paradís og hugsast getur. Lýsing- arnar á eymd almennings og grimmd ráðamannanna eru stund- um mjög áhrifamiklar. Park varð t.a.m. vitni að því að ungur maður var líflátinn fyrir að slátra kú og borða kjötið. Ástæðan er sú að í Norður-Kóreu telst það glæp- samlegt að neyta nautakjöts án sér- staks leyfis. Kýr eru eign ríkisins og of dýrmætar til að borða vegna þess að þær eru notaðar til að plægja akr- ana og hver sá sem slátrar kú er að stela eigum ríkisins og fyrirgerir lífi sínu. Mannslífið telst þannig minna virði í Norður-Kóreu en líf dýrs. Eymdin tekur stundum á sig skringilegar myndir. Park segir t.a.m. frá því að mikill áburðar- skortur hafi verið í landinu og stjórnin hafi gripið til þess ráðs að hrinda af stað herferð til að nýta endurnýjanlega auðlind: úrgang úr mönnum og dýrum. Sérhver íbúi þurfti að fylla kvóta og það varð til þess að saurinn varð mjög eftir- sóttur. „Baðherbergin okkar í Norður-Kóreu voru venjulega langt frá húsunum og þess vegna þurfti að gæta þess að nágrannarnir stælu engu á nóttunni. Sumir læstu kamr- inum sínum til að halda þjófum úti.“ Skömmu áður en Park flúði hryll- inginn dvaldi hún á sjúkrahúsi og sá lík sem staflað var upp í garðinum. „Enn ógeðslegra var að sjá rott- urnar sem nöguðu þau dag og nótt. Það var með því hræðilegasta sem ég hef séð,“ skrifar Park. Ástæða þess að líkin voru geymd í garðinum var sú að ráðamennirnir vildu ekki að þau yrðu sótt fyrr en þau yrðu orðin að minnsta kosti sjö. Svona er lífið í helvíti á jörðu  Mannslífið telst minna virði en líf dýrs í Norður-Kóreu  Eymd og kúgun lýst í bók eftir norður- kóreska flóttakonu  Áhrifamikil lýsing á leiðtogadýrkun og hryllingi í „sósíalísku paradísinni“ AFP Leiðtogadýrkun Norður-Kóreumenn beygja sig í lotningu við styttur af Kim Il Sung og Kim Jong Il í Pjongjang. Skólabörn þrælkuð » Í Norður-Kóreu eru skóla- börn hluti af ólaunuðu vinnu- afli sem kemur í veg fyrir að samfélagið hrynji til grunna. Þau er látin þræla á ökrum og í samyrkjubúum. » Í skólunum er börnunum kennt að hata Bandaríkja- menn, m.a. með því að láta þau stinga spjótum og byssustingj- um í brúður í bandarískum her- mannabúningum. Í bókinni Með lífið að veði er varpað ljósi á ömurlegar aðstæður norður- kóreskra flóttamanna í Kína, meðal annars kvenna sem eru seldar man- sali. Smyglararnir notfæra sér bág- indi kvennanna og nauðga þeim. Yeonmi Park segir að flótta- fólkið búi nánast allt við viðvar- andi öryggisleysi vegna þess að stjórnvöld í Kína veiti ekki fólki frá Norður-- Kóreu réttar- stöðu flóttamanna. Ef Norður- Kóreumennirnir eru handteknir eru þeir sendir aftur til heimalands- ins. Þar eru þeir annaðhvort teknir af lífi eða hnepptir í þrælkunar- búðir. Norðurkóreskir karlar sem kom- ast yfir landamærin ráða sig oft í vinnu hjá kínverskum bændum fyr- ir lúsarlaun. Þeir þora ekki að kvarta af ótta við að bændurnir segi lögreglunni til þeirra og hún sendi þá til Norður-Kóreu. Í sveitum Kína er einnig mikil eftirspurn eftir norðurkóreskum konum vegna þess að einbirnis- stefna stjórnarinnar varð til þess að mikill skortur er þar á konum. Park segir að andlega og líkamlega fatl- aðir karlar eigi sérlega erfitt með að finna sér konu og þeir ásamt fjöl- skyldum þeirra skapi markað fyrir norðurkóreskar ambáttir og brúðir. Ábatasöm þrælaverslun sé því stunduð í norðausturhluta Kína. Bjargaði dóttur sinni Yeonmi Park segir að þrælasal- arnir neyði alltaf konurnar til kyn- maka. Einn þrælasalanna ætlaði að nauðga Park þegar hún komst til Kína með móður sinni árið 2007. Park var þá þrettán ára að aldri, vó aðeins 27 kíló og var mjög veik- burða vegna þess að hún hafði ný- lega gengist undir uppskurð. Þrælasalinn hótaði að senda mæðgurnar til Norður-Kóreu ef þær yrðu til vandræða og ef hann fengi ekki hafa mök við stúlkuna. „Við verðum ekki til vandræða,“ sagði þá móðirin. „Taktu mig bara.“ Hún bjargaði þannig dóttur sinni. Þrælasalinn ýtti móðurinni niður á dýnu og nauðgaði henni. Mæðgurnar flúðu til Mongólíu um tveimur árum síðar og komust að lokum til Suður-Kóreu. Flóttakonur seld- ar mansali í Kína  Þrælasalar nauðga konunum Yeonmi Park Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.