Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 46

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Kristinn Hrafnsson, sem titlar sig rann- sóknarblaðamann, ritar rætna og beinlínis vill- andi grein í Kvenna- blaðið 9. júlí sl. Þar seg- ir hann aðkomu mína að málefnum gamalla húsa við Laugaveg, sem hann heldur að séu í Kvosinni, vera „sjúk- legt bull“ og að hún sé „dæmalaus pólitísk della í kringum húsin við Laugaveg 4-6 sem spratt af pólitískri valdabaráttu í borginni sem leiddi til þess að veikur maður var gerður að borgarstjóra“. Síðan fyll- yrðir „rannsóknarblaðamaðurinn“ eftirfarandi: „Húsin voru í frið- unarferli þegar Ólafur F. Magnússon fékk áhuga á málinu og fékk það sett í samstarfssamning við Sjálfstæð- isflokkinn að kaupa húsin fyrir 580 milljónir króna. Ólafur var borg- arstjóri í 7 mánuði. Síðar viðurkenndi einn borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, í viðtali í Nýju lífi að það hefði verið misnotkun á pólitísku valdi að gera Ólaf F. Magnússon að borg- arstjóra og sagðist mið- ur sín og skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í þessu.“ Loks segir Kristinn Hrafnsson: „Árið 2014 voru húsin seld. Tap borgarinnar á þessum viðskiptahátt- um var yfir 400 millj- ónir króna.“ Aðeins ein staðhæfing er rétt í framangreindum skrifum Kristins Hrafnssonar, þ.e. að ég hafi verið borgarstjóri í 7 mánuði, árið 2008. Aðrar staðhæfingar eru rangar og leiðréttast hér með: 1. Ég stóð aldrei „sjúklega“ eða óheiðarlega að verki á 20 ára ferli sem borgarfulltrúi í Reykjavík, árin 1990-2010. 2. Ég var ekki veikur þegar ég varð borgarstjóri. Ég veiktist af þunglyndi í byrjun árs 2007, en náði mér nógu vel til að hefja á ný lækn- isstörf, 1. október 2007. Lækn- isstarfið þarfnast meiri íhugunar og vandvirkni og umfram allt auðmýkt- ar, en störf „rannsóknarblaðamanna“ eða kjörinna fulltrúa. 3. Ég kom aftur til starfa í borgar- stjórn Reykjavíkur 1. desember 2007 og var þá krafinn um heilbrigðisvott- orð, þar sem Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, vildi hindra endurkomu mína til að Margrét Sverrisdóttir, varamaður minn í borgarstjórn, gæti setið áfram í minn stað. 4. Ég gegndi bæði læknis- og borg- arfulltrúastörfum í desember 2007, en fékk launalaust leyfi frá lækn- isstarfinu og staðgengil fyrir mig frá og með 1. janúar 2008, til að geta helgað mig starfi forseta borgar- stjórnar. 5. Ég fékk ekki áhuga á húsunum við Laugaveg 4-6 í janúarmánuði, 2008, heldur hafði ég barist nánast einn gegn niðurrifi gamalla húsa og eyðingu menningarminja við Lauga- veg og í Kvosinni, ásamt Austurbæj- arbíói, frá árinu 2000, eða í átta ár, áður en ég „fékk áhuga“ á þeim mál- um, seint og um síðir, eins og Krist- inn Hrafnsson fullyrðir. Það er ekki rétt, að kaupin á lóðinni Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a hafi verið í málefnasamningi meirihluta undir minni forystu, heldur áralangt bar- áttmál mitt fyrir verndun 19. aldar götumyndar Laugavegarins. 6. Það er rangt, eins og annað hjá Kristni Hrafnssyni, að húsin á Laugavegi 4-6 séu í Kvosinni. Orðið kvos þýðir dæld eða dalverpi. Kvosin í Reykjavík er hverfahluti norðan Tjarnarinnar, austan Aðalstrætis og vestan Lækjargötu og Kalkofns- vegar. 7. Það er rangt hjá Kristni Hrafns- syni að borgin hafi keypt gömul hús að Laugavegi 4-6 í janúar 2008 og að meirihluti Dags B. Eggertssonar hafi selt húsin árið 2014. Borgin keypti alla lóðina, Laugaveg 4-6 og Skóla- vörðustíg 1a, árið 2008. Á sama hátt seldi Dagur B. Eggertsson lóðina verktökum árið 2014. Dagur er þekktur fyrir að ganga erinda verk- taka á kostnað almannahagsmuna, eins og borgarbúar og jafnvel „rann- sóknarblaðamenn“ ættu að vita! 8. Hefði fjögurra hæða hótel risið á allri lóðinni Laugavegur 4-6 og Skólavörðustígur 1a, eins og Dagur B. Eggertsson beitti sér fyrir sem formaður skipulagsráðs 2004-2006, hefði það gersamlega eyðilagt götu- mynd og umhverfi neðsta hlutar Laugavegarins. Það má að nokkru leyti jafna því við það að stórbygg- ingar hefðu risið á Bernhöftstorfunni á áttunda áratugnum. Ég geri þá lágmarkskröfu til blaðamanna, hvað þá „rannsókn- arblaðamanna“ eins og Kristins Hrafnssonar, að þeir hirði um að kynna sér staðreyndir, fremur en að ráðast á persónu mína án nokkurs tilefnis. Óvönduð „rannsóknarblaðamennska“ Ólafur F. Magnússon »Ég geri þá lágmarks- kröfu til blaðamanna, hvað þá „rannsóknar- blaðamanna“ eins og Kristins Hrafnssonar, að þeir hirði um að kynna sér staðreyndir. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fyrrverandi borgarstjóri. Gamli kirkjugarð- urinn við Aðalstræti, einn elzti hvílustaður Íslendinga frá upphafi kristni, hefur lengi átt bágt og búið við nær algert sinnuleysi yf- irvalda. Fyrir svo sem þremur vikum sá ég að búið var að setja niður tvo pylsuskúra inni í kirkjugarðinum, greinilega handa útlendingum að kaupa sér „Hot dogs“ og „Burgers“, eins og auglýsingar á þeim sýna. Ekki á íslenzku, því að „íslenzka á [ekki lengur] við í íslenzkum kaup- stað, hvað allir athugi.“ Und- irlægjuháttur og minnimáttarkennd okkar Íslendinga gagnvart útlend- ingum á sér engin takmörk. Og nú tekur steininn úr. Mér varð gengið niður í bæ og sá þá að búið var að setja upp gríðarmikla hús- grind og bolta rammlega niður í gangstéttarhellurnar í miðjum kirkjugarðinum og setja þar inn borð og stóla. Þarna virtist helzt eiga að verða útiveitingastaður, og er ótrúlegt að borgaryfirvöld skuli leyfa slíkt. Ætla mætti að nóg sé komið af veitingastöðum í mið- bænum þótt ekki þurfi að leggja kirkjugarðinn undir að auki. Skrifað hefur verið margsinnis og rætt við borgarfirvöld um gamla kirkjugarðinn til að fá hann friðaðan enn frekar og hindra stanzlausa um- ferð um hann, en allt er það til lítils. Nú er yfirvofandi að gríðarstórt hótel taki til starfa í gamla Landsímahús- inu, með viðbyggingu út að Kirkjustræti. Menn vonuðust til að Alþingi keypti Land- símahúsið vegna sívax- andi húsnæðisþarfar þingsins, en ekki varð af. Mér er tjáð að fyr- irspurn hafi verið send til þingsins vegna hinn- ar fyrirhuguðu ný- byggingar við gamla Landsímahúsið, en við- brögð hafi verið þau ein að óska að inngangur í hótelið yrði ekki frá Kirkjustræti, víst til að forðast rútu- umferð um götuna við þinghúsið. En fyrir vikið verður þá að ganga í hótelið frá Aðalstræti og yfir kirkju- garðinn. Ósk hins háa Alþingis vilja menn virða. Allt er þetta með ólíkindum. Reynt hefur þó verið að sporna við að kirkjugarðurinn verði aðgangs- torg að nýju hóteli, að nokkur hundruð manna eða nokkur þúsund traðki daglega yfir kynslóðir Reyk- víkinga og ferðamenn dragi þar skröltandi töskur sínar. Fyrst allt um þrýtur og veraldleg yfirvöld bregðast vil ég skora á kirkju- yfirvöld Íslands, sem kristnihald meginhluta þjóðarinnar og einnig hvílustaðir framliðinna lúta undir, að ganga fram fyrir skjöldu og fá undinn bug á þeirri ósvinnu að gera kirkjugarðinn að markaðstorgi. Fyrrum voru kirkjugarðar kallaðir „helgir reitir“. Þar fóru menn ekki fram með hávaða og hörðu braki né stunduðu kaupmennsku. En nú virðist sú hugsun fjarri. Helgir stað- ir virðast ekki til í hugum þeirra sem ráða. Búið er að gera kirkju- garðinn að „ræningjabæli“, eins og Kristur komst að orði um musterið er hann rak mangarana þaðan forð- um. Mætti þá hafa í veganesti 1. mgr. 33. gr. laga nr. 36/1993 um kirkju- garða: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur ráðuneytið veitt undanþágu frá þessu að fengnu samþykki kirkjugarðsráðs.“ Bið ég nú kirkjuyfirvöld Íslands að sýna mátt sinn og fá afstýrt þeirri ósvinnu að gera kirkjugarð- inn að markaðs- og umferðartorgi peningaaflanna. Ef allt um þrýtur og málin tapast mætti setja minningarsteinn í kirkjugarðinn og á hann letrað: Græðgin er eins og græðgin var og gengur allt úr hömlu. Töskudragandi túristar tipla á ömmu gömlu. Eftir Þór Magnússon » Bið ég nú kirkju- yfirvöld Íslands að sýna mátt sinn og fá af- stýrt þeirri ósvinnu að gera kirkjugarðinn að markaðs- og umferðar- torgi peningaaflanna. Þór Magnússon Höfundur er fv. þjóðminjavörður. Um gamla kirkjugarðinn Atvinna Ég átti nýlega leið um Bústaðaveginn og sá þá, hvað er verið að framkvæma á svokölluðum Útvarpshússreit. Ég er svo hjartanlega sammála fv. forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, og þeim fleirum, sem hafa verið að tjá sig um þetta, því að það er alveg hræðilegt að sjá þetta og greini- lega verið að framkvæma þar umhverfisslys, sem ekki er hægt að leiðrétta. Ég skil ekki, hvers vegna voru ekki heldur höfð tvílyft raðhús á reitnum meðfram Bústaða- veginum, svo að sjáist a.m.k. í þakið á Útvarpshúsinu. Blokkirnar hefðu frekar átt að vera á bak við Útvarps- húsið, ef það þurfti að troða þeim þarna niður yfirleitt. Með þessum ferlíkjum, sem er verið að hrófa þarna upp, hverfur það algerlega sjónum. Ég skil bara ekkert í þeim, sem fóru í að byggja þarna, að skipuleggja þetta á þennan hátt, eins og þetta stingur mikið í stúf við umhverfið. Mér finnst þetta hreinlega ljótt, vægast sagt, og vona, að menn vandi sig betur í skipulagsmálum framvegis. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hræðilegt skipulagsslys Byggingarframkvæmdir 361 íbúð mun rísa á lóð Ríkisútvarpsins. Morgunblaðið/Golli Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.