Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 56

Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgu mat- aráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfá- anleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matarbúrinu úti á Granda. Flanksteikin eins og hún kallast eða síðusteik eins og hún er kölluð á íslensku er þunnur og góður vöðvi sem verður algjört sælgæti með þessari leynikryddblöndu sem þykir með þeim betri. Aðferðin er í raun einföld eins og oft vill verða með góðar steik- ur. Kryddblandan er borin á kjöt- ið og það látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur eða þar til kryddð er búið að taka sig. Kjötið er grillað á funheitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Flank- steikin er þunn en þar sem hún er misþunn er erfitt að gefa mjög ná- kvæm fyrirmæli hér þar sem um nákvæmnisverk er að ræða sem krefst þess að vakað sé vel yfir því. Einnig er misjafnt hvernig fólk vill kjötið sitt eldað en betri er minni grillun en meiri. Eftir þessa fyrstu umferð er kjötið tek- ið af og látið hvíla í 5-10 mínútur. Síðan er það grillað aftur í 1-2 mínútur og látið hvíla aftur. Lykilatriði er að skera kjötið þvert á þræðina en auðvelt er að sjá hvernig þeir liggja á flank- steikinni. Eins er gott að skera það í þunnar sneiðar og þá er einnig upplagt að nota það í steik- arsalat. Meðlætið sem var boðið upp á að þessu sinni var ávaxtasalat og kartöflusalat. Kartöflusalatið var sérlega ljúffengt en þar voru not- aðar nýuppteknar kartöflur, avó- kadó, sílantró og rauðlaukur. Sal- atið skal krydda vel með salti, pipar og sítrónusafa. Flanksteik með leynikryddblöndu  Sjaldséð nautasteik nú loksins fáanleg hér á landi Girnilegt Matarbúrið út á Granda selur kjöt beint frá býli. SJÁ SÍÐU 58

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.