Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 70

Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 ✝ Jón Högni Ís-leifsson fæddist í Reykjavík 27. apr- íl 1958. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 13. júlí 2017. Sambýliskona Jóns Högna er Sonja Vilhjálms- dóttir, f. 11. júlí 1959. Foreldrar Jóns voru Ísleifur Jónsson, f. 1927, d. 3. júní 2017, vélaverk- fræðingur í Reykjavík, og Ingi- gerður Högnadóttir, f. 1922, d. 1969, húsmóðir. Systkini Jóns Högna eru: 1) Katrín, f. 1956, tölvufræðingur, maki Steve Eve- rett. 2) Einar Bragi, f. 1961, vél- fræðingur. 3) Bergsteinn Reyn- ir, f. 1964, öryggisráðgjafi, maki Arnhildur Guðmundsdóttir. 2015, og 2) Ísleifur Unnar, f. 1991, sonur hans er Jón Sverrir, f. 2013. Jón stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og Vélskól- ann á Akureyri. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1980. Hann vann ýmis störf sem vél- virki, var verksmiðjustjóri í rækjuvinnslu í Garði, stýrði önglaframleiðslufyrirtæki og fleira. Eftir alvarlegt slys fór hann í sjálfstæðan rekstur og hefur lengst af verið versl- unarmaður, rekið Heild- sölulagerinn. Jón Högni hefur verið með farandsölu á verkfær- um árum saman og þekkja hann margir af ferðum hans. Jón var til heimilis að Norð- urfelli 9 í Rvk. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 20. júlí 2017, klukkan 13. Barn Jóns Högna og fyrrverandi eig- inkonu, Önnu Rósu Traustadóttur, er Trausti, f. 1979, eiginkona hans er Sólrún Ásta Steins- dóttir, f. 1980, og eiga þau þrjú börn: 1) Freyja Fönn, f. 2005. 2) Steinn Trausti, f. 2007. 3) Silja Máney, f. 2010. Barn Jóns Högna og Vordísar Þorvaldsdóttur er Guðný Halla, f. 1983, eiginmaður er Finnur Kári Guðnason, eiga þau tvö börn: 1) Margrét Hekla, f. 2008. 2) Vordís Katla, f. 2015. Börn Jóns Högna og fyrrver- andi sambýliskonu, Kristínar Ragnhildar Sigurðardóttir, eru: 1) Sigurður Rúnar, f. 1990, son- ur hans er Marinó Ragnar, f. Þetta er eiginlega hundfúlt. Ég er búinn að endurtaka þessi orð alloft undanfarna daga. Það var ekki ætlunin að fylgja Jonna bróður til grafar rétt á eftir pabba. Vissulega átti ég von á að hann myndi fá gula ljósið varð- andi heilsuna á einhvern hátt. Svo myndi hann bara taka á því og gera það sem þyrfti. En lík- lega kom gula ljósið fyrir nokkru og Jonni hefur bara haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist þar til hann gat ekki meir, en þá var það greinilega of seint. Ég hef þekkt Jonna alla ævi og sterkar eru minningarnar frá unglingsárum mínum þegar ég flutti að heiman og til hans. Hann bjó þá á Framnesveginum með konu sinni og nýfæddu barni í lít- illi íbúð. Hann var kletturinn í lífi mínu á þeim tíma og var tilbúinn að taka slaginn og verja þá sem þurfti að verja, að sjálfsögðu eit- ilharður kommúnisti þá. Við bjuggum saman í nokkur ár og margir munu ekki gleyma partí- um á Laugavegi 101 þar sem við leigðum saman. En hann var framsýnn og við keyptum hús í Blesugróf þar sem við bjuggum saman þar til hann stóð upp og sagði: „Annaðhvort flytjið þið burt eða ég.“ Ég var sem sagt kominn í sambúð og þetta var orðið gott, ég flutti burt. Hann var mjög ákveðinn og setti undir sig hausinn ef á þurfti að halda og má segja að það hafi oft farið öfugt í fólk. Jonni var hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom og engin lognmolla kringum hann. Mér er minnisstætt þegar hann kom úr fyrstu Kúbuferð sinni og lýsti fjálglega samskiptum sínum við heimafólk (hitt kynið) á þann hátt að í fermingarveislu einni frussuðu gömlu frænkurnar í kaffibollann, roðnuðu ofan í tær og eyrun stækkuðu margfalt. Einnig verður Útvarp Saga núna að finna marga nýja viðmælend- ur í hans stað, því hann lá ekki á skoðunum sínum og hafði yndi af að æsa fólk upp í rökræðum. Jonni lenti í ýmsum áföllum um ævina en rauði þráðurinn var samskipti hans við börnin sín og barnabörn. Þau voru honum allt og hann var tilbúinn að gera hvað sem var fyrir þau. Það má segja að hann hafi lifað mikið, hratt og brunnið upp hraðar en margur annar. Hann kynntist góðum lífs- förunaut fyrir 10 árum, þá fannst mér hann mildast og áttu þau vel saman. Ég sakna Jonna mikið en ég veit að hann er í lagi og vissa um framhaldslíf ásamt andlegum þroska hans mun fylgja honum í þeirri vegferð sem er framundan. Við brölluðum margt saman í líf- inu, höfum þekkst miklu lengur en það og verðum áfram tengdir kærleiksböndum. Þessi maður með sinn harða skráp er einhver hlýjasti og kærleiksríkasti maður sem ég hef gengið lífsleiðina með. Elsku Jonni, þrátt fyrir allt veit ég að þú ert sáttur og allt er eins og það á að vera. Þinn bróðir, Bergsteinn. Síðasti farandsölumaður Ís- lands er fallinn. – Þetta átti svo sannarlega ekki að fara svona. – Smáslen og dreginn nauðugur viljugur á sjúkrahúsið, og þaðan beint í öndunarvél með tvo blóð- tappa sinn í hvoru lunganu. Síðan svæfður og haldið þannig í um mánuð. Þá fór þetta allt saman að renna í rétta átt, og lungun að jafna sig og svæfingin minnkuð og kallinn að vakna og átti all- nokkrar notalegar samveru- stundir með sínu fólki. Síðasta kvöldið fyrir örlagaríka morgun- inn voru mjög svo ljúfar stundir með yndislegri sambýliskonu sinni, Sonju Vilhelmsdóttur. – En þá kom kallið í bítið morguninn eftir. Öllum að óvörum. – Kom- inn ertu dauði. Kom þú þá þú vilt … – Það var hins vegar ekki alveg í huga Jóns Ísleifssonar. Hann vildi bara fara að drífa sig heim. Og vinna. Og undirbúa næstu söluferð út á land. Alltaf að plana eitthvað fram í tímann. En svona eru nú vegir Guðs órannsakanlegir. Ennþá að minnsta kosti. Farinn fyrirvara- laust í Sumarlandið, rétt 59 ára, tæpum tveimur mánuðum á eftir föður sínum, Ísleifi Jónssyni. Ef að líkum lætur þá sefur Meistari Jón núna í nýjum heim- kynnum nánast samfellt eins og okkur hefur verið tjáð á Til- raunafundunum í gegnum árin, þ.e. hinum vísindalegu miðils- fundum Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur. Allir sofa þar meira og minna þar til minnið er orðið nægjanlegt, eða þangað til heilar hugsanir geta farið að myndast í sálinni í handanheimunum. Það tekur viku eða vikur. Smávakna og hitta látna ástvini og ættingja. En tíminn milli þessara heima er ekki alveg samsíða, svo á flestan hátt er erfitt að bera þetta sam- an. Og sannfærður er ég um það að þegar Jón Ísleifsson verður al- mennilega kominn á ról og fulltrúi Skaparans mætir þá verður það hraustlegt tveggja manna tal. Jón mun ekki hlífa honum við erfiðum spurningum sínum um sköpunarverkið, rétt- læti og ranglætið í heiminum, og hvers vegna í ósköpunum standi nú á þessu og hinu, og hinu og þessu … Jón var ótrúlegur maður. Gamall radikal, byltingarsinni og kommi, sem keyrði um á Rolls Royce, og alltaf fullur af samsær- iskenningum um fortíðina og nú- tímann. Margar þeirra voru bara fantagóðar og upplýsandi, enda maðurinn með eindæmum vel að sér um hvaðeina í sögunni. En samt var það einna helst það sem þvældist fyrir honum að skilja heiminn til hlítar. Og það varð hlutskipti gamla kommans að verða síðasti farandsölumaður á Íslandi. Það var nokkuð sem eng- inn, eða allir gátu séð fyrir. Auð- vitað geta sérvitringar og al- þýðuvinir eins og Jón hvergi unnið hjá heiðarlegum eða óheið- arlegum arðræningjum. Þeir geta bara unnið hjá sjálfum sér. En þessu jarðlífi Jóns Ísleifs- sonar er lokið nú. Því skal þakk- að fyrir það sem þakkarvert er, bæði félagsskap og samstarf. Jón hafði líka ótrúlega góða kímni- gáfu. Hann gat ekki síður séð spaugilegu hliðarnar á sjálfum sér. Og án efa hlær hann núna dátt að ýmsu, með sínum dillandi barnslega hlátri, kominn í þessa stöðu sem hótelgestur í hinu ókeypis Hressingarheimili Sum- arlandsins, eins og allir hinir sem þar gista og hafa gist. Lifi bylt- ingin! Magnús H. Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknar- félags Reykjavíkur. Jón Högni Ísleifsson ✝ Kristrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1947. Hún lést á Landspít- alanum 8. júlí 2017. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sveins Kristjánsson, f. 14.4. 1925, d. 24.7. 2003, og Erla Ei- ríksdóttir, f. 12.10. 1928, d. 25.9. 1990. Kristrún átti einn hálfbróður, Magnús Bjarna Guðmundsson, f. 1940, d. 2016. Kristrún kynntist eiginmanni sínum, Jóni Rúnari Bjarnasyni, í Njarðvík og gengu þau í hjóna- band 30. desember 1970. Þau hófu búskap á Reykjanesvegi 8 í Njarðvík hjá foreldrum Krist- rúnar en fóru í eigin húsnæði að Hjalla- vegi 1 og byggðu sér síðan eigið heimili í Lyngmóa 2 þar sem þau ólu upp börnin sín tvö. Kristrún og Jón fluttu svo í Kjarr- móa 22 í Njarðvík 2006. Kristrún og Jón eignuðust tvö börn, þau eru: Erla, maki hennar er Valtýr Gylfason, þau eiga synina Elvar Örn og Unnar Erni; og Guðmundur Rún- ar, kvæntur Sæunni G. Guðjóns- dóttur, þau eiga dæturnar Krist- rúnu Erlu og Arndísi Ólöfu. Útför Kristrúnar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 20. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Eftir síðustu hvítasunnu bár- ust þau vondu tíðindi að hún Kristrún okkar Guðmundsdóttir, Rúna eins og hún var ávallt köll- uð, væri með einhverja slæmsku. Atburðarásin sem í hönd fór var hröð og óvægin. Rúna greindist með lungnakrabbamein og lést rétt mánuði síðar, 8. júlí síðastlið- inn. Við fylgdumst með dag frá degi með símtölum við eiginmann Rúnu, Jón Bjarnason, hann Nonna, æskuvin Atla. Þetta voru erfiðir dagar fyrir Nonna, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Skyldi engan undra sem þekkti Rúnu, þá góðu konu og gömlu sál. Það var eins og hún hefði lifað mörg jarðlíf, hefði sérstakar gáf- ur og innsæi á fólk og atburði. Eðliskostum sínum miðlaði hún óspart til annarra af gjafmildi sinni. Rúna var myndarleg kona til líkama og sálar, falleg með greindarleg augu og bauð af sér einkar góðan, rólyndan þokka. Hún var einstakt snyrtimenni, bæði gagnvart sjálfri sér og um- hverfi sínu. Var upplifun að heim- sækja Nonna og Rúnu á heimili þeirra eða í sumarbústað. Svo var Rúna auðvitað mamma og amma af Guðs náð. Atli og Nonni hafa þekkst í tæpa sjö áratugi, þeir nánast lærðu að skríða og ganga saman. Bjuggu í Sogamýrinni í æsku en síðar, um tólf ára aldur, flutti Nonni með fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Þá tóku við heimsókn- ir þeirra hvors til annars um helg- ar og á tyllidögum með Keflavík- urrútunni. Nonni og Rúna kynntust fyrir um fimm áratugum og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Nonni og Rúna, Rúna og Nonni. Þau voru eins og ein sál. Vinir Nonna nutu sannarlega góðs af þessum kynnum og samband Atla og Nonna varð bara betra ef eitt- hvað var. Svo voru örlögin með okkur. Foreldrar Rúnu áttu sum- arbústað í Grímsnesi í göngufæri við bústað Atla í Gryfjunni. Bú- staðinn tók Rúna síðar í arf eftir foreldra sína. Í Grímsnesinu átt- um við ófáar ánægjustundir sam- an og deildum áhugamálum, ræddum um börnin, tengdabörn- in og barnabörnin, gróður og gróðurfar, um lífið í allri sinni mynd. Aldrei bar nokkurn skugga á vináttu okkar við Nonna og Rúnu. Vináttan var heilsteypt og traust eins og þau hjónin. Við minnumst Rúnu með djúp- um söknuði og jafnframt ein- skæru þakklæti fyrir áratuga far- sæl kynni. Það er þyngra en tárum taki fyrir Nonna að þurfa nú að kveðja lífsförunaut sinn fyr- ir aldur fram og þegar í hönd fóru ljúf eftirlaunaár. Hans bíða erfiðir tímar sem okkur vinum hans tekst vonandi að gera honum létt- bærari. Nonna, börnum þeirra Rúnu, tengdabörnum, barnabörn- um, fjölskyldu allri og vinum vott- um við hjartans einlæga samúð. Atli Ingibjargar Gíslason, Rannveig Sigurðardóttir. Að morgni 8. júlí sl. barst okk- ur sú harmafregn að Kristrún Guðmundsdóttir, náin vinkona okkar til nærri 40 ára hefði fallið frá eftir stutta sjúkrahúslegu, langt um aldur fram. Okkur langar að minnast henn- ar með nokkrum fátæklegum orð- um, en á slíkri stundu streyma fram minningar um allar þær fjöl- mörgu ánægjustundir sem okkur auðnaðist að njóta með Rúnu og hennar fjölskyldu. Okkar kynni hófust þegar við byggðum húsið okkar að Lyng- móa 1 í Njarðvík og þau Jón og Rúna byggðu sitt beint á móti að Lyngmóa 2, þetta var haustið 1979. Með okkur tókst strax náin vin- átta og samgangur milli heimil- anna var mikill. Oft leigðum við saman video-spólur og skemmt- um okkur við að horfa á góðar myndir, þá var gjarnan sameig- inlegt grill í görðum húsanna, við hjálpuðumst að við framkvæmdir eða bara sátum að spjalli, jafnvel langt fram á nótt þegar svo bar til. Þá eru ótaldar ferðir okkar saman til Kanaríeyja á veturna, það fór með þau eins og okkur, að eftir fyrstu ferðina varð ekki aftur snúið, hvern einasta vetur var haldið til eyjarinnar grænu í suðri. Þarna naut Rúna sín sem aldrei fyrr. Oft vorum við á sama gististað, þá var gjarnan setið saman á svölunum eða í garðin- um, eldað sameiginlega eða skroppið á veitingastað, þvælst um eyjuna og skoðaðir áhuga- verðir staðir, jafnvel tekið dans- spor á „Græna Teppinu“. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem við komum til með að geyma í minningunni um einstak- an vin, traustan og heiðarlegan. Alltaf var stutt í brosið, aldrei sáum við hana bregða skapi, betri nágranna hefðum við ekki getað eignast, við erum lánsöm að hafa átt hana að. Í dag er hún til moldar borin, okkur tekur það sárt að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn, en þar sem við erum stödd á eyjunni grænu sem henni þótti svo vænt um, vakna minningar og söknuð- ur við hvert fótmál, allir þeir stað- ir hér sem við nutum sameigin- lega og áttum svo ógleymanlegar ánægjustundir, en nú er þeirri samveru skyndilega lokið. En minningin lifir í hjörtum okkar sem eftir stöndum með sorg og söknuð í hjarta. Elsku Jón, Erla, Guðmundur og ykkar fjölskyldur, við vottum okkar innilegustu samúð, megi góður Guð styrkja ykkur á þess- ari sorgarstund. María og Ragnar. Í örfáum orðum langar mig að minnast Rúnu vinkonu minnar sem hefur kvatt þennan heim allt of snemma, eftir stutt veikindi. Ég kynntist Rúnu gegnum sameiginlegar vinkonur og náðum við strax vel saman. Rúna var traust vinkona með góða nær- veru, enda var yndislegt að koma til hennar í kaffi og spjall. Elsku Rúna, ég á eftir að sakna þín og þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Ég vil að lokum senda fjöl- skyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur og bið góðan guð að styrkja þau á sorgarstundu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðún Jóhannsdóttir.) Sigurbjörg Fr. Gísladóttir (Sirrý). Kristrún Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Til elsku Rúnu. Við þökkum þér sam- fylgdina og vináttu síðustu 47 árin. Við biðjum þér Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Kær kveðja, Ebba og Magnús. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GÍSLI EBBI SIGTRYGGSSON skipstjóri, lést að morgni sunnudagsins 16. júlí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 31. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas hjúkrunarþjónustu og líknardeildar og Heimahlynningar. Halldóra Kristín Þorláksdóttir Gylfi Guðbjörn Guðjónsson Þorbjörg Magnúsdóttir Guðjón Guðjónsson Guðrún Soffía Pétursdóttir Hjálmfríður Guðjónsdóttir Sævar Berg Ólafsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Anna Dröfn Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR J. JÚLÍUSSON, fyrrverandi veitingamaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Hanna Guðmundsdóttir Gunnhildur J. Halldórsdóttir Sigurður Ö. Jónsson Þ. Birna Halldórsdóttir G. Oddgeir Indriðason Magnús P. Halldórsson Sigurlín S. Sæmundsdóttir Halldór S. Halldórsson Þórunn G. Guðmundsdóttir Yndislegi faðir okkar, bróðir, afi, tengdapabbi og gítarhetja, GUÐLAUGUR AUÐUNN FALK, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. júní. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 13. Kaffi Olé. Kristján Ársæll Sandra Rut Árni Hrafn Goði Hrafn Heiðar Páll Guðbjörg María Haraldur barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.