Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
✝ HrafnhildurÞorgrímsdóttir
(Habbý) fæddist í
Reykjavík 3. mars
1949. Hún lést 6.
júlí 2017 á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru Lilja
Björnsdóttir, f. 12.
mars 1921, d. 3. jan-
úar 2003, iðnverka-
kona, og Þorgrímur Guðmundur
Guðjónsson, f. 18. nóvember
1920, d. 14. apríl 1985, húsa-
smíðameistari og heildsali. For-
eldrar Hrafnhildar voru bæði
ættuð frá Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu; Þorgrímur frá
Saurbæ á vestanverðu nesinu en
Lilja frá Neðri-Þverá á því aust-
anverðu.
Systkini Hrafnhildar eru: 1)
Ragnheiður, f. 2. janúar 1946,
hjúkrunarfræðingur, gift Mats
úar 1971, kennara og flugvirkja.
Þau eiga fjögur börn: a) Alex-
ander Líndal, f. 8. júní 2001, b)
Dóru Lilju, f. 25. júní 2002, c)
Kristófer, f. 14. mars 2006, og d)
Hrafnhildi Rut, f. 24. júní 2010.
2) Ólaf Þór Rafnsson, f. 6. nóv-
ember 1976, húsasmið og bygg-
ingartæknifræðing hjá Verkís,
sem býr með sambýliskonu sinni,
Dögg Guðmundsdóttur, f. 11.
febrúar 1979, mannfræðingi og
með MS-gráðu í alþjóða-
samskiptum og þróunarfræðum,
vinnur sem verkefnastjóri hjá
Rauða krossinum á Íslandi. Þau
eiga tvö börn; a) Guðmund Rafn,
f. 9. júlí 2013, og b) Heiðdísi
Heklu, f. 10. ágúst 2016.
Hrafnhildur og Rafn bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík ef
frá eru talin árin 1978-1980 er
þau bjuggu og störfuðu á
Blönduósi. Hrafnhildur var lærð-
ur kennari og kenndi fyrsta árið
sem forfallakennari í Laugalækj-
arskóla, síðan í Árbæjarskóla í
nokkur ár, í grunnskólanum á
Blönduósi og í fjöldamörg ár í
Seljaskóla.
Útför Hrafnhildar Þorgríms-
dóttur fer fram frá Seljakirkju í
dag, 20. júlí 2017, kl. 13.
Anderson, f. 5. nóv-
ember 1942, skrif-
stofumanni. 2) Björn
Ingi, f. 1. apríl 1958,
verktaki, kvæntur
Jóhönnu Kristínu
Jósefsdóttur, f. 19.
febrúar 1961,
sjúkraliða.
Hrafnhildur gift-
ist Rafni Kristjáns-
syni, húsasmíða-
meistara og
byggingartæknifræðingi hjá
Verkís, f. 6. febrúar 1948, hinn
11. júlí 1971. Foreldrar hans voru
Ólöf Kr. Ísfeld, f. 6. apríl 1916, d.
29. maí 1995, húsmóðir, og Krist-
ján Benediktsson, f. 20. apríl
1919, d. 21. mars 1991, rafvirkja-
meistari.
Hrafnhildur og Rafn eignuðust
tvö börn: 1) Ásdísi Margréti, f. 11.
apríl 1975, hjúkrunarfræðing á
Reykjalundi, sem gift er Njáli
Líndal Marteinssyni, f. 15. febr-
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast hennar móður
minnar. Það er í raun bara síðustu
árin sem ég gerði mér grein fyrir
hversu stórmerkileg hún móðir
mín væri. Sérstaklega núna þegar
hún veiktist, þá voru margir sem
töluðu við mig eða sendu skilaboð
um það hversu mikið hún hefði
gert fyrir þá og hversu vænt þeim
þótti um hana. Hún var kennari af
lífi og sál. Hún var meira en það.
Hún leiðbeindi mörgum með visku
þegar þeir voru á krossgötum í líf-
inu eða stóðu frammi fyrir því að
taka stórar ákvarðanir. Hún var
yndisleg amma barna minna, gjaf-
mild bæði á tíma og kærleika, hún
hvatti þau áfram, elskaði þau og
eyddi tíma með þeim á ýmsan
hátt. Ræktaði upp ólíka hæfileika
þeirra. Hún átti alls kyns föndur-
dót, lét þau telja tölur, raða upp
hlutum, skrifa, teikna, lesa o.fl.
Hún hafði mikið skipulag á öllum
hlutum, vissi t.d. nákvæmlega
hvað hún ætti mörg glös en hver
hlutur á heimilinu átti sinn stað og
hún fór vel með það sem hún átti.
Sem unglingi fannst mér þessi ná-
kvæmni og skipulag oft pirrandi
en ég ákvað að ég myndi reyna að
læra af henni og var það gott vega-
nesti út í lífið. Hún elskaði ís-
lenska tungu, bókalestur, menn-
ingu og fréttunum mátti hún ekki
missa af. En fyrst og fremst var
hún elskuleg mamma mín og ég
mun sakna hennar mikið. Takk
fyrir allt elsku mamma. Ég veit að
Guð geymir þig á betri stað fjarri
sjúkdómum og veikindum.
Ásdís Margrét Rafnsdóttir.
Elsku mamma, tengdamamma
og amma, hvað þín verður sárt
saknað. Þú fórst alltof snemma frá
okkur en við erum þakklát fyrir
þann tíma sem við fengum saman.
Það er svo dýrmætt að Guðmund-
ur Rafn og Heiðdís Hekla gátu
varið tíma með þér og að þú fékkst
tækifæri til að kynnast þeim og
kenna. Þegar við hugsum til baka
er svo margt sem rifjast upp; hvað
þú veittir okkur mikinn stuðning,
hvað þú varst gjafmild, hress,
ákveðin og ráðagóð. Þrátt fyrir
veikindi varstu jákvæð og kraft-
mikil og sinntir ömmuhlutverkinu
mjög vel. Þú varst ströng og ekki
hrædd við að vera „óvinsæla“
amman. Það urðu allir að hlýða,
meira að segja afi. Þó að fjögurra
ára Guðmundur Rafn hafi ekki
alltaf verið sáttur við það þá mun-
um við sakna þess. Þú byrjaðir
strax að kenna börnunum og áttir
alls konar gamalt dót sem þú not-
aðir á sniðugan hátt til að örva þau
og hjálpa þeim að læra. Um leið og
þau byrjuðu að babla þá fórstu að
kenna þeim að bera fram orð og
síðan stafi. Fyrsta orð ellefu mán-
aða Heiðdísar Heklu var „datt“ og
þú kenndir henni það með því að
leyfa henni að henda rauðu plast-
bollunum í gólfið í Lækjarselinu.
Það fannst þér stórskemmtilegt
og finnst okkur sérstaklega gam-
an að þú náðir að kenna henni
fyrsta orðið. Við eigum margar
svona skemmtilegar minningar
um þig og munum alltaf minnast
þín með bros á vör og hlýju í
hjarta. Hvíl í friði.
Ólafur (Óli), Dögg,
Guðmundur Rafn og
Heiðdís Hekla.
Elsku amma mín. Ég get ekki
lýst hversu erfitt er að missa þig.
Þú varst svo góð og hjálpaðir mér,
við vorum góðir vinir. Þú spjall-
aðir við mig þegar ég þurfti og
gafst mér gott að borða. Það var
mjög gaman að heimsækja þig og
gista. Við horfðum á skemmtileg-
ar myndir, spennuþætti og hlóg-
um hátt. Ég var mjög náinn þér og
þess vegna er svo erfitt að missa
þig, elsku amma. Þú hjálpaðir mér
í gegnum erfiða tíma. Þú huggaðir
mig og hughreystir. Vá, hvað ég
elskaði þig.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkur verður minning þín
á vegi lífsins, ævi alla,
eins og fagurt ljós, er skín.
Vertu blessuð, kristna kona,
kærleikanum gafstu mál,
vertu blessuð, guð þig geymi,
góða amma, hreina sál.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þitt ömmubarn og vinur,
Alexander.
Elsku amma mín:
Þú gerðir allt fyrir mig
og ég mun reyna að gera það sama fyrir
þig.
Fólk segir að þú sért farin
en mér finnst þú enn vera hér,
hjá mér.
Þú hrósaðir mér fyrir allt það
góða og fallega sem ég gerði, sér-
staklega teikningarnar mínar.
Einnig þótti þér blómvöndurinn
með hrafnsfjöðrinni fallegur sem
ég færði þér á spítalann. Ég ætla
að reyna að fara í listaskóla eins
og þú baðst mig um.
Ég elska þig. Þinn
Kristófer,
listamaðurinn þinn.
Elsku besta Hrafnhildur mín.
Ég á erfitt með að trúa því að
þú sért farin frá okkur, mín kæra
frænka.
Á lífsvegi manns eru nokkrir
einstaklingar sem setja handarfar
sitt á hjarta manns og þú, elsku
Habbý mín, settir svo sannarlega
handarfar þitt í hjarta mitt.
Ég á þér svo ótalmargt að
þakka í gegnum lífið. Þú hefur
alltaf stutt vel við bakið á mér og
fjölskyldu minni og erum við
endalaust þakklát þér fyrir það.
Heimili ykkar Rabba stóð mér
alltaf opið og hef ég fengið að
halda ófáar veislur þar í gegnum
tíðina, alltaf varst þú tilbúin að
hjálpa mér og tókst þátt í öllu ferl-
inu með mér.
Ég er þér líka þakklát fyrir alla
þá aðstoð sem þú veittir mér í
gegnum námið mitt, það sem það
var gott að eiga þig að þá. Þú last
yfir öll verkefnin mín og passaðir
upp á að ég skilaði engu frá mér
sem gæti mögulega verið villa í. Já
þú gafst þér alltaf tíma til að
hjálpa mér og vera gagnrýnin á
góðan og lærdómsríkan hátt sem
ég tek með mér út í lífið.
Við höfum eytt síðustu 44 árum
saman á jóladag og gamlárskvöld
og er því sárt að hugsa til þess að
við höldum ekki þessari hefð
áfram saman, við tvær vorum
mjög stífar á því að þessari hefð
yrði ekki breytt og höfum alltaf
haldið fast í hana. Þetta eru góðar
og dýrmætar minningar fyrir okk-
ur öll sem vorum alltaf saman á
þessum dögum.
Þú barðist hetjulega í veikind-
um þínum núna í sumar og er ég
þakklát fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman hvort sem það
var að degi til eða nóttu. Við rædd-
um mikið saman og þú fræddir
mig mikið þessa síðustu daga okk-
ar saman. Þú varst alltaf einstak-
lega góð við mömmu mína og þú
talaðir oft um að hún væri með
okkur, já ég held að hún hafi vak-
að yfir þér og passað vel upp á þig.
Mamma mun taka þér fagnandi
og þið eigið eftir að ræða mikið
saman aftur núna.
Ég mun gera mitt besta, elsku
Habbý mín, að hlúa vel að Rabba
þínum, börnum og barnabörnum
um ókomna tíð, ég veit að við mun-
um halda þéttingsfast utan um
hvert annað og heiðra minningu
þína.
Hvíl í friði, elsku Habbý mín,
þín verður sárt saknað.
Þín frænka,
Nína Berglind.
Ég renni huganum til liðinna
tíma með systursyni mínum Rafni
og konu hans Hrafnhildi, Habbý,
og þar eru svo dásamlegar myndir
minninganna sem skært ljós og
gleði. Ég minnist Habbýjar sem
var há, grönn og létt í spori,
ákveðin en ljúf og trygglynd. Það
var dásamlega gaman að fá þau
hjónin í heimsókn hvort heldur í
sveitina eða hingað til Akureyrar
og einnig fagnaðarstundir með
þeim í Reykjavík og á Tenerife. Já
og þá líka þegar börnin þeirra og
fjölskyldur voru með, þar sýndu
þau hjón þeim opinn faðm sinn og
virðingu, voru stolt af þessum
tveimur fjölskyldum sínum og
máttu vera það.
Ég skrifa þessar fáeinu línur
sem virðingu við Habbý á kveðju-
stund hennar.
Elsku Rafn, Óli Þór og Ásdís og
fjölskyldur ykkar, ég veit þið eruð
full söknuðar en þið eigið góðar
minningar til að ylja ykkur við.
Guð styrki ykkur öll.
Ykkar einlæg,
Fjóla Kr. Ísfeld.
Fallin er nú frá eftir stutt en
erfið veikindi fyrrverandi svilkona
mín og nafna, Hrafnhildur Þor-
grímsdóttir. Fyrstu kynni okkar
hafa sennilega byrjað árið 1974
þegar ég tengdist inn í fjölskyld-
una gegnum fyrrverandi eigin-
mann minn, Einar Ísfeld, en hann
lést 1987. Eftir að börnin okkar,
sem voru á svipuðum aldri, fædd-
ust þá var gaman að koma í
Engjaselið og síðar Lækjarselið í
afmælisveislur og jólaboð. Var þá
oft glatt á hjalla og tekin fram hin
ýmsu spil og farið í allskonar leiki
með börnunum.
Eftir andlát míns fyrrverandi
þá var mér alltaf boðið áfram í ár-
legt jólaboð hjá Hrafnhildi og
Rafni með börnunum mínum, þar
sem boðið var upp á ljúffengt
heimareykt sauðahangikjöt að
vestan ásamt öllu tilheyrandi og
heimatilbúinn ís í eftirrétt og Irish
coffee þar á eftir. Við nöfnurnar
reyktum báðar og settumst oft inn
í bókaherbergið innan um allar
bækurnar sem hún var búin að
lesa og spjölluðum saman um
bækur eða þjóðfélagsmál. Hrafn-
hildur var skemmtileg kona og
hafði ákveðnar skoðanir, hvort
sem það var vegna þjóðfélagsmála
eða barnauppeldis. Líkaði mér
alltaf vel hversu heiðarleg og
hreinskiptin hún nafna mín var og
gat látið í sér heyra ef henni mis-
líkaði eitthvað. Um síðustu jól til-
kynnti Hrafnhildur að þetta yrði
síðasta jólaboðið sem hún yrði
með og grunar mig að hún hafi
eitthvað verið farin að finna fyrir
þessum sjúkdómi sem lagði hana
að velli á svo stuttum tíma. Mig
langar að þakka henni fyrir þá við-
kynningu sem við áttum.
Kæri Rafn, Ásdís Margrét,
Njáll og börn og Ólafur Þór, Dögg
og börn. Sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Hrafnhildur Hauksdóttir
Hrafnhildur
Þorgrímsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Habbý.
Síðan við litlu krílin
komum í heiminn hefur þú
alltaf verið til staðar sama
hvað.
Allar ferðirnar, öll boðin,
allar fjölskyldustundirnar
með þér voru allt gæða-
stundir sem eru minningar
sem ég mun aldrei gleyma.
Auðvitað vildum við geta
átt fleiri gæðastundir með
þér en ég veit að þú ert á
betri stað núna. Megi Guð
vera með þér.
Engin orð lýsa því hvað
þú varst æðisleg amma og
ég elska þig.
Dóra Lilja Njálsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hrafnhildi Þorgríms-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÞÓRHALLSSON
bókbindari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. júlí.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 21. júlí klukkan 13.
Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson
Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir
Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson
Þórhallur Guðmundsson
barnabörn og barnbarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR H. TORFASON,
rithöfundur, fjölmiðlamaður og
kvikmyndafræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
17. júlí. Útför hans fer fram frá Kristskirkju,
Landakoti, föstudaginn 21. júlí klukkan 13.
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir
Melkorka Tekla Ólafsdóttir Kristján Þórður Hrafnsson
Torfi Frans Ólafsson Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Francisco Javier Jáuregui
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
STEINUNN Ó. LÁRUSDÓTTIR
STEINSEN,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði mánudaginn
17. júlí. Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. júlí klukkan 13.
Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Guðlaugar og
starfsfólks hennar á Sólvangi fyrir hlýhug og einstaklega góða
umönnun.
Kristín Lilja Steinsen Helmut Schuehlen
Vera Ósk Steinsen
Halldór Steinn Steinsen Þóra Brynjúlfsdóttir
Rut Steinsen Ingvar Guðmundsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BALDUR ARASON,
Noregi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 16. júlí.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 24. júlí klukkan 13.
Berglind Magnúsdóttir
Heimir Baldursson
Sigríður Hafdís Baldursdóttir Hlynur Hringsson
Bára Baldursdóttir
Huldís, Viggó, Eva og Ingvar Emil
Ástkær dóttir okkar, móðir og systir,
MARGÉT ÞÓRARINSDÓTTIR
PALESTINI,
lést í Kaliforníu USA 22. febrúar 2017.
Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju
22. júlí klukkan 14.
Bára Arinbjarnard. Rogers Ed Rogers
Sabrina Palestini Sofia Palestini
Diana Rogers Cathy Rogers
Inga Rós Þórarinsdóttir Gísli Þór Þórarinsson
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
BJARKI MÁR GUÐNASON,
lést á Landspítalanum 14. júlí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
mánudaginn 24. júlí klukkan 13.
Lilja Guðmundsdóttir Jón Viðar Friðriksson
Guðni Gestur Pálmason Anna Berglind Svansdóttir
Elísabet Sandra Guðnadóttir
Friðrik Snær Jónsson
Rúnar Alexander Jónsson
Gabriel Torfi Guðnason